Dagur - 20.11.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur.
Akureyri, fimmtudagur 20. nóvember 1980
84. tölublað
Ef lyklarnir gleymast
í læstuni bíl
Fjárhagserfið-
leikar fólks
óvenju miklir
Gera líkan í fyrsta sinn
Hafnarstjórn hefur samþykkt
að fela hafnarstjóra að fá frá
Hafnarmálastofnuninni skrif-
lega kostnaðaráætlun um gerð
módels og tilraunir því samfara,
vegna byggingu viðlegu og lönd-
unarbryggju hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa. Væntanlega fara
starfsmenn Hafnarmálastofn-
unar að gera tilraunina innan
tíðar. Kanturinn hjá Ú.A. á að
vera 60 metra langur.
„Það er farið að gera módel af
þessu tagi í auknum mæli, en þetta
er í fyrsta sinn sem svona er gert
fyrir Akureyrarhöfn," sagði Stefán
Reykjalín, formaður Hafnarnefnd-
ar. „Að þessu sinni á ekki að hlaupa
í framkvæmdir án nokkurs undir-
búnings,' samanber bryggjuna
sunnan á tanganum."
Nýja löndunarbryggjan kemur
beint sunnan við gömlu bryggjuna.
I tilraununum sem gerðar verða á
aðallega að athuga hvort sé betra
að hafa þarna staurabryggju eða
lokaða bryggju með stálþili.
Það var sameiginlegt álit nokk-
urra starfsmanna hjá banka-
stofnunum á Akureyri að fjár-
hagur almennings væri með
versta móti um þessar mundir.
Einnig eiga sum fyrirtæki t.d. í
miklum erfiðleikum með að
greiða vinnulaun um mánaða-
mót. Lögmaður í bænum sagði
að hann fengi nú óvenju mikið
af skuldum til innhcimtu og væri
óhætt að segja að jafnvel fólk
sem til þessa hefði ávallt staðið í
skilum ætti erfitt með það.
„Við verðum mikið vör við að
fólk hefur mun minni peninga á
milli handanna, en þrátt fyrir góð-
an vilja getum við litið gert. Ég tel
að þetta sé einkum fólk sem er með
nýbyggingar á 2. eða 3. ári,“- sagði
starfsmaður í banka og í viðtali við
Útgerðarfélag Akureyrar. Togarinn liggur við gömlu löndunarbryggjuna. Mynd: á.þ.
þrýstingur á það úr ýmsum áttum
að verksmiðjunni verði ekki lokað.
Fram að næsta stjórnarfundi verða
gerðar kannanir á því hvort sé yfir-
leitt einhver grundvöllur fyrir
rekstri Iðunnar,“ sagði Hjörtur
Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðn-
aðardeildar SÍS í samtali við Dag í
gærkvöldi.
Hjörtur sagði að ástæðan fyrir
annan kom fram að Seðlabanki ís-
lands hefur fyrirskipað viðskipta-
bönkunum að draga verulega úr
útlánum. „Þegar á heildina er litið
er ástandið óvenjuerfitt," sagði
starfsmaðurinn.
Bankaútibússtjóri á Akureyri
hafði þetta um málið að segja: „Því
miður á það við rök að styðjast að
fólk eigi í erfiðleikum með að
greiða skuldir sínar. Ef við athug-
um hvernig ástandið var um þetta
leiti í fyrra og svo aftur nú kemur í
Ijós að það hefur versnað til muna.
Einnig er það áberandi með fyrir-
tæki hvað þau eiga erfitt með að
greiða vinnulaun, sem að sjálf-
sögðu stafar af því að þau fá ekki
greitt frá sínum skuldunautum."
Útibússtjórinn sagði einnig að nú
væri mun meira auglýst af
uppboðum og mun meira um það
að fólk sýni ráðamönnum í bönk-
um bréf þar sem verið er að hóta
lögtaki ef skuldin verði ekki greidd.
En bankamennirnir eiga ekki hægt
um vik að lána þegar þeir hafa
fengið fyrirskipanir um aðhald í
útlánum eins og kom fram hér að
ofan.
AFSLÁTTUR AF STAÐ-
GREIDDRIVÖRUÚTTEKT
Ákveðið hefur verið að gefa
félagsmönnum KEA kost á að fá
afslátt af staðgreiddri vöruút-
tekt sinni í öllum deildum Vöru-
húss KEA, í Raflagnadeild og í
Vöruhúsinu Hrísalundi 5, neðri
hæð, dagana 24.-28. nóvember
n.k., gegn afhendingu afsláttar-
korta.
Akvörðun um Iðunni frestað
Á stjómarfundi Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, sem hald-
inn var í gær, var ákveðið að fresta
því að taka endanlega ákvörðun um
hvort starfsemi Skóverksmiðjunnar
Iðunnar verði hætt. Næsti stjórnar-
fundur er í febrúar og þá verður
framtíð verksmiðjunnar væntanlega
ráðin.
„Það hefur verið töluverður
slæmri stöðu fyrirtækisins, sem er
hið eina í landinu sem framleiðir
skó, væri efnahagsástandið hér
innanlands. „Ef væri viðunandi
ástand — þ.e. verðbólga í takt við
það sem gengur og gerist erlendis,
þá teljum við að hægt væri að reka
þetta fyrirtæki,“ sagði Hjörtur.
Veittur verður 10% afsláttur af
öllum vörum deildanna nema hús-
gögnum, stærri rafmagnstækjum til
heimilisnota og gólfteppum. Á
þeim vörum verður afslátturinn
5%. Þessi kjör gilda einnig á sömu
vöruflokkum í öllum verslunum
KEA utan Akureyrar.
Afhending afsláttarkortanna
hefst föstudaginn 21. nóvember á
aðalskrifstofu KEA, Hafnarstræti
91, Akureyri, og verður hverjum
félagsmanni afhent þrjú kort.
Félagsmenn í deildum á Siglufirði,
Ólafsfirði, Dalvík og Svarfaðardal,
Árskógshreppi, Hrísey, Höfða-
hverfi og Grímsey, fá afsláttar-
kortin afhent í verslunum félagsins
á þessum stöðum.
Þorskafli
70 þús lestir
fyrstu tíu
mánuðina
Fyrstu tíu mánuði ársins var
heildarafli landsmanna rösk-
lega 1,2 milljónir lesta á móti
rúmlega 1,5 milljón lesta á
sama tíma í fyrra. Heildarafli
Norðlendinga var þá orðinn
301 þúsund lestir á móti 178
þúsund lestum fyrstu tíu
mánuðina í fyrra.
Þorskafli bátanna á Norður-
landi var 24.600 lestir fyrstu tíu
mánuðina á móti 26.100 lestum
í fyrra á sama tíma. Þorskafli
togaranna nam tæplega 45.700
lestum til októberloka í ár en
46.860 lestum í fyrra á sama
tíma. Fyrstu tíu mánuði ársins
nam botnfiskafli bátanna á
Norðurlandi tæplega 26 þúsund
lestum og botfiskafli togaranna
rösklega 69.400 lestum.
Framsóknarfélag Akureyrar
heldur spilavist n.k. miðvikudag
á Hótel KEA kl. 20.00. Nánar
verður greint frá þcssu í næsta
blaði.
Falleg jólakort
Minningasjóður Kvenfélagsins
Hlífar hefur látið gera jólakort
eftir skírnarfonti þeim er bræð-
umir í Litla Árskógi gerðu með
skírnarskál úr ópölum unna af
Ágústi Jónssyni, byggingarmeist-
ara á Akureyri. Hina bestu gripi.
Þeir voru afhentir barna- og fæð-
ingardeildum á páskum síðast-
liðnum. Einnig kort af lítilli
stúlku sem oft hefur þurft á
lækningu að halda á barnadeild-
inni. Myndirnar tók Ásgrímur
Ágústsson. Prentun annaðist
P.O.B. Allt var unnið af mikilli
vandvirkni. Kortin verða boðin
til sölu um helgina á Akureyri og
á Húsavík. Einnig eru þau til sölu
í B-deild og símaafgreiðslu F.S.A.
og hjá Laufeyju Sigurðardóttur,
Hlíðargötu 3, Akureyri.
(Fréttatilkynning).
Jón og Haraldur
heiðraðir
Þeir bræður, Jón Sigurgeirsson,
fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans
á Akureyri, og Haraldur Sigur-
geirsson fulltrúi á skrifstofum
Akureyrarbæjar voru heiðraðir á
aðalfundi Tónlistarfélags Akur-
eyrar nýverið og gerðir að heið-
ursfélögum. Jón Sigurgeirsson
var einn þeirra tólf, er stofnuðu
félagið árið 1943, hann gegndi
formannsstörfum á árunum
1966-1970, og hefur allan tímann
verið virkur og ötull félagsmaður.
Haraldur Sigurgeirsson starfaði í
félaginu um 30 ára skeið og var
gjaldkeri um 16 ára skeið.
Áður höfðu Sigurgeir Jónsson
orgelleikari, Björgvin Guð-
mundsson tónskáld og Stefán
Ágúst Kristjánsson, — formaður
félagsins um 23ja ára skeið og
stofnandi — verið sæmdir þessari
nafnbót. Stefán er sá eini af fyrri
heiðursfélögum er lifir.
Um helgina. . . ■
Um helgina kemur annarar
deildar lið Breiðabliks í hand-
bolta og leikur tvo leiki. Á föstu-
dagskvöldið leikur liðið við KA
og á laugardaginn við Þór.
IAUGLYSINGAR OG ASKRIFTs 24167 - RITSTJORNs 24166 OG 23207!