Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 23.09.1980, Blaðsíða 6
Akureyrarkirkja messað n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Sálmar 392, 347, 369, 388 og 9. P.S. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn n.k. kl. 13.30 Sunnu- dagaskóli og kl. 17 almenn samkoma. Mánudaginn kl. 16, Heimilissamband. Verið hjartanlega velkomin. Ólafsfirðingar. Fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.30 verður samkoma í Betezda. Vitnis- burður og mikill söngur. Hjálpræðisherinn. Frá Kristniboðshúsinu Zíon. Vetrarstarfið í húsinu hefst um næstu helgi. Drengja- starf K.F.U.M. hefst laugar- daginn 27. þ.m. kl. 10.30 f.h. þar eru allir drengir vel- komnir á aldrinum 7-12 ára. Kl. 13.30 (hálf tvö) byrjar stúlknastarf K.F.U.K. í hús- inu. Þar eru allar telpur á aldrinum 7-12 ára velkomn- ar. Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 28. þ.m. kl. 11 f.h. Þar eru öll börn hjartan- lega velkomin. Almenn samkoma verður um kvöld- ið kl. 8.30. Ræðumaður verður Björgvin Jörgensson. Allir eru hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. Rb. 2— 1299248 = AIIIUUIU Þeir félagsmenn Krabbameins- félags Akureyrar, sem ólok- ið eiga félagsgjaldi þessa árs, eru vinsamlegast beðnir um að koma því til skila til undirritaðs í Sjúkrasamlagi Akureyrar hið fyrsta. Jafn- framt er vakin athygli al- mennings á því, að minn- ingarkort félagsins eru til sölu í Bókabúð Jónasar Jóhannssonar, Hafnarstræti 108. Starf Tónlistarfélagsins að hef jast Með tónleikum hins víðþekkta orgelsnillings Alinut Rössler í Akureyrarkirkju sunnudaginn 28. septí n.k. kl. 20.30, hefst vetrarstarf Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Almut Rössler, sem búsett er í Diisseldorf í Þýska- landi, hefur unnið til margskon- ar verðlauna og viðurkenninga, einnig hefur hún leikið inn á fjölmargar hljómplötur, og hafa sumar þeirra hlotið verðlaun. Franska tónskáldið Messiaen sagði um hana, að hún væri fremst allra í túlkun sinna tónsmíða, en á tónleikunum gefst áheyrendum Bókauppboð verðuraðHótelVarðborgáAkureyri laugardaginn 4. okt. n.k. og hefst kl. 15,30. Þar verða á boðstólum um 140 bækur og rit. Mest er af íslenskum skáldritum, þjóðlegum frœðibókum og tímaritum. T.d. eru þessi verk: Gríma (í heftunum), Óðinn, Rit Jónasar Hallgr.s. I-V., Studia Islandica (1-8), Hestar og reiðmenn, Ársrit Fræðafélagsins, Morkinskinna (1932), Fornbréfa- safnið (fyrstu bindin), Ævisaga séra Árna Þ. (I-III og IV), Göngur og réttir, Söguþ. landpóstanna, Að vestan, Passíusálmar Tónlistarfé- lagsins, Islendingasögur (G.J.), Nokkur kvæði Sigurbj. Sv. (1906), Ljóðmæli Sigyrbj. frá Fótaskinni, Guðbjörg í Dal (G.G.), Kommúnistaávarpið, Hrokkin- skinna og „pésar" af ýmsu tagi. Bækurnar verða til sýnis í forn- bókasölunni Fögruhlíð (síminn er 96-23331). Uppboðsskrá fæst þar eftir næstu helgi. — Ríkið eignaraðili? (Framhald af bls. 1). væri bagalegt að heyra ekkert frá nefndinni, því lánastofnanir halda að sér höndum varðandi lán til hráefniskaupa meðan þessi óvissa ríkir. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar á hins vegar 3000-3500 tunnur af síld frá því í fyrra, sem hægt væri að vinna strax ef samningar væru fyrir hendi. Nú er nýbúið að vinna upp í samning um gaffalbita til Sovétríkjanna, en ef ekki nást frekari samningar gæti orðið verkefnalítið hjá fyrirtækinu á næstunni. Búist er við svari frá Sovétmönnum um mánaðamótin næstu. Auk gaffalbita hefur verið unnið við rækju í sumar og gekk sú vinnsla vel og í heildina hefur vinnslan og reksturinn gengið nokkuð vel í sumar, að sögn Mikaels. 6.DAGUR kostur á að hlýða á rúmaðan flutn- ing hennar á tveimur verkum eftir Oliver Messiaen. Auk þess leikur Almut Passacagliu og fúgu í c-moll eftir Bach, sem er eitt stórbrotnasta og þekktasta orgelverk allra tíma. Hún flytur líka tónlist eftir róm- antísku tónskáldin Cesar Franck og Max Reger. Fimm tónleikar standa til boða á vetrardagskrá Tónlistarfélagsins, auk hinna fyrstnefndu. Verða það tónleikar Ólafar K. Harðardóttur, Garðars Cortez og hins fræga aust- urríska píanóleikara Erik Werba. Tónleikar, sem þóttu stórviðburður á Listahátíð í Reykjavík á sl. vori verða endurteknir á Akureyri, en það er flutningur kammerhljóm- sveitar og Rutar Magnússon söng- konu á verkinu Pierrot Lunaire eftir Schönberg, einnig á píanókvintett eftir Brahms, en píanóleikari í því verki er Anna Málfríður Sigurðardóttir, sem Ak- ureyringum er að góðu kunn. JONI eftir Joni Eareckson. í þessari bók segir höfundurinn frá slysi, sem hún varð fyrir, aðeins sautján ára gömul. Hún hálsbrotn- aði og lamaðist frá hálsi og niður úr. Joni segir frá vonbrigðunum, depurðinni og baráttunni sem hún fékk að reyna. Hún lýsir sjúkra- hússvistinni, endurhæfingarstöð- um og stofnunum frá sjónarhóli sjúklingsins. Hún segir frá viðbrögðum félaga sinna og lýsir því hvernig það er að sviptast út úr hringiðu æskuáranna. I þessum erfiðu kringumstæðum reyndi Joni hjálpandi mátt trúar- innar á Guð og hún lýsir því hvernig trúin veitti henni nýjan lífsþrótt og lífsvilja. Joni Eareckson er nú þekktur munnmálari og fyrirlesari í Banda- ríkjunum. Hún hefur hjálpað fjöl- mörgum, sem átt hafa bágt í lífinu, til að sjá framtíðina bjartari augum. Nýlega var gerð kvikmynd eftir þessari bók og fer Joni sjálf með aðalhlutverkið í myndinni. Lœkning lögreglumannsins eftir Kalhrynu Kuhlamn. Kathryn Kuhlman var mjög þekkt fyrir stórkostlega þjónustu, sem hún átti fyrir Guðs náð. Hún héltstórsamkomur víða um lönd og einkum í Bandaríkjunum. Lækn- ingakraftaverk og náðargjafir Heilags Anda einkenndu mjög þessar samkomur. 1 þessari bók segir lögreglumað- urinn John LeVrier frá því hvernig Stjórnandi á þeim tónleikum er Paul Zukovsky. Píanóleikarinn Martin Berk- ofsky, sem vakið. hefur sérstaka hrifningu áheyrenda á Akureyri, verður með tónleika í febrúar. Einnig er verið að ganga frá samningum um tónleika með þekktum tónlistarmönnum, sem tilkynnt verður síðar. Áskriftarfé- lagar fá milli 35% og 40% afslátt á verði aðgöngumiða í lausasölu, og er einnig til áskrift fyrir skólafólk. Áskrift ber að tilkynna í miðasölu við innganginn, en áskriftargjaldið verður innheimt í næsta mánuði. Mikil fjölgun áskriftarfélaga á sl. vetri gerir það kleift, að hægt er að bjóða upp á jafnglæsilega vetrar- dagskrá og þessa, en framkvæmd hennar er undir því komin að þátt- taka fremur aukist en minnki. Lausasala og áskriftarsöfnun fer fram við innganginn í kirkjunni einni klst. fyrir tónleika Almut Rössler n.k. sunnudag. hann, helsjúkur af krabbameini, fór á samkomu Kathrynar Kuhlm- an og læknaðist. Vegur frelsisins eftir Frank Mangs. Sænsk-finnski kennimaðurinn Frank Mangs er án efa einn áhrifamesti boðberi Krists, sem starfað hefur á Norðurlöndum síð- ustu áratugi. í þessari bók útskýrir hann „Veg frelsisins" en hann innifelur frið- þægingu syndanna og eilíft lif. Bók þessi er endurútgefin, eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Bækurnar fást í Oddeyrargötu 11, Akureyri. Innrásin í Sovétríkin eftir Nicholas Bethell Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur gefið út sjöttu bókina í ritröð sinni unt heimsstyrjöldina 1939-45. Nefnist hún Innrásin i Sovétríkin og segir frá tveimur fyrstu árunt stríðsins í Rússlandi, ringulreið og undanhaldi rússnesku herjanna allt austur að Moskvu og Krímskaga. Hún lýsir hinum miklu hörmungum bæði í Leníngrad og víðar og að lokum því hvernig undanhald Rauða hersins snerist smám saman í sókn. Geysimikið myndaefni er í bókinni af þessum skelfilega hildarleik. Bókin er 208 bls. að stærð Hvítasunnuhreyfingin gef ur út eftirtaldar bækur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma HÓLMFRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR, frá Þórshöfn, sem andaðist 18. sept. sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. sept. kl. 13.30. Steinunn Guðmundsdóttir, Kristján Halldórsson, Aðaibjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörn Jósíasson, Unnur Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Óiöf Sigtryggsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eg þakka öllum þeim sem sendu mér gjafir og skeyti á áttrœðisafmœli mínu. Eins þakka ég þeim er hringdu í mig og sendu mér hugskeyti, en þau fékk ég mörg. Kœr kveðja, JÓHANN G. SIGURÐSSON, Dalvík. Innilegasta þakklœti til barna minna, œttingja og vina, nær og fjær, sem glöddu mig með heimsókn- um, símtölum, heillaóskum og góðum gjöfum á 85 ára afmœU mínu 17. sept. sl. Guð blessiykkur öll. ELÍNBORG JÓNSDÓTTIR Auglýsing til hestaeigenda! Aö gefnu tilefni tilkynnist hér með að óheimilt er að setja hross í afrétt Akureyrarbæjar, Glerárdal og FHIíöarfjall, ásamt Fjallinu ofan Akureyrar, án sam- ráðs við haganefnd Flestamannafélagsins Léttis. Ftross sem verða sett í óleyfi í afréttinn, veröa tekin og farið með sem óskilafé. Umsjónarmaður jarðeigna Akureyrarbæjar, Haganefnd Léttis. BRIDGE — BRIDGE Aóalfundur Bridgefélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 30. sept. í Félagsborg og hefst kl. 20. Venjuleg aöalfundarstörf. Kaffiveitingar. Spilað á eftir. Nýir félagar velkomnir. STJÓRNIN. A LEARNER S FIRST DICTIONARY Orðabók fyrir byrjendur í ensku með íslensk — ensku orðasafni. Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur sent frá sér enska orðabók fyrir byrjendur — A Learner’s First Dictionary eftir Christopher Scott. Islenskt-enskt orðasafn fylgir, gert af Jóni Hannessyni menntaskólakennara, sem séð hefur að öðru leyti um út- gáfu bókarinnar. Ensk-enska orðasafnið sem er langstærsti hluti bókarinnar er þannig gert að fyrst er, auk orð- skýringa, sýnd með auðveldum dæmum algengasta notkun orðsins. Dæmi: charm: to delight, to please ... She was charmed by his good manners. She has a lot of charm. Síðan, ef nemandinn skilur ekki fullkomiega merkingu orðsins af þessum setningum flettir hann upp í íslensk-enska orðasafninu. Þar stendur við þetta orð: heilla, ynd- isþokki. Auk orðasafnsins eru í bókinni margar myndir til hægðarauka við orðskýringarnar og frumatriði enskrar málfræði. Bókin skýrir um 1800 algengustu ensk orð. Hún er 220 bls. að stærð. Leiðréfting Á dögunum var sagt frá að Jóhann G. Sigurðsson, bóksali á Dalvik, hefði farið í siglingu um Miðjarðarhafið. Þetta er rangt. Jóhann fór um borð i skemmti- ferðaskip í Gautaborg og fór til Spánar og Portúgals með því en skipið fór aldrei um Miðjarðarhaf. Jóhann hringdi til okkar á Degi og sagði að samferða- fólk hans í ferðinni myndi álíta hann stórlygara ef þetta yrði ekki leiðrétt. Við biðjum Jóhann velvirðingar á mistök- unum og minnum samferðamenn Jó- hanns á að mistökin skrifast eingöngu á reikning blaðsins. Plast- módel Trukkar og skrið- drekar í úrvali. IHANDVERKI Strandgötu 23. Sími25020.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.