Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 8
Björn J. Arnviðarson og Áskell Þórisson í stúdióinu við Norðurgötu. Mynd: H.Sv. Vikulokin frá Akureyri Á laugardaginn í síðustu viku var þátturinn í vikulokin í fyrsta sinn sendur út samtímis frá Akureyri og Reykjavík. Stjórnendur þátt- arins eru fjórir — tveir á Akureyri og tveir í Reykjavík. Á Akureyri halda þeir Áskell Þórisson og Bjöm J. Arnviðarson um stjórn- völinn, en þau Ásdís Skúladóttir og ÓIi H. Þórðarson eru syðra. Þetta eru nokkur tímamót í norð- lenskri útvarpssögu, því þátturinn er fyrsti fasti þátturinn sem alltaf er sendur út samtímis frá Reykjavík og Akureyri. Kostnaður við að fjar- lægja Hólm um 20 millj. Fóstrur segja upp störfum Fóstrur á Akureyri hafa sent kjaranefnd S.T.A.K. og bæjar- yfirvöldum bréf þess efnis að frá og með 1. nóvember n.k. muni þær segja upp störfum, nái sér- kröfur þeirra í kjarasamningum Akureyrar ekki fram að ganga, þar sem þær leggja aðaláherslu á: 1. Kröfur um launaflokks- hækkanir. 2. Aukin undir- búningstíma fyrir starfssemi dagvistarheimilanna. I fréttabréfi frá fóstrum á Akur- eyri segir: Inntökuskilyrði í Fósturskóla ís- lands eru stúdentspróf eða hliðstæð menntun. Námstími er þrjú ár og eru byrjunarlaun fóstru 10. lfl. í Reykjavík en 11. lfl. á Akureyri. Byrjunarlaun kennara er 13. lfl. eftir jafnlangan námstíma. Fóstran undirbýr og semur starfsáætlanir fyrir hvern dag, viku eða mánuð og jafnvel í stórum dráttum fyrir allt árið. Hún þarf að fylgjast með hverju einstöku barni, líðan þess, þroska og framförum. Á grundvelli atferl- isathugana getur fóstran í samráði við foreldrana og starfsfólk endur- bætt uppeldisstarfið. Einnig þarf oft að leita ráðgjafar sálfræðings og talkennara og halda með þeim fundi. Þetta starf krefst bæði tíma og undirbúnings. Vegna skorts á fóstrum verður fóstran að leiðbeina og þjálfa aðstoðarfólk. Hún verður að geta gefið sér tíma til þess að miðla aðstoðarfólki sínu af mennt- un sinni og reynslu á skilmerkileg- an og skipulegan hátt. Dagvistarheimili eiga ekki að vera geymslur fyrir börn eða gæslustofnanir, heldur vandaðar uppeldisstofnanir, þar sem hinum margvíslegu þroskaþörfum barna er fullnægt af nærfærni, skilningi og þekkingu. Það er ekki nóg að byggja vönd- uð hús, sem fullnægja öllum skil- yrðum um fermetrafjölda, innri gerð og útivistarsvæði. Þau verða ekki að uppeldisstörfunum við það eitt að heita dagheimili eða leikskóli. Dagvistarheimili verður fyrst að uppeldisstofnun ef viðeigandi út- búnaður er fyrir hendi, næg og þroskandi leikföng og menntað starfslið, sem hefur tíma og getu til þess að nýta þessar aðstæður 1 frjóu, uppeldislegu starfi, því lengi býr að fyrstu gerð. Jóhannes endurkjörinn Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðar var haldinn á laug- ardag. Jóhannes Sigvaldason var endurkjörinn formaður félagsins, Þóra Hjaltadóttir rit- ari, Guðmundur Gunnarsson gjaldkeri og meðstjórnendur Sigrún Höskuldsdóttir og Jón Arnþórsson. Jóhann Karl Sigurðsson, sem var gjaldkeri félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og kom Jón Arn- þórsson nýr inn í stjórn í hans stað. Þá voru kjörnir 17 fulltrúar á kjördæmisþing, sem verður haldið á Húsavík dagana 8.-9. nóvember n.k. Jóhannes Sigvaldason flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram, að starfsemi félagsins var með miklum blóma síðasta starfsár. Nefndi hann þar m.a. opið hús vikulega yfir vetrarmánuðina, sér- staka fundi um bæjarmálefni, árs- hátíð og þorrablót. Alþingismennirnir Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjamason mættu á fundinum og ræddu þjóðmálin vítt og breytt og Á laugardaginn héldum við svo kallaðan slægjufund. Það er gömul siðvenja í Mývatnssveit að halda slægjufund á fyrsta vetrardag. Fyrsta fundinn, sem haldinn var fyrir aldamót, má rekja til Jóns Stefánssonar, bónda á Litlu-Strönd, sem betur var þekktur undir nafninu Þor- gils gjallandi. Þetta var nokkurskonar uppskeruhátíð bænda, sem hefur þróast 1 fjölskylduskemmtun. Við komum saman um miðjan dag, 1 samkomuhúsinu og hver og einn urðu allmiklar umræður um þau mál. Fundarstjóri á aðalfundinum var Sigurður Óli Brynjólfsson. hefur með sér meðlæti. Sýnd eru heimatilbúin skemmtiatriði og stiginn dans með yngri kynslóðinni. Síðan er hlé og um kvöldið er dansleikur fyrir þá sem eldri eru. Nú var mjög fjölmennt og það var mál manna að samkoman hefði tekist mjög vel. Einn af föstum lið- um samkomunnar er svokölluð Slægjuræða. Að þessu sinni flutti ræðuna Guðrún Jakobsdóttir, hús- móðir í Reykjahlíð. Ég held að mér sé óhætt að segja að ræða Guðrún- ar hafi vakið almenna athygli, en í henni rakti Guðrún m.a. afkomu og árferði og kom víða við. J.I. Slægjufundur Mývatnssveit 27. október Nokkrír fundargesta á aðalfundinum. Mynd: H.Sv. Tvö og hálft ár er nú liðið frá strandi færeyska flutningaskips- ins Hólms á Ósbrekkusandi. Fyrir u.þ.b. einu ári varð ljóst að tryggingafélag skipsins myndi ekki leggja i kostnað við að fjarlægja skipað af sandinum, þar sem ábyrgð þess takmarkast samkvæmt lögum við ákveðna upphæð. f þessu tilviki nam upphæðin um kr. 10,0 millj. en talið var að kostnaður við að fjarlægja skipið yrði meiri. Bæjarstjóm stóð því frammi fyrir því í fyrsta lagi að semja við danska tryggingafélagið um greiðslu bóta er rynnu til bæjarsjóðs, í öðru lagi að láta fjarlægja skipið á kostnað félagsins og verða síðan að inn- heimta kostnaðinn með málaferl- um sem sennilega hefði þurft að reka í Færeyjum eða Danmörku. Aldrei hefði tryggingafélagið þó þurft að greiða nema sem nam ábyrgðarupphæðinni. I þriðja lagi að var hægt að láta málið kyrrt liggja. Ákveðið var að semja við tryggingafélagið um greiðslu bóta til bæjarsjóðs og greiddi félagið um kr. 8,0 millj. til bæjarsjóðs. Það fjármagn hefur verið notað til al- menns reksturs bæjarsjóðs. Bæjarstjóm hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvort fjar- lægja skuli skipið allt eða að hluta eða hvort ekkert skuli gert. Spum- ingin er nú hvort verja eigi ein- hverjum milljónum úr bæjarsjóði til verksins eða hvort þau óþægindi og lýti sem af skipinu eru séu ekki meiri en svo að það réttlæti ekki að eyða til þess svo miklu fjármagni. Hafi kostað um 10-12 millj. að fjarlægja skipið fyrir einu ári síðan má búast við að það kosti um kr. 16-19 millj. nú. Færeyska flutningaskipið skömmu eftir að það strandaði í janúar 1979. Það er nú mjög illa farið og til lítillar prýði. Mynd: Ármann. \ : !Í1 J± O Gleymdi konunni Þær fregnir berast af Vest- fjörðum að fyrir skömmu hafi „þarlendur“ maður verið á ferð í bíl sínum og við hlíð mannsins sat eiginkona hans. Þau komu að hliði og konan fór út og opnaði svo bíllinn gæti ekið áfram. Og það gerði hann svo sannar- lega. Ökumaðurinn gleymdi konunni og ók áfram á annan klukkutíma. Þá varð á vegi hans annað hlið ... og engin kona í bílnum til að opna það. Við höfum engar spurnir haft af endurfundi þeirra hjóna. § Þak og gólf í samningum vinnuveitenda og launþega hefur myndast nýtt tungumál, sem almenn- ingur á bágt með að skilja. Við heyrum í fjölmiðlum rætt um þak og gólf og fleira í þeim dúr. Stundum segja menn „vísitöluþak" ef þeir vilja vera hátíðlegir. Nú hefur okkur dottið í hug hvort ekki sé rétt að samningsaðilar framtíðarinnar ræði um glugga á samningum, hurðir, sperrur og kjallara. Væri tii dæmis sagt að gluggi sé á samningunum væri átt við að ekki sé farið að ræðasérkröf- ur. En ef komnar væru sperr- ur á samningana ættu fjöl- miðlar við að undirbúnings- viðræður hefðu átt sér stað og að sáttasemjari hefði boðað til nýs fundar. Ef það kæmi fram að samningavið- ræður væru komnar niður í kjallara væri átt við að nú væri allt komið í baklás og verkföll framundan. O Engin beðið um heimilis- fang Fyrir nokkru sagði Smátt og stórt frá ungum Pólverja sem vildi komast í kynni við ís- lenska stúlku með hjóna- band fyrir augum. Enn hefur engin stúlka komið á ritstjórn Dags og beðið um heimilis- fang Pólverjans. o Minni loðnukvóti Ákveðið hefur verfð að minnka loðnukvóta (slend- inga um 30 af hundraði því komið hefur í Ijós að hrygn- ingarstofn loðnunnar er minni en áætlað var. Leyfileg veiði íslenskra skipa verður 440 þúsund lestir í stað 660 þúsund lesta. Þessi ákvörð- un mun vafalaust koma illa við marga útgerðarmenn, en islendingar verða að taka á sig töluverðar birgðar ef þeim sem landið erfa á ekki að vegna illa. Framsóknarféiag Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.