Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1980, Blaðsíða 5
DMSUM Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Samgöngubætur Flugfélag Norðurlands hefur nú hafið áætlunarflug milli Akureyr- ar, Ólafsfjarðar og Reykjavíkur. Með tilkomu þessa flugs stórlag- ast samgöngumál Ólafsfirðinga, en þeir hafa til skamms tíma verið hvað verst settir alira landsmanna í þeim efnum. Opnun vegarins um Ólafsfjarðarmúla gjörbreytti sam- göngumálum við Ólafsfjörð. Áætlunarflug Flugfélags Norður- lands er að margra mati ekki síðri áfangi í samgöngumálum Ólafs- firðinga, en Múlavegur var á sín- um tíma. Þrátt fyrir þessar miklu sam- göngubætur mætti margt betur gera. Ekki hefur enn verið gengið frá því svo tryggt sé með hvaða hætti snjóruðningi á Ólafsfjarðar- flugvelli verður háttað og þar er engin aðstaða fyrir farþega og flugáhafnir. Þessum málum þarf að koma í lag hið bráðasta. Þá er vegurinn um Ólafsfjarðarmúla mjög ótryggur og oft beinlínis varasamur. Að tilhlutan þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra verður nú í haust kannað með hvaða hætti best verður bætt vegasambandið við Ólafsfjörð. Hefur komið til tals að gera göng í gegn um Múlann, en einnig að byggja þekju yfir veginn, þar sem mest hætta er á skriðuföllum og snjóflóðum. Ljóst er að fram- kvæmdir til að bæta veginn um Múlann eru dýrar, en afskekkt bæjarfélag á borð við Ólafsfjörð getur átt viðgang sinn og vöxt undir því komið, að samgöngur séu greiðar. Fólk leggur meira upp úr því nú en áður var, að auð- velt sé að komast til og frá þeim stað, sem það kýs sér bólfestu á. Samgöngubætur hafa verið miklar á undanförnum áratugum, en betur má ef duga skal. Eitt megin hagsmunamál dreifbýlisins eru góðar og öruggar samgöngur. Niðurrif Því hefur oft verið haldið fram að undanförnu að virðing aiþingis farð þverrandi. Þetta á að líkindum við nokkur rök að styðjast og Ijóst er að margt mætti betur fara í meðferð þingsins á hinum ýmsu málum. Umræður á alþingi eru oft með þeim eindæmum, að líkt hef- ur verið við leikhús og það með réttu. Sumir þingmenn virðast hafa það eitt að leiðarljósi í mál- flutningi sínum að vekja á sér at- hygli fjölmiðla. En fjölmiðlar eiga oft stóran þátt í því að rýra álit al- mennings á alþingi. Dagblaðið birti á dögunum leiðara, þar sem sagt var að meirihluti þingmanna væri þar í afslöppun og stór hluti þingliðsins verðskuldaði heitið þingnaut. Þetta er álíka málflutn- ingur og stundum heyrist á alþingi og er til þess eins gerður að vekja á sér athygli. Gagnrýni getur verið til góðs, en þetta er ekkert annað en niðurrifsstarfsemi. Tveir norðlenskir unglingar á alþjóðlegri listahátíð í Búlgaríu: Fengu konung- legar móttökur Gengu á rauðum dregli, böðuð flóðljósum. Akureyrsk stúlka spilaði fyrir milljónir áhorfenda í sjónvarpi „Móttökurnar voru alveg stórkostlegar og okkur stóð nú eiginlega ekki alveg á sama. Þegar við gengum út úr flug- vélinni á flugvellinum í Sofia beið okkar bíll og síðan var ekið rakleitt að svokallaðri forsetamóttöku í flugstöðvar- byggingunni, en það er móttökusalur fyrir tigna gesti og háttsetta. Þar gengum við í fljóðljósum eftir rauðum dregli og búlgörsk börn stóðu til beggja handa með rósir. Við vorum ávörpuð hátíðlega og boðin velkomin. Með öðrum orðum, þá var börnunum sýnd öll sú virðing sem háttsettir opinberir gestir njóta. Sama var uppi á teningnum þegar við fórum. Þá var okkur ekið á flugvöllinn í fylgd f jögurra lögregluþjóna á mótorhjólum og leyst út með gjöfum áður en við stigum upp í flugvélina.“ Þannig sagðist Þóri Sigurðssyni, námsstjóra i hand- og myndmennt frá, en hann var fararstjóri tveggja norðlenskra unglinga á Alþjóðlegri listahátíð bama sem haldin var í Búlg- aríu dagana 22.-30. september s.l. íslensku fulltrúarnir voru Amhildur Valgarðsdóttir frá Akureyri og Nils Gústavsson úr Mývatnssveit, bæði 14 ára. Arnhildur Valgarðsdóttir kom þar fram á tónleikum sem sjónvarpað var um alla Austur-Evrópu og ætla má að milljónir manna hafi fylgst með. Nils Gústavsson átti myndverk á stórri myndlistasýningu, auk þess sem frummyndir úr bókinni „Börn“, sem Menntamálaráðuneytið gaf út i tilefni bamaársins, voru sýndar. „Hún sló í gegn stelpan og var sómi okkar, sverð og skjöldur. Ég var svo órólegur að ég þorði ekki að segja henni að það ætti að sjónvarpa tónleikunum, af ótta við að hún þyldi ekki álagið. En hún var alveg róleg og afslöppuð og sagði á eftir, að það hefði ekki breytt neinu þótt hún hefði vitað af sjónvarpsvélun- um,“ sagði Þórir Sigurðsson í viðtali við Dag. Við gefum Þóri nú orðið. „1 fyrrasumar, á hinu alþjóð- lega bamaári Sameinuðu þjóð- anna, var að frumkvæði Shivkova menningar- og menntamálaráð- herra Búlgaríu efnt til hinnar fyrstu alþjóðlegu listahátíðar bamanna. Þetta var einn þáttur af framlögum Búlgaríu vegna hins alþjóðlega barnaárs. Yfir 80 þjóðir tóku þátt í þessari lista- hátíð sem hafði að einkunnar- orðum „eining, sköpun, fegurð.“ Á dagskrá hátíðarinnar voru sýn- ingar á bamamyndlist, margs- konar tónlist, leiklist og danssýn- ingar og böm fluttu eigin ljóð og sögur. Þessi listahátíð þótti takast ákaflega vel. Á fundi menntamálaráðherra Evrópulanda sem haldinn var í júní s.l. var vígt glæsilegt minnis- merki sem tengt var umræddri listahátíð og bömum allra landa. Þetta minnismerki stendur á fögrum stað við rætur Vitosa fjalls í útjaðri Sofia. Aðalritari UNESCO, hr. Amadou Mahtar M. Bow, vígði minnismerkið. Á veggjum sem eru umhverfis aðal- hluta minnismerkisins hanga Þórir Sigurðsson. kirkjuklukkur og bjöllur sem eru gjafir frá öllum þjóðum sem þátt tóku í listahátíðinni. Þær eru tákn um böm þessara þjóða og eiga að minna á að öll böm eiga rétt á öryggi og friði. Vegna þess hve vel þessi lista- hátíð tókst í fyrra ákváðu stjórn- völd í Búlgaríu að efna til svip- aðra hátíða þriðja hvert ár, en til þess að ekki þyrfti að bíða í þrjú ár eftir næstu listahátíð barnanna var afráðið að efna til annarrar listahátíðar 22.-30. september 1980 s.l. Boð um þátttöku íslenskra barna í hátíðinni barst frá sendi- ráði Búlgaríu í Osló til utanríkis- ráðuneytisins og menntamála- ráðuneytisins. Búlgörsk stjórn- völd buðust til að greiða allan kostnað af ferð tveggja barna og umsjónarmanns þeirra. Afráðið var að þiggja þetta góða boð og var leitað liðsinnis Sigurðar Óla Brynjólfssonar á Akureyri og Þráins Þórissonar í Mývatnssveit til að velja tvö börn til fararinnar. Fyrir valinu urðu svo Nils og Amhildur, en hún var valin í samráði við Jón Hlöðver Áskels- son, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Böm frá 88 þjóðlöndum tóku þátt í þessari listahátíð, þar á meðal börn frá öllum ríkjum Vestur- og Austur Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada og fjöl- mörgum ríkjum Afríku, Asíu, Mið- og Suður-Ameríku og Ástr- alíu. Frá flestum þjóðlöndum komu tvö börn, en frá nokkrum ríkjum allt að 5 börn. Allt skipu- lag þessarar hátíðar var mj ög gott og framkvæmdin gekk snurðu- laust fyrir sig. Fjölbreytt dagskrá Dagskrá listahátiðarinnar var ákaflega fjölbreytt, vönduð og skemmtileg. Framlag íslenskra bama á listahátíðinni var það að Amhildur Valgarðsdóttir lék ein- leik á píanó í glæsilegasta leikhúsi í Sofia, Ivan Vasov National Academic Theatre. Hún lék „Trölladans" eftir Grieg og svo lék hún og söng þjóðlagið „Móðir mín í kví, kví“ í útsetningu Jón- asar Ingimundarsonar. Á þessum tónleikum, sem var sjónvarpað til allra landa í Austur Evrópu, léku einnig börn frá fimm öðrum þjóðum auk búlgarskra barna sem léku, spiluðu, sungu og dönsuðu að mikilli snilld. Annað framlag íslenskra barna var það að bókin „Börn“ sem ný- komin er út á vegum mennta- máiaráðuneytisins var kynnt og frummyndir úr bókinni voru sýndar á afar stórri sýningu bamalistar sem haldin var í stærsta og glæsilegasta sýningar- sal höfuðborgarinnar „Shipka 6“ og var ekkert til sparað að hafa þessa sýningu sem glæsilegasta. Það var gengið mjög vel frá öllum myndum sem sýndar voru, þær límdar upp á karton og inn- rammaðar. Ég tel að þær myndir sem við sýndum þarna hafi verið vel sambærilegar að gæðum við þær myndir sem aðrar þátttöku- þjóðir sýndu. Góðir fulltrúar Auk þessara tveggja aðalþátta sem getið hefur verið þá tóku ís- lensku börnin þátt í ýmsum atrið- um s.s. íþróttum og leikjum alls- konar, sem alltaf voru á dagskrá þegar tækifæri gafst. Þau Arn- hildur og Nils voru góðir fulltrúar íslenskra barna, frjálsleg í fram- komu, örugg og traust. Þátttak- endum á listahátíðinni var boðið í ýmsar skoðunarferðir t.d. fórum við fyrsta daginn hátt upp í hlíðar Vitosa fjalls, en höfuðborgin er byggð útfrá rótum fjallsins. Minnismerki allra barna Lokaathöfn listahátíðarinnar fór fram við minnismerki allra HCJIAHAHJI |_Þannig litur nafnið „lsland“ út á kýrilisku letri Búlgaranna. j Amhildur Valgarðsdóttir syngur og leikur fslenska þjóðlagið „Móðir min I kvf, kvf“ á tónleikunum. 4.DAGUR Gestrisni, umhyggja og velvild Sú gestrisni, umhyggja og vel- vild sem við nutum þarna hlýtur að teljast einstök. Allt var gert til að heimsókn okkar yrði ánægju- leg, lærdómsrík og eftirminnileg á allan hátt, og það varð hún vissulega. Ég tel að það sé ákaf- lega þýðingarmikið að íslensk böm fái tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð sem þessari. Þama koma úrvalsfulltrúar bama flestra þjóða. Börn sem eftir 10-20 ár verða ef til vill þekktir lista- menn eða áhrifamikið fólk hvert í sínu landi og á alheimsmæli- kvarða. Góðir fulltrúar Islands á slíkum listahátíðum eru ábyggi- lega mikil og jákvæð landkynn- ing fyrir okkur. Ég tel því mikil- vægt að við verðum með í næstu listahátíð barnanna sem væntan- lega verður haldin í Sofia sumarið 1982. Búlgarar geta verið stoltir yfir því að hafa efnt til þessara tveggja listahátíða fyrir börn. Þeir hafa fundið góðan hljómgrunn alls- staðar að og þeir ætla sér að efla þessar hátíðir í framtíðinni. Þýð- ing þess að börn og unglingar allra landa hittist á móti sem þessu hlýtur að vera óumdeilan- leg og vænleg til eflingar friði og bættri sambúð allra þjóða.“ Nils Gústavsson á myndlistasýn- ingunni. Klukkutuminn — umhvcrfis hann er komið fyrir bjöllum frá um 100 þjóðlöndum og er þetta minnis- merki barna um allan heim. Klukka sem minnir á íslcnsk börn hefur nú hljómað þar i fyrsta sinn. Nils og Arnhildur og með þeim er túlkur þeirra, og leiðsögumaður, Antonia Kraeva. Hljómleikahöllin, þar sem tónleikarnir vora haldnir. Myndir: Þórír Sigurðsson. barna sem fyrr var minnst á í þessari skýrslu. Þar var stórkost- leg dagskrá sem búlgörsk börn sáu aðallega um. Það var mikið klukknaspil þegar klukkum og bjöllum hinna ýmsu þjóða var hringt. Menntamálaráðuneyti íslands gaf nú áletraða bjöllu og var henni hringt þarna í fyrsta skipti og tær hljómur hennar minnti á íslensk böm í samfélagi við öll önnur böm um víða veröld. Eftir lokahátíðina við minnismerkið bauð menningar- og mennta- málaráðherra Búlgaríu, Shivkova, öllum þátttakendum listahátíðarinnar til veislu í stóru og glæsilegu veitingahúsi við Narodno Sabraina og þar lauk listahátíðinni. Kvennalið Þórs í handbolta eins og það var s.l. keppnistimabil, en flestar sömu stúlkur leika með Þór í ár. Sigur hjá Þórsstúlkum Fyrstu deildar lið Þórs í hand- bolta í kvennaflokki lék fyrsta leik sinn á laugardaginn og þá við stöllur sínar úr Haukum. Leikur þessi var nokkuð góður og markatölumar eins og í karlaieik væri að ræða. I hálfleik var staðan 8-8 en Þórsstúlkurnar voru sterkari á endasprettinum og sigraðu með 16 mörkum gegn 15. Þórunn Sigurðardóttir var í miklum ham hjá Þórsstúlkunum og gerði 9 mörk en 3 úr vfti. Dýrfinna gerði 4, Magnea 2 og Freydís 1. Tap og sigur hjá K.A. Afturelding-KA 16-15 Ármann-KA 17-23 KA lék sína fyrstu leiki í ís- landsmótinu í handknattleik um helgina, en leikir annarar deildar byrjuðu þá. Á laugar- daginn léku þeir við Aftur- eldingu og fór leikurinn fram að Varmá í Mosfellssveit. Þeir hafa á að skipa svipuðu liði og í fyrra, en hafa fengið sem þjálfara og leikmann Einar Magnússon sem áður lék með Víkingi og í Þýskalandi. Heimamenn komust fljótt í 4 mörk gegn einu, en K.A tókst að jafna og komast yfir og í hálf- leik var staðan 9 mörk gegn 9 fyrir KA. í síðari hálfleik var leikurinn jafn, og þegar um ein mín. var eftir var staðan 15-15 og KA með boltann. Þeir misstu hann hins vegar og fengu dæmt á sig víti sem skorað var úr og þau urðu síðan úrslit leiksins 16 mörk gegn 15 fyrir Aftureld- ingu. Flest mörk KA gerði Gunnar Gíslason en hann kom frá íþróttaskólanum á Laugarvatni til móts við félaga sína til að leika þessa leiki, en hann gerði 7 eða 3 úr vítum. Friðjón gerði 4, og eitt gerðu Guðbjörn, Magnús G., Guðmundur, Er- lingur og Jóhannes Bjarnason. Á sunnudaginn léku KA menn í Laugardalshöllinni við Ármann. KA náði fljótlega góðri forustu og í hálfleik var staðan 12 gegn 8 fyrir KA. Sami munur hélst í síðari hálfleik og lauk ieiknum með stórsigri KA, 23 gegn 17. Að sögn Þorleifs Ananíassonar var þessi leikur mun betri en fyrri leikurinn, enda sagði hann að fyrri leikur- inn hefði verið fyrsti leikurinn sem þetta lið leikur saman. Til samanburðar gat hann þess að lið Aftureldingar væri búið að leika á milli 20 og 30 æfingar- leiki í haust. Flest mörk í síðari leiknum gerði Gunnar Gíslason 9 eða fimm úr vítum. Þorleifur gerði 5 Friðjón, Magnús G., og Erlingur 2 hver og Magnús Birgisson 1. Markmenn KA voru Gauti og Aðalsteinn sem betur er þekktur sem knatt- Gunnar Gíslason skoraði flest mörk K.A. spymumarkmaður, og vörðu þeir báðir nokkuð vel að sögn Þorleifs. Að lokum sagði Þor- leifur að þeir vildu færa KA klúbbnum í Reykjavík sérstakar þakkir, en félagar klúbbsins hefðu sótt á þá flugvöll, ekið þeim á leikina og síðan skilað þeim aftur út á völl. Hann hvað það vera KA mönnum mikill styrkur að vita af slíkum félög- um á höfuðborgarsvæðinu. Nýr leik- maður Kristján Arnarson mark- maður hjá Víkingi frá Ólafs- vík hefur gengið til liðs við KA í knattspymunni og hyggst verja fyrir félagið á næstunni. Hann er 18 ára og hefur leikið í íslenska ung- lingalandsliðinu. Kristján er góður fengur fyrir KA, þar sem enginn varamarkmaður hefur verið hjá meistaraflokki tvö síð- astliðin keppnistímabil. Kristján er nemandi í MA. Uppskeru- hátíð K.A. Knattspymudeild KA hélt hóf fyrir yngri flokka félagsins á laugardaginn í félagsmiðstöðinni í Lund- arskóla. Þar voru krýndir knatt- spymumenn flokkanna og ýmislegt til skemmtunar. Markakóngur yngri flokk- anna var Þorvaldur Örlygs- son úr fjórða flokki. Knattspyrnumenn flokk- anna voru þessir: 4. flokkur: Amar Freyr Jónsson, 3. flokkur: Haraldur Haralds- son, 5. flokkur: Jónas Bald- ursson, 6. flokkur: Stefán Pálmason, 7. flokkur: Jón Egill Gíslason. Kvennaflokkur: Hrefna Magnúsdóttir. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.