Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI BAGOIE LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 13. nóvember 1980 82. tölublað Nýi hafnargaröurinn á Kópaskeri sígur niður á tveimur stöðum TUGMILLJONA MISTÖK? Starfsmenn hjá Ú.A. eru hér að hand- fjatla fiskikassa. Mynd: á.þ. Fiskikassar fram- leiddir úr plasti: Sparar hundruð milljóna í gjaldeyri á ári Plasteinangrun h/f er stöðugt vaxandi fyrirtæki. Nú er þar unnið af kappi að byggingu 1000 m2 stálgrindahúss, sem komið verður undir þak í næsta mán- uði. I nýbyggingunni verður sett upp mikil vélasamstæða til framleiðslu á fiskkössum úr plasti, og verða fyrstu kassarnir til fyrir jól. Raunar er þegar búið að selja nokkur þús- und kassa. Fram að þessu hafa allir fiskkassar verið fluttir inn til landsins svo að hér er um fram- leiðslu að ræða, sem spara mun hundruð milljóna í gjaldeyri ár- lega. Steypudeild Plasteinangrunar framleiðir einnig trollkúlur, neta- hringi, flöskur fyrir Sjöfn og Flóru, og gerlaræktunarskálar fyrir rann- sóknarstofur. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru framleiddar um 55.000 trollkúlur og 80.000 neta- hringir. Nær allir hringirnir fara til útflutnings og um helmingur troll- kúlnanna. Unnið er að athugun á enn frekari fjölbreytni í plastfram- leiðslunni og kemur þá hið aukna húsnæði sér vel. Auk Steypudeildar tilheyra tvær aðrar deildir Plasteinangrun h/f, þ.e. einangrunardeild, sem fram- leiðir einangrunarplast til hús- bygginga, og Ako-pokinn, sem býr til plastpoka í öllum stærðum og til allra nota. Hjá Plasteinangrun h/f starfa nú 19 manns. Fram- kvæmdastjóri er Gunnar Þórðar- son. Hefur starfsmönnum Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar mis- tekist? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér á Kópa- skeri, en í sumar var nýr hafnar- garður byggður á Kópaskeri og fyrir skömmu, nánar tiltekið í sama veðrinu og skemmdi ný Fyrir hádegi í gær var fundur í iðn- aðarráðuneytinu, þar sem fjallað var um máíefni pappírsverksmiðju við Húsavík. Fundinn sátu fulltrúar ýmissa stofnana og iðnaðarráðu- neytisins auk Bjarna Aðalgeirsson- ar, bæjarstjóra á Húsavík og Bafd- urs Líndals efnaverkfræðings. Þingmenn kjördæmisins sátu og fundinn. „Næsta skref í málinu er annars- vegar það að athuga orkuöflunar- þáttinn og þá fyrst og fremst gufu- öflunina. Eins og komið hefur fram höfum við hug á að nýta Þeista- reykjasvæðið og iðnaðarráðuneytið hefur þegar lagt inn beiðni til fjár- veitinganefndar Alþingis um að veitt verði fé til rannsókna á svæð- inu á vegum Orkustofnunar á næsta ári. Hins vegar er það hag- fræðileg athugun, sem innifelur m.a. markaðsathugun, hve mikið fjármagn þarf og gera þarf saman- burð á orkuverði hér og í sam- keppnislöndunum svo eitthvað sé nefnt. Allir þeir sem voru á þessum fundi eru jákvæðir, en á það skal lögð áhersla að könnunin er á frumstigi og það þarf að skoða fjölmargt áður en hægt er að segja af eða á með umrædda pappírs- verksmiðju,“ sagði Bjarni Aðal- geirsson í samtali við blaðamann í gær. Ef þessi verksmiðja verður að veruleika er ljóst að hún verður mikil lyftistöng fyrir norðlenskt at- vinnulíf. Rætt hefur verið um að til að byrja með yrðu starfsmenn um 200 til 250, en fjölgað í 300 til 350 með tíð og tíma. Einnig hefur komið fram að með tilliti til orku- Engin blöð í næstu viku ? Eins og kunnugt er hafa prent- iðnaðarmenn boðað til verkfalls frá og með 17. nóvember og V.S.Í. hefur ákveðið verkbann frá og með 19. nóvember. Af þessum sökum er óvíst hvort Dagur eða önnur blöð koma út í næstu viku. hafnarmannvirki á Sauðárkróki, seig nýi garðurinn niður á tveim stöðum. í öðru hvassviðri í fyrradag seig garðurinn meira og að sögn Ólafs Friðrikssonar, kaupfélagsstjóra, er það alveg eins líkiegt að garðinn taki í sundur í vetur ef ekkert verður mála, framleiðslunýtni, vatns- notkunar og umhverfissjónarmiða væru heppilegustu framleiðsluvör- urnar fyrst í stað vélunnin trjá- kvoða, og síðar fullunnin mark- aðsvara, t.d. blaða- eða tímarita- pappír. Talið er að orkuverð í ná- grenni Húsavíkur sé vel sam- Sigló fór í gang á þriðjudaginn og þá lauk atvinnuleysi all- margra kvenna. Hins vegar er lítið um atvinnu í frystihúsunum því skipin hafa verið látin sigla. Ástæðan fyrir þessum siglingum er víst skortur á rekstrarfé og hagstæðar sölur erlendis. Sigl- ingarnar hafa mælst illa fyrir í bænum, því menn eru minnugir stoppsins í sumar og nú eru að koma jól. Verkafólk lifir ekki af aðhafst. Ólafur sagði að hjá Vita- og hafnarmálaskrifstof- unni fengjust þau svör að málið væri í athugun. „Málið er þannig vaxið að í miðju garðsins er kjarni, en utan á er grjótvörn. í kjarnanum er fín- keppnisfært við það sem gerist og gengur í þeim löndum sem hafa sambærilegar verksmiðjur. í nágrenni Húsavíkur eru til hentugir staðir fyrir pappírsverk- smiðju, með greiðum aðgangi að höfninni. Nóg er til af fersku vatni (Framhald á bls. 6). átta tíma dagvinnu, jafnvel þótt hjónin þræli bæði úti. Stálvíkin er búin að fara í tvær söluferðir í röð. Fyrir helgi landaði Sigluvíkin á Siglufirði og Siglfirð- ingur landaði einnig heima í fyrri viku, en nú er skipið á veiðum og á að sigla með aflann. Annars hafa frystihúsin lánað hvort öðru afla og eins hefur fisk verið ekið hingað á bílum frá Sauðárkróki og Skaga- strönd. Þessar ráðstafanir hafa komið í veg fyrir mun minni at- vinnu en ella hefði orðið. S. B. gerður jarðvegur og þegar sjór gengur á garðinn í óveðrum skolast kjaminn út með þeim afleiðingum að grjótkápan hefur sigið niður á tveimur stöðum. Gefur auga leið að það verður lítið gagn af grjót- garði sem þannig er í laginu," sagði Ólafur. Ólafur kvað heimamenn hafa varað við að hafa kjarnann sand- kenndan og beðið um að í honum yrði möl, en samkvæmt ofansögðu fengu þeir litla áheyrn. Að mati heimamanna er ekki ýkja mikið mál að gera við garðinn meðan hann skemmist ekki meir, en Ólaf- ur sagði að hver stund væri dýr- mæt. Hins vegar efast heimamenn um að takist að koma með öllu i veg fyrir að renni úr garðinum í náinni framtíð. Hafnargarðurinn var byggður í sumar. Hann er um 200 metra langur og kostaði um 70 milljónir króna. Bátalægi í Kópaskershöfn batnaði til muna eftir að fram- kvæmdum við garðinn lauk, svo það er heimamönnum mikið kappsmál að þetta mannvirki sé í fullkomnu lagi. Talið er að viðgerð geti kostað milli 50 og 60 milljónir króna. Akureyrar- kirkja 40 ára Akureyrarkirkja er 40 ára um þessar mundir, en þann 17. nóv- ember 1940 vígði sr. Sigurgeir Sigurgeirsson kirkjuna að við- stöddu fjölmenni. Þá þjónaði á Akureyri sr. Friðrik J. Rafnar og síðan hafa þjónað við kirkjuna sr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Kristján Róbertsson og sr. Birgir Snæbjörnsson. Afmælisins verður minnst með sunnudagaskóla kl. 11 n.k. sunnu- dag og hátíðarmessu klukkan 2 sama dag. Eftir messu verður Kvenfélag Akureyrarkirkju með kaffisölu og basar að Hótel K.E.A. Akureyrarkirkja. Pappírsverksmiðjan fær jákvæðar undirtektir Ætli 20 til 40 þúsund smálesta skip eigi cftir að koma í Húsavíkurhöfn. Mynd: á.þ. Siglingarnar óvinsælar Siglufirði 10. nóvembcr. Súlnaberg með fjölskyldutilboð í sumar tók Súlnaberg upp þá nýbreytni að hafa á boðstólum sérstakt helgartilboð fyrir fjöl- skyldur. Þetta fjölskyldutilboð matstofunnar samanstendur af kjötmáltíð, súpu eða desert, og kaffi fyrir aðeins kr. 4.800,- fyrir þá fullorðnu. Hálft gjald er tekið fyrir böm 8, 9, 10 og 11 ára, en ekkert gjald fyrir yngri. Börnin þurfa að vera í fylgd foreldra. Þessi fjölskyldu- eða helgartil- boð hafa mælst vel fyrir og verið mjög vel sótt. Þau eru jafnan auglýst sérstaklega. Sýningu Kjartans lýkur um helgina Aðsókn hefur verið góð á sýningu Kjartans Guðjónssonar í Gallerí Háhóli, en henni lýkur á sunnu- dagskvöld. Meira en helmingur myndanna seldist strax um síð- ustu helgi og innan við þriðjung- ur myndanna var óseldur á þriðjudagskvöld, en á sýningunni eru 29 myndir til sölu. Heiti sýn- ingarinnar „Sjórinn og þorpið“ gefur góða hugmynd um við- fangsefni listamannsins. Mikil breyting hefur orðið á verkum Kjartans og má segja að þetta sé tímamótasýning að því leyti, auk þess að vera mjög góð. Sýningin er opin frá kl. 20-22 virka daga og 15-22 um helgina. Innheimta bæjar- gjalda á Húsavík Innheimta bæjargjalda á Húsavík var þremur prósentustigum lakari í lok september en á sama tíma í fyrra. Heilsuhæli á Noröurlandi Um þessar mundir er Náttúru- lækningafélag Akureyrar að fara af stað með sína árlegu sölu á jólapökkum. Ágóðinn rennur til byggingar heilsuhælisins í Kjamalandi. Norðlendingar, við vonum að þið takið vel á móti sölufólki okkar og leggið þar með ykkar skerf til byggingarinnar. IAUGLÝSIMGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 232071

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.