Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 6
Kristniboðshúsið Zion: Sunnu- daginn 16. nóvember, Sunnudagaskóli kl. 11 sam- koma kl. 20.30. Ræðumenn: Benedikt Arnkelsson og Jónas Þórisson. Allir vel- komnir. Borgarbíó sýnir kl. 9 Diskó- keppnin sem er svipuð mynd og Greese fjallar um disk- ókeppni á frægu diskóteki í Lundúnum. Kl. 11 er myndin Uns dagur rennur sem er áhrifamikil og, spennandi mynd um hættur stórborganna fyrir ungar, hrekklausar stúlkur. Kvenfélagið Baldursbrá fundur verður í Glerárskóla laugar- daginn 15. nóv. kl. 1.30 e.h. Stjórnin. I.O.G.T. stúkan Brynja. heldur fund í félagsheimili Templara Varðborg, mánu- daginn 17. nóv. n.k. kl. 20.30. Kosning embættis- manna, myndasýning. Æðstitemplar. □ RÚN 598011147 = 5 I.O.O.F. 2 — 16211148 Vi — 9=0 Alþýðuflokksfólk. Bæjarmála- fundur, verður haldinn í Strandgötu 9 mánudaginn 17, nóv. n.k. kl. 20.30. Stjórnin. Svalbarðskirkja sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Sóknarprestur. Sú misritun varð á nafni ungrar stúlku er safnaði fyrir Dval- arheimilið Hlíð og getið var um síðastliðinn fimmtudag en þar stóð Harpa Snorra- dóttir en á að -Jera Harpa Smáradóttir. Síðastliðinn þriðjudag varð Agnete Þorkelsson, hjúkr- unarfræðingur 75 ára. Agn- ete giftist Jóhanni Þorkels- syni, fyrrum héraðslækni, í október 1934. Jóhann lést 1970. Agnete hefur búið á Akureyri síðan 1937. Jóhann Þorkelsson var um langt skeið danskur konsúll á Ak- ureyri og eftir lát hans gengdi Agnete því starfi um tíma. Blaðið árnar Agnete allra heilla á þessum tíma- mótum. - ,-vv Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 Norma Rae, sem er óskars- verðlaunamynd. Aðalhlut- verk Sally Fields, Beau Bridges og Ron Leibman (sá er leikur Kaz í Sýkn eða sekur.) Kl. 11 endursýnir bíóið myndina Taumlaus bræði með Peter Fonda í aðalhlutverki. Myndin fjall- ar um Tom Hunter sem snýr heim til fæðingarsveitai sinnar en þar er margt orðið breitt og ekki eins og hann hefði viljað. AUGLÝSIÐ í DEGI FRÍM 80 Nýlega lauk sýningu hjá Fé- iagi frímerkjasafnara í Reykjavík að Kjarvalsstöðum. Aðalmarkmið FRÍM 80, en svo hét sýningin, er kynningar og fræðslustarfsemi í sam- bandi við Dag frímerkisins. Nýlunda er að þetta var ekki samkeppnissýning, þar sem keppt er til verðiauna heldur kynningar- og fræðsiusýning og er það athygiisvert og sennilega stefnubreyting. Hygg ég að hér gæti áhrifa frá gagnrýni, sem kom fram í sambandi við sýningina i vor á Húsavík, FRÍMÞING 80, um reglur og dóma við verðlauna- veitingar. Hingað til hafa hinir „stóru“ á sviði frímerkjasöfnunar safnað bronsi, silfri og gulli í verðlaun fyrir söfn sín. Þeir hafa kostað miklu til í fjármunum en einnig lagt fram vinnu og ærna fyrirhöfn til að afla sjaldgæfra merkja, stimpla, bréfa og afbrigða. Marg- ir þessara hluta eru svo dýrir að fáir hafa efni á að kaupa þá. Hér hafa því peningarnir, eins og á svo mörgum sviðum öðrum, átt sinn stóra þátt. Ekki skal lasta þessi verðlaunasöfn, en frí- merkjasöfnun á ekki að vera neinn einkaréttur peningamann- anna, hún á að vera almennings- eign, holl frístundaiðja, fræðslu- lind og ánægjuauki. Sýningar frí- merkjasafnara eiga einmitt að vekja áhuga ungra sem aldinna, leiðbeina og sýna hvernig hægt er að safna án þess að stórum fjár- fúlgum sé til þess varið, en ekki endilega að keppa til verðlauna. Benda má á í þessu sambandi, að tegunda og mótíf söfnun færist nú mjög í vöxt. Tegundasöfn unglinganna í Kópavogi, sem sýnd voru í fyrra, vöktu athygli þess sem þetta ritar, kannski meira en það, sem verðlaunað var. Á sýningunni FRÍM 80 munu hafa verið söfn þriggja félaga úr Félagi frímerkjasafnara á Akur- eyri, auk kynningar á útgáfu fé- lagsins á fyrsta dags umslögum og Útgáfudagsblöðunum, sem síðar verður vikið að. Á FRÍM 80 eru í notkun sér- stimplar eins og venja er í sam- bandi við frímerkjasýningar. Þeir voru í notkun alla sýningardag- ana 6.-10. nóv. Sýningunni lauk á Degi frí- merkisins. Þá var sérstakur dags- stimpill og með honum var líka minnst bókarinnar íslensk frí- merki í hundrað ár og þeirrar viðurkenningar, sem sú bók hefur hlotið á sýningum erlendis. Sú viðurkenning er sannarlega vel verðskulduð fyrir slíkt ágætis verk. Þáttur þessi leyfir sér að flytja Jóni Aðalsteini Jónssyni þakkir fyrir „Jónsbók“ eins og Svíar kalla hana. Á. F. FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI Lundarbrekkukirkja 100 ára að ári — Vígð 4. desember 1881 Staðarfelli U. 11. Á næsta ári verður Lundar- brekkukirkja í Bárðardal 100 ára, en hún var vígð 4. des. 1881. Tildrög kirkjubyggingarinnar voru þau að staðarkirkjan, sem var tiltölulega nýleg timburkirkja, brann til kaldra kola árið 1878. Bændakirkja hafði verið á staðnum en nú tók söfnuðurinn á sig endur- bygginguna þar sem heimamenn treystust ekki til þess sem vonlegt var. Ákveðið var að byggja úr var- anlegu efni, sandsteini sem finnst í gili handan fljóts. Fluttu þeir steininn að mestu leyti á sleðum að vetrarlagi þá Fljótið var ísi lagt. Eitthvað varð þó að flytja á klökk- um. Var þessi flutningur hið mesta afrek á sínum tíma. Kirkjan ber þess glögg merki að vel var til hennar vandað og eru Bárðdæling- ar þakklátir feðrum sínum fyrir framsýni þeirra og fórnarlund. Á almennum safnaðarfundi Lundarbrekkusóknar sem haldinn var sunnudaginn 9. nóvember, var ákveðið að minnast afmælis kirkj- unnar með því fyrst og fremst að fegra hana og prýða svo sem kostur væri. Var kosin nefnd til þess að gera tillögur þar að lútandi. Hana skipa: Hjördís Kristjánsdóttir Lundarbrekku, Svanhildur Her- mannsdóttir skólastjóri og Héðinn Höskuldsson Bólstað. Er velunnur- um kirkjunnar bent á að koma hugmyndum sínum á framfæri við nefndina. Þá hefur verið stofnaður við- gerðar- og fegrunarsjóður Lundar- brekkukirkju. í hann hafa borist eftirtaldur gjafir: 50.000 kr. frá Dagrúnu Pálsdóttur Stóruvöllum til minningar um foreldra hennar, hjónin Pál H. Jónsson og Sigríði Jónsdóttur á Stóruvöllum. 50.000 kr. frá Baldri Jónssyni Stóruvöllum til minningar um foreldra hans, hjónin Jón Jónsson og Jónínu Sölvadóttur á Sigurðarstöðum. 400.000 kr. frá systkinunum Önnu Guðrúnu Sveinsdóttur, Páli Sveinssyni, Margréti Sveinsdóttur og Kristínu Sveinsdóttur til minn- ingar um foreldra þeirra, hjónin Svein Pálsson og Vilborgu Kristjánsdóttur í Stórutungu. Að lokum skal þess getið að Mýrarættin, sem efndi til móts á síðastliðnu sumri ákvað að verja hagnaðinum af því móti, kr. 100.000, til Lundarbrekkukirkju. Vilja Mýrarmenn að þeim fjár- munum sé varið til viðgerðar eða kaupa á hljóðfæri enda var ættfað- irinn, Jón Karlsson á Mýri, organ- isti við kirkjuna um langt árabil. J.A.B. Bækur frá Skjaldborg Tólf bækur koma út hjá Skjaid- borg fyrir jóiin, þar af fjórar barnabækur. Hér fara á eftir upplýsingar Skjaldborgar um þessar bækur: Aldnir hafa orðið, 9. bindi. — Erlingur Davíðsson skráði. — Rit- safn þetta er eitt hið stærsta og vinsælasta á íslandi. — Þessi segja frá: Ágústa Tómasdóttir, Eggert Ólafsson, Hannes Jóhannsson, Katrín Guðmundsdóttir, Leopold Jóhannesson, Sigurður G. Jóhannesson, Stefán Sigfússon. Víða liggja leiðir. Ný bók eftir Guðbjörgu Hermannsdóttur. Skemmtileg saga um ólgandi ástir og ógnþrungin örlög. Þriðja bók Guðbjargar. Draumur undir hauststjörnum. Ný ljóðabók eftir Guðmund Frím- ann, skáld og rithöfund. Ýmsar verða ævirnar. Ný bók eftir Bolla Gústavsson í Laufási, prýdd fjölda teikninga eftir höf- undinn. — Fjöldi fólks kemur við sögu, þ.á.m. Björn Halldórsson skáld og fyrrverandi prestur í Laufási, Jón Hinriksson, Hellu- vaði, og Fjalla-Bensi. Þetta er mjög eiguleg bók. Mannlíf í mótun. Fyrra bindi æviminninga Sæmundar G. Jóhannessonar frá Sjónarhæð. Fjöldi mynda er í bókinni, sem er bráðskemmtileg og vel skrifuð. Spor á vegi. Nú rammíslensk og spennandi ástarsaga eftir Aðalheiði Karlsdóttur frá Garði, höfund bókarinnar Þórdís á Hrauná, sem út kom á síðasta ári. Ungs manns gaman. 2. bindi æviminninga Einars Kristjánssonar frá Hermundarfelli. Margar myndir eru í bókinni af fólki er kemur við sögu. Ritsafn Einars er skemmtilegt til lestrar fyrir fólk á öllum aldri. Gigtarsjúkdómar og heilsufræði- alþúðunnar. Ný bók eftir Jarvis, hinn þekkta lækni í Vermont í Bandaríkjunum. Fyrri bók hans, Læknisdómar alþýðunnar, hefur selst í stóru upplagi hér á landi. Þetta er prýðis bók, sem ætti að vera til á hverju heimili. Bækur fyrir börn og ung- linga: Sveita-prakkarar. Ný barna- og unglingabók eftir Indriða Úlfsson, skólastjóra. — 13. bók höfundar'. Bráðskemmtileg bók og algjörlega sjálfstæð saga. Káta gerist Léttastelpa. 10. bók- in í hinum geysivinsæla bókaflokki um Kátu og vini hennar. Nú fer Káta til Afríku og lendir í ótrúleg- ustu ævintýrum. Tvær nýjar íslenskar litmynda- bækur fyrir yngsu börnin, Dolli dropi og Ævintýri Dolla dropa. Þetta eru tilvaldar bækur fyrir litlu bömin. Myndir og texti Jóna Axfjörð. Fé finnst í eftirleitum Staðarfelli 11. 11. Bændur í Bárðardal og Út- Kinn notuðu góða veðrið í síðastliðinni viku til þess að huga að kindutn í afréttar- löndum sínum. Bárðdælir lögðu leið sína sitt hvoru megin við Skjálfandafljót allt suður í Fljótskvíslar að vestan og að Laufrönd að aust- an. Fundu þeir sitt lambið hvoru megin. Kinnungar leituðu Náttfara- víkur bæði af sjó og landi. Fundu þeir 5 kindur við Vargs- nes. Allar voru kindur þessar vel á sig komnar eftir atvikum. J.A.B. — Pappírs- verksmiðja... (Framhald af bls. 1). og eru gæði vatnsins mikil. Höfnin á Húsavík er ekki nógu stór, en hægt að stækka hana — svo 20 til 40 þúsund smálesta skip gætu lagst að bryggju. Mengun á landi og sjó er hægt að hindra. Eins og fyrr segir hafa Húsvík- ingar áhuga á að nota háhitaorku af Þeistareykjasvæðinu sem er í 24ra km. fjarlægð. Það veitir ekki af að byrja meiri rannsóknir en gerðar hafa verið á svæðinu því nauðsyn- legur tími til rannsókna og undir- búnings á jarðhitasvæðinu er talinn vera 5 til 6 ár. „Fundurinn í Reykjavík var ein- ungis til að kynna ýmsum aðilum hvað væri á seiði og viðbrögð ráðuneytis eru mjög jákvæð. En auðvitað er eftir að kryfja alla þessa þætti áður en nokkrar ákvarðanir verða teknar“ sagði Bjarni að lok- um. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.