Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudaginn 28. október 1980 ■■■■■BBBBBBBMBBHBBBBB^H^BBBBBBBHBHBBHBHBBBBHBBBBBHBHHHBBBBBHBBBBHBBBBBBBBBBB Kjarasamningarnir undirritaðir í gær Verðbólguáhrif þeirra fara eftir ráðstöfunum hins opinbera Það var ís á tjörninni við Drottningarbrautina um síðustu helgi og þá notfærðu krakkarnir í innbænum sér það vel og dyggilega. Þessir tveir piltar t.d. höfðu farið í rannsóknarferð út í hólmann í tjöminni. Mynd: á.þ. Eftir nær tíu mánaða samningaþóf voru kjarasamningar milli ASl og VSÍ undirritaðir í gærkvöldi. Þeir byggja í meginatriðum á tillögu sáttanefndar og eru merkilegir að því leyti fyrst og fremst, að þeir fela í sér nýskipan í launaflokka. Launaflokkar eru samræmdir og verða nú 30 talsins, sem er mjög mikil einföldun frá því sem verið hefur. Samkvæmt þessum samningum hækka laun að meðaltali um 9-10 prósent og mest er hækkunin í lægstu flokkunum. Oddvitar samningamanna VSl telja, að ekki hafi verið samið um bætt lífskjör heldur aðeins aukna verðbólgu. Forsvarsmenn ASf benda hins vegar á, að náðst hafi fram veruleg láglaunahækkun og aukinn kaup- máttur. Hins vegar fari um áhrif þessara samninga að verulegu leyti eftir því til hvaða ráðstafana ríkið grípi. Vilja nota Systrasel sem hjúkrunarheimili — Verður að leita eftir f járstuðningi frá almenningi I kvöld klukkan 8.30 verður al- mennur félagsfundur í Verkalýðs- félaginu Einingu, þar sem afstaða verður tekin til samkomulagsins. Einnig munu fundarmenn ákveða hvort aflétta beri vinnustöðvun þeirri sem var ráðgerð á morgun. Ef það verður samþykkt verður það væntanlega tilkynnt í útvarpi í kvöld. Fundurinn verður á Hótel Varðborg. Jón Helgason, formaður Eining- ar, sagði í gær að félagslega hliðin á samningunum væri eflaust það merkastaK sem samningsdrögin bjóða upp á. í þvi sambandi nefndi Jón fæðingarorlof, en tók það jafnframt fram að hann væri ekki búinn að sjá drögin og vildi ekki ræða pakkann öllu frekar. „Ég tel nýju flokkaskipunina stóran áfanga, en sjálfsagt munu menn ekki vera á eitt sáttir um hann. Hins vegar tel ég að það verði þægilegra fyrir félögin að raða niður í launaflokka eftir þessu kerfi — í stað þess að vera með ótal sérsamninga. Hitt er svo aftur annað mál að ég hefði kosið að samningarnir hefðu farið í annan farveg. Ég held að þessar krónur hverfi fljótt út úr höndunum á okkur. Ég get því tekið undir það með Þorsteini Pálssyni að þetta eru verðbólgu- samningar. Þegar svo er komið að gengið er hreyft nánast við hverja hækkun launa hjá fiskvinnslunni þá er ekki von á góðu. Það hefur alltaf verið mín skoðun að það séu framleiðslugreinarnar sem geti raunverulega skammtað kaupið. Við núverandi aðstæður væri sem sagt betra að nota skattakerfið til jöfnunar, en að teygja sig svona“, sagði Jón Helgason að lokum. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði að þessir samn- ingar leiddu aðeins til aukinnar verðbólgu, nema einhverjar ráð- stafanir kæmu til. Fiskverkunar- fyrirtæki gætu ekki tekið á sig 9-10% kauphækkun að óbreyttum aðstæðum. Ef hins vegar væri hægt að lækka aðra kostnaðarliði, þyrftu þessir samningar ekki að valda áframhaldandi gengissigi. Tryggvi nefndi sem dæmi, að ef vextir yrðu lækkaðir um þriðjung, eða því sem næst, gætu fyrirtækin tekið á sig þessa hækkun. Þetta væri gróflega reiknað, en til skýringar gat hann þess, að fyrstu átta mánuði ársins hefði launakostnaður Fiskiðju- samlagsins numið um 500 milljón- um og vaxtagjöld um 160 milljón- um. Hann sagði að vextir og gengistap næmu nú jafn hárri eða hærri upphæð en allur annar al- mennur rekstrarkostnaður, fyrir utan hráefniskostnað og laun og launatengd gjöld. Tryggvi sagði, að þó að síðustu aðgerðir til lausnar vanda frysti- húsanna virtust ætla að hafa tilætl- aðuð áhrif, þ.e. að gera reksturinn hallalausan, þá væri staða fyrir- tækjanna enn mjög slæm. Þau væru með langan hala af lausaskuldum, sem ekki hefði þekkst hjá Fiskiðju- samlaginu í fjöldamörg ár. Þessum skuldum yrði að breyta 1 föst lán. Þegar á heildina væri litið færu áhrif þessarra samninga að veru- legu leyti eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnar til að draga úr verð- bólgáhrifum þeirra. Eins og Dagur greindi frá fyrir skömmu vantar tilfinnanlega húsnæði fyrir hjúkrunarsjúkl- inga á Eyjafjarðarsvæðinu. Nú bendir flest til að vandamál þetta verði leyst að nokkru leyti, en þeir aðilar sem málið snertir, hafa í hyggju að taka Systrasel, hús hjúkrunarkvenna við F.S.A., í notkun fyrir hjúkrunarsjúkl- inga. Eftir er að fá endanlegt svar heilbrigðisyfirvalda, en tal- ið að jákvætt svar muni fást fyrir fimmtudag. I Systraseli gætu 17 til 20 hjúkrunarsjúlkingar verið hverju sinni. I dag getur F.S.A. tekið á móti 17 hjúkrunarsjúkl- ingum. I Skjaldarvík og Elli- heimilinu Hlíð eru nú um 40 manns sem þurfa að komast á hjúkrunarheimili. Jón Kristinsson, forstöðumaður elliheimilanna Hlíðar og Skjaldar- víkur, sagði að viðkomandi aðilar hefðu haldið fund í síðustu viku. Á fundinum kom fram að mikill vilji er til að leysa vandamál hjúkrun- arsjúklinga og var yfirtaka Systra- sels nánast eini möguleikinn sem fundarmenn komu auga á. í fjár- hagsáætlun spítalans er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum vegna hjúkrunarsjúklinga á næstu árum. Jón sagði að það væri því ljóst að ef Systrasel yrði tekið fyrir hjúkrún- arsjúklinga þá yrði að leita til al- mennings um fjármagn. „Það gætu fengist 17 til 20 vist- pláss í Systraseli. Að sjálfsögðu myndi það leysa brýnasta vand- ann — og tvöfalda þá tölu rúma sem spítalinn getur boðið upp á í dag“, sagði Jón. „Að auki er þetta hús á spítalalóðinni og getur ekki verið hentugra hvað það snertir. Nú búa ekki nema 3 eða 4 hjúkrunarkonur í Systraseli svo ekki ætti það að vera vandamál að útvega þeim nýjan samastað". Jón lagði áherslu á að ef Systra- sel fengist, og hið opinbera aðstoð- aði við að gera húsnæðið hentugt, þá mætti sú aðstoð á engan hátt tefja fyrir þeim framkvæmdum (Framhald á bls. 7). Búa nú við meira öryggi Rafmagnsveitur ríkisins hafa í sumar unnið við endanlegan frá- gang á línu yfir Dranga milli Dalvikur og Ólafsfjarðar, jafn- framt því sem gerðar voru breyt- ingar vegna galla sem í ljós koihu á linunni í vctur. Þá hefur verið unnið að hækkun spennu á lín- unni frá Ólafsfirði til Skeiðsfoss úr 11.000 voltum í 19.000 volt og tvöfaldast flutningsgeta línunnar við það. Hefur m.a. verið sett upp spennistöð til bráðabirgða á vatnsbakkanum sunnan við elli- heimilið vegna þessa. Hefur ör- yggi í rafmagnsmálum Ólafsfirð- inga nú stóraukist. Auk ofan- greindra verka hefur eins og venjulega verið unnið við aukn- ingu og endurbætur á bæjarkerfinu. Samkomur í Zion Það hefir verið föst venja mörg undanfarin ár, að fyrri hluta vetrar hefir verið efnt til Kristni- boðs- og æskulýðsviku í Kristni- boðshúsinu Zíon. Að vikunni standa þau félög, sem starfa 1 Zion, þ.e.a.s. Kristniboðsfélag kvenna, Kristniboðsfélag karla og KFUM og KFUK. Samkom- urnar hefjast sunnudaginn 2. nóv. n.k. og verða síðan alla vikuna til sunnudagskvölds 9. nóv., en sá dagur er Kristniboðsdagurinn. Aðalræðumenn vikunnar verða þeir Benedikt Arnkelsson guð- fræðingur og Jónas Þórisson kristniboði. Einnig tala Sr. Pétur Þórarinsson á Hálsi 1 Fnjóskadal laugardagskvöldið 8. nóv. Á samkomunum verða m.a. sýndar myndir frá starfinu í Eþíópíu og sagt verður frá starfinu þar og í Kenýa. Ungt fólk, sér um söng og hljóðfæraslátt og auk þess verður mikill almennur söngur. Allir eru velkomnir á samkomur þessar, sem hefjast kl. 8.30 öll kvöldin. Sauðf járslátrun á Sauðárkróki Almenn haustslátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þ. 16. september og lauk þ. 17. október s.l. Alls var slátrað 51.082 kind- um, 48.167 dilkum og 2.915 full- orðnum kindum. Áður hafði ver- ið slátrað þ. 3. september 1.044 lömbum af öskufallssvæðunum í framanverðu héraðinu. Var því alls slátrað 52.126 kindum. Meðalþungi dilka í aðalslátrun varð 14,261 kg en sé sumarslátrun tekin með 14,236 kg. Meðal- þunginn í aðalslátrun er því 1,666 kg hærri en‘1979. Haustið 1979 var alls slátrað 65.637 kindum, þannig að slátur- fjárfjöldinn hefur dregist saman um rúm 20% — Vegna þess, að meðalþungi sláturfjár er nú mun meiri, hefur heildarkjötmagnið því einnig dregist saman um 13,7%, þar af tæp 7% á dilkakjöt- inu. Heildarkjötmagn nemur nú tæpum 780 tonnum á móti rúm- um 903 tonnum 1979. IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 232071

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.