Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 6
Grenivíkurkirkja. Sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11.00 f.h. Fermingarbörn mæti klukkustundu fyrr. Sóknar- prestur. Möðruvallaklaustursprestakall. Guðsþjónusta í Bakkakirkju í Öxnadal n.k. sunnudag 26. október kl. 2 e.h. Sóknar- prestur. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2.00 e.h. Sr. Bolli Gústafsson Laufási, messar. Sálmar 484, 457, 199, 483, 485. P.S. Messað í Glerárskóla n.k. sunnudag kl. 5.00. Vetrar- koman. Sr. Þórhallur Hösk- uldsson, messar. Sálmar 484, 457, 199, 483, 485. P.S. Munið minningarspjöld kvenfé- lagsins Hlífar. Spjöldin fást í bókabúðinni Huld, símaaf- greiðslu sjúkrahússins og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. Allur ágóði rennur til barnadeildar F.S.A. Munið minningarspjöld Minn- ingarsjóðs Jakobs Jakobs- sonar, spjöldin fást í bóka- búð Jónasar, Bókval og í Sporthúsinu. Hvað er Bahá’i trúin? Opið hús að Hafnarstræti 20 að vestan alla mánudaga kl. 20.30. Kristniboðshúsið Zfon sunnu- daginn 26. október sunnu- dagaskóli kl. 11. Fundur í Kristniboðsfélagi kvenna kl. 2 Samkoma kl. 20.30. Ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Allir vel- komnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundir á laugardög- um kl. 13.30. Sunnudaga- skóli í Glerárskóla n.k. sunnudag kl. 13.35 og í Lundarskóla kl. 13.30. Verið velkominn. Hjálpræðisherinn n.k. sunnu- dag er sunnudagaskóli fyrir böm kl. 13.30 og almenn samkoma kl. 17.00 Allir vel- komnir. Mánudag kl. 16 heimilissambandið og þriðjudag 28. okt. kl. 20.30 er hjálparflokkurinn. Allar konur velkomnar. Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon laugardaginn 25. okt. kl. 4 e.h. Margir góðir munir, kökur og blóm. Komið og gerið góð kaup. Nefndin. í kvöld og næstu kvöld sýnir Nýja bíó kvikmyndina Á hverfanda hveli með Clark Gable og Vivien Leigh í að- alhlutverkum. Það þarf ekki að kynna þessa kvikmynd fyrir lesendum — svo fræg er hún orðin. Sumir kalla hana sígilt meistaraverk og sjálfsagt ber hún það nafn með rentu. Myndin er sýnd kl. 20.30. Athugið breyttan sýningartíma. Kvenfélagið Baldursbrá, heldur fund í Glerárskóla fimmtu- daginn 23. okt. n.k. kl. 20.30. Stjórnin. Kvenfélagið Hlíf, heldur haust- fund sinn í Amaró 23. okt. kl. 20.30. Rætt um vetrar- starfið, áríðandi að sem flestar mæti og taki með nýja félaga. Stjómin. □ Huld 598010227 VI 2 l.O.O.F. Rb2 = 13010228 ‘Á = 9.0. Spilavist heldur N.L.F.A. í Al- þýðuhúsinu fimmtudaginn 23. okt. kl. 8.30. Góð verð- laun. Allir velkomnir. Nefndin. Og þá er sláturtið lokið viðast hvar. Henni lauk í Sláturhúsi K.E.A. í síðustu viku, en nokkru áður tók á.þ. þessa mynd af starfsmönnuni við sláturbekkinn. Það leið ekki nema örskot frá þvi að kindin kom inn i salinn þar til búið var að ganga frá skrokknum og hann kominn af stað með færibandi í áttina að frystiklefunum. Frá Tónlistarfélaginu á Akureyri Það er alkunna, að maðurinn lifi ekki af brauðinu einu saman, og þeir sem starfað hafa að menn- — Alkóhólistar ... (Framhald af bls. 8). hvers konar ógöngur fjölskyidulífið kann að vera komið. Einnig hvaða leiðir er hægt að fara til að bæta samskiptin innan fjölskyldunnar og út á við. Síðar í þessum mánuði mun birtast auglýsing í Degi frá Félags- málastofnun Akureyrar, þar sem auglýst verður eftir þátttöku í námskeiðinu. 6.DAGUR ingar- og listamálum í gegnum tímana hafa beint eða óbeint haft þá skoðun að leiðarljósi. Tónlistarfélag Akureyrar, hefur á 37 ára starfsferli sínum aukið fjölbreytni bæjarlífsins með 152 tónleikum, fjölmörgum tónlistar- kynningum fyrir skóla og almenn- ing, og stóð í upphafi myndarlega að stofnun Tónlistarskólans á Ak- ureyri. Þátttaka og áhugi fyrir starfi þessu hefur laðað marga heims- þekkta tónlistarmenn, sinfóníu- hljómsveitir, kóra og ýmsa sam- leiksflokka að staðnum. Stjórn félagsins vill beina þeim tilmælum til allra, sem áhuga hafa fyrir tónlist í allri sinni fjölbreytni, að sækja aðalfund félagsins í sal Tónlistarskólans — Hafnarstræti 81—n.k. laugardag kl. 17. Þar verða tillögur stjórnar um tónleika og starf vetrarins kynntar, Paula Parker píanóleikari flytur þar verk eftir Chopin og Ravel. Fólki gefst þar kostur á að láta í ljósi skoðanir sínar og hygmyndir til úrbóta í starfi félagsins. Sérstök athygli skal vakin á tónleikaáskrift. er veitir félagsmönnum verulegan afslátt. Skólafólki er einnig boðin þátt- taka í störfum félagsins og það fær einnig áskriftarmiða á sérstökum vildarkjörum. Án virkrar þátttöku áhugafólks í störfum félagsins, er hætt við að erfitt reynist að halda uppi blómlegu tónleikahaldi. Jarðarför eiginkonu minnar og móður, EVU HJÁLMARSDÓTTUR, hjúkrunarfræðings, Ásvegi 20, er lést hinn 15. þ.m. fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 23. okt. n.k. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Gísli Ólafsson, Slgríður Gísladóttir. Móðir okkar HELGA JÓNSDÓTTIR, Skarðshlíð 11 e, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 22. októ- berkl. 13.30. F.h. vandamanna. Haukur Einarsson, Ingvi Jón Einarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hjálp viö andlát og jarðarför, HARALDAR ÞÓRARINSSONAR, fyrrum skólastjóra, frá Skeggjastöðum í Fellum, og heiðruðu minningu hans á ýmsan hátt. Guð blessi ykkur öll. Gunnhildur Þórarinsdóttir, Hallgrímur Þórarinsson, Jón Þórarinsson. Hjartanlegar þakkir sendi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um fyrir góðar gjafir og alla fyrirhöfnina vegna 75 ára afmœlis míns, svo og öðrum sem minntust mín með blómum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR. / tilefni af áttatíu ára afmcelum okkar þann 1. og 11. okt. s.l. sendum við hjartans þakkir til barna okkar, barnabarna og barnabarnabarna, svo og til annara ættingja, vina og kunningja fyrir rausnar- legargjafir, blómasendingarogheillaskeyti. Einnig fyrir ánœgjulegar samvistir eina kvöldstund. Guð gefiykkur bjarta og gœfurika framtíð. HÓLMFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, KETILL S. GUÐJÓNSSON. Þessi barnahópur heimsótti Elliheimilið á Akureyri fyrir skömmu og færði vistmönnum af- rakstur tombólu, sem þau héldu í lok ágúst. Þau fengu 20 þúsund krónur og keyptu fyrir það kassettu með Örvari Kristjánssyni og sælgæti til að færa vistfólkinu, ásamt afganginum af peningunum. Bömin sem eru hér á mynd ásamt yfirhjúkrunarkonunni búa öll í Furulundi og heita Auðjón Guð- mundsson, Hanna og Hrönn Bjömsdætur og Guðrún og Sigrún Ingadætur. Myndina tók Fjóla ís- feld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.