Dagur - 04.11.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur.
Sigló síld:
Rekstur hafinn
r r m m m m
a nyjan leik
Um helgina hélt Skiðaráð Akureyrar vel heppnað bingó í Sjálfstæðishúsinu fyrir yngri kynslóðina. Unga fólkið
virtist skemmta sér prýðilega. Spennan var mikil í salnum, enda voru góðir vinningar í boði. 1 hléi spilaði hljómsveit
sem í eru nokkrir kornungir menn og á litlu innfelldu myndinni má sjá söngvara hljómsveitarinnar. Sá hinn sami
vakti mikla athygli fyrir tilþrifamikla sviðsframkomu og „hávaðamengun“ eins og það heitir á nútimamáli. Mynd: á.þ.
Ætla að framleiða ,franskar‘
í morgun átti vinnsla að hef jast í
Sigló síld á Siglufirði, en verk-
smiðjan hefur ekki verið starf-
rækt í 2 mánuði. Vonir standa til
að aukinn lagmetiskvóti í
rammasamningi við Sovétmenn,
auk rækjuvinnslu sem á að hefja
innan skamms, geri það að
verkum að hægt verði að reka
verksmiðjuna allt næsta ár án
halla.
Að sögn Pálma Vilhjálmssonar,
framkvæmdastjóra- verður fyrst
hafist handa við að leggja niður
gaffalbita sem fara á markað í
Sovétríkjunum. Pálmi sagði að nú
lægi fyrir samningur við Sovét-
menn um allt að 40 þúsund kassa.
Gert er ráð fyrir að Siglósíld fram-
leiði allt að helming þess magns, en
K. Jónsson og Co á Akureyri hinn
helminginn. Ef að líkum lætur mun
fyrrnefnda verksmiðjan geta fram-
leitt allt að 7 þúsund kassa fyrir
áramót og Ijúki við sinn skammt í
lok janúar.
Pappírsverksmiðja:
Jákvæð
niðurstaða
Frumathugun hefur nú farið
fram á mögulegum rekstri
pappírsverksmiðju í námunda
við Húsavík og áfangaskýrsla
liggur fyrir. Samkvæmt því sem
þar kemur fram er þessi rekstur
talinn mjög vænlegur og saman-
burður við aðrar slikar verk-
smiðjur jákvæður, einkum með
tilliti til orkuöflunar og orku-
verðs.
í næstu viku verður fundur með
forráðamönnum Húsayíkur og
starfsmönnum Iðnaðarráðuneytis-
ins, Orkustofnunar, byggðadeildar
Framkvæmdastofnunar og þing-
mönnum kjördæmisins um þetta
mál.
Pappírsverksmiðjuna er hægt að
reisa í áföngum, þannig að fyrst
yrði framleidd trjákvoða, en síðan
gæti framleiðslan orðið fjölbreytt-
ari. Hægt væri t.d. að framleiða
ýmsar gerðir af pappír og þilplötur
til bygginga.
Mengun samfara slíkum rekstri
er lítil eða engin og auðvélt að
koma í veg fyrir hana. Pappírs-
verksmiðja gæti skapað atvinnu
fyrir 200 og allt upp í 350 manns, ef
allir möguleikar eru nýttir.
Forráðamenn Siglósíldar hafa
fest kaup á 30 tonnum af frystri
rækju, sem á að sjóða niður. Vél-
búnaður sem á að nota í þessa
vinnslu er á leiðinni til landsins.
„Ég vona að þessar vélar verði
komnar upp um miðjan nóvember.
Ágóðinn af rækjuvinnslunni gerir
okkur vonandi kleift að ná endum
saman, en verð fyrir gaffalbita er of
lágt,“ sagði Pálmi. „Ég tel að
rekstrargrundvöllurinn sé viðun-
andi næstu mánuðina — meðan við
erum að vinna úr gömlu hráefni og
þurfum ekki að kaupa nýtt.“
Eins og fyrr sagði lýkur vinnslu á
gaffalbitum í lok janúar og ef allt
fer að óskum lýkur vinnslu á rækj-
unni fyrir áramót, en þá er ætlunin
að kaupa meira. Pálmi sagðist vona
að í janúar yrði búið að gera nýjan
samning við Sovétmenn. Viðræður
um kaup á lagmeti til Sovét-
ríkjanna hefjast í fyrstu viku
desember.
Hjá Siglósíld eru 70 til 80 heils-
dagsstörf þegar öll hjól snúast á
fullu, en nú eru þau helmingi færri.
Fólk vantar í vinnu hjá Siglósíld.
Pálmi sagði að fyrrverandi starfs-
menn fyrirtækisins væru margir
komnir í störf annarsstaðar, enda er
atvinna næg á Siglufirði.
Nú er runnin út umsóknarfrestur
um stöðu yfirlögregluþjóns á
Akureyri, en sem kunnugt er
lætur Gísli Ólafsson af störfum
um áramótin. Fimm umsóknir
höfðu borist i gær, en fleiri gætu
borist og verið teknar gildar, hafi
þær verið póstlagðar í tíma.
Þeir sem sækja eru Björn
Halldórsson á Kópaskeri, Erlingur
Pálmason á Akureyri, Ólafur Ás-
„Nú er unnið að því að koma
upp kartöfluvinnslu hjá Kaup-
félagi Svalbarðseyrar. Þetta
fyrirtæki á að framleiða fransk-
ar kartöflur ofan í okkur ís-
lendinga. Ef engin Ijón verða í
veginum er e.t.v. hægt að hefja
framleiðslu á frönskum kartöfl-
um þegar U'ður á veturinn,“
geirsson Akureyri, Tryggvi Krist-
vinsson á Húsavík og Þröstur
Brynjólfsson Húsavík.
Þá er einnig runninn út umsókn-
arfrestur um stöðu aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, sem er nú staða á Ak-
ureyri. Umsækjendur eru allir
starfsmenn lögreglunnar á Akureyri
og þeireru Björn Mikhaelsson, Karl
J. Kristjánsson, Ófeigur Baldurs-
son, Ólafur Ásgeirsson, Stefán
Tryggvason og Þorsteinn Pétursson.
sagði Sveinberg Laxdal, frétta-
ritari Dags á Svalbarðsströnd.
Tæknileg aðstoð er fengin frá
dönsku fyrirtæki. Talið er að
grundvöllur sé fyrir svona fyrir-
af þessari vöru til landsins, „Við
teljum ástæðulaust að flytja inn
franskar kartöflur ef við getum
sjálfir framleitt þær,“ sagði Svein-
berg. „Það má segja að það sé
ósköp eðlilegt að menn leiti að
einhverjum nýjum tækifærum, því
eitthvað þarf fólk að gera.“
Það er af kartöfluframleiðslu
bænda við Eyjafjörð að segja að
samkvæmt tölum frá Eðvald
Malmquist, yfirmatsmanni garð-
ávaxta, og áætlun sem Sveinberg
hefur gert, kemur í ljós að heildar-
kartöfluuppskera á . Eyjafjarðar-
svæðinu var um 50 þúsund tunnur.
Sveinberg taldi að uppskeran í
fyrra hefði verið um 5 þúsund
tunnur. en þá var gert ráð fyrir að
bændur hefðu fengið um 10% af
eðlilegri uppskeru.
„Það gengur nákvæmlega ekkert
að losna við kartöflur núna og það
eru engar horfur á að það muni
batna. Að vísu er útlit fyrir að losna
við stórar kartöflur suður, en það er
ekki umtalsvert magn. Venjan er sú
að við höfum ekki fengið að senda
neitt suður á markað fyrr en sunn-
lenska framleiðslan er svo til
uppurin. Við getum hugsanlega selt
nokkuð í fyrirhugaða kartöflu-
vinnslu, en það skiptir ekki sköpum
— birgðimar eru svo miklar," sagði
Sveinberg.
Eins og komið hefur fram í
blöðum er líklegt að heildarfram-
leiðsla landsmanna á kartöflum sé
töluvert meiri en sent nemur neysl-
unni næsta árið. Sveinberg kvað
það sína skoðun að leita ætti eftir
inn að opinberir aðilar ættu að
hugleiða hvort ekki væri rétt að
greiða útflutningsverðbætur á
kartöflurnar.
Rjúpnaskytta
fannst látin
Um hádegi á sunnudag fannst
rjúpnaskyttan sem hvarf á laug-
ardag. Maðurinn fannst í
Sölvadal upp af Draflastöðum.
Að sögn lögreglunnar varð
maðurinn bráðkvaddur. Hann
hét Þorsteinn Þorsteinsson,
62ja ára að
aldri, starfs-
maður Slipp-
stöðvarinnar.
Þorsteinn var
til heimilis að
Norðurgötu
60.
Á laugardag hélt Þorsteinn við
annan mann á rjúpnaveiðar og fóru
þeir inn í Sölvadal og lögðu á
Hólafjall. Þeir komu sérsaman um
að hittast við bifreið sína við Þor-
móðsstaði. Þorsteinn kom ekki á
tilsettum tíma og hófst leit um
klukkan 20. um 100 manns leituðu
á sunnudagsmorgun og fjöldi
manns tók þátt í leitinni á laugar-
dagskvöldið og aðfaranótt sunnu-
dagsins.
Félagsstarf að hefjast
VarmahlíÖ 1. nóvember.
Karlakórinn Heimir hélt aðal-
fund s.i. miðvikudag. Nýr
söngstjóri var ráðinn, en hann
er Rögnvaldur Valbergsson,
tónlistarkennari á Sauðárkróki.
Tónlistarskólinn er byrjaður.
Umráðasvæði skólans er allt
Skagafjarðarhérað utan Sauð-
árkróks. Nemendur eru á annað
hundrað, en aðalmiðstöðvarnar
eru í Varmahlíð og á Hofsósi.
Skólastjóri er Ingimar Pálsson.
Leikfélagið hélt aðalfund s.l.
þriðjudag. Það er mikill hugur í
félagsmönnum og ætla þeir að
gera góða hluti í vetur. Á fund-
inum var Kristján Sigurpálsson
kjörinn formaður félagsins.
G.T.
Fimm umsókn-
ir hafa borist
markaði erlendis, en víða í Evrópu
var uppskeran léleg. Hins vegar er
tæki, en nú er flutt inn mikið magn • verðið lágt og því sagði fréttaritar-
Víðtæk kynning
ámjólkog
mjólkurvörur
3. til 7. nóv.
Mjólkurdagsnefnd hefur ákveðið
að efna til sérstakrar mjólkurviku
dagana 3. til 7. nóvember með
víðtækri kynningu á mjólk og
mjólkurvörum. Í tilefni af því vill
Mjólkursamlag K.E.A. koma því
á framfæri við skólastjóra og
kennara að skoðunarferðir í
Mjólkursamlag K.E.A. geta verið
lærdómsríkar og góð tilbreyting
frá daglegum störfum í skólum.
Stefnt er að því að í framtíðinni
verði leyft að skoða samlagið á
miðvikudögum, en nauðsynlegt
er þó að hafa samband við for-
ráðamenn samlagsins nokkrum
dögum áður.
Fjáröflun
Framtíðarinnar
Kvenfélagið Framtíðin hefursína
árlegu fjáröflun 6., 7. og 8. nóv.
n.k. með leikfangahappdrætti.
Miðar verða seldir á götum baéj-
arins og í Hafnarstræti 104. Þar
verða einnig afhentir vinningar.
Kaupandi getur strax séð, ef um
vinning er að ræða.
Bæjarbúar eru hvattir til að
styrkja gott málefni. Allur ágóði
rennur í Elliheimilissjóð félags-
ins.
Kirkjuþing
Nú stendur yfir kirkjuþing í
Reykjavik og lýkur þvi á
fimmtudag. Það er haldið annað
hvort ár og stendur í hálfan mán-
uð, en á þinginu kom fram tillaga
um að það verði haldið árlega og
viku í senn.
Fjölskyldubingó
Á föstudaginn 7. þ.m. klukkan
20.30 hefjast á Hótel Varðborg
hin vinsælu IOGT fjölskyldu-
bingó. Vinningar verða að venju
margir og góðir og mikið er um
aukabingó. Leitast er við að allir í
fjölskyldunni skemmti sér. Að-
gangur er ókeypis og verð á
hverju spjaldi er aðeins kr. 1000.
Stjórnandi bingóanna er Sveinn
Kristjánsson.
AUGLÝSSNGAR OG ÁSKRIFT; 24167 - RITST«IÓRN; 24166 OG 23207!