Dagur - 20.11.1980, Blaðsíða 8
Fernir tónleikar
næstu 4 mán.
Tónleikar á vegum Tónlistar-
félags Akureyrar verða með
fjölbreyttasta móti á þessum
vetri. Fyrstu tónleikarnir voru í
september en þá lék víðkunnur
orgelleikari, Almut Rössler í
Akureyrarkirkju.
Þann 6. des. flytja Ólöf K. Harð-
ardóttir sópran, Garðar Cortes
tenór og Guðrún Kristinsdóttir
píanóleikari lög úr óperum og
óperettum. Hluti af þeirri efnisskrá
var flutt á óperutónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Islands nýverið
við framúrskarandi góðar undir-
tektir. Þann 24. janúar koma 7 tón-
listarmenn úr Kammersveit
Reykjavíkur ásamt hinum kunna
fiðluleikara og hljómsveitarstjóra
Paul Zukovsky og flytja Pierot
Luniaire eftir Schönberg og
klarinettkvintett eftir Brahms.
Flutningur þeirra á sama verki síð-
astliðið vor þótti vera eitt áhrifa-
mesta og vandaðasta atriði Lista-
hátíðarinnar í Reykjavík. Auk Paul
Zukovsky, sem bæði stjórnar og
leikur á fiðlu, hafa þær Rut
Magnússon söngkona og Anna
Málfríður Sigurðardóttir
píanóleikari veigamiklu hlutverki
að gegna. Anna Málfríður starfaði
Nýr prestur á
Sauðárkróki
Séra Hjálmar Jónsson á Ból-
stað, hefur nú flutt milli
prófastsdæma. Honum hefur
verið veitt Sauðárkrókspresta-
kall í Skagafjarðarprófasts-
dæmi. Sr. Hjálmar var einn í
framboði til þess embættis en
hlaut 62% atkvæði.
Sr. Hjálmar Jónsson er þrítugur
að aldri, fæddur í Borgarholti í
Biskupstungum, sonur Jóns Óla
Þorlákssonar og Jóhönnu Árveigar
Kristinsdóttur. Hann erstúdent frá
M.A. 1971 og lauk guðfræðiprófi
1976 og vígðist þegar til Bólstaðar-
prestakalls í Húnavantsprófasts-
dæmi. Kona séra Hjálmars er Signý
Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn,
hið elsta sjö ára.
um nokkura ára skeið sem
píanókennari við Tónlistarskólann
á Akureyri. Gunnar Egilsson leikur
á klarinett, Bernhard Wilkinson á
flautu og piccoloflautu, Carmel
Russel á selló, Helga Hauksdóttir á
fiðlu og Rut Ingólfsdóttir á fiðlu og
lágfiðlu. Þann 8. febrúar kemur
hingað hinn alkunni píanóleikari
Martin Berkofsky frá París og flyt-
ur 5 sónötur eftir Beethoven, og er
ekki að efa að flutningur hans verði
áhrifamikill.
28. febrúar leikur Manuela
Wiesler flautuleikari og Christian
Schuster píanóleikari frá Vín, lit-
ríka efnisskrá er þau flytja skömmu
síðar á tónleikum í Vínarborg.
Manuela er þegar orðinn eftirsóttur
flautuleikari víða um lönd og má
þar benda á boð um tónleika í Vín,
London, Kaupmannahöfn, í Sví-
þjóð og víða í Noregi á þessu ári,
einnig hefur hún nýverið hlotið
Sonning verðlaunin.
Með fastri áskrift á þessa tón-
leika er boðið upp á skemmtilega
tónleika á sanngjörnu verði, en af-
sláttur á áskriftarmiðum nemur um
35% miðað við lausasölu. Föst
áskrift veitir full félagsréttindi í
Tónlistarfélaginu og nægileg þátt-
taka tryggir félaginu nauðsynlegan
grundvöll til skipulags fram í tím-
ann.
Athygli skal vakin á, að allir
tónleikamir eru í Borgarbíói á
laugardögum kl. 17.00 í vetur.
Refalæða með yrðlinga. Myndina tók H.Sv. í búi Grávöru.
Á þrettánda hundrað
yrðlingar fæddust í haust
Eins og flestum mun vera kunn-
ugt eru 4 refabú við austanverð-
an Eyjafjörð. Samtals voru flutt
til landsins 280 dýr, þegar búin
tóku til starfa, fyrir tæpu ári
síðan. Reksturinn hefur gengið
mjög vel. Á þrettánda hundrað
yrðlingar fæddust á búunum og
döfnuðu þeir vel í sumar og
vanhöld voru sáralítil.
Messoforte
á Akureyri
Dagana 7. til 9. nóvember voru
yrðlingarnir flokkaðir miðað við
feldgæði, að því verki vann enskur
sérfræðingur í refarækt Jeff Carter
ásamt loðdýraræktarráðunaut
Búnaðarfélags íslands, Sigurjóni
Bláfeld. Jeff Carter lét í ljós þá
skoðun að feldgæði væru mikil og
skinnin mundu eflaust fara í hæsta
gæðaflokk. Nú verður nokkrum
hluta högna slátrað, en læðurnar
allar settar á. Sumt af dýrunum
verður selt til þeirra 5 búa, sem
fyrirhugað er að hefji starfrækslu í
haust og til viðbótar mun verða
flutt inn 280-300 dýr frá Skotlandi.
Þá má geta þess að landbúnað-
arráðuneytið hefur veitt leyfi fyrir
stofnun 5 kanínubúa, þar sem ætl-
unin er að rækta ullarkanínur
(Angóra). 1 haust er gert ráð fyrir
að feldaðir verði um 20 þúsund
minkahvolpar.
Hin góðkunna hljómsveit
Messoforte frá Reykjavík, kem-
ur norður yfir heiðar núna um
helgina. I kvöld fimmtudag mun
hljómsveitin spila fyrir nemend-
ur M.A. í Möðruvallakjallara.
Þá er áætlað að hljómsveitin
komi fram í H-100, bœði föstu-
Eiríkur Sigurðsson
fyrrv. skólastjóri látinn
Eiríkur Sigurðsson, fyrrver-
andi skólastjóri, andaðist
mánudaginn 17. nóvember.
Eiríkur var fæddur 16. október
1903 í Hamarsfirði í Geithellna-
hreppi í S.-Múlasýslu. Hann lauk
kennaraprófi 1933, en hafði þá
áður stundað nám í Eiðaskóla,
lýðháskóla ! Askov og kennara-
háskólanum í Kaupmannahöfn.
Kennslustörfum kynntist hann
fyrst í Breiðdal 1924. Hann var
lengi kennari og síðan yfirkennari
við Barnaskóla Akureyrar, en
varð síðan skólastjóri nýja Odd-
eyrarskólans þegar hann tók til
starfa 7. desember 1957. Því starfi
gegndi hann í 10 ár, að undan-
skildu einu orlofsári.
Eiríkur starfaði að málefnum
templara í um 50 ár og var m.a.
stórfræðslustjóri Stórstúku Is-
lands. Hann var í fararbroddi í
fjölmörgum félögum áratugum
saman og hann var afkastamikill
rithöfundur og m.a. eigandi og
meðritstjóri Barnablaðsins Vors-
ins.
Eftirlifandi kona hans er
Jónína Kristín Steinþórsdóttir frá
Vík í Héðinsfirði.
dags- og laugardagskvöld en há-
punktur heimsóknarinnar verða
aimennir tónleikar i Nýja bíói
laugardaginn 22. nóv. Hefjast
þeir kl. 17.00.
Á tónleikunum mun hljómsveit-
in leika ný lög, flest frumsamin,
auk þess sem eldri gullkorn munu
fljóta með.
Eins og flestum er kunnugt
flokkast tónlist Messoforte undir
svokallað djass-rokk, sem mjög er
að ryðja sér til rúms á Vesturlönd-
um.
Fyrsta plata þeirra félaga í
Messoforte kom út á síðastliðnu ári
og fékk mjög góðar viðtökur. Var
mál manna að mikils mætti vænta
af hljómsveitinni á þessu ári. Það er
því rík ástæða til að hvetja Akur-
eyringa og nærsveitamenn til að
láta þessa tónleika ekki fram hjá sér
fara, því það er ekki á hverjum degi
sem Akureyringar fá heimsókn á
borð við þessa.
r" —\r~i • ll
V_ J±_
Bænda
klúbbs-
fundur
Bændaklúbbsfundur verður á
Hótel KEA mánudaginn 24.
nóvember og hefst klukkan 21.
Frummælandi verður Hákon
Sigurgrímsson frá Stéttasam-
bandi bænda og ræðir hann um
framleiðslumál íandbúnaðarins.
£ Börn, bílar
og snjór
Undanfarna daga hefur verið
snjór á Akureyri og því háit að
aka. Færð af þessu tagi kem-
ur sér einkar vel fyrir þau
börn og unglinga sem iðka
þá hættulegu fþrótt að hanga
aftan í bílum — láta þá draga
sig um götur bæjarins. Það
verður víst aldrei nógsam-
lega brýnt fyrir þeim sem
þetta gera að svona athæfi
getur verið stórhættuiegt. Og
foreldrar ættu að gera sitt til
þess að börnin hætti þessum
leik áður en einhver á um sárt
að binda.
0 Viðurkenn-
ing fyrir
gott verk
Fyrr á þessu ári gaf Fjórð-
ungssamband Norðlendinga
út kynningarbækling sem bar
nafnið „Northern lceland,
Land Of Contrasts." Bæk-
linginn hannaði Kristján
Kristjánsson, sem rekur aug-
lýsingastofu á Akureyri. I
bréfi sem Áskeli Einarssyni,
framkvæmdastjóra F.N.,
barst frá Sigfúsi Erlingssyni,
umdæmisstjóra Flugleiða í
NorðurAmeríku, segir að
þetta sé besti bæklingurinn
sinnar tegundar sem hefur
veríð gefinn út á íslandi.
„Hann er vel skipulagður og
það er gott samræmi milli
mynda og texta,“ segir Sig-
fús. Það er ekki lítils virði fyrir
Kristján Kristjánsson og for-
ráðamenn F.N. að fá viður-
kenningu af þessu tagi.
0 Vilmundur
og vinir hans
I Þjóðviljanum í gær er bréf
sem sagt er vera frá Vilmundi
Gylfasyni til stuðningsmanna
hans. ( bréfinu segir Vil-
mundur um flokksbræður
sína: „Skipta má stuðnings-
mönnum Magnúsar H.
Magnússonar á flokksþing-
inu í þrjá meginflokka. Sá
fyrsti samanstendur af ein-
lægum ágætum stuðnings-
mönnum hans. Ég nefni t.d.
Bjarna Guðnason og Jón
Helgason formann Einingar á
Akureyri. Við slíkum stuðn-
ingi er ekkert að segja. Annar
þriðjungur stjórnast af öfund
og afbrýðissemi í minn garð.
Þar nefni ég til dæmis Sig-
hvat Björgvinsson. Þriðji
hópur stuðningsmanna
Magnúsar á flokksþinginu er
hins vegar hreint skítapakk.
Þar nefni ég til dæmis Björg-
vin Guðmundsson og Ema-
núel Morthens.“
Akureyri, fimmtudagur 20. nóvember
RAFGEYMAR
[ BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
VEUIÐ RÉTT
MERKI