Dagur - 23.10.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 23.10.1980, Blaðsíða 4
Valgarður Stefánsson, myndlistarmaður DAGUE Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aðför Geirsarmsins Sjálfstæðismenn í Norðurlands- kjördæmi eystra hafa látið sem þeir viti ekki af klofningnum í Sjálfstæðisflokknum. Allt virðist slétt og fellt á yfirborðinu og í frá- sögnum íhaldsblaðanna af aðal- fundi kjördæmisráðs flokksins kemur fram, að „aðalfundurinn hafi verið mjög vel sóttur og þar hefði ríkt góð stemmning“ eins og þar er orðað. Opinberlega láta sjálfstæðismenn á Norðurlandi eins og ekkert sé og forðast að ræða vandamálið. Nú hefur hinsvegar komið í Ijós, að í Norðurlandskjördæmi eystra, eins og annars staðar, er undir- róðursstarfsemin og valdabarátt- an í fullum gangi. Það kom nefni- lega berlega í Ijós á kjördæmis- þinginu, sem gefið er í skyn að hafi verið einhver kærleikssam- koma. Þar komu sendisveinar Geirsarmsins vilja sínum fram, með Blöndal og Lárus Jónsson í broddi fylkingar, og boluðu einum af lykilmönnum Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri um margra ára skeið út úr flokksráði, en flokksráð er næstæðsta stofnun Sjálfstæðisflokksins næst á eftir miðstjórn. Þannig skiptir engu máli hvort menn hafi unnið flokk sínum vel um langa hríð — þeir skulu fjúka ef þeir taka ekki ein- dregna afstöðu með formannin- um. Sá sem fékk reisupassann að þessu sinni hafði unnið sér það til sakar, að vera hlynntur varafor- manni flokksins, auk þess sem hann reyndi að bera klæði á vopnin og tók ekki afstöðu í ágreiningnum sem varð, þegar Jón G. Sólnes kom fram með sér lista. Þessi aðför Geirsarmsins hefur mælst mjög illa fyrir og þannig segir t.d. formaður Sjálf- stæðisfélagsins á Akureyri í við- tali við Dag, að menn séu nánast orðlausir af undrun og reiði vegna þessarar þröngsýnu ákvörðunar kjördæmisráðs. Þetta er dæmi um þann ágrein- ing sem er í Sjálfstæðisflokknum vegna forystuerfiðleikanna, sem þar er við að etja. En það er annars konar ágreiningur innan flokks- ins. Stefán Valgeirsson, alþingis- maður, bendir á það í grein í Degi, að verulegur málefnalegur ágreiningur sé á meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins sem séu í stjórnarandstöðu. Þetta sé djúpstæður skoðanamunur milli sumra þingmanna dreifbýlisins og hinsvegar þingmanna þéttbýlis á Faxaflóasvæðinu. Erfitt er að meta til hvers allur þessi klofningur geti leitt, en flest bendir til þess, að landsfundur sjálfstæðismanna næsta vor verði í meira lagi sögulegur. „Legg meiri áherslu á einfaldari form“ „Eigin ásjóna.“ Á laugardag hefst sýning í Gallerí Hóhól á verkum Val- garðs Stefánssonar. Um 60 myndir verða á sýningunni, flest allar unnar í pastel, en einnig í olíukrít og kol. Val- garður hefur einu sinni áður haldið einkasýningu, í Lands- bankasalnum á Akureyri 1972, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum með Myndlistafélagi Akureyrar og Myndhópnum. Síðast tók hann þátt í samsýningu í fyrrahau&t. Valgarður tók þátt í sýningu nokkurra Akureyringa í Nor- ræna húsinu í Reykjavík 1974. Sú sýning verður lengr í minnum höfð, því sýnendur fengu heldur óvæga dóma hjá gagnrýnendum í Reykjavík. Varð í því sambandi til hugtakið „Akureyrarmaleri,“ sem átti eftir því sem best er vitað að lýsa myndum þeirra félaga og það var ekkert hrósyrði. Við spyrjum Valgarð um þessa sýn- ingu: — Ég held að gagnrýnin hafi nú ekkert verið svo mjög óvægin og ósanngjörn. Við vorum eink- um gagnrýndir fyrir reynsluleysi, sem mátti sjálfsagt til sanns vegar færa. — Hefur orðið einhver breyt- ing á myndgerð þinni síðan? — Ég er búinn að brjóta mín mál alveg til mergjar síðan þetta var. Ég held ég hafi þroskast mjög mikið og þakka það ýmsu, sem hefur haft áhrif á mig. Ég hef t.d. kynnst tónlist og hún hefur opnað huga minn. Ég hef farið mikið 1 útilegur og fjallaferðir, þar sem ég hef „stúderað“ landslagið, veðrið og veðrabrigði. Ég mála aldrei í þessum ferðum mínum, heldur safna bara minningum sem ég síðan vinn úr. Ég legg nú orðið meiri áherslu á einfaldari form og hef verið að kanna nýja samsetningu lita. Ég á vafalaust margt eftir ólært enn, en ég held að aðalatriði sé að þora að taka áhættuna af því að mynd mis- heppnist. Þannig lærir maður af reynslunni. Valgarður sagði að megnið af myndunum á sýningunni væru úr náttúrunni. Eins og áður sagði verður sýningin opnuð á laugar- dag og verður opin kl. 20-22 virka daga og kl. 16-22 um helgar. Henni lýkur um aðra helgi. STEFÁN VALGEIRSSON, ALÞINGISMAÐUR: Hvað er framundan? í fyrri grein minni um þetta efni, sem birtist hér í blaðinu fyrir skömmu, benti ég á, að viðskipta- kjör þjóðarinnar út á við hefðu versnað til muna síðustu tvö árin. Við stöndum því frammi fyrir þeirri staðreynd, að minna er til að skipta á milli þegnanna. Þeir kjarasamningar, sem nú er reynt að ná samkomulagi um, þurfa að miða ytri gerð sína við það, sem atvinnuvegirnir eru færir um að bera. Að öðrum kosti verður sama þróun áfram og verið hefur. Minni og minni króna og óðaverð- bólga, sem leiðir af sér atvinnuleysi fyrr en varir. Reynslan ætti að vera búin að kenna okkur, að afieiðing þess að skipta meiru en við öflum, verður til þess eins, að við fáum fleiri krónur en verðminni, og því enga kjarabót. Bent hefur verið á, að hægt sé að skipta þjóðarkökunni á annan hátt en gert hefur verið og af meira réttlæti, — En réttlæti er af- stætt hugtak, og sýnist sitt hverjum í því efni. Þjóðin stendur á krossgötum Reynslan sýnir þrátt fyrir allar yfirlýsingar, að torvelt er að ná fram breytingu í þessu efni, sem leiða myndi af sér minni launamun í landinu. Þar eru fleiri ljón á veg- inum en sjást í dagsbirtunni, og tvisýnt að jjeim verði rutt úr vegi í skjótri svipan. Þjóðin stendur því á krossgötum og kemst ekki hjá því að velja um leið. Valið ætti að vera auðvelt. Þvi ef við beygjum ekki af leið óða- verðbólgu og tryggjum eðlilegan rek'stur framleiðslunnar, blasir við atvinnuleysi og það böl og órétt- læti, sem slíku ástandi fylgir. Af því leiðir svo minni framleiðsla og minnkar þá enn, það sem til skipta kemur. Auðsætt ætti að vera, að þessi leið liggur ekki til hagsældar, heldur í gagnstæða átt. En þótt rekstrarörðugleikar séu nú hjá atvinnuvegunum, sem er afleiðing mikilla kostnaðarhækk- ana hér innanlands og verri við- skiptakjara, er engin ástæða fyrir þjóðina að örvænta um framtíðina. A síðustu árum hefur verið mikil uppbygging á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Stórt átak hefur t.d. verið gert í að endurbyggja vinnslustöðvar fyrir sjávarafla. Skuttogarar hafa verið keyptir til að tryggja þessum vinnslustöðvum hráefni. Þetta tvennt hefur gjör- breytt öllu mannlífi á flestum þétt- býlisstöðum víðs vegar um landið, bætt kjör íbúanna þar og gert aðra uppbyggingu mögulega. Að taka eyðslu- lán hefnir sín Allt bendir til þess, að sjávarafli muni aukast verulega á næstu árum og miklir möguleikar virðast I sjónmáli til að gera þennan afla að enn verðmeiri vöru en gert hefur verið, ef rétt er að staðið. Enginn vafi er á því, að fram- leiðsla á ýmsum sviðum iðnaðar og landbúnaðar hefur einnig umtals- verða aukningarmöguleika. Málið er það, að við þurfum og höfum möguleika á að auka framleiðsluna og gera hana verðmætari. Engin leið er til að bæta kjör þjóðarinnar nema með því að skapa meiri verðmæti. Það gengur ekki til iengdar að láta meira i askana en til er hverju sinni. Að taka eyðslulán, hefnir sín. Athyglisvert er, að eftir því sem kjörin hafa almennt batnað hjá þjóðinni hafa kröfur á öllum svið- um aukist. Fullyrða má, að þjóðin hefur aldrei haft það eins gott og á síðustu árum, og er því ástæðulaust að örvænta, þó um sinn þurfi að þrengja mittisólina. Þegar menn standa á krossgötum þá skiptir það meginmáli að velja rétta leið, þá skárstu sem um er að velja. Það fyrsta sem þarf að hyggja Stefán Valgeirsson. að og tryggja er að halda atvinnu- vegunum gangandi, tryggja næga atvinnu, en gera jafnhliða ráðstaf- anir til að draga úr verðbólgunni. Þessi leið er án efa vandrötuð og verður tæpast farin ef almennur skilningur reynist ekki fyrir því, að það sé þjóðarnauðsyn að fara hana. Stjórnarsamstarf- ið brestur ef ... Nú eru störf hafin á Alþingi fs- lendinga. Þar verður tekist á um 4.DAGUR Templarar fagna enn einum áfanga Ávarp Eiríks Sigurössonar, stjórnarformanns fyrirtækja I.O.G.T. á Akureyri, í Borgarbíói Góðir bíógestir! Verið hjartanlega velkomin hingað. í dag fögnum við þeim áf- anga að hafa endurnýjað þak og innréttingu þessa húss. Má svo segja að útveggir standi einir eftir af hinni gömlu byggingu og hluti af sætum. Þessari endurnýjun er þó ekki að fullu lokið. Ég samgleðst Björgvin Júníus- syni, bíóstjóra okkar, að geta nú sýnt bíógestum myndir í rúmbetri og fallegri sal en áður með kúptri hvelfingu og stjörnum eins og á næturhimni. Við templarar höfum einnig í sumar látið endurnýja Friðbjarn- arhús að utan, en það er friðlýst minjahús, þar sem minjar reglunn- ar eru geymdar, eitt sinnar tegund- ar hér á landi. Sverrir Hermanns- son, húsasmíðameistari, hefur stjórnað því verki en templarar máluðu húsið utan í þegnskyldu- vinnu. Fyrir hönd stjórnar fyrir- tækjanna færi ég bestu þakkir öll- um þeim sem að þessari endurnýj- un hafa unnið á báðum þessum húsum. Þegar Góðtemplarareglan nam land hér á Akureyri fyrir tæpri öld var hér brennivínssala í öllum verslunum. Þar var oft leiðinlegur bragur. Það varð eitt af verkum reglunnar að afnema það. Reglan hefur verið athafnasöm í félagsmálum. Víða byggði hún fyrstu fundahúsin. Hér stuðlaði hún að auknu félagslífi m.a. með því að byggja fundahús í bænum. Hún byggði Samkomuhúsið — núverandi Leikhús — af miklum stórhug. Það er ein af þeim bygg- ingum sem setur svip á þennan bæ. Tveir templarar, Guðbjörn Björns- son og Guðmundur Ólafsson, byggðu það. Reglan byggði einnig síðar Skjaldborg með U.M.F. Ak- ureyrar, þar sem nú eru prentuð blöð og bækur. Loks keypti hún Hótel Varðborg ásamt kvikmynda- salnum og rekur hér kvikmyndahús og gistihús. Hótel Varðborg mun vera eina bindindishótelið hér á landi. Áðan minntist ég á endur- nýjun á salnum á þessu ári, en hótelið hefur einnig tekið miklum stakkaskiptum síðan reglan eignaðist það. Leitast er við að reka þessi fyrirtæki með snyrtimennsku. Um álit manna á reglunni og starfsemi hennar í byrjun þessarar aldar ætla ég að vitna í umsögn Tryggva Emilssonar í bók sinni „Fátækt fólk.“ Umsögn hans er svohljóðandi: „Góðtemplarareglan var þá komin á annan áratug í kaup- staðnum og var leiðandi afl sem vísaði veginn fram til hreinni hug- renninga og þrifa í daglegu lífi manna. Reglan var menningarviti sem lýsti af um langa vegu.“ Þetta eru ekki orð okkar templara heldur annarra. En ég hygg að þau séu sönn. En misjafnir eru stundum dómar þeirra, um regluna eins og aðrar siðbótastefn- ur, sem allt vilja láta reka á reiðan- um. En hin sárbeitta reynsla er sú (Framhald á bls. 6). mörg erfið mál, sem lausn verður að finnast á. Fyrst og síðast verður fjallað um atvinnu- og verðlagsmál. Umræð- an, sem nú fer fram í landinu er um það, hvaða líkur séu fyrir því að samstaða náist á milli stjórnar- flokkanna um viðunandi lausn þessara mála. Umræðan ber það með sér, að umtalsverður meiri- hluti þjóðarinnar væntir mikils af þessari ríkisstjórn og yrði fyrir miklum vonbrigðum ef hún nær ekki tökum á verðlagsmálunum. — Menn eru yfirleitt sammála um að stjómarsamstarfið byggist á því að takast megi að draga úr verðbólg- unni. En takist það hins vegar ekki, sé undirstaðan undir stjórnarsam- starfinu brostin. Og menn spyrja: Hvað tekur þá við? Og þá verður lítið um svör, því ekki hefur heyrst um neinn, sem treystir sér til að benda á, að nein önnur forusta sér í sjónnkáli, ef þessi ríkisstjórn segði af sér. Það er á allra vitorði, að Sjálf- stæðisflokkurinn er margklofinn, og í reynd er forusta hans mjög veik og úrræðalítil. Það er ekki einvörð- ungu á milli Geirs- og Gunnars- manna, sem Sjálfstæðismenn skipta sér! Verulegur málefnalegur ágreiningur er einnig á milli þeirra þingmanna flokksins, sem eru í stjómarandstöðunni. Erfitt er að gera sér grein fyrir til hvers þessi ágreiningur muni leiða, þar sem um er að ræða djúpstæðan skoð- anamun í veigamiklum atriðum á milli sumra þingmanna flókksins, annars vegar úr dreifbýliskjör- dæmunum, hins vegar frá þéttbýl- inu við Faxaflóa. Ekki sjást nein merki þess, að þessar deilur verði settar niður á næstu mánuðum. Sögulegur lands- fundur Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins er fyrirhugaður á næsta vori og flest bendir til þess, að hann verði i meira lagi sögulegur. Skoðana- kannanir Dagblaðsins sýna þáð, að fylgi Geirs Hallgrímssonar er nú neðan við þau mörk, sem formanni stjórnmálaflokks er nauðsynlegt, svo hann geti komið fram sem raunverulegur leiðtogi flokksins, Eina von hans um breytingu á því ástandi er, að ríkisstjórninni takist ekki að ná verulegum tökum á verðbólgunni. Því mun hann og hans tryggustu fylgismenn ekki harma þó samstaða náist ekki á milli þeirra þingmanna, sem styðja ríkisstjórnina, um árangursríka leið í því efni, og víst er um það, að stjórnarandstaðan mun ekki auð- velda að slikt samkomulag náist. Það sést t.d. á viðbrögðum forustu- — SIÐARI GREIN — manna. Vinnuveitendasambands- ins í samningamálunum og á málatilbúningi Geirsmanna í dag- blöðum. Hins vegar á Gunnar Thoroddsen og hans félagar allt undir því, að verulegur árangur náist í því að draga úr verðbólgu- hraðanum. — Langlífi ríkisstjórn- arinnar ræðst af því og sennilega pólitísk framtíð þeirra félaga. Sagt er, að doktor Gunnar Thoroddsen hafi eitt sinn látið þau orð falla að Adenauer, fyrrverandi kanzlari Þýskalands, hafi nú verið orðinn talsvert eldri, þegar hann háði sína síðustu kosningabaráttu en hann - þ.e. Gunnar verði, þegar næst verður kosið til Alþingis ís- lendinga. Sé það rétt, að Gunnar hafi sagt þetta, þá er sýnilegt hvað fyrir honum vakir. Og eitt er víst, að Gunnar mun leggja sig allan fram í að ná stefnumálum ríkisstjórnar- innar fram. Verulegur meirihluti Sjálfstæðismanna virðast fylgja honum að málum, þó þinglið flokksins sé honum að mestu leyti andsnúið. Og ef umtalsverður ár- angur næst í baráttunni við verð- bólguna á kjörtímabilinu, þá gæti svo farið, að Gunnar Thoroddsen og félagar hans legðu út í söguleg- ustu þingkosningar aldarinnar. Taflið er því margslungið og tví- sýnt og mætti um það margt segja, því fleiri blikur eru á lofti en hér verða nefndar. Ekki er betur ástatt fyrir hinum stjórnarandstöðuflokknum, Al- þýðuflokknum. Barátta hans fyrir raunvöxtum á liðnum árum og reynslan af þeirri stefnu er að rýja hann öllu fylgi. Harðnandi átök eru innan flokksins, ekki síst út af raunvaxtastefnunni. Mikill kaf- bátahernaður og valdastríð er þar háð, þó ekki skorti yfirlýsingar af beggja hálfu um málefnalega sam- stöðu og um trausta og gagnkvæma vináttu. Sem sagt: I bróðerni þeir vega þar hvern annan. En ef Kjartani tekst að knésetja Benedikt, þá er eitt víst, að víðsýni Alþýðuflokksins mun ekki aukast við það, nema síður væri. Engin forusta í sjónmáli - ef nú- verandi stjórn mistekst Á því sem að framan greinir sést, að engin stjórnmálaleg forusta er í stjónmáli til að taka við, ef núver- andi ríkisstjórn mistekst að ráða fram úr málum þjóðarinnar á við- unandi hátt. Abyrgð þingliðs ríkis- stjórnarinnar er því meiri nú en við venjulegar aðstæður. En þjóðin má ekki gleyma því, ,að ríkisstjórn og stuðningsþingmenn hennar geta ekki komið fram veigamiklum breytingum, sem duga til að koma atvinnu- og verðlagsmálum I við- unanlegt horf, nema um þá stefnu náist víðtæk samstaða. Allt er undir því komið, að hver og einn þjóðfélagsþegn taki ábyrga afstöðu og á þann hátt auðveldi ríkisstjórn og stuðningsmönnum hennar að framkvæma stjórnar- stefnuna, en láti ekki moldviðri stjómarandstöðunnar villa sér sýn. Menn sem ekki hafa tök á sínum eigin flokksmönnum, hvað þá traust þeirra, eru ekki liklegir til að ráða við málefni þjóðarinnar á erf- iðleikatímum. KEPPNI í TVfLIÐALE í íþróttahúsinu í Glerárhverfi á laugardaginn Á laugardaginn kemur kl. 14.00 gengst Tennis- og badminton- félag Akureyrar fyrir keppni í tvíliðaleik og fer keppnin fram í íþróttahúsinu í Glerárhverfi. Öllum er heimil þátttaka bæði konum og körlum. Þátttakend- ur eru beðnir að mæta eigi síðar en kl. 13.00 og láta þá um leið skrá sig til þátttöku. Búast má við skemmtilegri keppni því það eru fleiri og fleiri sem iðka þessa ágætu íþrótt sér til ánægju og hressingar. Félagsgjalda- happdrætti K.A. Hver greiðslukvittun er einnig happdrættismiði í félagsgjalda- happdrætti K.A. 10 vinningar í boði. Verðmæti hvers vinnings 25 þúsund króna úttekt í sport- vöruverslunum bæjarins. Fé- lagsmenn hvattit til að gera fljótt upp. Dregið verður 15. nóvember n.k. K.A.-miðstöðin í Lundarskóla er opin á sunnu- dagsmorgnum kl. 9-12 og á þriðjudögum kl. 7.30-19. Stjórn K.A. Árni ráðinn Stjórn Knattspyrnudeildar Þórs hefur endurráðið Árna Njáls- son sem þjálfara meistaraflokks næsta keppnistímabil. Árni fær það hlutverk að stýra Þórsur- unum í fyrstu deild næsta sum- ar. Þeir eru að vísu hagvanir því þeir hafa leikið þar áður. Ámi náði frábærum árangri með Þór s.l. keppnistímabil, en þeir urðu í öðru sæti í deildinni. íþrótta- síðan býður Árna aftur á ný velkominn í bæinn og óskar honum góðs gengis í deildinni. Þessar konur voru að æfa í gamla íþróttahúsinu sl. þriðjudagskvöld er Ó.Á. tók myndina. Handboltinn Þór fer suður Um næstu helgi heldur áfram keppni í annarri deild í handbolta. Um síðustu helgi lék KA tvo leiki en þeir leika ekkert um þessa, en í staðinn fer Þór til Reykjavíkur og leikur tvo leiki, við sömu aðila og KA lék við um síðustu helgi. Á laugardaginn kl. 15.15 leika í Laugardalshöll Ármann og Þór og á sunnudaginn kl. 15.00 leika að Varmá í Mosfellssveit Afturelding og Þór. Ekki er vitað mikið getu Þórsara í ár en þeir hafa eins og KA leikið sárafáa æfingarleiki. Ekki er vitað um nýja leikmenn með Þór en vitað er að gamlir refir hafa tekið fram skóna að nýju og hafa æft að fullum krafti undir stjórn Aðalsteins Sigurgeirssonar þjálfara. Alli gerir lukku í Rvík Alfreð Gíslason handknattleik- maður frá Akureyri hóf að leika með KR nú í haust, og hefur gert stormandi lukku á höfuðborgar- svæðinu. Jafnframt því að vera besti maður KRinga er hann orðinn fastur maður í landslið- inu og er að sögn landsliðsþjálf- arans „aðal leyninúmcr“ liðsins en það er nú þessa dagana að leika á Norðurlandamótinu í handknattleik sem fram fer í Noregi. Er það ánægjulegt að vita að toppíþróttamenn komi frá Akureyri, og gaman verður að fylgjast með Alfreð í framtíðinni. Alfrcó Gislason. Karfan Stórleikur um helgina Á laugardaginn kl. 15.00 leika í íþróttaskemmunni á Akureyri, Þór og Fram í fyrstu deild í körfubolta. Fram féll í fyrra úr úrvalsdeildinni og hafa þeir á að skipa mjög sterku liði. Þórs- arar sem eru sterkir um þessar mundir hyggjast veita Frömm- urum hörkukeppni, og eru áhorfendur hvaltir til að fjöl- menna í Skemmuna og hvetja Þórsara til sigurs í þessum fyrsta heimaleik sínum á þessu keppnistímabili. Eins og áður segir hefst leikurinn kl. 15.00. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.