Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Nýiðnaðartækifæri — orkusöluiðnaður Nýlega sendi stjórn Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri bæjarstjórn Akureyrar, sýslunefnd Eyjafjarð- arsýslu og verkalýðsfélögum til- lögu, þar sem því var beint til þessara aðila að þeir ásamt KEA stofni sérstakan sjóð til að stuðla að eflingu nýiðnaðar við Eyjafjörð. í viðtali sem Dagur átti við Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra, sem var flutningsmaður tillög- unnar, segir hann m.a. að ýmsar blikur séu nú á lofti í atvinnumál- um Eyjafjarðarsvæðisins, þó enn- þá sé heilmikill þróttur í fjölmörg- um þáttum atvinnulífsins. Sjávar- útvegur og landbúnaður verði að sjálfsögðu áfram aðal hyrningar- steinar íslensks atvinnulífs og sú undirstaða sem allt annað byggist á. Hins vegar sé hæpið að ætla þessum tveimur greinum að skapa þann mikla fjölda nýrra at- vinnutækifæra, sem þjóðin þurfi á að halda á næstunni. Síðan segir Valur Arnþórsson m.a.: Ég býst við, að athuganir á veg- um nýiðnaðarsjóðs yrðu mjög víðtækar og á breiðum grundvelli, þannig að ég tel óþarft að ræða sérstaklega um álbræðslu, stál- bræðslu eða einhver önnur sér- stök viðfangsefni á þessu stigi. Ég býst hinsvegar við því að ailir geti verið sammála um, að mjög þýð- ingarmikið sé fyrir Norðurland að hér í fjórðungnum verði byggð fleiri orkuver, eins og t.d. Blöndu- virkjun, Villinganesvirkjun og virkjun í Skjálfandafljóti, auk fleiri gufuvirkjana. íslendingar eiga miklar orkulindir ónýttar og þær skila engum tekjum í þjóðarbúið, fyrr en þær hafa verið virkjaðar. Ýmsir hafa rætt um að selja orku til útlanda í gegnum neðansjávar- strengi, eða jafnvel í gegnum gerfihnetti, en ég tel eðlilegra að selja orkuna til útlanda í formi iðnaðarvara, sem Islendingar hafi haft atvinnu af að framleiða. Það hlýtur því að koma til álita að koma á legg einhverjum orkusöluiðnaði og ég tel að þá skipti höfuðmáli, að íslendingar ráði sínum orku- lindum og sínum atvinnufyrir- tækjum. Kæmi þá m.a. vafaiaust til greina, að ríkisvaldið, sveitar- félög og samvinnuhreyfingin tæki höndum saman um uppbyggingu orkusöluiðnaðar, hvar svo sem hann yrði staðsettur á landinu. Nýiðnaðarsjóður þarf hinsvegar að horfa til margra átta í leit sinni að nýiðnaðartækifærum fyrir Eyjafjarðarsvæðið. þeirra og svala þekkingarþorsta þeirra, og það á að efla sjálfs- virðingu þeirra og hæfni í lífs- baráttunni. Þar að auki ætti skólavistin sjálf að veita nokkra félagslega þjálfun. Ég vona, að flestir geti orðið sammála um, að skólanum hafi tekist að koma öllum þorra nem- enda sinna til öllu meiri þekking- ar og þroska en þeir hefðu náð, ef skólinn hefði ekki verið til. Jafn- vel kann það að vera mál sumra, að allvel hafi til tekist um starf hans. Vitanlega hafa skipst á skin og skúrir á starfstíma hans eins og gengur. Ef ég ætti að nefna stærstu sigrana í starfssögu skól- ans, yrði mér fyrst fyrir að telja það, að hann skyldi lifa af þreng- ingaárin 1934-1936, í öðru lagi byggingu skólahússins og síðar tvær stækkanir þess, í þriðja lagi sigur og sættir í rettindabarátt- unni vegna miðskóladeildar Menntaskólans 1952 og á síðustu árunum tvo góða sigra: braut- skráningu fyrstu sjúkraliðanna með fullurn starfsréttindum í samstarfi við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri 1979 og fyrstu nemendanna með almennu verslunarprófi vorið I978 og verslunarprófi hinu meira 1979. Verslunarmenntunarmálið hafði raunar verið baráttumál hérárum saman, og því var þessi sigur enn sætari en ella. Góðir sigrar vinnast sjaldnast baráttulaust. Það kostaði baráttu að setja Gagnfræðaskóla Akur- eyrar á stofn, það kostaði baráttu að halda í honunt lífinu á mestu erfiðleikatímunum, og það kost- aði baráttu að verja rétt hans og virðingu stundum. Ekki skal sú barátta talin eftir nú, en sú von látin í ljós, að hún hafi ekki verið til lítils eða einskis háð. Enn fremur vona ég, að það kosti ekki hatramma baráttu að gæta unn- inna sigra. Ég vona, að skólinn geti um sinn setið á friðarstóli og rækt starf sitt og menningarþjón- ustu við alþýðu manna í bæ og byggð í næði, áfallalaust og í sátt við samferðamenn. Ungur skóli en þó rótgróinn Hálfrar aldar ævi skólastofn- unar telst ef til vill ekki löng, því að henni er fremur jafnað við þjóðarævi en mannsævi. Menn koma og fara, kennarar og nem- endur, og hljóta að lúta lögmáli öldunnar, sem hefst og hnígur, fellur að og fjarar út, en stofnunin stendur sem klettur á ströndinni, — breytir að vísu stundum um svip og snið eftir lamstri veðra og sjávarlagi. Því telst skólinn enn á ungum aldri, þótt hann sé fyrir löngu orðinn rótgróin stofnun, snar þáttur bæjarlífsins, og við vonum öll, að hann eigi langa ævi fyrir höndum til farsældar fyrir marga. Hófleg íhaldssemi á gamlar venjur og fastheldni á fornar dygðir er góð og nauðsynleg, en þó verður að gæta þess, að elli- blær og forneskjusvipur færist aldrei yfir þénnan skóla. Síungur skal hann sinna kalli hverrar samtíðar til nauðsynlegrar þjón- ustu við hið iðandi þjóðlíf í land- inu. Þess óska ég honum á þess- um límamótum, að hann rcynist alltaf trúr þeim hugsjónum, sem urðu til þess, að hann komst á Iegg, en ræki jafnframt með heiðri nýjar skyldur og ný hlut- verk, sem hver kynslóð ætlar honum. Gagnfræðaskóli Akureyrar 50 ára Síungur skal hann sinna kalli hverrar samtíðar — Úr ræðu Sverris Pálssonar, skólastjóra, er hann flutti í sal skólans 1. nóvember sl. Gagnfræðaskóli Akureyrar var stofnaður með lögum nr. 48 hinn 19. maí 1930 og var settur í fyrsta sinn hinn 1. nóvember sama ár. Fyrsti skólastjóri var Sigfús Hall- dórs, sem gagngert hafði flutt frá Vesturheimi fyrir hvatningu Jónasar frá Hriflu til að taka við þess- um starfa. Jónas Jónsson var kennslumálaráðherra á árunum kringum 1930 og hann lét sér mjög annt um alþýðufræðslu og alþýðu- menningu í landinu. Hann hafði gengist fyrir stofnun nokkurra alþýðuskóla í sveitum, en nú þótti honum röðin komin að æskufólki kaupstaðanna. Frumvarpið um stofnun G.A. var flutt að hans frumkvæði en flutningsmenn voru Erling- ur Friðjónsson, þingmaður Akureyrar, og Ingvar Pálmason, þingmaður Sunnmýlinga og afi núver- andi menntamálaráðherra. Ýmsir voru andvígir skól- anum í upphafi og var reynt að telja fólki trú um að hinn nýi skóli væri „tossaskóli,“ en hinn skólinn, sem fyrir var í bænum væri „heldri- barnaskóli.“ Hér fara á eftir nokkrir punktar út ræðu Sverris Pálssonar, skóla- stjóra, sem hann hélt á hátíðar- fundi skólanum sl. laugardag. Meðal þeirra sem stóðu í fylk- ingarbrjósti í sókninni til meiri alþýðumenntunar og almennari skólagöngu en tíðkast hafði fram á þessa öld, var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann var óþreytandi að vinna þessu hugsjónamáli sínu fylgi með öllum hugsanlegum ráðum. Fyrst i stað beitti hann hinum skæðu vopnum sínum, tungu og penna, en þegar hann komst á þing og í stól kennslu- málaráðherra, lét hann hendur standa fram úr ermum, svo að um munaði. Hann gekkst fyrir stofn- un nokkurra alþýðu- og héraðs- skóla í sveitum á þriðja áratug aldarinnar, og síðan þótti honum röðin komin að æskufólki kaup- staðanna. Samkvæmt lögunum var Gagnfræðaskóli Akureyrar stofnaður. Bæjarstjórn Akureyrar kaus fjóra menn í skólanefnd, þá Axel Kristjánsson, kaupmann. Sverrir Pálsson. Brynjólf Sveinsson, kennara, Jón Steingrímsson. fógetafulltrúa, og Tómas Björnsson, kaupmann. Jón fluttist frá Akureyri fljótlega, og kom þá Snorri Sigfússon, skólastjóri, í skólanefndina í hans stað. Kennslumálaráðherra skip- aði hins vegar formann nefndar- innar, og í þá stöðu valdist Þor- steinn M. Jónsson, kennari og bóksali, fyrrum skólastjóri á Borgarfirði eystra og þingmaður Norðmýlinga. Skipun Þorsteins var eingin tilviljun, því að þeir Jónas voru aldavinir og höfðu verið bekkjarbræður í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, áður Möðruvallaskóla, 1903-1905. Eitthvert fyrsta verk skóla- nefndarinnar var að semja við Iðnaðarmannafélag Akureyrar um afnot af húsnæði Iðnskólans í Lundargötu 12 Gagnfræðaskól- anum til handa, ráða Jóhann Frímanns, skólastjóra Iðnskól- ans, sem fastakennara og mæla með Sigfúsi Halldórs frá Höfn- um, fjölmenntuðum Vestur-fs- lendingi, í stöðu skólastjóra. Sig- fús hlaut skipun í stöðuna skömmu síðar. Jafnframt voru ráðnir stundakennarar að skól- anum, þau Hermann Stefánsson, Konráð Vilhjálmsson, Steindór Steindórsson, Vigfús Jónsson og Þorbjörg Halldórs frá Höfnum. Skólasetningardagurinn var ákveðinn 1. nóvember 1930, og þann dag tók skólinn formlega til starfa. Skráðir nemendur voru 46 og skiptust í tvær deildir 1. bekkjar. að skólinn átti brátt mjög mót- drægt. Það var furðu-almenn skoðun málsmetandi manna á þessum tíma, að skólaganga al- múgafólks, a.m.k. eftir barna- fræðsluna, væri algerlega óþörf og allt að því óæskileg, en hins vegar ætti framhaldsmenntun og skólaganga eftir fermingu að vera sérréttindi „heldri barna.": Aðrir skyldu vera ódýrt vinnuafl. Jafnvel þótt rnargt úrvaJs- námsfólk settist í skólann.iyrsta haustið, olli allt þetta ásanit fleiru því, að brátt dró úr aðsókn að 'V 3 ' s Cagnfræðaskóli Akureyrar. hafði þá verið í ársleyfi frá störf- "ura. Skyldur við hinn almenna nemanda Hér að framan hefir verið reynt ,að draga upp ytri umgerð skóla- haldsins í einfaldasta formi á þessu hálfrar aldar tímabili. Vissulega skiptir þó mestu máli, hvemig til hefir tekist um hið innra starf í skólanum og hver árangur hefir orðið af því. Erfið- ara er að gera grein fyrir því í stuttu máli, og verður í því efni að vísa til þess, hvernig nemendur skólans hafa reynst í öðrum skól- um og á vettvangi starfs og lífs. Skóli er í senn flókið og viðkvæmt samfélag, og hræringar þess og störf verða ekki eingöngu mæld og metin í einkunnum og afrek- um. Ávinningur einstakra nem- enda kann að vera mikill, þó að ekki sé í hámælum hafður. Gagnfræðaskóli Akureyrar hefir frá upphafi leitast við að vera alþýðuskóli í góðri merkingu Þórhalla Þorsteinsdóltir afhjupar nunningartöflu á Lundargötu 12, en í því húsi var G.A. fyrstu árin. Sverrir Pálsson fylgist með. skólanum, og sumarið 1935 <þotti ■ Sigfúsi Halldórs frá Höfnum starfsfkilyrði skólans orðin óvið- 2:' unandi og sagði stöðu sinni lausri: Þá tók við skólastjórn Þor- , steinn M. Jónsson, og með óbib . andi kjarki, dugnaði og hyggind- um tókst honum að rétta við hag, skólans. Fljótlega tók nemendum að fjölga og vegur skólans að 'h vaxa. Nýir kennarar komu til liðs, svo sem Áskell Snorrason, Geir G. Þormar og Jón Sigurgeirsson -'” og síðar þeir Ármann Helgason;í,l og Bragi Sigurjónsson. Viðbótar- ■ húsnæði var fengið handa skól- '■ anum I Gránufélagsgötu 9, fyrst á leigu á neðri hæð 1938 og svo efri hæðin keypt að auki 1940. En þetta nægði ekki, og barált- an fyrir nýju skólahúsi, sem raunar var hafin fyrir nokkru, var hert að mun. Loks var það árið 1942, þegar Þorsteinn M. Jónsson var kominn t bæjarstjórn, að heimild fékkst til að reisa skólan- um hús hér við Laugargötu. Þar naut Þorsteinn öflugs stuðnings Guðmundar Guðlaugssonar, bæjarfulltrúa, sem um þessar mundir var í senn formaður skólanefndar og byggingar- nefndar hússins. Kennsla hófst hér haustið 1943, og síðan hefir skólinn verið hald- inn í þessu húsi, nema hvað afla hefir þurft leiguhúsnæðis í ná- lægum húsum afar lengi. Húsið var stækkað 1956-1958 og :aftur mjög mikið 1962-1967 vegna ótrauðrar baráttu og dugnaðar Jóhanns Frímanns, sem varð skólastjóri, eftir að Þorsteinn M. Jónsson náði hámarksaldri opin- berra starfsmanna árið 1955. Jóhann lét af skólastjórn 1964, en þess orðs. Hann hefir ekki miðað starf sitt og kröfur við úrval nem- enda, heldur námsfólkið eins og það kemur fyrir. Hann hefir taiið sig eiga skyldur að rækja við hinn almenna nemanda, hinn venju- lega námsmann, sem til hans , leitar í von um að sækja til hans fróðleik og færni, þjálfun og þroska. Nemendahópurinn hefir líka verið nokkur þversneið af fólktnu í bænum og þjóðfélaginu "í heild, og öllum næsta ólíkum atgervis- og þroskastigum hefir verið reynt að gera nokkur skil, eftir því sem kostur hefir verið á og starfsaðstaða skólans hefir leyft. Skólinn hefir talið það skyldu sína að efla þekkingu og þjálfun nemenda sinna og styrkja þá til jákvæðra viðhorfa. Auk þess hefir hann reynt að sinna kalli hvers tíma, inna af hendi þá þjónustu, sem þörf hefir verið á hverju sinni. Síðasta ára- tuginn hefir starfsemi skólans raunar verið tvíþætt. Annars veg- ar hefir hann verið almennur gagnfræða- og grunnskóli, en hins vegar framhaldsskóli, þar sem lögð er stund á undir- búningsnám til sérgreindra starfa eða starfsréttinda annað en iðn- nám. Fyrra hlutverkið, sem rækt hefir verið frá upphafi, hefir að meginmarki að stuðla að alþýðu- fræðslu og haldgóðri grunn- menntun, en hið síðara að sinna þörf þjóðfélagsins fyrir sér- menntað fólk á vissum starfssvið- um og í senn þörf fólksins fyrir þessa sérmenntun. Hvorttveggja ætti að geta orðið til þess að veita nemendum ánægju, lífsfyllingu og nokkra lifshamingju. Starfið í skólanum á að víkka skilning Nemendur komu saman i sal skólans á föstudag og hlýddu á allskyns skemmti- og fræðsluefni. Hluti nemendanna sat í nærliggjandi stofum og fylgdist með því sem gerðist í sjónvarpi. Kór Gagnfræðaskólans söng á afmælishátíðinni. Skólanum var fálega tekið Þessi var í stuttu máli aðdrag- andinn að stofnun skólans. Gengið var að verki með bjart- sýni og tilhlökkun, en brátt kom í Ijós, að fátækt almennings í bæn- um á þessum kreppu- og at- vinnuleysistímum, tómlæti yfir- valda og greiðsluvandræðu bæj- arsjóðs ollu miklum erfiðleikum. og ýmislegar ytri aðstæður til skólahalds voru afar erfiðar. Þar við bættist, að skólanum var vægast sagt fálega tekið af ýmsum áhrifamönnum í bænum, þannig Setti Norðurlandamet Haraldur Ólafsson IBA varð Norðurlandameistari unglinga í lyftingum í 75 kg flokki. Har- aldur lyfti samtals 270 kg, sem er frábær árangur. Annar Ak- ureyringur komst á verðlauna- pall, en það var Garðar Gísla- son sem keppti í 100 kg flokki, en hann varð í öðru sæti og lyfti samtals 282,5 kg. Íþróttasíðan óskar þessum piltum til ham- ingju með frábæran árangur. Haust- mót í hand- KA: 21 — ÞÓR: 17 bolta Á föstudagskvöldið léku Þór og KA í meistaraflokki karla í handbolta. Leikur þessi var liður í haustmóti félaganna. Ekki þótti handbolti sá er boðið var upp á vera rismikill, en skemmst er frá því að segja að KA sigraði með 21 marki gegn 17. t hálfleik var staðan 11-9 Þór í vil eftir að Þór hafði komist í 11-6. Haraldur Ólafsson. Körfubolti Þór sigrar Grindavík I síðari hálfleik voru KA menn sterkari og unnu upp for- skotið sem Þór hafði haft i hálfleik, og náðu þá einnig fjögurra marka mun. Flest mörk KA gerði Erlingur 9. Þor- leifur gerði 4, Friðjón 3, Er- lendur og Björn 2 hvor og Guðbjöm 1. Sigtryggur var markahæstur hjá Þór með 7 mörk, Sigurður gerði 5 og Rúnar, Davíð, Odd- ur, Ámi G. og Guðmundur Skarphéðinsson 1 hver. Ragnar Þorvaldsson varði rnjög vel Þórsmarkið i fyrri hálfleik og skóp þar með sigur Þórs í þeim hálfleik. Erlingur varð markahæstur KA- manna. Sigtryggur varð markahæstur Þórs- ara. Á laugardaginn léku Þórsar- ar við Grindvíkinga í fyrstu deild í körfubolta. Þetta var annar leikur Þórsara en þeir töpuðu fyrsta leiknum með einu stigi. Leikur þessi var spennandi og skemmtilegur á að horfa, sérstaklega batnaði leikur Þórsara þegar á leik- inn leið, en byrjunin var ekki til að hrópa húrra fyrir. Þórsarar skoruðu 91 stig á móti 86 hjá Grindvíkingum. Það voru gestirnir sem gerðu fyrstu körfuna, eftir að bæði lið höfðu misnotað nokkur góð tækifæri. Til að byrja með virt- ist svo sem Þórsurum ætlaði ekki að takast að skora, þvi það var með ólíkindum hvað karfan virtist fjarlæg. Þegar leikið hafði verið í fimm mín. var staðan orðin 10 stig gegn 3 Grindvík- ingum í hag. Þá tóku Þórsarar að hitta körfuna og breyttu fljótlega stöðunni í 13 gegn 13. Varð nú leikurinn nokkuð þóf- kenndur það sem eftir var hálf- leiksins, en Grindvíkingar höfðu yfirleitt yfirhöndina. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 45 gegn 38 Grind- víkingum í vil. Þegar síðari hálfleikur var orðinn 5 mín. gamall komust Þórsarar yfir, 50 gegn 49, eftir að Erlingur hafði skorað tví- vegis úr vítum. Eftir það misstu Þórsarar aldrei forustuna, og léku oft á tíðum ágætlega. Þegar endalok leiksins nálguðust voru allir aðalleikmenn Þórs komnir með fjórar villur og sama máli gengndi um andstæðingana. Erlingur fékk fyrstur Þórsara reisupassann en hann hafði þá skorað 17 stig og staðið sig einna best af Þórsurum. Skömmu síðar mátti Alfreð einnig yfirgefa völlinn með fimm villur og hafði þá skorað 20 stig. Grindvíkingar misstu einnig tvo af sínum bestu mönnum útaf undirlok leiksins. Síðustu mín. reyndu Grindvík- ingar að leika maður á mann, en þá kom geta Garrys best í ljós, en hann rakti þá boltann fram og aftur um völlinn með allt Grindavíkurliðið á hælunum og að sjálfsögðu losnaði þá um samherja hans, sem fengu bolt- ann og þeir sendu hann venju- lega í körfuna. Garry var besti maður vall- arins og gerði hann 30 stig. Al- freð gerði 20, Erlingur 17, Sig- urgeir 9, Jón Héðins 4, Ólafur Kristjánsson og Eiríkur Sig. gerðu 3 hvor. Kaninn í liði Grindvíkinga, Famclla að nafni, var yfir- burðamaður í þeirra liði og gerði 43 stig. Dómarar voru Hörður Tul- iníus og Rafn Benediktsson og dæmdu þeir vel. Grindvíkingar röfluðu töluvert í dómurunum, en Hörður er þekktur af mörgu öðru en því að láta leikmenn segja sér fyrir verkum þegar hann dæmir, og að sjálfsögðu tók hann á svoleiðis málum af röggsemi. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Miðvikudaginn 5. nóvember kl. 20.00 verður haldinn aðalfundur Knattspyrnudeildar KA í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla. Þar verða venjuleg aðalfundarstörf og á eftir verður sýnd Videó upptaka frá síðasta leiknum í deildinni, Völsungur og KA, sem fram fór á Húsavík. Allir leikmenn KA svo og stuðningsmenn og félagar í KA eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. — Stjórnin. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.