Dagur - 23.10.1980, Page 6

Dagur - 23.10.1980, Page 6
Hálsprestakall. Barnasamkoma á Hálsi n.k. laugardag 25. október kl. 13.30. Öll börn velkomin. Æskulýðsfélagar komið og aðstoðið. Háls- kirkja guðsþjónusta n.k. sunnudag 26. október kl. 14. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Bolli Gústafsson Laufási messar. Vetrarkoman. Að lokinni guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur í kirkj- unni. P.S. Glerárskóli. Messað n.k. sunnudag kl. 5. Vetrarkom- an. Séra Þórhallur Höskuldsson messar. P.S. Systrabrúðkaup. Þann 18. okt. voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju Kristín Sigrún Grétarsdóttir og Hörður Már Guðmunds- son og Anna María Grétars- dóttir og Erlendur Níels Hermannsson. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudag 23. biblíulestur kl. 20,30, allir velkomnir. Laugardagur 25. æskulýðs- samkoma kl. 20,30. Samúel Ingimarsson syngur og vitn- ar. Allt ungt fólk velkomið. Sunnudag 26. okt. sunnu- dagaskóli kl. 11 f.h. Vakn- ingarsamkoma kl. 20,30. Samúel Ingimarsson frá Reykjavík talar og syngur. Allir velkomnir. l.O.O.F. 2 = 16210248 '/z Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon laugardaginn 25. okt. ki. 4 e.h. Margir góðir munir, kökur og blóm. Komið og gerið góð kaup. Nefndin. Munið núnningarspjöld Minn- ingarsjóðs Jakobs Jakobs- sonar, spjöldin fást í bóka- búð Jónasar, Bókval og í Sporthúsinu. Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 gamanmyndina Frisco Kid með Gene Wilder í aðal- hlutverki en sýningum er nú að ljúka. Næsta mynd kl. 9 er myndin Arnarvængur sem er spennandi Indijána- mynd tekin í hrikafögru landslagi í Mexícó. Kl. 11 sýnir bíóið myndina „Börn Satans", æsispennandi hrollvekju. Soffía og Ævar sigruðu í Thule-tvímenningnum Næsta keppni er sveitakeppni Nú er lokið fyrstu keppni Bridge- félags Akureyrar á þessu starfsári, en það var þriggja kvölda Thule-tvímenningur. Að þessu sinni sigruðu þau Soffía Guðmundsdóttir og Ævar Karlesson, eftir góðan endasprett í síðustu umferð, en þegar síðasta umferð hófst voru þau í 6.-7. sæti, 23 stigum á eftir efstu pörunum. Röð efstu para varð þessi: stig 1. Soffía Guðmundsdóttir Ævar Karlesson 391 2. Ragnar Steinbergsson- Gunnar Sólnes 383 3. Ólafur Ágústsson- Grettir Frímannsson 379 4. Júlíus Thorarensen- Sveinn Sigurgeirsson 371 5. Hörður Steinbergsson- Jón Stefánsson 368 6. Stefán Sveinbjörnsson- Sigurður Búason 367 7. Páll Pálsson- Frímann Frímannsson 362 8. Sveinbjörn Jónsson- Einar Sveinbjörnsson 360 9. Stefán Ragnarsson- Pétur Guðjónsson 357 10. Arnald Reykdal- Gylfi Pálsson 354 Spilað var í þremur 12 para riðl- um og var meðalárangur 330 stig. Keppnisstjóri félagsins er Albert Sigurðsson. Næsta keppni félagsins er sveita- keppni, Akureyrarmót, og eru spil- arar beðnir að skrá sveitir sínar hjá stjórn félagsins. Einnig mun stjórnin aðstoða og leiðbeina við myndun sveita. Sveitakeppnin hefst þriðjudag- inn 28. október kl. 20 í Félagsborg. Leiðrétting í frétt í fimmtudagsblaðinu sagði að Björn Eiríksson væri eigandi Bókaútgáfunnar Skjaldborg. Þarna féll niður hluti orðs, en í fréttinni átti að standa að Björn væri aðal- eigandi bókaútgáfunnar. — Templara á Akureyri... (Framhald af bls. 5). að allt hefur sigið hér á ógæfuhlið í áfengismálum síðan áhrifa regl- unnar minnkaði hér í bænum. Meðan hún starfaði hér af þrótti, var ungt fólk bindindissamt og þekktist ekki drykkjuskapur meðal barna og unglinga eins og nú tíðkast. Nú eru þrjár Góðtemplarastúkur starfandi hér í fæðingarbæ regl- unnar. En þær eru of fámennar og gjaman vildum við sjá þar fleiri liðsmenn. Við vitum um marga sem eru okkur sammála en standa þó utan við samtök okkar. En bindindisstarfsemi er ekki móðins í okkar áfengissýkta þjóðfélagi. Ekki má gleyma barnastúkun- um. Þær eru einnig þrjár. Þar er reynt að innræta börnunum hóf- semi og heilbrigt líferni án reyk- inga, jafnframt því og þau læra þar að vinna saman í félagsskap. Þetta er fyrirbyggjandi starf, sem tekur undir innrætingu skólanna og kirkjunnar. Betra er að fyrirbyggja slys af völdum áfengis en að þurfa að verja stórfé og kröftum til að hjálpa þeim sjúku til heilbrigðs lífs. Betra er heilt en vel gróið. Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn í Hafnarstræti 90, laugardaginn 25. október n.k. kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Önnur mál. Þingmenn flokksins í kjördæminu, mæta á fund- Stjórnin. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR — Sjóður til eflingar nýiðnaði... (Framhald af bls. I). þeirrar könnunar, sem sjóðurinn þyrfti að kosta. Þeir aðilar, sem til- lagan gerir ráð fyrir að hafi for- göngu um stofnun sjóðsins, gætu vissulega boðið fleiri aðilum til samstarfs og má þá t.d. nefna: Dalvíkurkaupstað, Ólafsfjarðar- kaupstað, Siglufjarðarkaupstað, Iðnaðardeild Sambandsins, Slipp- stöðina h/f, Útgerðarfélag Akur- eyringa h/f, Fjórðungssamband Norðurlands, Byggðarsjóð, Búnað- arsamband Eyjafjarðar og Kaupfélag Svalbarðseyrar. Hins vegar er gert ráð fyrir að forgönguaðilarnir skipi sameigin- lega viðræðunefnd, er hafi með höndum undirbúning málsins og nánari mótun þess. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR R. TRJÁMANNSSON, Ijósmyndarl, verður jarðsettur frá Akureyrarkirkju laugardaginn 25. október klukkan 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Kristín Sigtryggsdóttir, Sigtryggur Guðmundsson, Jórunn Thorlacius, Rósa Morson, Róbert Morson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Gylfi Hinriksson, Hanna Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Björn Jóhannesson, Guðmundur Ólafsson. Fóstra mín SIGRÚN ELÍASDÓTTIR er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. október sl., veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29. októ- ber kl. 13.30. Sigurmunda Eiríksdóttir. Vegna jarðarfarar EINARS SIGURBJÖRNSSONAR, þökkum við veittan stuðning. Sérstakar þakkir til prestshjón- anna og safnaðarins að Hálsi í Fnjóskadal, einnig íbúa og starfsfólks dvalarheimilisins Hlíðar. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Einarsson, Björg Finnbogadóttir, Baldvin Þorsteinsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi HÖSKULDURHELGASON bifreiðarstjóri, Skarðshlíð 1, Akureyri, verðurjarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. okt. n.k. kl. 13,30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Soffía Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Höskuldsson, Halldóra Höskuldsdóttir, Páll Þorgeirsson, Ingigerður Höskuldsdóttir, Haraldur Danfelsson og barnabörn. Athugið nýtt símanúmer frá 3. nóvember n.k. 25000 Feróaskrifstofa Akuœyrarní Barnasportvagnar og kerrur. Baðborð barna. Burðargrindur. Hókus pókus. Leikgrindur. 6.DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.