Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 23. september 1980 66. tölublað Sncmma bcygíst krúkurinn. Þcssi ungi piltur var að vciða á bryggjunni lijá Krossancsi um daginn og hcr prílar hann kampakátur í fjörugrjótinu mcð vænan ufsa. Mynd: á.þ. Aldrei færri en sex tegundir í verslunum „Við höfum hugsað okkur að gera stórátak í að auka fjöl- breytnina. Um jólin er gert ráð fyrir að komnar verði tvær nýjar tegundir af jógúrt á markaðinn og á næsta ári koma fleiri teg- undir, en hugmyndin er að aldrei verði færri en sex mismunandi tegundir af jógúrt í verslunum hverju sinni,“ sagði Þórarinn Sveinsson, framleiðslustjóri hjá Mjólkursamlagi KEA, en for- ráðamenn Mjólkursamlagsins boðuðu til fundar fyrir helgi þar sem gestum var boðið að reyna tólf mismunandi tegundir af jógúrt. Þegar Mjólkursamlag KEA var í Kaupvangsgili var aðstaða til jógúrtframleiðslu mjög erfið, enda húsnæðið lítið. Nýir möguleikar opnuðust með tilkomu hins glæsi- lega mjólkursamlags við Súlnaveg. Gestir og starfsfólk Mjólkur- samlagsins fengu að reyna eftirfar- andi tegundir: hnetujógúrt, guave (bragðefnið fengið úr suðrænum ávexti), sveskjujógúrt, melónu- jógúrt, kaffijógúrt, jógúrt með blöndu af karamellu- og hnetu- bragði, jógúrt með blöndu af ferskjum og hindberjum, birki- jógúrt, kókosjógúrt og loks ráku lestina þrjár mismunandi tegundir af jarðarberjajógúrt. Fólk varbeðið um að gefa umsögn um hverja teg- und og eftir lauslega athugun á þeim virðist því hafa líkað einna best við blönduna af ferskjum og hindberjum og einnig fékk kókos- jógúrtin góða dóma. Þórarinn Sveinsson sagði að Mjólkursamlag KEA hefði fullan hug á að auka markaðshlutdeild sína á þessu sviði, en fyrirtækið framieiddi ekki nema 44 þúsund lítra af jógúrt á síðasta ári. Nú framleiðir fyrirtækið þrjár jógúrt- tegundir, þ.e. bláberja-, manda- rínu- og jarðarberjajógúrt. Þegar nýju tegundirnar koma á markað- inn er gert ráð fyrir að tvær hinar fyrstnefndu hverfi. Þegar jógúrtframleiðslan er haf- in fyrir alvöru verður vinsælasta tegundin fáanleg í 'ó ltr. umbúðum og síðar verður e.t.v. sett á markað I Itr. ferna. Þórarinn sýpur á nýrri tcgund. T.h. er Kristján Kristjánsson auglýsingatciknari aó smakka. Mynd: á.þ. Ríkið eignaraðili að KJ? — Við höfum ekkert heyrt frá þessari nefnd ennþá og vitum raunar ekkert livað hún er að gera, sagði Mikael Jónsson, framkvæmdastjóri K. Jónssonar og Co. í viðtali við Dag, en sem kunnugt er fóru forsvarsmenn fyrirtækisins fram á það við bæjaryfirvöld á Akureyri, að at- hugað yrði hvort bærinn gæti komið fyrirtækinu að einhvcrju liði vegna mikilla rekstrarerfið- leika. Heyrst hefur að Helgi Bergs. bæjarstjóri. hafi skrifað iðnaðar- ráðuneytinu bréf þar sem farið var frani á að athugað yrði hvort ríkis- sjóðurgæti hlaupið undir bagga og jafnvel orðið aðili að rekstri fyrir- tækisins ásamt öðruni. Ilelgi er erlendis og fékkst þetla þvi ekki staðfest hjá honum. en Valgarður Baldvinsson. bæjarritari. \ildi hvorki játa þvi né neila að slikt biel' hefði verið sent. Valgarður sagði hins vegar að nefndin ætti að koma saman til fundar i þessari viku. Mikael Jónsson sagði að það (Franthald á bls. 6). SLÆM ÁHRIF Kristján Ásgeirsson, formað- ur verkalýðsfélagsins á Húsavík, sagði að félagið væri þegar búið að mótmæla ákvörðun ráðuneytisins, enda hefði hún slæm áhrif á atvinnulíf á Húsavík. ,,Ég er hræddur um að þeir sem hafa byggt afkomu sína á rækjuútgerð verði illa settir, því þeirra bálar eru sérstaklega búnir til rækjuveiða. Eins hafa sumir hverjir verið í útgerð vegna þess að þeir gátu stundað rækjuveiðar," sagði Kristján Ásgeirsson. „Hins vegar er eng- inn kominn til með að segja það að kvótinn verði ekki stækkaður um 100 tonn á fyrri hluta vetrar og þá er þetta orðið sæmilegt fyrir tvær verksmiðjur. Ekki síst ef samvinna yrði um hráefni milli Húsavíkur og Kópaskers — hvort sem það væri rækja eða annar fiskur. Fasteignasalan: Samdráttur — Fólk er hætt að kaupa íbúðir með því hugarfari, að þetta hljóti að hjargast einhvern veg- inn, eins og hjá öllum öðrum, sagði Ragnar Steinbergsson, lögmaður og fasteignasali í við- tali við Dag, en mjög dræm sala hefur verið á fasteignum á Ak- ureyri síðan í vor. Ragnar sagði að áberandi væri. hve lítið seldist af litlum ibúðum, 2ja og 3ja herbergja íbúðum, en það væru einmitt íbúðirnar sent ungt fólk byrjaði jafnan á að fjár- festa í. Hann sagði að lánsfjár- kostnaðurinn væriorðinnsvomikill. að fólk sem ekkert ætti fvrir sæi sér hreinlega ekki fært að kaupa íbúð. Nokkru ntinni samdráttur hefur orðið í sölu einbvlishúsa. raðhúsa og stærri íbúða. enda er þar á ferðinni kaupendur sem að öllu jöfnu eiga ibúð fyrir. að sögn Ragnars. Httnn gat þess. að 2ja-3ja her- bergja íbúðir í blokk k'osluðu 25-27 ntilljónir króna og 3ja lierb. ibúöir i raðhúsi um og vfir 30 milljónir. Nýtt rækjustríð í uppsiglingu Húsvíkingar óánægðir með nýja rækjukvótann Rækjuveiðar hefjast í Öxarfirði þann 1. október n.k. Hafrann- sóknarstofnun hefur iagt til að leyft verði að veiða 300 tonn á komandi vertíð. í fyrra var kvótinn 400 tonn. Fyrst um sinn munu aðeins bátar frá Kópa- skeri fá leyfi til að veiða og hef- ur þetta valdið óánægju á Húsavík, en þaðan hafa nokkrir bátar stundað rækjuveiðar. Ef bátunum frá Kópaskeri gengur vel er hugsanlegt að Húsavíkur- bátarnir fái að veiða eitthvað. ,,Við erum mjög óánægðir með þessa ákvörðun. Hér er verksmiðja sem er fullbúin til rækjuvinnslu og var í henni unnin djúprækja í sum- ar. Á Húsavík eru líka bátar sem sérstaklega eru búnir á rækuveiðar, enda hafa þær verið stundaðar héðan um árabil og það má minna á að Húsvíkingar uppgötvuðu og nýttu fyrstir manna miðin í Öxar- firði. I reynd þýðir þessi ákvörðun að um atvinnuleysi verður að ræða meðal verkafólks. Langir biðlistar eru vegna vinnu í Fiskiðjunni og nú verðum við að taka fyrst fólkið sem vann í rækjuvinnslunni," sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar. Að sögn Tryggva óttast Húsvík- ingar að þeir komi ekki til álita þegar kvótum verður úthlutað síðar — að Kópaskersbúar sitji einir að rækjuveiðunum þegar stofninn hefur náð sér úr þeirri lægð sem hann er nú. „En við teljum að okk- ar réttur sé ekki minni en þeirra. Þegar rækjan fannst var engin út- gerð á Kópaskeri," sagði Tryggvi. „en þessi kvóti var ákveðinn eftir nánast engar athuganir og því gæti ástandið verið annað og betra en búist var við.“ Dagverðarvík boðin til kaups Fyrir skömmu var Akureyrarbæ boðin til kaups fasteignin Dag- verðarvík í Glæsibæjarhreppi. Hér er um að ræða ca 4 hektara lands ásamt mannvirkjum. Bæj- arráð samþykkti að fela bæjarrit- ara að taka upp viðræður við Franz Árnason, sem bauð fast- eignina til kaups fyrir hönd Norðurvcrks. Vilja reisa Jóni frá Ljárskógum minnisvarða Aðdáendur og vinir Jóns frá Ljárskógum hafa ákveðið að reisa honum minnisvarða. Nú er unnið að því að safna fé á Akureyri og víðar um land og að sögn Brynhildar Björnsdóttur, sem stendur fyrir söfnuninni, hafa undirtektir almennings verið góðar, en enn vantar töluvert á að hægt sé að reisa minnisvarðann. Þeim sem vilja láta fé af hendi rakna er bent á að hafa samband við Brynhildi, en hún býr í Norð- urgötu 34. Einnig getur fólk lagt fé á vaxtaaukareikning nr. 34 í Sparisjóði Glæsibæjar, Akureyri. Aðrir sparisjóðir taka einnig móti framlögum. Vildu leigja Bæjarráð fékk fyrir skömrnu bréf frá Guðmundi H. Frímannssyni og fleirum þar sem farið var frant á að fá til afnota Gránufélagsgötu 9. gamla verslunarmannafélags- húsið. Ætlunin var að kynna þar list af margvíslegu tagi. Bæjarráð gat ekki orðið við erindinu þar sem áformað er að rila húsið þegar sú starfsemi sem þar hefur verið hefur fengið athvarf annars staðar. SBB Aðgangseyrir að Sundlaug Akur- eyrar Bæjarráð hefur samþvkki að að- p gangseyrir að Sundlaug Akureyr- ar verði sem hér segir: Fullorðnir kr. 550, börn kr. 220. gufubað kr. 9(X). sundföt kr. 450 og handklæði kr. 450. WM1 WlBiMllliÍlI ■

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.