Dagur - 23.10.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1980, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Krafla: 16 megavött um áramót? U - Aðfararnótt föstudags i síðustu viku jókst gufuaflið í Kröflu- virkjun um 50%, eða úr 6 mega- wöttum i rösklega 9 megawött. Gufuaflið hefur ekki áður orðið svo mikið, en áður hefur það hins vegar komið fyrir, að aflið ykist skyndilega í holum Kröfluvirkjunar. Það hefur yfir- leitt ekki verið til langframa. Nú er talið nær víst, að þessi aukn- ing sem varð aðfararnótt föstu- dags hafi verið í tengslum við eldsumbrotin. Talið er að gliðn- un í sprungum hafi valdið auknu gufustreymi í holunum. Að sögn Einars Tjörva Elíasson- ar. yfirverkfræðings hjá Kröflu, hefur starfsemin gengið vel í sumar og er nú verið að tengja hoiu 14 og áætlað að því verki ljúki í lok nóvember eða byrjun desember, ef veðráttan hamlar starfinu ekki þeim mun meira. Miðað við að aukningin sem fram kom í lok síð- ustu viku sé ekki varanleg, er reiknað með að virkjunin komist upp i 13 megawött með tilkomu holu 14. Þá er nýbúið að bora holu 15 i fulla dýpt og nú er verið að hreinsa hana og lekaprófa. Því verki lýkur væntanlega um miðja þessa viku. Þá líður um hálfur mánuður þar til í Ijós kemur hversu góð hún reynist. Ef hún reynist í meðallagi góð verður hægt að keyra virkjunina á 16-17 mega- wöttum þegar búið er að tengja Sjónar- vottar Steingrímur Jóhannesson, frá Grímsstöðum, sem vinnur í Kísilverksmiðjunni, varð sjónarvottur að því er gosið hófst í Kröflu s.l. laugar- dagskvöld. Steingrímur var þá ásamt Jóni Kristjánssyni, frá Arnarvatni, vestan við Bjarnarflag og voru þeir félagar að horfa á bjarmann sem kom frá Ijósunum við Kröfluvirkjun. Steingrimur sagði í viðtali við fréttaritara Dags í Mývatnssveit að klukkan hefði verið 4 mínútur yfir 10 þegar þeir sáu bjarmann frá gosinu. Að sögn Steingríms var strókurinn frek- ar mjór í upphafi og náði strax mikilli hæð. Eftir skamma stund breiddi strókurinn úr sér. Steingrímur kvað þetta hafa verið mjög tignarlega sjón. holu 15, en það ætti að geta orðið í byrjun næsta árs. Einar Tjörvi sagði, að ef mark- visst yrði unnið að borunum og starfsmenn vissu það með góðum fyrirvara hve mikið mætti gera hvert ár, þá væri hægt að koma Kröfluvirkjun í fuil afköst eftir 4 ár, þ.e. 2x30 megawött. 1 yp?".P ^ Siglfirðingar eru þekktir fyrir mikla skíðaiðkun, enda oft mikill snjór á Siglufirði og gott skiðaland við bæjardyrnar. Keyptu snjótroðara fyrir 60 milljónir til Siglufjarðar í sumar hefur mikið verið unnið í sambandi við uppbygg- ingu í skíðalöndum Sigifirð- inga og að sögn Kristjáns Möller, íþróttafulltrúa, telja Siglfirðingar árið í ár merk tímamót í sögu skíðaíþróttar- innar á Siglufirði. Bygging stökkbrautar. í ágúst og september var unnið við að ryðja út fyrir stökkbraut í norðanverðri Hólshyrnu, skammt frá íþróttamiðstöðinni að Hóli. Þar hafa verið gerðar tvær stökk- brautir — önnur 40 metra og hin 55 metrar. Byrjað var á minni brautinni og hún grófunnin, en ekki tókst að ljúka verkinu alveg vegna vætutíðar. Þó verður hægt að nota brautina í vetur. Á þessu svæði eru miklir möguleikar til að byggja minni brautir í framtíðinni. 1 vetur verður sett upp lítil tog- braut við stökkbrautina og að öllum líkindum ætti stökkkeppn- in á landsmótinu í apríl n.k. að fara fram á þessari braut. Skíðalyfta í sumar var unnið við að leggja jarðstreng meðfram lyftunni og sett upp ljós á möstrin og staura úl frá lyftunni. Alls verður upp- lýst braut um 650 metrar. Einnig mun þessi strengur flytja rafmagn í togbraut sem verður fyrir ofan stóru lyftuna. Lyftulengdin verð- ur því um 850 metrar. Einnig er byrjað að byggja lyftuhús, þar sem verður komið fyrir stjórn- búnaði, söluskála og á efri hæð aðstaða fyrir tímatöku og móts- stjórn. I athugun er nú hvort eigi að lengja lyftuna um 200 til 400 metra, en niðurstöður frá fram- leiðanda sem fjalla um möstur. vír og mótor og fleira liggja ekki enn fyrir. Göngumenn. Nú er verið að ljúka við að setja upp ljós fyrir göngumenn þannig að 3ja til 4ra km. hringur verður upplýstur í námunda við íþrótta- miðstöðina að Hóli. Snjótroðari. Til Siglufjarðar hefur verið keyptur nýr og mjög fullkominn snjótroðari. Hann er af Kass- bohrer gerð og kostar 60 til 70 milljónir með nauðsynlegum tækjum. Kristján sagði að á því léki ekki vafi að með tilkomu troðarans myndi öll aðstaða til skíðaiðkana gjörbreytast. Þetta ætti ekki bara við um keppnis- menn heldur og almenning. íþróttamiðstöðin að Hóli. í vor og sumar hefur mikið verið unnið við uppbygginguna að Hóli. Unnið hefur verið við efri hæðina og þar fullgerð átta gistiherbergi, með rúmum fyrir 35 til 45 manns. Þar er einnig setustofa. Einnig er byrjað að vinna við búnings- og baðaðstöðu og í ráði eru ýmsar breytingar á veitingasal. Mikill áhugi. Kristján sagði að Siglfirðingar væru e.t.v. ekki búnir að ná upp því forskoti sem aðrir skíðastaðir landsins hefðu haft, en þeir væru ekki byrjaðir að nota þau svæði sem gerðu það að verkum að skíðalönd við Siglufjörð yrðu sambærileg við það sem best ger- ist annarsslaðar. Þar átti Kristján einkuni við Siglufjarðarskarð, en það svæði verður ekki tekið í notkun á næstunni. „Það hefur verið mikið gert í skíðamálum, enda hefur áhugi ráðamanna bæjarins verið mikill," sagði Kristján. „Með tilkomu troðarans ætti það að vera auðvelt fyrir okkur að fara á nýja staði með stuttum fyrirvara. Það gæti t.d. verið gott að fara í skarðið ef skíðasnjór verður ekki nægur á landsmótinu i okkar hefðbundnu skíðalöndum." Skólar velkomnir. í vetur er stefnt að því að bjóða skólum, alls staðar að af landinu, að koma til Siglufjarðar og dvelja í Hóli og notfæra sér þá aðstöðu sem Siglfirðingar eru búnir að byggja upp. í fyrravetur komu börn úr einum skóla til Siglu- fjarðar og sagði Kristján að það væri vilji heimamanna að fleiri en þeir einir fengju notið góðra skiðalanda í nágrenni bæjarins. „Já, það er gott hljóð í okkur. Við horfum mjög björtum augun á framtíðina, enda er þetta ár nokkurskonar vendipunktur í sögu skíðamála á Siglufirði," sagði Kristján að lokum. Bíða eftir togaranum „Það má segja að málið sé í biðstöðu.“, sagði Ólafur Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Jök- uls h/f á Raufarhöfn, en það fyrirtæki hefur, ásamt Þórs- hafnarbúum, fest kaup á tæp- lega 500 tonna togara í Noregi. Togarinn er eins árs. Togarinn er nú á rækjuveiðum og Ólafur sagði að hann ætti eftir enn hlutá af sínum rækjukvóta fyrir þetta ár. í samningum sem gerður var við Norðmennina var gert ráð fyrir að skipið myndi veiða kvót- ann áður en það kæmi hingað til lands. Ef illa gengur getur það því dregist fram að áramótum að skip- ið komi. „Það kemur sér sérstaklega illa fyrir þá á Þórshöfn að skipið geti ekki komið fyrr. Atvinna er einmitt einna stopulust á haustmánuðum. Þá eru veður válynd og erfitt fyrir smábátana að sækja,“ sagði Ólafur. Raufarhafnarbúar eru betur settir því þaðan er togarinn Rauðinúpur gerður út. M 0 Betraað byrja ekki Geðverndarfélag Akureyrar hefur unnið merkilegt starf þótt ekki fari starfsemi fé- lagsins alltaf hátt. Félagið hefur gefið út nokkra fjór- blöðunga og í einum þeirra er fjallað um drykkjusýki. Þar segir: Engin örugg lækning við drykkjusýki er til í heim- inum í dag. Margt hefur verið reynt og með misjöfnum ár- angri, en yfirleitt hefur þó reyndin orðið sú, að árangur af meðferð hefur verið lélegur miðað við þá vinnu, tíma og fyrirhöfn sem oft eru lögð í lækningatilraunirnar. Engin sérstök lyfjagjöf kemur til greina en þó er stundum gripið til róandi lyfja gagnvart kvíða og spennu, sem eru fylgikvillar ofdrykkjunnar. £ Peningar Hér á árum áður báru menn virðingu fyrir peningum — fóru um þá mildum höndum og veltu fyrir sér hverri krónu. Þetta viðhorf hefur tekið miklum stakkaskiptum. Nú beygja menn sig ekki eftir krónum og fimmköllum og einstaka harðsvíraður nú- tímamaður tekur aðeins seðla upp af götu sinni. Ung börn eru send með háar upp- hæðir í verslanir og er leyft að kaupa sér ýmiskonar óþarfa fyrir fé sem betur væri geymt heima í skúffu eða í banka. Því miður er það of algengt að fólk kaupi sér allskyns glys og glingur — en eigi siðan ekki eftir neitt nema postulínshunda og þ.h. þegar mögru árin koma. 0 Lítiðdæmi af sóun Nú er enginn gjaldgengur á skfði, skauta og ýmsar aðrar íþróttagreinar nema sá hinn sami gangi í útbúnaði sem kostar tugi ef ekki hundruð þúsunda. Börnum og ungl- ingum er oft illa við að kaupa gamlan útbúnað, sem stend- ur fyllilega fyrir sínu, vilja fá nýtt og glansandi. Sumir skíðamennírnir minna helst á jólasveina eins og þeir eru á útlenskum kortum — rauðir með röndum, í kolsvörtum skóm. Barnmargar fjölskyld- ur geta engan veginn haft ef ni á að kaupa það sem þarf til iþrótta í dag, ef allt á að vera nýtt. En þrátt fyrir þessa staðreynd eru hlutirnir æði oft keyptir og þá er bara að lengja vinnudaginn svo end- ar nái saman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.