Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ríkið og verðbólgan Nýlega er lokið lagningu sjálfvirks síma á 60 sveitabæi í Svarfaðar- dal. Heildarkostnaðurinn við verkið nam 108 milljónum króna, sem þýðir að sjálfvirkur sími á hvern bæ hefur kostað 1.8 milljón króna. Þetta finnst mörgum vafa- laust dýrt, en fróðlegt er að líta svolítið nánar á málið. Fyrir hvern síma sem lagður er í Svarfaðardal fær ríkið hvorki meira né minna en 45% í tolla, að- flutningsgjöld og skatta. Þetta þýðir að grunnkostnaðurinn við símalagninguna í Svarfaðardal er ekki nema um ein milljón króna á hvern síma, en ríkið hirðir 810 þúsund krónur. Ríkið leggur því í rauninni 80% ofan á grunnkostn- aðinn við símalagninguna. Þetta háa gjald sem ríkið leggur þannig á vegna lagningu síma í sveitum hækkar að sjálfsögðu af- notagjald og kemur niður á öllum neytendum símaþjónustunnar. Þessar miklu álögur ríkisins auka verðbólguna í landinu því hækkun afnotagjafda þýðir hækkun vísi- tölunnar. Þetta er eitt iítið dæmi um þátt ríkisvaldsins í því að við- hatda verðbólgu og auka hana og vafalaust mætti finna mörg fleiri af svipuðu tagi. Það væri til hagsbóta fyrir alla, ef ríkið felldi niður þessi gjöld af stofnkostnaði við símalagningu í sveitum landsins, þar sem hundr- uðir símnotenda búa enn við lítið öryggi í símaþjónustu og allt niður í fjögurra stunda afgreiðslutíma á sólarhring. Hægt væri að gera meira í símamálum dreifbýlisins, auk þess sem draga myndi úr dýr- tíðinni. Fiskur og ull í viðtali sem Dagur átti við Sigurð Arnórsson, forstjóra Fataverk- smiðjunnar Heklu fyrir skömmu, sagði hann að eins og málum væri háttað í dag, þyrfti verulega slæma vertíð til þess að rétt verð fengist fyrir útflutningsvörur úr ull. Þetta kann að hljóma undarlega, því í fljótu bragði verða ekki greind tengslin milli lélegra afla- bragða og góðrar afkomu ullar- vöruútflutningsins. En málið er í raun og veru einfalt, því þarna er verið að benda á það enn einu sinni, að taka verði tillit til annarra útflutningsgreina en fiskiðnaðar- ins eingöngu þegar gengisskrán- ing er annars vegar og að koma verði á stöðugri raunskráningu á genginu, sem sé ekki einskorðuð við fiskútflutning. Meðan flestir íbúar Svínavatns- hrepps í Húnavatnssýslu voru í réttum, sl. laugardag, gengu tveir hreppsbúar í hjónaband. Þessi hjónavíglsla var að því leyti sér- stæð og er því í frásögu færandi, að hún átti sér stað í veðurathug- unarstöðinni á Hveravöllum. Brúðhjónin voru þau Bergrún Helga Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson, veðurathugunarmenn þar efra. Hveravellir eru í Auð- kúlusókn, í prestakalli sr. Hjálm- ars Jónssonar á Bólstað og fram- kvæmdi hann athöfnina. Við- staddir voru nánustu vinir og ættingjar brúðhjónanna, um 30 talsins, og komu þeir flestir með rútu frá Reykjavík. BRÚÐKAUP í ÓBYGGÐUM Blaðamenn Dags höfðu spurn- ir af þessari fyrirhuguðu giftingu á fjöllum uppi og fékk undirrituð að fljóta með Húnvetningum til Hveravalla. Lagt var upp frá byggðum Blöndudals skömmu eftir hádegi. Það var ekki um- ferðinni fyrir að fara á þessari þriggja tíma leið enda varla við því að búast, ein og ein eftirlegu- kind sást þó. Þær virtust una sér hið besta á grónum heiðum Húnaþings. Samferðamennirnir höfðu orð á því að þeir myndu vart eftir heiðinni svo grösugri sem nú í sumar. Kórinn stofnaður á staðnum Á Hveravöllum var strekkings- vindur og rigning. Veislugestir voru allir komnir og biðu í hinum nýja skála Ferðafélagsins eftir að athöfnin hæfist. Þau Bergrún og Gunnar hafa verið við veðurat- huganir á Hveravöllum í eitt ár og ætla nú að vera þar annað ár að minnsta kosti. Þau sinntu að sjálfsögðu skyldustörfum sínum, þennan dag sem aðra, og sendu veðurlýsingu til Veðurstofu ís- lands um sexleytið en að því loknu hófst athöfnin. Samæfður Gestir tóku allir þátt í söngnum, þ. á m. móöir brúögumans, prestsfrúin og myndatökumaöur sjónvarpsins en þau sjást hér á þessari mynd. kirkjukór var ekki til taks þarna uppi á hálendinu, né heldur hljóðfæri en það var ekkert vandamál, kórinn var stofnaður á staðnum og voru allir veislugestir meðlimir. Stuttu fyrir athöfnina fór fram söngæfing í skálanum undir stjórn Jóns Tryggvasonar í Ártúnum en hann hafði verið svo forsjáll að grípa með sér tónkvísl. Giftingarathöfnin var látlaus en hátíðleg. Það eina sem minnti menn á að þeir væru í óbyggðum var að ekkert var orgelið og því ekki spilaður brúðarmars. Hins vegar söng hinn nýstofnaði kór af tilfinningu og kom ekki að sök þótt hljóðfæri vantaði. ®r- Hjálmar Jónsson á Bólstað framkvæmdi athöfnina. Brúðhjónin á Hveravöllum, Bergrún Helga Gunnarsdóttir og Gunnar Pálsson. A slóðum Eyvind- ar og Höllu Húsakynni veðurathugunar- manna á Hveravöllum voru hin ákjósanlegustu, að vísu var stofan í minnsta lagi en þröngt máttu sáttir sitja. Eftir hjónavígsluna var skálað fyrir hinum nýgiftu í kampavíni, húrrahrópin glumdu við og ríflegur og fjölbreyttur matur var borinn á borð. Þar eð brúðkaupið átti sér stað á slóðum þeirra Eyvindar og Höllu bar þau oft á góma. Töldu menn að þau hefðu sjálfsagt þegið slíka athöfn og hátíð sem þessa. Einnig var slegið á léttari strengi og gantast með sauðaföllin, að þau væru væn þarna á heiðum uppi. Um níuleytið kölluðu skyldu- störfin aftur og brúðhjónin brugðu sér út og gáðu til veðurs. Það má með sanni segja að veislugestir hafi lítt fundið fyrir því að vera staddir uppi á öræfum þetta kvöld. Öll þægindi voru við hendina og nóg var af öllu. Það var helst þegar litið var út um glugga, eftir að dimma tók, sem maður gat fyllst myrkfælni og innilokunarkennd. Það sást ekk- ert nema smá Ijóstýra í sæluhús- inu en þar héldu til eftirleitar- menn úr Biskupstungum. Aleinn á stóru svæði Það má segja að aðstæður brúðhjónanna á Hveravöllum bjóði upp á það að þau kynnist náið. Á stað sem þessum verður mönnum eflaust ljósari nauðsyn góðs félagsskapar. Það er oft sem nýgift hjón ferðast frá heimili sínu og ættingjum til þess að vera ein og njóta hveitibrauðsdag- anna. Þess þurfa þau ekki Bergg rún ogGunnar, því nú fersá tími í hönd að þau verða ein vikum og mánuðum saman og langt í það að svo fjölmennt verði á Hvera- völlum. Þetta nefndi klerkur í ræðu sinni en vitnaði jafnframt í fleyg orð hins þjóðkunna manns Marka-Leifa, þegar hann fann til einmanaleika á fjöllum uppi og sagði þegar hann kom til byggða: Eg var aleinn á stóru svæði og enginn næstur mér. Já, aleinn með Guði mínum.“ Dagur óskar þeim hjónum á Hveravöllum til hamingju og óskar þeim alls hins besta á kom- andi vetri. EHJ. Sigurður sýnir peninginn, en Haraldur fylgist með að allt fari löglega fram. Mynd: á.þ. Einseyringur grafinn og borði var klipptur Nýi Þórsvöllurinn í Glerárhverfi var vígður við hátílega athöfn sl. sunnudag. Þórsarar gengu í skrúðgöngu frá Ráðhústorgi að svæðinu. Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi formaður Þórs og formaður vallarnefndar, afhenti Sigurði Oddssyni, formanni Þórs völlinn til umráða. Har- aldur klippti síðan sundur borða, sem strengdur var á miðju vall- arins, og Sigurður gróf í völlinn einseyring sem sleginn var sama ár og íþróttafélagið Þór var stofnað. Mikill mannfjöldi kom á Þórssvæðið á sunnudaginn, enda var blíðskaparveður og til- efnið mikið. Forseti bæjar- stjórnar, Freyr Ófeigsson, ávarpaði mannfjöldann og Jón Arnþórsson, formaður KA, ósk- aði Þór hjartanlega til hamingju með nýja grasvöllinn. Að lokum voru leiknir tveir leikir milli liða meistaraflokka Þórs er unnu sig upp í 1. deild 1976 og liðs er vann sig upp nú í sumar. Jafnræði varð 1-1 og skoraði Árni Stefánsson fyrir yngra liðið og jafnframt fyrsta mark vallarins, en Jón Lárusson jafnaði leikinn af hálfu hinna eldri. 1 5. flokki varð leikur milli KA og Þórs og sigraði Þór 2-0 með mörkum Arnljóts Davíðs- sonar. Völlurinn meira en grasið „Þessi völlur er meira en bara grasið sem við sjáum. Um þrjá- tíu þúsund tonn af jarðvegi hafa verið flutt í völlinn, frárennslis- rörin eru um einn og hálfur kílómetri að lengd, um það bil 150 tonn af húsdýraáburði hafa verið sótt út um sveitir og þeim ekið í völlinn,“ sagði Haraldur Helgason, fyrrv. formaður Þórs í ávarpi sínu. Haraldur rakti í fáum orðum framkvæmdasöguna og gat þess að um 220 manns — karlar, konur og böm, hafi unnið að því að leggja þökumar á völlinn, en auk þess voru um 50 manns við að rista tún- ið á Leifsstöðum sem félagið keypti árið 1979. Fjórir bílar voru í stöð- ugum flutningum og alls urðu bíl- farmarnir eitt hundrað talsins. „í allt tók það ellefu daga að rista af túninu, flytja þökurnar og leggja á völlinn, enda var snemma risið og seint var sest, en alls var þakið 14.420 ferm. svæði, sem er næst því að vera tveir fullkomnir vellir. Á þessum ellefu dögum voru unnar 4000 stundir í sjálfboðavinnu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að svona framkvæmd sé dæmafá ef ekki einsdæmi, en þetta er hægt, enda samstilltir hópar að verki og góð skipulagning." Haraldur þakkaði ráðamönnum bæjarins fyrir ómetanlegan stuðn- ing svo og ýmsum starfsmönnum bæjarins. Einnig vildi hann koma á framfæri þökkum til bænda í ná- grenninu, en þeir hafa lánað menn og jarðvinnsluvélar. Síðastliðinn laugardag barst JJaraldi í hendur peningagjöf frá Elínu Halldórsdóttur — kr. 100.000 — til minningar um mann hennar Jón P. Hallgrímsson, en hann átti sæti í stjórn Þórs um árabil, bæði sem formaður og ritari. Við vígsluathöfnina á sunnu- daginn barst íþróttafélaginu Þór heillaskeyti frá Æskulýðsráði Ak- ureyrar, Iþróttaráði Akureyrar og veitingastofunni Bautanum, sem bauð stjórn og framkvæmdaráði til matar, þegar þeim vel hentaði. Stefán Valgeirsson, alþm.: Hvað er framundan? Hvað er framundan? Þessi spurning sækir á huga landsmanna um þessar mundir. Mörgum finnst að mikil óvissa ríki nú á flestum sviðum þjóðmála og þá er það jafnan svo að menn spyrja og spá. Hvar sem menn taka tal saman er umræðuefnið verðlagsþróunin í land- inu ogorsakir verðbólgunnarog hvað sé helst til ráða til að draga úr hraða hennar. Stjórnmálamönnum er æði oft kennt einum um hvernig þessi má! hafa þróast. Af sumum er þeim brigslað um kjarkleysi eða að það sé af hagsmuna- legum hvötum að ekki hafi verið gripið til þeirra ráða sem bera umtalsverðan árangur gegn verðbólgunni. Það at- hyglisverðasta í allri þessari umræðu er að menn virðast sammála um að gera verði ráðstafanir til að ná verðbólgu- stiginu citthvað niður og það á næstu mánuðum ef komast á hjá meiriháttar áföllum í atvinnumálum þjóðarinnar En þegar sýnt er fram á að ekki sé hægt að ná slíkum árangri nema þrengja kjörin almennt í þjóðfélaginu þá er undantekningarlitið sama svarið hjá hverjum sem rætt er við: Ráðstafanirn- ar verða að vera þannig að þær komi ekki niður á mér eða minni stétt Kröfugerðin og togstreitan í þjóðfélag- inu byggist að mestu leyti á þessu sama hugarfari og það er ekki nýtt fyrirbrigði að gerðar séu þær kröfur til stjórnmála- manna sem engin leið er til að uppfylla. I siðustu kosningum var tekist á um verðbólgumálin. Sjálfstæðismenn boð- uðu leiftursókn gegn verðbólgunni. nokkurs konar kjarnorkuárás, en þjóðin hafnaði þeirra leiðsögn. Framsóknar- menn sögðu að ef 50% verðbólga og þar yfirstæði lengi myndi slíkt ástand leiða af sér atvinnuleysi. Til þess sama myndi leiða ef þrýsta ætti verðbólgunni niður á stuttum tíma eins og sjálfstæðismenn boðuðu að þeir myndu gera ef þjóðin fæli þeim forsjá mála sinna eftir kosningarnar. Við bentum á að verð- lagsmál væri sá málaflokkur sem alltaf þyrfti að fjalla um vegna sibreytilegra aðstæðna. Allt tal um það að í eitt skipti fyrir öll væri hægt að koma þeim mál- um fyrir í farvegi sem væri frambúðar- lausn og enga umfjöllun þyrfti um framar væri aðeins tal skilningslausra manna á lögmálum efnahagslífsins. Að kosningum loknum var auðsjá- anlegt að ekki var margra kosta völ um myndun meirihluta þingræðisstjórnar. Fyrri grein Fáir höfðu geð í sér að vinna með Alþýðuflokknum eftir það sem á undan var gengið. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki samstarfshæfur vegna irínbyrðis deilna og Alþýðubandalagið virtist vilja koma sér hjá því að standa að myndun ríkisstjórnar — langt fram í janúar- mánuð. Slik afstaða kom fáum á óvart þar sem þá var sýnilegt að erfiðleika- timar voru framundan. Eini kosturinn til myndunar meirihluta þingræðis- stjómar varsá sem farinn var — það var um það að velja eða utanþingsstjórn. I málefnasamningi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens stendur þetta m.a. „Meginverkefni rikisstjórnarinnar er að treysta islenskt efnahafs- og at- vinnulíf, enda er það ein helsta forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Jafnframt leggur ríkisstjórnin áherslu á að efla menningarstarfsemi, auka fclagslega þjónuslu og jafna lífskjör. Ríkisstjórnin mun berjast gegn verðbólgunni með aðhaldsaðgerðum, sem varða verðlag, gengi, pcningamál, fjárfestingu og rík- isfjármál. Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að árið 1982 verði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum Islendinga." Á þessu sést að undirstaðan undir þessu stjórnarsamstarfi er sú stefnu- mörkun sem við framsóknarmenn boð- uðum fyrir kosningar. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að verð- bólgustigið verði ekki hærra cn í helstu viðskiptalöndum okkar í árslok 1982. Þeir aðilar sem að ríkisstjórninni standa hafa allir gengist undir þessa stefnu og hver vill taka þá ábyrgð á sig að hindra framgang hennar ef unnt reynist jafn- frtunt að halda uppi fullri atvinnu i landinu? Rikisstjórn Gunnars Thoroddsen hefur setið að völdum í tæpa 8 mánuði. Það erekki langur starfstimi en gefur þó vísbendingu um hvers vænta má að óbreyttum aðstæðum. Fyrstu mánuðir starfstímans fóru í að afgreiða fjárlög og lánsfjáráætlun fyrir yfirstandandi ár. Á þessu ári hafa vandamálin blátt áfram hrannast upp, svo legið hefur við al- gjörri stöðvun útflutningsatvinnuveg- anna. Á sama tíma hafa staðið yfir samningar um kaup og kjör til flestra starfshópa í landinu. Aðstaða ríkis- stjórnarinnar hefur því ekki verið vandalaus það sem af er og má þó segja að sjólagið sé ekki bctra framundan — það sem séð verður. Þó er full atvinna í landinu og mikil framleiðsla og þjóðin býr yfirleitt enn við mjög góð kjör. En til að sýna fram á hvers eðlis vandinn er, þá skal á þetta bent. Fiskverð í Banda- rikjunum hefur hækkað á síðustu tveim árum um 5% miðað við dollar. Að meðaltali hefur verð á úlflutningi okkar hækkað um 13%, en innflutningur hefur á sama tima hækkað að meðaltali uni tæp 40% — allt miðað við erlenda gjaldmiðla. Þótt framleiðsluaukningin hafi verið veruleg á þessum tíma þá ættu þessar tölur að segja það sem segja þarf — við höfum minna til skiptanna. Og þá þarf að miða ytri umgjörð efna- hagsmálanna við þær staðreyndir ef takast á að feta sig inn á þá leið að draga úr verðbólguhraðanum. Þó verður að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Leiðin er þvi erfið og vandrötuð og engan þarf að undra þó að hægt gangi miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru. En það sem skiptir meginmáli er að þessi lcið er fær cf ekki verður því stærri björgum velt inn á þann veg, af annar- legum hvötum. Og það sem skiptir enn meira máli: Þetta er eina leiðin út úr verðbólguvandanum ef koma á i veg fyrir meiriháttar atvinnuleysi og þær þrengingar sem sliku ástandi fylgja jafnan. Hins vegar þarf enginn að halda að þessi leið verði þrautalaus. Það er ekkcrl vafamál að ekki verður hægt að verða við óskum manna um ýmsar framkvæmdir og umbætur meðan við fetum leiðina að settu marki. Og það sem skiptir meginmáli i þvi sambandi er að fulls réttlætis sé gætt. Þá ætti að nást sú samstaða sem til þarf til að ryðja veginn út úr óðaverðbólgunni. Ekki vil ég draga fjöður yfir það að við framsóknarmcnn urðum fyrir veru- legum vonbrigðum að ekki skildi finn- ast grundvöllur sem samstaða var um til að ná meiri árangri í glimunni við verðbólgina en raunin hefur á orðið á þessu ári. Á það skal þó bent að Þjóð- hagsstofnun hefur látið frá sér fara að verðbólgustigið verði lægra í ár en það var á siðasta ári þótt ekki komi til nýjar ráðstafanir. Hér stefnir því í rétta átt þótt meira þurfi til að koma. KA KVADDI MEÐ SIGRI Á laugardaginn fór KA til Húsavíkur og lék við Völs- ung í síðustu umferð ís- landsmótsins í knattspyrnu. Völsungar settu allt í gang til að tryggja sér stig í leiknum, en með því voru þeir úr fall- hættu. Það var Völsungurinn Her- mann Jónsson sem skoraði fyrsta mark leiksins við mikinn fögnuð heimamanna. Þrátt fyrir það að K.A sækti nær stanslaust á mark Völsungs vildi boltinn ekki í netið, og í hálfleik var staðan eitt mark gegn engu fyrir Völsung. Fljótlega í síðari hálfleiknum jafnaði Óskar Ingimundarson og nokkru síðar bætti Ásbjörn öðru marki við og tryggði KA sigur í leiknum. Það urðu því úrslit leiksins, tvö mörk gegn einu fyrir KA. Völsungar sluppu hins vegar úrfalihættunniþarsemÁrmenn- ingar náðu aðeins jafntefli gegn Austra, og urðu þvi Ármenn- ingar að sætla sig við að leika í þriðju deild á næsta ári ásamt Austra. Að leik loknum var leik- mönnum KA og forráðamönn- um boðið heim til Helga Schöth og konu hans, en Helgi er einn af stofnendum KA og heiðurs- félagi félagsins. Aðeins áfangi Núverandi formaöur Þórs, Sigurður Oddsson, sagði í ávarpi að nýi grasvöllurinn, sem sagt er frá annarsstaðar á síðunni, væri aðeins áfangi á langri lcið — eftir væru mörg handtök. Þórsarar hefðu í hyggju að byggja á svæðinu félagsheimili, tenn- isvöll, skautasveli, hand- boltavöll og grasæfinga- svæði. „Við Þórsarar vonum að starf félagsins megi eflast og dafna með tilkomu vallarins og að hann verði til þess að hvetja alla Þórsara — stóra sem smáa til frekari dáða og afreka.“ Sigurður minnti einnig á störf vallamefndar og þakkaði henni fyrir vel unnin störf. Hann gat um þátt Bjöms Kristóferssonar, garðyrkjumanns, sem gaf Þórs- urum holl ráð. „Síðast en ekki síst vil ég þakka þeim mönnum sem okkar á milli eru kallaðir svæðisrottur. Þá þekkja sjálfsagt allir, því hiti og þungi fram- kvæmdanna hefur hvílt á þeim,“ sagði Sigurður. Þór og ísfirðingar léku á Ak- ureyrarvelli á laugardaginn og með þeim leik kvaddi Þór aðra deildina. Strekkingsvindur var af suðri þegar leikurinn fór fram og léku Þórsarar undan golunni fyrri hálfleikinn. Þrátt fyrir goluna náðu þeir ekki að skapa sér af- gerandi tækifæri, en ísfirðing- aum gekk betur að spila á móti golunni. Á 20. mín. er gefin löng sending að ÍBÍ markinu og Hafþór „nikkar" boltanum laglega yfir markmanninn og skorar fyrsta mark leiksins. ís- firðingar fengu sitt besta tæki- færi á 37. mín. þegar framlínu- maður þeirra skallaði framhjá í dauðafæri. í hálfleik var staðan eitt mark gegn engu Þór í vil. Strax á 5. mín. síðari hálfleiks komst Guðmundur Skarphéð- insson innfyrir vörn ísfirðinga og skaut síðan góðu skoti í dauðafæri, en markmaður ís- firðinga varði snilldarlega. Á 10. mín. bætti Hafþór öðru marki við hjá Þór, en það mark kom eftir mjög góðan samleik sóknarmanna Þórs. Á 14. mín. minnka ísfirðingar muninn í tvö gegn einu með góðu skalla- marki. Á 32. mín. jöfnuðu ís- firðingar með góðu marki og það urðu lokatöiur leiksins, tvö mörk gegn tveimur. Eftir gangi leiksins voru úrslitin sanngjörn. Þetta var síðasti leikur Þórs í annarri deild og í leikslok afhenti Jens Sumarliðason stjórnarmaður í KSÍ Þórsurum silfurverðlaun fyrir annað sætið í deiidinni, og gat þess jafnframt að það væri sér mjög kært, sem f.v. leikmanni hjá Þór og ÍBA, að bæði Akureyrarliðin væru nú komin í hóp bestu liða í fyrstu deild. Lið Þórs í í. dcild ásamt Árna Njálssyni þjálfara. Mynd: Ó.Á. KARATE Vetrarstarfið að hefjast Karatefélag Akureyrar er nú að hefja vetrarstarf sitt og byrja æfingar þess strax í þessutn tnánuði. Þeir hafa ráðið þjálfara fyrir veturinn, sem er Magnús Sigþörsson, og hefur hann gráðina 1 dan, eða svarta beltið. Magnús var í sumar í æfingar- og keppnisferðutn erlendis og fór m.a. til Japans, en þar kcppti hann í skandinavísku liði. Kepptu þeir m.a. á jap- anska Goju-kai mótinu. Magnús var einnig í Dan- mörku, Þýskalandi og Indlandi og á ferðum sinum æfði hann og keppti með ýmsum snjöllum mönnum í þessari íþrótt. Skoð- aði hann karateskóla og fylgdist með æfingum og kennslu. Æfingar félagsins fara fram í kjallara Lundarskóla, og með reynslumikinn þjálfara hyggjast karatemenn hafa mikið líf í fé- laginu í vetur. Æfingar eru öll- um opnar, körlum sem konum, en þessi íþrótt erstyrkjandi fyrir allan likamann og eykur snerpu og þor. Byrjendanámskeið hefst 26. sept. og allar frekari upplýsing- ar um starf Karatemanna gefur Magnús Sigþórsson í síma 22736 á milli kl. 17 og 19 á dag- inn. Magnús Sigþórsson (1 dan). 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.