Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 6
Kristniboðs- og æskulýðsvika í Zion. Samkomur á hverju kvöldi vikuna 2.-9. nóvem- ber að báðum dögum með- töldum og hefjast samkom- umar kl. 8.30 öll kvöldin. Fjölbreytt dagskrá. Sýndar verða myndir frá Eþíópíu. Ræðumenn Benedikt Arn- kelsson cand. theol. Jónas Þórisson kristniboði sr. Pét- ur Þórarinsson, Hálsi, Fnjóskadal, og fl. Sönghóp- ur sér um söng og hljóð- færaslátt. Allir eru velkomnir. KFUM og KFUK, Kristniboðsfélögin. Hjálpræðisherinn: Fimmtudag- inn n.k. kl. 20.30 KVÖLD- VAKA með happdrætti. Á dagskrá m.a. kvikmyndin „Transformed lives" (um- breytta líf). Laugardaginn verður samkoma kl. 20.30, þar sem yngri liðsmenn syngja. Sunnudaginn 9. nóv. kl. 17 samkoma. Æskulýðs- leiðtogi major Edward Hannevik og deildarstjórinn kapteinn Daníel Óskarsson stjóma og tala á öllum þess- um samkomum. Fjölbreytt dagskrá og mikill söngur. Fyrir böm verða barnasam- koma föstudaginn kl. 17 og sunnudagaskóli sunnudag- inn kl. 13.30. Allir velkomn- ir. Ólafsfirðingar Föstudaginn 7. nóv. kl. 20.30 verður sam- koma í Betezda. Æskulýðs- leiðtogi major Edward Hannevik og deildarstjórinn kapteinn Daníel Óskarsson ásamt hermönnum og ung- lingum frá Akureyri syngja og vitna. Fórn verður tekin. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á Sjónarhæð á laugardag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerár- hverfi á sunnudag kl. 13.15 og i Lundarskóla kl. 13.30. Verið velkomin. Fíladelfía Lundargötu 10, fimmtudaginn 6. nóv. Biblíulestur kl. 20.30. Allir velkomnir. Sunnudaginn 9. nóv. Sunnudagaskóli kl. II f.h. Öll börn velkomin. Al- menn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Eftirtaldar gjafir hafa borist Kristniboðsfélagi kvenna Akureyri til Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga í júní-október 1980. Frá einstaklingum Þ.S. kr. 25.000 N.N. kr. 1550 H.H. kr. 1500 AS kr. 641. E.G. Akranesi kr. 10.000 F.S. kr. 10.000 S.F. kr. 20.000 I.G. seldar kartöflur kr. 15.000 G.H. og A.H. kr. 25.000 M.M.kr. 5000J.E.kr. 57.000 S.I. kr. 5000 R.F.V. kr. 2000 Sigga kr. 1000 J.J. kr. 15.000 Agnes og Linda kr. 7.121 J.S. Stafni kr. 40.000 S.K. kr. 21.000 S.F. kr. 10.000 Þ.H. kr. 1000. S.Z. kr. 60.000 I.J. kr. 66.000. Innilegar þakkir fyrir gjafirnar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Zakarí- asdóttir. ■ Möðruvallaklausturprestakall. Möðruvallakirkja barna- guðsþjónusta n.k. sunnudag 9. nóvember kl. 11 f.h. Bæg- isárkirkja guðsþjónusta sama dag kl. 2 e.h. Sóknar- prestur. Laugalandsprestakall. Messað á Grund 9. nóv. kl. 13.30. Munkaþverá messað 16. nóv. kl. 13.30. Sóknarprestur. Akureyrarkirkja Messað í Ak- ureyrarkirkju kl. 2 á sunnu- daginn. Predikun flytur Benedikt Arnkelsson cand theol. Altarisganga. Tekið við gjöfum til kristniboðsins. Sálmar 357, 305, 205, 345, 56. P.S. Dvalarheimilinu Hlíð hafa bor- ist gjafir frá Sigrúnu Sigur- hjartardóttur Höfðahlíð og Hörpu Snorradóttur Bröttu- hlíð kr. 9.300 sem er ágóði af hlutaveltu er þær héldu. Einnig Hjördís Hinreksdótt- ir, Hildur Sigurðardóttir og Ásta Theodórsdóttir gáfu 14.900 kr. Með þökkum móttekið. Forstöðumaður. Hjúkrunarfræðingar: Fundur verður í Akureyrardeild H.F.Í. í systraseli mánudag- inn 10. nóv. n.k. kl. 20.30. Athugið. Konny K. Kristjánsdóttir hjúkrunar- fræðingur talar um heil- brigðismál. Stjórnin. □ HULD 59801156 IV/V 4 I.O.G.T. Bingó föstudaginn 7. þ.m. kl. 8.30 á Hótel Varð- borg. Glæsilegir vinningar. Aðgangur ókeypis. Verð á spjaldi aðeins kr. 1.000,-. Sálarrannsóknarfélag Akureyr- ar fundur verður á fimmtu- daginn 6. nóvember kl. 9 í Varðborg. Erindi Ulfur Ragnarsson. Stjórnin. Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni halda fund á venjulegum stað í Hafnar- stræti 91, laugardaginn 8. október kl. 3 e.h. Fræðslu- mynd um hriðingu fóta syk- ursjúkra. Stjórnin. Spilakvöld heldur Náttúru- lækningafélagið í Alþýðu- húsinu 6. nóv. n.k. kl. 8.30. Góð verðlaun. Allir vel- komnir. Nefndin. Munið minningarspjöld Minn- ingarsjóðs Jakobs Jakobs- sonar, spjöldin fást í bóka- búð Jónasar, Bókval og í Sporthúsinu. Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember í sal Trésmíðafélagsins aö Ráðhústorgi 3, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Vélfrysting. 3. Veitingar. 4. Önnurmál. Stjórnin. Útvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands heldur aðalfund aö Hótel K.E.A. Akureyri laugardaginn 8. nóv. n.k. kl. 14.00. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Kristján Ragnarsson form. LÍÚ. kemur á fundinn. Stjórnin. AKUREYRARBÆR Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Frá og með 1. nóvember verður skrifstofa Hitaveitu Akureyrar að Hafnarstræti 88b opin kl. 9 til 12 og 13 til 16, mánudaga til föstudaga. Á ofangreindum tíma er símasamband viö skipti- borð í af greiðslu og eru númer þess 22105 og 22106. Utan skrifstofutíma eru símanúmer sem hér segir: Birgðavörður..................... 22106 Verkstjóri dreifikerfis.......... 25513 Verkstjóri innanhússkerfa........ 25517 Bilanavakt fyrir bæjarkerfið er frá kl. 8 á laugar- dögum til kl. 7.30 á mánudagsmorgun. Símanúmer bilanavaktar er 22105. Hitaveita Akureyrar Eiginmaður minn ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, skipasmiðameistari, Norðurgötu 60, Akureyri. lést 1. nóvember. Þóra Steindórsdóttir. Móðursystir mín JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, frá Lækjarbakka Arnarneshreppl lést 29. október. Jarðarförin fer fram frá Möðruvöllum í Hörgár- dal fimmtudaginn 6. nóvember kl. 14.00. Ámi Stefánsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför, eiginmanns míns, bróður, föður, tengdaföður og afa. ÞORGRÍMS ÞORSTEINSSONAR, Klifshaga Oxarfirði. Þóra Jónsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Daði Þorgrtmsson, Jóhanna Falsdóttir, Sigrún Þorgrímsdóttir, Jón Sigurðsson, Pétur Þorgrímsson, Magnea Árnadóttir og barnabörn. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR, Karlsbraut 24, Dalvík. Sérstakar þakkir flytjum við læknum og starfsfólki Kristnesi'iælis fyrirfrábæra umönnun og hjúkrun á undanförnum árum. Sigríður Hermannsdóttir, Friðbjörn Hermannsson, Árni Hermannsson, Þóra Ólafsdóttir, Ingvi Ebenhardsson, Emma Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. GUÐMUNDAR R. TRJÁMANNSSONAR, Byggðavegi 96, Akurey'ri. 1 Kristín Sigtryggsdóttir, Sigtryggur Guðmundsson, Jórunn Thorlasíus, Rósa Morson, Róbert Morson, Hólmfríður Guðmundsdóttlr, Gylfi Hinriksson, Lilja Guðmundsdóttir, Björn Jóhannesson, Hanna Guðmundsdóttír, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGTRYGGS JÓNSSONAR frá Keldunesi. Sérstakar þakkir viljum við færa, starfsfólki á Dagspítalanum á * Hátúni 10b. Rakel Sigvaldadóttir, Sturla Sigtryggsson Hrossaeigendur Að Hrísum í Saurbæjarhreppi er í óskilum steingrá hryssa ca 4ra vetra, ómörkuð og taumvön. Fjallskilastjórinn í Saurbæjarhreppi. i A WI IDEVD A CID /ETD Kmi * Frá Félagsmálastofnun Akureyrar Athygli skal vakin á því að FJÖLSKYLDUNÁM- SKEIÐ fyrir aðstandendur alkoholista, hefst mánu- daginn 10. nóv. n.k. en ekki 3ja nóv. eins og áður hafði verið auglýst í blaðinu. Innritun stendur enn yfir. í síma 25880 alla virka daga. eða í Strandgötu 19b. Félagsmálastofnun Akureyrar. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.