Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 8
Hrísey: Vatnið kemur með hlákunni Nú stendur yfir að Klettagerði 6 á Akureyri vinnustofusýning Arnar Inga. Sýningin stendur til 9. nóvember og á henni eru 38 verk unnin með olíu-, vatnslitum og þurrpastellitum, auk teikninga og skúlptúr. Myndirnar eru allar til sölu, en auk þess eru seld póstkort og eftir- prentanir af verki á sýningunni. Á þessari mynd er eitt af verkunum á sýningunni, unnið í tré og heitir Sunnudagur. Flugskýli í Grímsey Búið er að koma fyrir við- lagasjóðshúsi frá Vest- mannaeyjum á flugvellinum í Grímsey, en þar á húsið að þjóna sem flugskýli. Um þessar mundir er unnið við að ganga frá húsinu að innan. Einnig er verið að tengja að- flugshallaljós á flugvellinum og við það stóreykst öryggi í flugmálum Grímseyinga. Til þessa hefur ekkert flugskýli verið í Grímsey og afgreiðslan farið fram á heimili Alfreðs Jónssonar oddvita. Nú eru 3 áætlunar- ferðir í hverri viku til Gríms- eyjar og mikið um flug á öðrum tímum, sérstaklega á sumrin. Hrísey 1. nóvember Af mínum vígstöðvum er það helst títt að nú er hláka og allur snjór að fara. Við þessa veður- breytingu lyftist heldur brúnin á okkur Hríseyingum, sem höfum mátt þola vatnsskort að undanförnu. Hríseyingar fá allt sitt neysluvatn úr brunnum og þar sem væta var lítil í jörðu í haust hefur vatnsyfir- borðið lækkað í brunnunum. Hins vegar má gera ráð fyrir að yfir- borðið hækki eitthvað í þessum hlýindum. Vitrir menn hafa fullyrt að það þýði ekkert að bora eftir neysluvatni í Hrisey — berggrunn- urinn sé svo sprunginn að ekkert sé hægt að fá annað en heitt vatn til upphitunar. Frystihúsið hefur sér- Mjólkaði áðuren kúnum var slátrað Stórgripaslátrun stendur nú yfir á Blönduósi. Bóndi nokkur kom með tvær kýr til slátrunar að kvöldi dags og átti að geyma kýrnar í slát- urhúsinu yfir nóttina og slátra þeim næsta dag. Að morgni næsta dags kom bóndi aftur og fékk lánaða fötu og mjólkaði kýrnar skömmu áður en þær voru sendar á gresjurnar miklu. Sagan segir að bóndi hafi gengið meö mjólkina í mjólkurstöðina, sem er skammt frá sláturhúsinu. Að sjálfsögðu lagði bóndi mjólkina inn, enda hræddur um að geta ekki framleitt í kvótann sinn. Af þessu tilefni var ort: Efla tap vill ýmsa þvinga, eftirtekja víða rýr, er það vani Vindhæiinga að vilja mjólka dauðar kýr. Varmahlíð: Byggja upp eftir brunann „Endurbygging hússins gengur ágætlega. Það fer að síga á seinni hlutann með íbúðirnar á efri hæðinni. í þessari viku verður e.t.v. hægt að láta teppi og dúka á aðra íbúðina, en hin íbúðin er aðeins skemmra á veg komin. í lok vikunnar verður múrverki vonandi lokið í versl- unarplássinu. Unnið er við vatns- og rafmagnslagnir og í vikunni er von til að loftræsti- kerfið verði komið upp. Við stefnum enn að því að opna verslunina í byrjun desember,“ sagði Guðmann Tobíasson, verslunarstjóri í Varmahlíð, en eins og kunnugt er brann versl- unarhús K.S. í Varmahlíð til kaldra kola þann 13. september. Það eina sem gæti breytt opnun- ardeginum er hugsanleg seinkun á afgreiðslu verslunarinnréttinga og kælibúnaðar, sem keypt er frá Sví- þjóð. Allt tréverk er unnið af eða á vegum trésmíðaverkstæðis K.S., Haraldur Hróbjartsson múrara- meistari hefur séð um múrverk, vélaverkstæði K.S. hefur annast allar röralagnir og raflagnir eru unnar á vegum K.S. „Breytingar verða ekki miklar í sjálfu verslunarplássinu. Hins veg- ar breytum við nokkuð miklu á bak við — vörugeymslan verður skipu- lögð á annan hátt en áður og frysti verður komið fyrir á nýjum stað. Það er ekki hægt að segja annað en þetta gangi vel. Hér er vel unnið. Núna verslum við í einu horninu með helstu nauðsynjavörur," sagði Guðntann að lokum. stakan brunn svo ekki hefur skort vatn þar. Snæfellið kom inn í gærmorgun með 75 til 80 tonn af fiski. Að und- anfömu hefur nær einungis verið unnið í saltfisk og skreið, en nú fer frystihúsið í gang. Afli smábáta hefur verið rýr. Framkvæmdum við flugvöllinn er ekki lokið, en þar er unnið af krafti. Þegar þessum áfanga lýkur er eftir að malbera völlinn, en varla verður það gert fyrr en á næsta ári. S.F. Fyrír nokkrum dögum varð harður árckstur á homi Þingvallastrætis og Mýrarvegar. Utanbæjarbifreið virti ekki biðskyldu og ók inn á Þingvailastræti f veg fyrir iitla fólksbifreið með þeim afleiðingum að síðarnefnda bifreiðin valt. Ekki urðu ncin slys á fólki, en tjón á bifrciðunum varð mikið. Mynd: p.a.p. FJÖLGAR SEM BANNA Sífellt fjölgar þeim landeigend- um við Eyjafjörð, sem banna með öllu rjúpnaveiðar og í Degi hafa birt nokkrar auglýsingar þess efnis. í Mývatnssveit er sá háttur á hafður að heimamenn fá yfirleitt að veiða, en að- komumönnum er það bannað. Bolli Gústafsson, sóknarprestur í Laufási, er einn þeirra sem hafa bannað rjúpnaveiðar. Hann sagði í viðtali að aðalástæðan væri sífelld- ur ófriður af völdum þeirra sem vilja koma í land Laufáss til þess að veiða. „Ef ég leyfði öllum að veiða sem hingað hafa hringt eða komið, væri heil hersveit vopnaðra manna við veiðar öðru hvoru, en ef ætti að takmarka veiðileyfin kæmi eflaust uppóáriægja meðal þeirra sem ekki fengju að fara í landið. Vissulega á ég fjölda vina, en þeim fjölgar óskaplega mikið yfir rjúpnaveiði- tímann“, sagði Bolli. Bolli kvaðst aldrei hafa orðið var við að veiðimennirnar færu ógæti- lega með skotvopn og aldrei hefðu þeir skotið heim undir bæ. Hins vegar hefði hann haft áhyggjur af því að þeir gætu verið hver öðrum hættulegir. Það ásamt stöðugum símhringingum og heimsóknum veiðimanna varð til þess að Bolli tók af skarið og bannaði veiðar. „Enn sem komið er hef ég lítið orðið var við rjúpu. Það sagði mér Hallur eða Jón i Fagrabæ, að lítið væri um rjúpaslóðir hér og úti á Flateyjardal", sagði Bolli T ítf _ ] rp ra (P -y- D lfl ii ííl JL JJú- 0 Orökstuddar fullyrðingar Því heyrist oft fleygt að sam- vinnuhreyfingin sé staðnað bákn — ólýðræðislegt, undir stjórn örfárra manna. Þetta hafa verið rök andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar, en þeir hinir sömu hafa ekki kært sig um að rökstyðja þessa fullyrðingu öllu nánar enda kæmi í Ijós að botninn dytti fljótt úr og að ástæðan fyrir andstöðunni er annars eðlis. Það skýtur líka skökku við að ýmsir andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar ganga í hana þegar þeir sjá sér hag í því — t.d. þegar viðkomandi standa í fjárfrek- um byggingaframkvæmdum — en starfa ekkert í henni til að koma fram því sem þeir telja að geti bætt samvinnu- hreyfinguna. § Reglurog markmið Það er ekki úr vegi að rifja það upp að samvinnufélög eru frjáls og opin félög, sem lúta lýðræðislegri stjórn, sem ber ábyrgð gagnvart féiags- mönnum. Félagsmenn hafa jafnan kosningarétt. Kaupfélögin starfa sam- kvæmt lögum um samvinnu- félög og hafa það markmið að efla hagsæld félags- manna með ýmsu móti. Sér- hver félagsmaður hefur rétt til að sitja fundi félagsins og lýsa þar skoðunum sínum á starfsemi og rekstri þess. Með máli sínu og atkvæði getur hann bæði haft áhrlf á stjórnun og starfshætti kaupfélagsins. Þetta ættu félagsmenn kaupfélaganna að hugleiða — engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur- inn. 0 Seldu aura Nokkru eftir aðra heimstyrjöldina voru eins- eyringarnir verðminnstu pen- ingarnir sem slegnir voru í heiminum. Þeir voru notaðir vegna vísitölunnar, því vöru- verð endaði alltaf á 2 eða 3 aurum. Þá kostaði 11 aura að slá hvert stykki og í einu kílói voru um 600 einseyringar. Sjómenn sem sigldu til Þýskalands keyptu gjarnan nokkur kíló af einseyringum hér heima, en seldu síðan með góðum hagnaði í þýskar mátmbræðslur. En nú er að koma betri tíð með blóm í haga og með nýrri skráningu krónunnar dregst það enn um sinn að sjómenn geti hagnast á að selja krónur og aura í bræðslur erlendis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.