Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 5
Valur Arnþórsson 3MOIM Utgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Verðbólgu- samningar? Heildarkjarasamningur milli ASÍ og VSI hefur nú verið undirritaður eftir nær tíu mánaða sam ingaþóf. Enn er þó eftir að semja við stóra hópa launþega. Þessi samninga- gerð var óvenju erfið og langsótt. Þess vegna er þeim mun meiri ástæða til að fagna því, að sam- komulag skuli hafa náðst, án verkfalla og verkbanna. Slíkri óár- an fylgja jafnan meiri erfiðieikar en þeir sem leysast. I' meginatriðum byggir samn- ingurinn á sáttatillögu sátta- nefndar og hann er merkilegur fyrir það, fyrst og fremst, að hann felur í sér nýskipan á launaflokk- um. Launaflokkar hafa verið sam- ræmdir og þeim hefur verið fækk- að verulega, eða niður í þrjátíu. Þetta er mjög mikilvægt skref og vonir standa til þess, að það verði mjög til einföldunar samninga- gerð í framtíðinni. Samkvæmt þessum samningi hækka laun að meðaltaii um 9-10 prósent. Mest er um vert að mesta hækkunin kemur á lægstu launin, en æði oft hefur viljað brenna við að þeir sem lægst hafa launin hafi orðið út undan þegar barist hefur verið um sérkröfkröfurnar. Það er því rétt stefna að semja fyrst um sérkröfur og síðan heildarkröf- urnar að því loknu. Vonandi er að þeir sem enn eiga eftir að semja sýni hófsemi í kröfum sínum og taki mið af þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir. Hætt er við því, að þeir samn- ingar sem nú hafa verið gerðir við opinbera starfsmenn og félaga í ASÍ, og þeir samningar sem eftir er að gera, vaidi aukinni verð- bólgu í landinu, eða a.m.k. geri það erfiðara að ná henni niður. Atvinnurekendur hafa bent á það margoft, að ekkert svigrúm sé til grunnkaupshækkana. Jón Helga- son, formaður Einingar á Akur- eyri, hefur tekið undir þetta og telur að hér séu verðbólgusamn- ingar á ferðinni. Miðað við að- stæður í þjóðfélaginu hefði verið betra að nota skattakerfið til jöfn- unar tekna og leiðréttingar fyrir þá lægstlaunuðu. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri á Húsavík, benti á það í viðtali við Dag, að þessir samningar leiddu aðeins til auk- innar verðbólgu, nema einhverjar ráðstafanir yrðu gerðar jafnframt. Því þyrfti að lækka aðra kostnað- arliði atvinnurekstrarins, en að öðrum kosti yrði að lækka gengið og viðhalda þar með snúningi verðbólguhjólsins. Sá kostnaðar- liður sem næstur er á eftir hrá- efniskostnaði og lau akostnaði hjá fiskverkunarfyrirtækjunum, er vaxtakostnaðurinn. Með lækkun vaxtanna væri e.t.v. að einhverju leyti hægt að koma til móts við þann kostnaðarauka, sem fram- leiðsluatvinnuvegirnir þurfa nú að kljást við vegna nýgerðra samn- inga. Eyjafjarðarsvæðið verð- ur að hef ja nýja sókn Kabarett í Sjálf stæðishúsinu Nauðsynlegf að Eyfirðingar haldi vöku sinni í siðustu viku greindi Dagur frá því að stjórn K.E.A. hefði sent bœjar- stjórn og fleiri aðilum tillögu um stofnun sjóðs til athugunar á hugs- anlegum möguleikum á nýiðnaði á Eyjafjarðarsvœðinu. Hafa Eyfirð- ingar ekki haldið vöku sinni sem skyldi og e.t.v. misst af einhverjum nýiðnaðartœkifœrum ? Eyfirðingar og þá sérstaklega Ak- ureyringar eiga sér gamla og gróna iðnaðarhefð og síst af öllu ber að lasta þá miklu iðnaðaruppbygg- ingu og framþróun, sem átt hefur sér stað hér á þessu svæði á síðustu árum og áratugum. Uppbygging í nýiðnaði hefur verið að ske og er að gerast og má í því sambandi t.d. minna á mikla uppbyggingu á veg- um Plasteinangrunar h/f, sem er sameignarfyrirtæki KEA og Sambandsins, en þar hefur á und- anförnum árum verið hafin fram- leiðsla á trollkúlum og netahringj- um, m.a. með útflutning í huga, og Plasteinangrun er nú að undirbúa framleiðslu á fiskikössum, auk þess sem framleiðsla á síldartunnum og ýmsu fleiru kemur þar til greina. Ég skal hins vegar ekki um það segja hvort Eyfirðingar hafa misst af einhverjum nýiðnaðartækifærum, en minna má á, að aðrir landshlut- ar hafa verið með í gangi athuganir á ákveðnum þáttum nýiðnaðar. Sunnlendingar hafa verið með sér- stakt könnunarfélag til athugunar á úrvinnsluiðnaði fyrir jarðefni, Skagfirðingar hafa verið að athuga um steinullarverksmiðju, Húsvík- ingar eru að athuga möguleika á pappírsverksmiðju í samvinnu við erlenda aðila og Austfirðingar virðast einhuga stefna að uppbyggingu orkuvera og stjóriðju í sínum landshluta. Hvað úr þess- um athugunum og áformum verð- ur getur að sjálfsögðu enginn sagt enn sem komið er, en um leið og ég óska þess mjög einlæglega að at- vinnuuppbygging verði sem öflug- ust og sem víðast í landinu tel ég nauðsynlegt, að Eyfirðingar haldi vöku sinni og að ekkert það mis- vægi skapist, sem sogi héðan fólk í verulegum mæli, eða geri ungu fólki ókleift að setjast hér að. Ýmsar iðngreinar eiga í erf iðleikum Það kom fram í greinargerð með tillögunni aðýmsar blikur séu á lofti í atvinnumálum Eyjafjarðarsvœðis- ins. Vildir þú útskýra þetía ögn nánar? Ég held að ónauðsynlegt sé að útskýra þetta mikið nánar en ég gerði í greinargerð minni með til- lögunni á sínum tíma. Þegar ég samdi greinargerðina og tillöguna var mér kunnugt um það, þótt það væri þá ekki orðið opinbert, að mjög kemur til álita að skóverk- smiðjunni Iðunni verði lokað vegna þess að verksmiðjan hefur engan rekstursgrundvöll og mér er einnig mjög vel kunnugt, að ýmsar iðngreinar aðrar hér í bæ berjast mjög í bökkunum. Það má minna á, að smjörlíkisgerðin Akra var flutt frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir skömmu síðan og það var af þeirri einföldu ástæðu, að verk- smiðjan þoldi ekki þann flutnings- kostnað á sínar framleiðsluvörur, sem fylgir því að framleiða hér norðanlands með hinsvegar aðal- markaðssvæðið við Faxaflóa. Það er alveg ljóst, að ýmiss neysluvöru- iðnaður hér í bæ á í erfiðleikum af þessum sömu ástæðum án þess að ég vilji nefna þar nokkur sérstök fyrirtæki. Að öðru leyti má nefna Valur Arnþórsson. það, sem flestum er kunnugt, að það eru talsverðir erfiðleikar í byggingariðnaði og reyndar sam- dráttur í byggingum, niðurlagning- ariðnaðurinn á í erfiðleikum og fleira mætti telja, sem ég sleppi að þessu sinni, enda vil ég út af fyrir sig alls ekki mála of dökka mynd af ástandinu. Ennþá er sem betur fer heilmikill þróttur á fjölmörgum sviðum hér um slóðir. Vaxtaokrinu veröur að linna Eins og fram kemur í greinar- gerðinni er ekki hœgl að treysta á hina hefðbundnu þœtti atvinnulifs- ins þ.e. sjávarútveg og landhúnað eða úrvinnslugreinar tengdar þess- um tveim greihum. Er það eitthvað öðru fremur sem þú telur að Eyfirð- ingar geti lagt áherslu á í náinni framtíð? Að sjálfsögðu verða sjávarút- vegur og landbúnaður áfram aðal homsteinar íslensks atvinnu- lífs og sú undirstaða, sem allt annað í raun og veru byggist á. Hins vegar verður að teljast hæpið, að sjávar- útvegur og landbúnaður geti skap- að þann mikla fjölda nýrra at- vinnutækifæra, sem þjóðin þarf á að halda á næstunni. Landbúnað- arframleiðslan var of mikil miðað við innlendan markað og markvisst hefur verið stefnt að samdrætti í framleiðslunni með opinberum aðgerðum. Sá samdráttur er reyndar e.t.v. orðinn of mikill, en ekki er við því að búast að land- búnaðarframleiðslan á næstu árum verði aftur jafn mikil sem hún var t.d. á árinu 1978. Fiskistofnarnir eru flestir fullnýttir í bili en við verðum þó að binda miklar vonir við verulega aflaaukningu eftir nokkur ár. Fjölmörg utanaðkom- andi atriði ráða því hinsvegar að hversu miklu leyti við getum aukið fjölbreytni í úrvinnslu á sjávarafla hér innanlands. Þar koma til greina t.d. tollamúrar erlendis. stórauknar fiskveiðar og sjávarafurðaútflutn- ingur annara þjóða, eins og t.d. Kanadamanna, þannig að það verður að teljast óvíst, hvort mikil fjölgun atvinnutækifæra verður á sviði sjávarútvegs og úrvinnslu sjávarafla. Það má hins vegaraldrei gleymast, að góð afkoma í undir- Það er föstudagskvöld, klukk- an er hálf ellefu og óvenju margir gestir í Sjálfstæðishús- inu miðað við að ekki er áliðnara. En þrátt fyrir þennan fjöida er algjör þögn. Síðan gellur við skellihlátur, lófa- klapp og fagnaöarlæti og sýn- ingin heldur áfram. Það er kabarett í Sjallanum og allir eru með á nótunum. Þessi eini dauði punktur í sýningunni um klukkan hálf ellefu lýsir e.t.v. betur en flest annað, hversu vel kabarettfólkinu hefur tekist að ná til áheyrenda. Með öðrum orðum tókst frum- sýningin á kabarett Leikfélags Akureyrar og Sjálfstæðishússins með ágætum. Sýningin var hröð og skemmtileg og búast má við að hún verði kraftmeiri í næstu skipti, þegar þjálfunin eykst. Sýningunni lauk með því að ruddamennið úr „Beðið eftir Godot“ söng „Let’s Twist again“ og skemmtilegur klukkutími var liðinn, sýningunni lokið. Sagt hefur verið að Ufið sé kabarett og lífið birtist í margvíslegum myndum. Þannig gæti kabarett- inn líka tekið breytingum í tímans rás og hann mætti að ósekju vera örlítið lengri, því áhorfendur virtust hreint ekki búnir að fá nóg. Ástæða er til að óska aðstand- endum kabarettsins til hamingju og vonandi verður afraksturinn blómlegt leikhúslíf á Akureyri eftir áramótin, eins og til var stofnað. Sem sagt, til hamingju Sunna, Þórey, Örn, Kjartan, Theódór, Alice og Jamaica og öll hin, sem ég man nú bara ekki nöfnin á, enda of langt upp að telja. Ekki má heldur gleyma öskukarlinum sem samdi megn- ið af textunum og tókst það bærilega, né Sigurði Sjallafor- stjóra, sem liðkaði til á allan hátt til að gera þetta mögulegt. Þar sem þetta á nú að heita eins konar leikhúsgagnrýni, ætti sam- kvæmt hefðinni að gefa því sem stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar er forsenda fyrir velgengni á öðrum sviðum. Þær blikur sem nú eru á lofti í atvinnumálum Eyfirðinga eru að sjálfsögðu einnig sjáanlegar annars staðar á landinu og í sama mæli og er það bein afleiðing þess mjög alvarlega ástands, sem skap- ast hefur í undirstöðu atvinnuveg- unum vegna óðaverðbólgu og kostnaðarhækkana langt umfram þann tekjuauka, sem hægt hefur verið að fá á erlendum mörkuðum. Það, sem skiptir Eyfirðinga að sjálfsögðu mestu máli nú, svo og þjóðina í heild, er að fótunum verði á ný komið undir útflutn- ingsatvinnuvegina, þannig að þar verði ekki stórfelldur samdráttur og jafnvel hrun. Hin fáránlega sjálfvirkni í víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags verður að hverfa, vaxtaokrinu verður að linna og fyrirtækin verða að fá tækifæri til eðlilegra fjármunamyndunar, þannig að þau geti notað eigið fjármagn til uppbyggingar en þurfi ekki að vera háð síauknu aðfengnu lánsfé á okurvöxtum, sem þau ráða ekki við að greiða. Akureyri verði 20-25 þús. manna bær á næstu tveim áratugum Ef ekkert verður að gert — má þá búast við að ungt fólk á Eyjafjarð- arsvœðinu verði að leita út fyrirþað í atvinnuleit? Já, því miður og ég tel alveg hiklaust, að Eyjafjarðarsvæðið verði að reyna að hefja nýja sókn og m.a. setja sér það markmið, að Akureyri verði á næstu tveim ára- tugum 20-25 þús. manna bær. Hér á svæðinu er mikil landbúnaðar- framleiðsla og mikill neysluvöru- iðnaður, sem tilfinnanlega þarf á stærri heimamarkaði að halda og þarf að losa sig undan klafa síaukins flutningskostnaðar á vör- um sínum til höfuðborgarsvæðisins miður fór að minnsta kosti jafn mikið rými og því sem vel tókst til, en ég sleppi því hér. Sýningin átti aldrei að verða neitt leiklist- arlegt afrek heldur átti hún að vera skemmtileg og það var hún. Einstaka gagnrýnisrödd heyrði ég þó varðandi hljómburðinn og væru vel þegnar úrbætur í því máli, ef einhverjar finnast. Svo er hér að lokum ein spurn- Atriði úr kubarettinum. Mynd G.S. ing til þeirra sem að sýningunni standa: Hvernig væri að láta t.d. Húsvíkinga og Ólafsfirðinga, svo einhverjir séu nefndir, njóta gamansins? Það eru áreiðanlega „öskukarlar" á þessum stöðum sem legu skensi um menn og málefni í þessum byggðarlögum. Hvernig væri að hugleiða þetta, Sunna? H.Sv. og annarra landsvæða, þannig að einnig fyrir landbúnaðarfram- leiðsluna og neysluvöruiðnaðinn er veruleg framþróun og uppbygging Akureyrar gífurlegt hagsmunamál. Eilt sinn var rœtt um að stofna álverksmiðju við Eyjafjörð og einnig hefur verið talað um stálbrœðslu á Hjalteyri. Hafa fleiri hugmyndir komið fram og telur þú að megi hrinda einhverriþeirra íframkvœmd að óbreyttum aðstœðum? — t.d. án aukinnar orkuöflunar á Norður- landi? Ég býst við, að athuganir á vegum nýiðnaðarsjóðs yrðu mjög víðtækar og á breiðum grundvelli, þannig að ég tel óþarft að ræða sérstaklega um álbræðslu, stól- bræðslu eða einhver önnur sérstök viðfangsefni á þessu stigi. Ég býst hinsvegar við því að allir geti verið sammála um, að mjög þýðingar- mikið sé fyrir Norðurland að hér í fjórðungnum verði byggð frekari orkuver, eins og t.d. Blönduvirkjun, Villinganesvirkjun og virkjun í Skjálfandafljóti, auk frekari gufu- virkjana. íslendingar eiga miklar orkulindir ónýttar og þær skila engum tekjum í þjóðarbúið, fyrr en þær hafa verið virkjaðar. Ýmsir hafa rætt um að selja orku til út- landa í gegnum neðansjávar- strengi, eða jafnvel I gegnum gerfi- hnetti, en ég tel eðlilegra að selja orkuna til útlanda í formi iðnaðar- vara, sem íslendingar hafi haft at- vinnu af að framleiða. Það því að koma til álita að koma á legg einhverjum orkusöluiðnaði og ég tel að þá skipti höfuðmáli, að Is- lendingar ráði sínum orkulindum og sínum atvinnufyrirtækjum. Kæmi þá m.a. vafalaust til greina, að ríkisvaldið, sveitarfélög og sam- vinnuhreyfingin tæki höndum saman um uppbyggingu orkusölu- iðnaðar, hvar svo sem hann yrði staðsettur á landinu. Nýiðnaðar- sjóður þarf hinsvegar að horfa til margra átta í leit sinni að nýiðnað- artækifærum fyrir Eyjafjarðar- svæðið. Plasteinangrun h/f er öflugt fyrirtæki og á eflaust framtíðina fyrir scr. Hér heldur starfsmaður fyrirtækisins á snjóotu sem það framleiðir. * .. um leið og ég óska þess mjög einlæglega að at- vinnuuppbygging verði sem öfiugust og sem víðast í landinu tel ég nauðsynlegt, að Eyfirðingar haldi vöku sinni og að ekkert það misvægi skapist, sem sogi héðan fólk í verulegum mæli, eða geri ungu fólki ókleift að setjast hér að. Olánið elti Þór Á laugardaginn léku í fyrstu deild í körfubolta Þór og Fram, en þau eru talin sterkustu lið deildarinnar og fastlega búist við því að annað hvort þeirra vinni sér rétt til að leika í úrvals- deildinni. Það fór eins og búist var við að um jafna baráttu var að ræða, og oft á tíðum leikinn mjög góður körfubolti. Þórs- arar náðu strax forustunni en á 12. mín. komst Fram yfir í fyrsta sinn í leiknum, en þá var staðan 24 stig gegn 23 Fram í vil. Þá náðu Þórsarar góðum leikkafla og í hálfleik höfðu þeir yfirhöndina, 40 gegn 32. Þórsurum gekk ekki eins vel að nýta tækifærin sín í síðari hálfleiknum og smám saman söxuðu Framarar á forskotið. Undir lok leiksins var spenn- ingurinn í hámarki og allt á suðupunkti bæði í leiknum og á áhorfendapöllunum. Þegar 10 sek. voru til leiksloka var Garry varð stigahæstur Þórsara. staðan 68 stig gegn 67 Fram í vil. Þá var gróflega brotið á Sigurgeiri Sveinssyni og hann fékk dæmd vítaskot og þrjár tilraunir til að gera tvær körf- ur og átti þá möguleika á því að gera út um leikinn. Sigur- geiri brást hins vegar bogalist- in í öllum sínum tilraunum og hitti aldrei körfuna, þrátt fyrir það að boltinn daxsaði á körfuhringnum. Ef Sigurgeir hefði hitt þó ekki hefði verið meira en einu sinni hefði orðið að framlengja leikinn, og það hefði orðið Þór í vil þar er bestu menn Fram voru komnir með fjórar villur og urðu því að fara með mikilli gát í framlengingunni ef ekki átti að vísa þeim af leikvelli. Það voru því óheppnir Þórs- arar sem yfirgáfu völlinn og héldu í baðið eftir leikinn, en þessi stigamunur er sá minnsti sem hægt er að tapa leik með í körfubolta. Garry var stigahæstur Þórs- ara með 29 stig og Jón Héð- insson kom næstur með 12 stig. Kaninn hjá Fram var stigahæstur hjá þeim með 21 stig og Símon Ólafsson var með 20. Þrátt fyrir þetta tap þurfa Þórsarar engu að kvíða því lið þeirra er mjög gott um þessar mundir. ÍSLANDSMÓTIÐ — ÖNNUR DEILD: TVötöp Lið Þórs í annarri deild í handbolta fór til Reykjavíkur um helgina og lék tvo leiki. við Ármann og Aftureidingu, eða sömu lið og KA lék við um daginn. Þórsarar máttu þola stórtap fyrir Ármanni á laugardaginn, 19 mörk gegn 12, eftir að staðan hafði verið 8-5 í hálfleik. Flest mörk Þórs í leiknum gerði Sig- tryggur 3 og 2 gerðu Siggi Sig., Einar Arason og Rúnar Steingrímsson, sem aftur hefur farið að leika með sín- um gömlu félögum. Ragnar Þorvaldsson átti stórleik í marki Þórs í þessum leik þrátt fyrir tapið, en hann varði 18 skot eða jafn mörg og ÓIi Ben. varði í lands- leiknum á móti Norðmönn- um á sunnudaginn. Síðari leikur Þórsara í ferð- inni var við Aftureldingu og aftur máttu þeir þola stórtap. Urslit leiksins urðu 31 mark gegn 20 eftir að staðan hafði verið 13-10 í hálfleik. Að sögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, þjálfara Þórs, byrjuðu Þórsarar vel á móti Aftureldingu og höfðu ávallt yfirhöndina þar til örfáar mín. voru eftir af fyrri hálfleik. Síðan fór allt í baklás og heimamenn skoruðu fullt af mörkum, og úrslitin urðu stór- sigur þeirra. Aðalsteinn segir að Þórsliðið vanti mjög samæfingu, en í lið- inu séu margir ungir hand- boltamenn sem ekki séu orðnir skólaðir í hinni erfiðu keppni deildarinnar. Flest mörk Þórs í þessum leik gerði Siggi Sig. 8, Árni Gunnars 4, og Sigurður Pálsson og Ólafur Jensson 2 hvor. Einar Magnús- son var markahæstur hjá Aft- ureldingu í þessum leik eins og venjulega. Sigurður varð markahæstur Þórsara Lið UMSE í blaki fór til Reykjavíkur um helgina og lék við fram um autt sæti í fyrstu deild á vetri komanda, þar er Völsungar sem unnu aðra deild í fyrra tilkvnntu Blaksambandinu nú fyrir skömmu að þeir treystu sér ekki til að vera með. UMSE féll úr fyrstu deild í fyrra, en Fram varð í öðru sæti ann- arrar deildar. Að sögn Halldórs Jónssonar Þjálfara UMSE var þessi leikur leikinn á föstudagskvöld, og Sóttu ekki gull í greip- ar Víkings ÞÓR:13 VÍKINGUR : 18 Á föstudagskvöldið léku í íþróttaskemmunni í fyrstu deild kvenna í handknattleik Þór og Víkingur. Lið Víkings var mun betri aðilinn og unnu Víkingsstúlk- umar öruggan sigur. f hálfleik var staðan 10 mörk gegn 4 Víkingi í vil. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 18-13 og Víkingssigur í höfn. Þrátt fyrir tap hjá Þórsstúlkunum unnu þær síðari hálfleikinn og var það svolítil sárabót. Þórunn var markahæst Þórsstúlkna með 7 mörk (5 v.) og Valdís var með 2. urðu Eyfirðingar að sætta sig við tap í leiknum 3-1. Halldór sagði að þetta hefði verið fyrsti leikurinn í keppnis- tímabilinu, og þar að leiðandi liðið ekki komið í þá samæfingu sem skyldi. UMSE tók síðan þátt í haustmóti Blaksam- bandsins á laugardaginn og sunnudaginn. I karlaflokki kepptu þar 12 lið og urðu Eyfirðingar í 5.sæti, og þar mörgum sætum á undan Fram. Halldór sagði að ef leik- urinn við Fram hefði verið leikinn á eftir haustmótinu, væri hann sannfærður um að UMSE hefði sigrað. UMSE leikur því í annarri deild í vetur ásamt fMA og KA. UMSE lék um auða sætið í fyrstu deild 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.