Dagur - 28.10.1980, Blaðsíða 7
Virkjunin í Bjarn-
arflagi gangsett
Fyrir helgina var gufuafisvirkj-
un Laxárvirkjunar í Bjarnar-
flagi gagnsett til reynslu, en hún
hefur ekki verið starfrækt s.l. tvö
ár.
Að sögn Knúts Otterstedts, raf-
veitustjóra, gekk gangsetningin vel
og er nú unnið að ýmsum stilling-
aratriðum. Menn gera sér vonir um
að orkuframleiðslan verði 3 mega-
wött, eins og vélar virkjunarinnar
eru gerðar fyrir, þegar nýja holan
verður tekin í gagnið, sem jarðbor-
inn Jötunn er nú að bora. Jötunn
var áður við Kröfluvirkjun.
Vildarkjör á
Hótel Esju
Enn á ný býður Hótel Esja fólki
af landsbyggðinni „Vildarkjör
aö vetri til. “ Undanfarin ár hafa
verið boðin sérstök kjör í sam-
vinnu við Flugleiðir, þegar flog-
ið hefur verið til Reykjavíkur og
gist um helgi. Boð þetta mun
standa áfram í vetur en verða nú
jafnframt boðin sérstök kjör til
þeirra, sem dvelja á Esju virka
daga í viðskiptaerindum, minnst
í 3 daga. Fyrir þessa gesti er
boðið upp á: „ Viðskiptadvöl á
Hótel Esju. “ Þetta kemur fram í
frétt frá Hótel Esju og þá segir
ennfremur:
Hópferðir til Reykjavíkur:
„Við munum nú sérhæfa okkur í
móttöku og þjónustu við smáa
hópa og stóra. Við munum skipu-
leggja leikhúsferðir og kynnisferðir
um Reykjavík, með sérhæfðum
leiðsögumönnum. Jafnframt mun-
um við útvega kynningu og kennslu
í meðferð á snyrtivörum og blóma-
skreytingum, eða hverja aðra að-
stoð sem við getum veitt gestum
okkar. Ennfremur bjóðum við að-
stöðu hjá Heilsuræktinni í Glæsibæ
þar sem er fullkomin aðstaða til
heitra baða og ljósa.
f Skálafelli verða tískusýningar
alla fimmtudaga, eins og undan-
farin þrjú ár. Þar er jafnframt leikin
hljómlist um helgar og iðulega
skemmtikraftar.
í Esjubergi bjóðum við fjöl-
breyttar veitingar, en þar er leikin
hljómlist um helgar fyrir matar-
gesti. Eins og s.l. vetur munum við
bjóða rétti frá ýmsum þjóðlöndum,
samkvæmt nánari auglýsingum og í
desember mánuði verður á boð-
stólum okkar rómaða „Jólaglögg."
Sameiginlegar máltíðir og „köld
borð“ munum við skipuleggja
samkvæmt óskum gesta okkar.
Vinsamlega hafið samband við
bókunardeild hótelsins, þar sem
allar nánari upplýsingar verða
veittar.
Munið Hótel Esja er „heimili
þeirra er Reykjavík gista“.“
— Vilja nota ...
(Framhald af bls. 1).
sem eiga sér nú stað við sjúkrahús-
ið. „Hugmyndir okkar eru að þetta
verði í upphafi í svipuðu formi og í
Kópavogi, þ.e. að það væri hópur
áhugamanna sem kæmi þessu af
stað, en síðar er augljóst að rekst-
urinn verður að vera á hendi hins
opinbera", sagði Jón. „Við getum
hjálpað til og flýtt fyrir að þetta
verði að raunveruleika".
Það er erfitt að giska á hve mikið
það kostaði að gera nauðsynlegar
breytingar í Systraseli, en Jón taldi
að það yrði vart undir 200 milijón-
um króna. Þá er gert ráð fyrir
nauðsynlegum tækjum, sem eru
ákaflega dýr.
f undirbúningsnefnd, sem kemur
saman n.k. fimmtudag, eiga sæti:
Jón Kristinsson, Ásgeir Höskulds-
son, Ólafur Sigurðsson, Ólafur
Oddsson og Hulda Baldursdóttir.
Toppurinn ídag
Aston
Villa
Villa fan club branch of Akureyri
Miðar á 50 ára
afmælisfagnað
Félags verslunar og skrifstofufólks verða seldir á
skrifstofu félagsins að Brekkugötu 4, á þriðju-
miðviku- og fimmtudag kl. 18-19.
Skemmtinefndin.
J.M.J. húsið Akureyri
Til leigu er ca 40 ferm. herbergi á annarri hæð í
húsinu tilvalið fyrir skrifstofu eða eitthvað slíkt.
Auövelt að hólfa í 2 herbergi, ef með þarf. Uppl.
gefur Jón M. Jónsson.
símar 23599 og 24453.
Iðnaðarráðunautur
Fjórðungssamband Norðlendinga óskar eftir að
ráða í starf iðnaðarráðunauts. Áskilinn er rekstrar-
eða tæknimenntun á háskóla ellegar tækniskóla-
stigi. Verkefni iðnaðarráðunauts verður að vinna
að eflingu iðnaðar í fjórðungnum í samstarfi við
stofnanir iðnaðarins og þróunarstofnanir.
Upplýsingar um starfið veita Áskell Einarsson,
framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend-
inga síma 96-31614 og Hörður Jónsson fram-
kvæmdastjóri Iðntæknistofnunar (slands, sími
91-42411.
Umsóknir sendist skriflega Fjórðungssambandi
Norðlendinga, Glerárgötu 24, Akureyri fyrir 1. des-
ember 1980.
Laust starf
Starfsmaður óskast við sundlaug Akureyrar (sum-
arstarf) og Skíðastaði (vetrarstarf) frá næstu ára-
mótum eð telja.
Uppl. um starfið eru veittar á skrifstofu íþróttaráðs
sími 22722.
Skriflegar umsóknir óskast sendar undirrituðum
fyrir 10. nóv. n.k.
Bæjarstjórinn.
Hrossasmölun
í Glæsibæjarhreppi fer fram laugardaginn 1.
nóvember. Hrossin verða komin í Þórustaðarétt kl.
1 e.h.
Fjallskilastjóri.
BSlHHálBtsllHlBBHHHEHSHBSHHSlHKillHJSHHislHBIilBIálHHSIslSEIslSB
Jólin nálgast
Hef
fyrirliggjandi hin eftirspurðu laufa-
brauðsjárn 'og kleinujárn úr kopar. Sendi í
póstkröfu.
Björn Jensen
rennismiður
Sunnuvegi 5, Selfossi sími 99-1730
H
H
H
H
H
B
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
HHBHHBHHHHHHHHBHHHHBHHHBHHBHHHHHBHHHHHHHBH
Búðarfundir
verða í kvöld, þriðjudag 28/10 í kjörbúð-
inni Hlíðargötu 11. Miðvikudag 29/10 í
kjörbúðinni Grænumýri 9. Fimmtudag
30/10 í kjörbúðinni Brekkugötu 1.
Fundirnir hefjast kl. 6.30
Matvörudeild K.E.A.
DAGUR.7