Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR. HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMiÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudaginn 21. október 1980 74. tölublað Þriðja Kröflu gosið á árinu Á laugardagskvöldið fór að gjósa í Kröflu í þriðja sinn á þessu ári, en þetta er fjórða gosið í landinu á árinu. Hætta er talin á að Krafla gjósi aftur fyrir áramót. Gosvirknin var mjög mikil á laugardagskvöldið og fram eftir nóttu, en þá fór að sljákka í gígunum. í gær gaus enn í norðurhluta eldstöðvanna. Eining ger- ir atvinnu- rekendum tilboð Verkalýðsfélagið Eining hef- ur ákveðið að boða til vinnu- stöðvunar á miðvikudaginn í næstu viku, en stjórn og trúnaðarmannaráð sam- þykkti jafnframt á fundi um helgina að bjóða atvinnurek- endum á félagssvæðinu upp á viðræður á grundvelli sátta- tillögu sáttanefndar. Tilboð þessa efnis var sent helstu atvinnurekendum á félagssvæðinu í dag og tilboð Einingar verður rætt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Jón Illugason, fréttaritari Dags í Mývantssveit, sagði að uppúr klukkan 10 á laugardagskvöldið hefði birt í lofti og það leyndi sér ekki hvað var að gerast í Kröflu. „Þetta var frábær skrautsýning," sagði Jón. Gosið kom jarðfræðing- um ekki á óvart því fyrr um kvöldið hafði verið órói á mælum og hratt sig kom fram á hallamælum. Almannavarnanefndin kom saman og haft var samband við íbúa svæðisins í gegnum síma. Starfsmenn Kísiliðjunnar voru látnir yfirgefa verksmiðjuna og hluti þeirra fór á vakt í dælustöð- inni Kringlu, en þaðan sér vel yfir og í dælustöðinni eru góð mót- tökuskilyrði fyrir talstöðvar. Vakt- menn í Kröfluvirkjun fóru hvergi, en starfsmenn við borinn Narfa yfirgáfu svæðið. Á tímabili var talin hætta á sprengigosí þvi á mæium kom fram landris í áttina að Víti. Jón sagði að suðumörk eldsum- brotanna hefðu verið í Leirhnúk — örlítið sunnar en hefur gosið syðst í fyrri umbrotum. Frá þeim stað eru um 2 kilómetrar að Kröfluvirkjun og 15 kílómetrar í Reykjahlíð. Þessi umbrot á Kröflusvæðinu hafa að sjálfsögðu áhrif á íbúa í Mývatnssveit, en Jón sagðist ekki vita til þess að umbrotin hefðu haft þau áhrif á fólk að það flytti úr Mývatnssveit. Þvert á móti. Alls sóttu níu um stöðu sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, en hana hlaut Amaldur Bjarnason frá Fosshóli. Hér sjást nokkur þeirra sem koma fram i kabarettinum, þar sem þau voru á æfingu í Samkomuhúsinu. Alls koma um 20 manns fram í sýningunni. Sýningin samanstendur af um 10 stuttum atriðum og fjallað er um landsmál og bæjarmál, m.a. KEA og Hagkaup, Brcka og Gullver og svo auðvitað Leikfélag Akureyrar, að ógleymdum Flugleiðum. Mynd: H. Sv. Kabarett á föstudag Leikiö, dansað og sungið í Sjálfstæðishúsinu „Þetta er allt að koma heim og saman og við munum frumsýna Kabarcttinn á föstudag, þ.e. síðasta sumardag,“ sagði Sunna Borg, leikkona í viðtali við Dag. Samtals koma um 20 manns fram í sýningunni að meðtalinni hljómsveit. Höfundur efnisins er Guðmundur Sæmundsson, starfsmaður Akureyrarbæjar. „Sýningin samanstendur af um tíu atriðum eða stuttum þáttum. Fjallað er um þjóðlífið og lífið á Akureyri á gamansaman hátt og við gerum ráð fyrir að kabarettinn taki um klukkutíma í flutningi. Það verður leikið, dansað og sungið og Hættir eina skógerð landsins? „Það er mitt mat, að miðað við núverandi rekstrarskilyrði og þann taprekstur sem verið hefur á Skóverksmiðjunni Iðunni undanfarin ár, sé ekki um annað að ræða en að loka henni. End- anieg ákvörðun verður væntan- lega tekin á fundi stjórnar Sam- bandsins 17. nóvember næst komandi,“ sagði Hjörtur Vcrksmiðjur SlS á Akureyri. Mynd: á.þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar Sambandsins í viðtali við Dag. Skóverksmiðjan Iðunn er eina skógerðin í iand- inu. Hún var stofnuð árið 1936 og er búin að framleiða rösklega 3 milljónir para af skóm frá upphafi. Hjörtur sagði að lokun verk- smiðjunnar gæti tekið nokkurn tíma. Bæði þyrfti að huga að hag starfsmanna fyrirtækisins, sem eru 49 að tölu, auk þess sem mikil verðmæti lægju í hráefnum, sem þyrfti að vinna úr. Þó að ákvörðun yrði tekin um lokun skógerðarinn- ar nú fljótlega, kæmi varla til lok- unar fyrr en að ári liðnu, eða svo. Hjörtur sagði að ætlunin væri sú, að koma sem flestum starfsmanna skógerðarinnar í önnur störf hjá Sambandsverksm iðj un um. Fyrir nokkrum árum var rætt um það, hvort ekki mætti gera skógerð Iðunnar að vernduðum vinnustað. Iðnaðarráðuneytið kannaði málið, en lengra náði það ekki. Hjörtur sagði ekki útilokað að þetta gæti orðið lausn á málinu, en þess bæri að geta, að út frá hreinum rekstr- arsjónarmiðum væri nánast útilok- að að reka þessa starfsemi. Það væri ekkert einskorðað við Iðunni, heldur hefðu skógerðir verið lagðar niður í stórum stíl á Norðurlöndum og raunar í allri Norður-Evrópu. Ástæðuna sagði Hjörtur vera gíf- urlega samkeppni frá löndum, þar sem vinnuafl er ódýrt. Eins og áður sagði hefur ekki verið ákveðið endanlega hvort Skóverksmiðjan Iðunn verður lögð niður, en ákvörðunar um málið er að vænta á fundi stjórnar Sam- bandsins upp úr miðjum næsta atriðin verða tengd saman með stuttum kynningum og athuga- semdum," sagði Sunna Borg Kabarettsýningin verður í Sjálf- stæðishúsinu, eins og áður hefur verið greint frá og hún er fyrst og fremst hugsuð sem framlag til styrktar Leikfélagi Akureyrar, en allir þátttakendur gefa vinnu sína. Þá má ætla að þessi sýning verði mikill hvalreki á fjörur annars ein- hæfs skemmtanalífs á Akureyri. Hvort um fleiri sýningar verður að ræða ræðst af undirtektum áhorfenda og áhuga. Þórey Aðalsteinsdóttir sagði í viðtali við Dag, að mjög margir hefðu lagt L.A. lið í fjárhagserfið- leikum þess, einkum þó þeir sem ættu fjárhagskröfur á félagið. Hún sagði að mjög margir þessara kröfuhafa hefðu fallið frá kröfum sínum og væri leikfélagsfólk mjög þakklátt fyrir það. grunaður um ölvun við akstur Akureyrarlögreglan hafði það náð- ugt um helgina. Aðeins einn öku- maður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og lögreglan þurfti að öðru leyti ekki að hafa mikil af- skipti af fólki. Atvinnuleysis- skráning I bréfi frá vinnumiðlunarskrif- stofunni 1. okt. s.l. kemur fram að 30. september s.l. hafi 18 verið skráðir atvinnulausir á Akureyri — 11 konur og 7 karlar. í sept- ember voru skráðir 430 atvinnu- leysisdagar og gefin út 49 at- vinnuleysisbótavottorð með sam- tals 391 bótadegi. Krafist úrbóta í nágrenni Arholts vegna slysa- hættu Á fundi bæjarráðs þann 9. októ- ber var lagt fram bréf undirritað af um 90 manns, þar sem krafist er útbóta vegna slysahættu við gatnamót Háhlíðar og Höfða- hlíðar, svo og að lagfærð verði bílastæði og athafnasvæði austan leikskólans Árholts. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarverk- fræðings og skipulagsstjóra til umfjöllunar. Fresturinn renn- ur út í kvöld Frestur aðildarfélaga A.S.Í. til að boða verkfall á n.k. miðvikudag rennur út á miðnætti í kvöld. All- mörg félög hafa sent Vinnuveit- endasambandi íslands verkfalls- boðun — þeirra á meðal verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- kvennafélagið Framsókn, Versl- unarmannafélag Reykjavíkur og Verkalýðsfélagið Vaka á Siglu- firði. Mörg félög eiga eftir að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði heimild til verkfallsboðunar og munu hafa haldið fundi um málið í gærkvöldi. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn í Hafnarstræti 90, laugardaginn 25. október n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál. Þingmenn flokksins í kjördæm- ; inu mæta á fundinn. Stjórnin. tlfe

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.