Dagur - 20.11.1980, Page 6

Dagur - 20.11.1980, Page 6
Möðruvallaklaustursprestakall. Möðruvallakirkja barna- guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Sóknarprestur. Slysavarnarfélagskonur, Akur- eyri. Jólabasar verður hald- inn á Hótel K.E.A. sunnu- daginn 30. nóvember klukk- an þrjú. Komið munum i Skipagötu 12 laugardaginn 29. nóvember milli klukkan þrjú og fimm, en kökum á Hótel K.E.A. eftir klukkan eitt sunnudaginn 30. nóvember. ■fii ,,Kapp er best með forsjá’ BREAKING AWAY API imWKHM TOKfCiWV rpjic nvnrma intJ<;riM iwm mrfcfliWFfinriuurv Nýja bíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina „Kapp er best með forsjá" er fjallar um líf ung- linga í Bloomington í Bandaríkjunum en þar er fylkisháskóli Indiana og rík- ir rígur milli stúdentanna og strákanna í bænum. KI. 11 sýnir bíóið myndina hnefinn er fjallar um ævi eins vold- ugasta verkalýðsforingja í Bandaríkjunum, sem hvarf með dularfullum hætti fyrir nokkrum árum. Aðalhlut- verk. Sylvester Stallone, Rod Steiger og Peter Boyle. Hnefinn (F.I.S.T.) Byggingahappdrætti NLFI. Dregið var hjá Borgarfógeta 6. nóv. 1980 Þessi númer hlutu vinning. Nr. 1. 9989 Bíll kr. 5.500.000,-. Nr. 2. 17898 Myndsegulbands- tæki. kr. 1.500.000.-. Nr. 3. 31200 Litasjónvarp, kr. 900.000,- Nr. 4. 34086 Hljómflutningstæki, kr. 800.000,-. Nr. 5. 12146 Húsbúnaður, kr. 900.000,-. Nr. 6. 18336 Garð-gróður- hús, kr. 500.000,-. Nr. 7. 9009 Frystikista, kr. 600.000,-. Nr. 8. 7590 Dvöl á skíðavikunni á Akureyri, kr. 270.000,-. Nr. 9. 26297 Dvöl á Heilsuhæli NLFÍ fyrir einn í 3 vikur 350.000,-. Nr. 10. 11516 Dvöl á Heilsuhæli NLFÍ fyrir einn í 3 vikur, kr. 350.000,-. Upplýsingar á skrifstofu NLFÍ. Laugavegi 20 b sími 16371. 6.DAGUR S.f.B.S. deild Akureyri (berkla- vörn) heldur fund að Hótel Varðborg, laugardaginn 22. nóv. kl. 2.00 e.h. Kjartan Guðnason og Oddur Ólafs- son, verða gestir fundarins. Félagar fjölmennið og einn- ig eru asma og ónæmis- sjúklingar hvattir til að mæta. Stjórnin. I.O.O.F. 2 = 16211218 = 9 — 1 GJAHR OGAIILII Frá Grundarsókn. jSóknarnefnd Grundarsóknar vil hér með færa Aðalsteinu Magnús- dóttur og Gísla Björnssyni á Grund innilegar þakkir fyrir fagran hátíðar messuskrúða er þau færðu kirkjunni að gjöf við messu þann 9. þ.m. Gjöfin er til minningar um Magnús Sigurðsson á Grund og gefin í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli kirkjunnar, en hún var vígð 12. nóv. 1905. Þar sem viðgerð hefur staðið yfir á kirkjunni og er enn ekki lokið hefur verið ákveðið að minnast þessa afmælis ekki fyrr en síðar. Marselía Oladóttir hefur fært Krabbameinsfélagi Akur- eyrar gjöf að upphæð kr. 15.000,- til minningar um Marselínu Sigurðardóttur. Kærar þakkir. f.h. Krabba- meinsfélags Akureyrar. Jón- as Thordarson. Skákmót. U.M.S.E. hefur ákveðið að gangast fyrir þremur skákmótum í vetur fyrir félaga sína þar sem umhugsunartími hvors keppanda er 15. mín. á skák. Tefldar verða 9. umferðir eftir Monradkerfinu. Fyrsta mótið verður í Árskógi n.k. sunnudag 23. nóv. og hefst kl. 13.00. Keppendur komi með töfl og klukkur. Skrán- ing fer fram á staðnum og þátttökugjald er 1.000,- kr. U.M.S.E. Tilkynning um munasölu. Kvenfélagið Baldursbrá heldur muna og kökubasar í Laxagötu 5 sunnudaginn 23. nóv. kl. 15,00. Ágóðanum verður varið til líknarmála. Nefndin. Jólamarkaöur verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 22. nóv. og hefst kl. 3. Jóla- vörur, jólaföndur, laufa- brauð og kökur. Komið og gerið góð kaup. Zonta- klúbbur Akureyrar. AUGLÝSIÐ (DEGI Borgarbíó sýnir kl. 9 myndina Flóttinn frá Alcatraz, með Clint Eastwood í aðalhlut- verki. Snemma árs 1960 er Frank Morris fluttur á Alcatrazfangelsið, mesta ör- yggisfangelsi Bandaríkjanna í San Fransiskóflóa. Yfir- fangavörðurinn lætur þess getið við Morris við kom- una, að enn hafi engum tek- ist flótti úr fangelsi hans. hans. Margir hafi reynt en þeir, sem hafi ekki náðst, hafi verið drepnir eða drukknað. Myndin er byggð á atburðum, sem gerðust ár- ið 1962 en rétt á eftir ákvað Róbert F. Kennedy dóms- málaráðherra Banda- ríkjanna að fangelsið skyldi lagt niður ári síðar. Á þeim 29 árum, sem það var í notkun, gerðu 39 menn 14 flóttatilraunir. Af þeim voru 26 handsamaðir, sjö skotnir á flótta og þrír drukknuðu. Kl. 11 sýnir bíóið myndina til Móts við Gullskipið, með Richard Harris, Ann Turkel og Gordon Jackson í aðal- hlutverkum. Myndin ergerð eftir sögu Alistair Macleans og eins og að vanda í sögum hans er spennan frá upphafi til enda. /'i 1 ———...... i Nýkomið. Kuldajakkar, stærðir 6-16. Kuldajakkar, st. S., M. og L. með íreimuóum ermum. Verslunin Ásbyrgi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 35. og 37. tbl. Lögbirtinga- blaósins 1980 á fasteigninni Fjölnisgata 1A, Akur- eyri, þinglesin eign Stefáns Ólafssonar og Þór- unnar Þorgilsdóttur, fer fram eftir kröfu Iðnlána- sjóðs, Byggöasjóðs, Arnmundar Backmanns hdl. og Benedikts Ólafssonar hdl., á eigninni sjálfri mánudaginn 24. nóvember n.k. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Maðurinn minn, EIRÍKUR SIGURÐSSON, fyrrv. skólastjóri, Hvannavöllum 8, andaðist í Landspítalanum 17. nóvember. Jónína Steinþórsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar JÓN ÓSKAR JENSSON, Garðsvík, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 16. nóv. s.l. verður jarósunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn 22. nóv. kl. 14.00. Rósa Hálfdánardóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við f áfall og jarðarför HÖNNU GERÐAR HARALDSDÓTTUR, Skarðshlíð 22, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við öllum Kiwanis- og Sinawik-félögum. Gunnar Frímannsson og börn, Ragnheiður Valgarðsdóttir og fjölskyldur, Frímann Guðmundsson og fjölskyldur. Hjartanlegar þakkir sendi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um fyrir góðar gjafir og alla fyrirhöfnina vegna 75 ára afmœlis míns, svo og öðrum sem minntust mín með blómum, gjöfum og skeytum. Guð blessiykkur öll. INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri — Lausarstöður — Staóa sérfræðings á fæðingar- og kvensjúkdóma- deild F.S.A. er laus til umsóknar. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórn eða framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins, sem gefa nánari upplýsingar. Staða fulltrúa framkvæmdastjóra F.S.A. er laus til umsóknar. Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun æskileg. Umsóknir, er greini aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórn eða framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins, sem gefa nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 18. desember 1980. Alfl IDBVDADDATD MVlWflCi * %O-ACbFX Laust starf Starf rafvirkja hjá Rafveitu Akureyrar er laust til umsóknar. Verulegur hluti starfsins veróur vinna við mælaprófun. Allár nánari upplýsingar veitir raf- veitustjóri. Umsóknarfrestur er til 1. des. n.k. Rafveita Akureyrar. Þórsarar! Fyrirhugað er að halda álfabrennu í janúar n.k. Þeir sem tóku þátt í álfadansi á síðustu brennu og þeir sem hafa hug á að vera með núna eru beðnir að hafa samband við Skúla Lórenzson í síma 24029 eftir kl. 20 öll kvöld. iþ,ö«afélagi6 Þór.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.