Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 13.11.1980, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 13. nóvember Bílaperar 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR SAMLOKUR fyrir og án peru Útibúið á Siglufirði. Mynd: á.þ. Söluaukning hjá útibúinu Nú eru liðin 8 ár síðan KEA tók við rekstri verslunar, sem Kaup- félag Siglfirðinga hafði haft með höndum þar á staðnum, en 4 ár síðan formlega var stofnuð á Siglufirði deild frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Deildarstjóri Siglu- fjarðardeildar KEA er Ólafur Jóhannsson, en útibússtjóri er, og hefur verið frá upphafi, Guðmundur Jónasson. Starfssemin á Siglufirði er versl- un einvörðungu. Aðalstarfsemin fer fram í verslunarhúsinu að Suð- urgötu 2-4, þar sem reknar eru 3 deildir, matvörudeild, búsáhalda- og heimilistækjadeild og fatadeild. Ennfremur sér útibúið um útvegun á byggingavöru fyrir viðskiptavini sína en lager er enginn í þeirri vöru. Við verslunina vinna nú 14 manns, þar af 5 stúlkur í hálfu starfi. Auk þessa er rekin lítil matvörubúð að Hvanneyrarbraut 42. Við hana vinnur nú aðeins einn maður. Vörur eru fluttar frá Akureyri til Siglufjarðar með bíl, sem fer tvær ferðir í viku á tímabilinu l. júní til 15. október. Hinn tíma ársins koma þær með flóabátnum Drang, sem þá fer 2 ferðir í viku. Rekstur verslunarinnar á Siglu- firði hefur gengið snuðrulaust frá upphafi. Á árinu 1979 varð heild- arumsetning rúmar 436 milljóriir, þar í talið byggingarefni. Frá ára- mótum til 30. sept. þessa árs varð aukning verslunar í krónum talið 71%. Er sýnilega um verulega magnaukningu að ræða. Sjaldan slátr- að jaf n fáum hrossum Sauðárkróki 5. nóvembcr. Um miðjan október brá til kulda og snjókomu. ! Fljótum, sem annarsstaðar, setti niður snjó og varð haglaust fyrir fé. Einkan- lega átti þetta við í Austur- Fljótum. Um síðustu helgi hlán- aði og tók upp snjóinn. Bændur í Fljótum voru búnir að hafa orð á því að innistöðu- tími yrði langur ef ekki hlánaði fyrr en í vor, svo þetta var kær- komin hláka. Fé var búið að vera á fullri gjöf í hálfan mán- uð. Nú stendur yfir stórgripa- slátrun á Sauðárkróki. Þegar sauðfjárslátrun lauk var hafist handa við að slátra nautgripum og var slátrað 340 að þessu sinni, en fyrir sauðfjárslátrun var lógað 230 nautgripum. Þessa dagana er verið að slátra hrossum. Búist er við að alls verði slátrað 300 hrossum, en það er með fæsta móti. Ástæðan er m.a. sú að bændur eru vel heyjaðir og setja dálítið á af folöldum og eins hitt að margar hryssur voru geldar s.l. vor. G.Ó. Viku á undan áætlun Á föstudag var Harðbakur EA sjósettur eftir allmiklar bolvið- gerðir sem framkvæmdar voru í Slippstöðinni á Akureyri. Við- gerðin hófst 23. október og henni átti að Ijúka 15. nóvember samkvæmt tilboði Slippstöðvar- innar. Verkið gekk hins vegar mjög vel og því lauk viku á und- an áætlun. Þýsk skipasmíðastöð bauð einnig í verkið og voru til- boðin sambærileg hvað verð áhrærir. „Slippstöðin skilaði verkinu fljótt og vel og á hrós skilið. Ég hef alltaf haldið því fram að þar væri hægt að vinna verkin bæði fljótar og betur og vona að framhald verði á þessu,“ sagði Vilhelm Þorsteins- son, framkvæmdastjóri hjá Ú.A.'í viðtali við Dag. „Við skipulögðum þetta verk mjög vel og þetta er talandi dæmi um það, að það eru sleggjudómar að telja allt sem frá útlöndum kemur betra en það sem hægt er að gera hér heima,“ sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Silppstöðvarinn- ar, þegar samband var haft við hann vegna þessa máls. Gunnar sagði að starfsmenn Slippstöðvar- innar ættu heiður skilinn og ljóst væri af þessu, að þeir stæðu er- lendum starfsbræðrum sínum fyllilega snúning. Ekki þarf að tíunda það, hversu mikill hagur það er að geta fram- kvæmt slíkar viðgerðir heima. Það hefur í för með sér olíusparnað og • . •"vAr . ««11«" 'ir gjaldeyrissparnað og þegar vel gengur, eins og í þessu tilviki, kemst skipið viku fyrr á veiðar. Harðbakur sjósettur eftir viðgerðina. Hrússi gekk sjálfala í Krossavíkurbjörgum Gunnarsstöðum í Þistilfirði 7. nóv. Hér um slóðir hefur verið mjög góð tíð að undanförnu. Nú er orðið alautt í byggð og ekki snjór nema í hæstu fjöllum. Menn eru líka í ýmsum haust- verkum og sumir byggja hús og aðrir dytta að. Við sjóinn eru ágætar gæftir og afli var góður á línubáta í október og er svo enn. I dag var meira að segja verið að taka upp rófur á Syðra-Lóni. Þar er stór rófnaakur og var eftir að taka upp úr honum 6-8 tonn þegar spillti. Rófumar eru með öllu óskemmdar, en þær skemmast ekki ef þær ná að þiðna með moldinni. Hér út með firðinum að vestan eru björg, sem nefnast Krossavík- urbjörg. Þar gekk úti í fyrravetur lambhrútur og sást en náðist ekki. 1 haust var reynt að ná honum, en það tókst ekki fyrr en nú um dag- inn. Að vísu var ekki hægt að ná honum lifandi burt úr björgunum og var honum slátrað í fjörunni. Hrúturinn hafði 48 kílóa kropp, sem er alveg sérstakt. Hrúturinn varð alveg óður þegar menn reyndu að ná honum og setti þá í lífshættu. Frækinn bjargmaður var búinn að reka hrútinn á syllu, en þá sneri hrússi við og kom á móti honum á fullri ferð eftir syllunni. Bjargmaðurinn stökk upp og lét hrútinn hlaupa undir sig og bjarg- aði sér með því móti. Þá gripu menn til þess bragðs að flæma hrútinn niður í fjöru og ætlaði hrússi í sjóinn, og var þá fátt annað til ráða en að lóga skepnunni. Ingimundur Gunnarsson, bóndi í Krossavík átti hrútinn. Ingi- mundur má vel við una að fá svo vænan dilk, því það þykir mjög góður hrútur sem við ölum í húsi og nær því að vera með 40 kílóa kropp. í Krossavíkurbjörgum eru syllur þaktar grasi og hefur hrúturinn haft gott að éta. Ó. H. Framkvæmdum lokið við togarabryggjuna Framkvæmdum við nýju tog- arabryggjuna á Siglufirði er nú lokið. Búið er að steypa þekjuna og bryggjan er upplýst. Þetta er fallegt mannvirki, segja heima- menn, og að því er mikil bót. í þekjunni er hitalögn, sem hefur ekki verið reynd enn. Ætlunin er að fá hita sem kemur af vél- um í Þormóði ramma. Verið er að byggja frystihús fyrir Þor- móð ramma og enn hefur ekki verið ákveðið hvort vélarnar í húsinu verða loft- eða vatns- kældar. Ef hið fyrrnefnda verð- ur fyrir valinu verður líklega að fá heitt vatn frá hitavejtunni, en það er dýrara. Fræðsla um samvinnu- mál í Húnavatnssýslu Á vegum félagsmálanefndar Kaupfélags Húnvetninga og Slát- urfélags Austur-Húnvetninga og starfsmannafélags er verið að und- irbúa fræðslufundi um samvinnu- mál, ásamt vörukynningu. Guð- mundur Guðmundsson fræðslu- fulltrúi SÍS mun flytja framsöguer- indi og svara fyrirspurnum. Fund- imir byrja allir kl. 21.00 og verða sem hér segir: Á Skagaströnd mánudaginn 24. nóvember, í Húnaveri þriðjudaginn 25. nóvember, á Blönduósi mið- vikudaginn 26. nóvember, í Flóð- vangi fimmtudaginn 27. nóvember, á Húnavöllum föstudaginn 28. nóvember. Fundimir eru öllum opnir og menn hvattir til að mæta einhvers- staðar á ofannefndum fundarstöð- um. Jafnframt er gert ráð fyrir því að Guðmundur fari í grunnskóla sýslunnar og haldi þar fyrirlestur um sama efni. ,,Öfl gegn ölvunarakstri“ Ölvun við akstur er verulegt og vaxandi vandamál í umferðinni ölvun við akstur er verulegt og vaxandi vandamál í umferðinni. Enda þótt vænta megi að fólk geri sér grein fyrir þeirri hættu, sem af slíku atferli stafar, og öllurn muni ljóst að það varðar við lög, hafa undanfarið verið teknir yfir tvö þúsund ökumenn á ári hverju grunaðir um ölvun við akstur. Arið 1979 voru þeir 2.609. Nokkur félagasamtök og stofn- anir hafa tekið saman höndum undir samheitinu „Öfl gegn ölvun- arakstri" um að koma á framfæri og vekja athygli á staðreyndum um ölvun við akstur svo að landsmenn geti sameiginlega komið þessum málum til betri vegar. Umferðarráð og Áfengisvarnar- ráð hafa í því skyni látið prenta veggspjald og bækling sem Is- lenskir ungtemplarar og lögreglu- menn munu dreifa á Stór-Reykja- víkursvæðinu en Slysavarnafélagið annarsstaðar á landinu. £7 'X M m m mrr' ll Dll llil li\ jjir yy \h S. U jJ_ # Aðtryggja veginn Nú eru leikarar að hugsa um að fara í verkfall hjá ríkisfjöl- miðlunum ef ekki verði gengið að kaupkröfum þeirra fyrír 15. nóvember og ef ekki verða framleidd a.m.k. 10 sjónvarpsleikrit eða leiknar kvikmyndir á ári hverju og samanlögð iengd a.m.k. 10 klst. Þetta er svolítið sniðug aðferð. Til dæmis væri ekki úr vegi fyrir prentara að krefjast þess, að hver meðal- prentsmiðja framleiddi a.m.k. tvo tugi bóka á ári, að jafnaði 250 blaðsíður á lengd, til að tryggja veg prentlistarinnar. Þá gætu starfsmenn slippstöðvarinnar á Akureyri gert þá kröfu að smíðaðir verði a.m.k. þrír skuttogarar á árí, a.m.k. 53 metrar á lengd, til að tryggja veg íslensks skipasmíðaiðnaðar. # Hvað kostar að reykja Ef þú reykir einn pakka af sígarettum á dag gæti verið fróðlegt fyrir þig að vita eftir- farandi: Þú eyðir á viku tæp- um 8 þúsund krónurm, á mánuði tæpum 34 þúsundum og á ári 408 þúsund krónum — en ef þið hjónin reykið bæði pakka á dag nemur þessi upphæð „aðeins" 817.200,00 krónum á ári. Það mætti ekki bjóða þér sem reykir að fara út í garð með búnt af seðlum, segjum hálfa milljón, og kveikja i því? % Hrísvönd til götu- hreinsunar Lesandi hringdi og bað um að þeirri spurningu yrði komið á framfæri við Akur- eyrarbæ, hvort ekki mætti kaupa gamlan jeppa og nota hann tii að drags hrisvönd meðfram rennusteinunum i stað þess að reka rándýrt verkfæri sem gerði svipað gagn, þ.e.a.s. tækið sem ætti að hafa það hlutverk að sópa göturnar, en gerði lítið annað en þyrla upp ryki. „Getur ekki veríð að það eigi að bleyta göturnar áður en hafist er handa við hreinsunina?" sagði þessi sami lesandi. • Krafla Frónið hristir Annar lesandi sendi okkur þessa ferskeytlu, nánar til- tekið sléttubönd, sem lesa má bæði áfram og aftur á bak: Krafla Frónið hristir, hart hraunið brennur gíga, gafla hleður skýja, skart skapast, klettar síga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.