Dagur - 23.10.1980, Page 1

Dagur - 23.10.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudaginn 23. október 1980 75. tölublað „Menn eru nánast orð- lausir af undrun og reiði“ — segir Sverrir Leósson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri, í tilefni þess aðGunnlaugi Fr. Jóhannssyni varvikið úrflokksráði Sjálfstæðisflokksins. Sökin er sú að vera hlynntur Gunnari Thoroddsen og vinur Jóns G. Sólness! Valdabaráttan í Sjálfstæðis- flokknum teygir nú arma sína til Norðurlands á áþreifanlegan hátt. Kom það beriega í ljós á fundi kjördæmisráðs flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra um síðustu helgi, en þá var Gunn- laugi Fr. Jóhannssyni, sem verið hefur einn af lykilmönnum í Sjálfstæðisflokknum á Akureyri um 15 ára skeið, vikið úr flokksráði, sem er næst æðsta stofnun Sjálfstæðisflokksins, næst á eftir miðstjórn. Gunn- laugur mun hafa unnið sér það til saka, að vera hlynntur Gunn- ari Thoroddsen, varaformanni flokksins, og auk þess náinn vinur Jóns G. Sólness. „Ég er að sjálfsögðu mjög von- svikinn og lít á þetta sem vantraust, þó svo ég viti að annarlegar hvatir búi þarna að baki. Það hefur þó verið mér stuðningur, að mjög margir flokksmenn hafa haft sam- band við mig og lýst yfir furðu og megnri óánægju með þessa ráð- stöfun. Á þessari stundu get ég ekki tjáð mig um framhaldið, en ég mun endurskoða afstöðu mína til flokksstarfsins mjög gaumgæfi- lega“, sagði Gunnlaugur Fr. Jóhannsson í viðtali við Dag. Gunnlaugur átti sæti í stjórn fé- lags ungra Sjálfstæðismanna og síðustu átta árin hefur hann verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar, þar af 4 ár sem formaður. Síðustu 3 árin hefur hann verið fulltrúi í flokksráði, en vera hans þar fékk snöggan endi á kjördæmisfundin- um, eins og áðúr sagði. Gunnlaug- ur á enn sæti í stjórn Sjálfstæðis- félags Akureyrar og er í kjördæm- isráði. Dagur bar þetta mál undir Sverri Leósson, formann Sjálfstæðisfé- lagsins á Akureyri, og staðfesti hann, að Gunnlaugi hefði verið vikið úr flokksráði. Aðspurður um álit á þessu máli sagði Sverrir: „Það er mikil óánægja með þessa þröngsýnu ákvörðun kjördæmis- ráðs, sem virðist byggð á því einu, að Gunnlaugur er hlynntur vara- formanni flokksins. Ég harma þessa ákvörðun mjög, sem er í mínum huga óskiljanleg, ef metin eru störf Gunnlaugs í þágu flokks- ins um árabil. Ég hef heyrt margar óánægjuraddir og menn eru nánast orðlausir af undrun og reiði", sagði Sverrir Leósson. Bæjarráð fjallaði í síðusfu viku um tillögu sem stjórn Kaupfé- lags Eyfirðinga sendi bæjar- stjórn, en tillagan fjallar um stofnun sjóðs til athugunar á hugsanlegum möguleikum á ný- iðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu. Helgi Bergs bæjarstjóri var kjörinn fulltrúi bæjarins í við- ræðunefnd. Auk Akureyrarbæj- ar var tillagan send til sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu og verkalýðsfélaganna Iðju og Einingar. Tillagan sem Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri bar fram og stjórn K.E.A. samþykkti er svohljóðandi: Sverrir var spurður að því hvort hann teldi þessa ákvörðun geta dregið dilk á eftir sér: „Stórum steini hefur verið kastað og tíminn mun leiða það í ljós hversu stóra skriðu hann hrífur með sér áður en hann hafnar á „Stjórn K.E.A. samþykkir að beina því til Akureyrarkaupstaðar, sýslu- nefndar Eyjafjarðarsýslu og verka- lýðsfélaganna Einingar og Iðju að þessir aðilar, ásamt K.E.A. stofni sérstakan sjóð, er standi straum af kostnaði við athuganir á hugsan- legum tækifærum til nýiðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu." í greinargerð segir að það sé kunnara en frá þurfi að segja að ýmsar blikur séu nú á lofti í at- vinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins. Síðan segir orðrétt: Samdráttur er að verða í land- búnaðarframleiðslunni og ekki fyrirsjáanlegt, að aukning verði að nýju á því sviði á næstu árum. Aðal fiskstofnar við landið eru fullnýttir jafnsléttu. Það er mikil óánægja og þetta er eins langt frá því að vera skref til sátta í flokknum, eins og hugsast getur", sagði formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hugsanlegar afleiðingar. í bili og erfiðleikar steðja að á er- lendum sjávarafurðamörkuðum. Veruleg aukning í útgerð og vinnslu sjávarafurða er þvi tæpast í sjónmáli á næstunni, auk þess sem niðurlagningariðnaðurinn er í verulegri hættu. Ullar- og skinna- iðnaður á í erfiðleikum og ekki sjáanlegt að þar fjölerulega at- vinnutækifærum á næstunni. Hugsanlega er stefnt að stór- uppbyggingu orkuvera og iðnaðar í öðrum landsfjórðungum sem von- andi verður þeim landsfjórðungum og þjóðinni allri til góðs. en óæski- legt verður að teljast fyrir Eyja- fjarðarsvæðið, að þaðan sogist verulegt vinnuafl til slikrar stór- uppbyggingar í öðrum landsfjórð- Hús Skjaldborgar við Hafnarstræti. Stríðir ekki gegn skipulagi Talsverðar umræður spunnust út af lóðarumsókn prent- smiðjunnar Skjaldborgar í bæj- arstjórn s.l. þriðjudag. Skjald- borg hefur sótt um lóð norðan núverandi aðseturs fyrirtækisins við Hafnarstræti. Niðurstaða meirihluta bæjarst jórnar varð sú að ekkert væri því til fyrirstöðu að Skjaldborg fengi að byggja á lóðinni nr. 69 við Hafnarstræti — ekkert í skipulagi bæjarins mælti á móti því. Tryggvi Gíslason, formaður skipulagsnefndar, var því andvígur að veita lóð undir iðnrekstur á þessu svæði og i sama streng tók skipulagsstjóri Akureyrarbæjar. I atkvæðagreiðslu á umræddum bæjarstjórnarfundi greiddu allir bæjarfulltrúarnir, nema Tryggvi Gíslason og Sigurður Óli Brynjólfsson, atkvæði með því að Skjaldborg fengi lóðina. Sigurður Óli Brynjólfsson sat hjá. Það kom fram hjá Helga Guðmundssyni, talsmanns meiri- hluta þeirra sem sitja í skipulags- nefnd og vilja leyfa Skjaldborg að byggja, að eigendum Skjaldborgar yrði gert skylt að nota götuhæð hússins til verslunar eða hliðstæð - ar starfsemi. ungum. Eyjafjarðarsvæðið hlýtur að verða að stefna að jafnri og traustri framþróun. sem skapi vax- andi fjölda ungs fólks atvinnu- tækifæri á heimaslóðum. Því er lagt til, að stofnaður verði sjóður. er kosti sérfræðiathugun á hugsan- legum nýiðnaði fvrir Eyjafjarðar- svæðið. en síðan yrðu þá e.t.v. stofnuð undirbúningsfélög til þess að kanna nánar einstaka þætti. eða þá að framkvæntdaaðilar. einstak- lingar eða félög. tækju fyrir nýjar iðngreinar, sem álitlegar teldust. Sjóðurinn þyrfti væntanlega að hafa til ráðstöfunar verulegt fjár- rnagn, því gera verður ráð fvrir að 3-4 mannár sérfræðinga þurfti til (Framhald á bls. 6). 1 Sjóður til eflingar nýiðnaði Fréttabréf Enn eitt kaupfélag hefur bæst í hóp þeirra sem byrjað hafa út- gáfu fréttabréfa, og er það Kf. Langnesinga á Þórshöfn. Meðal efnis í bréfinu er frásögn af starf- semi Prjóna- og saumastofunnar Snældu hf. á Þórshöfn. Kaupfé- lagið á 25% hlutafjár, lagði til húsnæði fyrir starfsemina og þar starfa nú að jafnaði 10 konur sem framleiða fyrir um 8-10 millj. kr. á mánuði. Vinnustofusýning ArnarInga Öm Ingi opnar vinnustofusýn- ingu á laugardag að Klettagerði 6. Sýningin stendur til 9. nóv- ember og á henni eru 38 verk, unnin með olíu-, vatns- og þurr- pastellitum, auk teikninga og skúlptúra. Flest verkanna á sýn- ingunni voru á sýningu Arnar Inga í FÍM-salnum í Reykjavík í síðasta mánuði. Myndirnar eru allar til sölu, en auk þess verða seld póstkort og eftirprentanir af verki, sem er á sýningunni, og mun það nýmæli á Akureyri. Örn Ingi gat þess að boðskort yrðu engin send út, eins og venja hefur verið, en allir væru hins vegar velkomnir. Kabarett á föstudag Næstkomandi föstudagskvöld verður frumsýndur kabarett í Sjálfstæðishúsinu. Samtals koma um 20 manns fram í sýningunni að meðtalinni hljómsveit. Aðal- höfundur efnisins er Guðmundur Sæmundsson. Sýningin er fyrst og fremst hugsuð sem framlag til styrktar Leikfélagi Akureyrar, en allir þátttakendur gefa vinnu sína. Almennir stjórn- málafundir verða haldnir föstudaginn 24. október í Steinhólaskála kl. 13.30 og Skjólbrekku Mývatnssveit kl. 21.00. Alþingismennirnir Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason mæta á fundina. IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 232071

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.