Dagur - 20.11.1980, Blaðsíða 3

Dagur - 20.11.1980, Blaðsíða 3
Opnuðum glæsilega verslun í morgun Hafnarstræti 94, sími 24350. Sporthú^icl Áskiljum okkur rétt til að láta frátekin borð eftir kl. 21.30 Laugardagur: Opnum kl. 20.00 Réttur kvöldsins: Grillsteiktir humar- halar með tartarsósu og ristuðu brauði. Svínalundir á teini. ,,Að dönskum hætti". Súkkulaðiís með perum og tilheyrandi kr. 13.650,-. Diskótekið í fullum gangi. Allt það nýjasta og svo að sjálfsögðu góðir plötusnúðar. Jfivabart Unglingasýning fimmtudag kl. 20.30. Miðasala við innganginn. Disk- ótektil 23.30. * * * SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ JónVidar Guðlaugsson FJÖRULALLI Fjörulalli eftir Jón Viðar Guðlaugsson Höfundur bókarinnar, Jón Viðar Guðlaugsson, er fæddur og uppal- inn í „Fjörunni“ á Akureyri. Hann starfar nú sem lyfjatæknir í Akur- eyrar Apóteki, en hefur einnig tek- ið þátt í æskulýðsstarfi KFUM og K á Akureyri. Hann segir um bók- ina: „Þó svo hittist á, að Fjaran sé heimkynni höfundar, þá er hér ekki um „ævisögu“ að ræða, heldur „skáldsögu“, sem gæti þó sem best verið sönn — eða hvað?“ Þetta er fyrsta bók höfundar. FJÖRULALLI gerist á Akur- eyri, nánar tiltekið í innbænum, sem einnig er kallaður „Fjaran“. í sögunni kynnist lesandinn lifi og hugarheimi „dæmigerðra“ ísl- enskra drengja og fær að fylgjast með nokkrum spaugilegum uppá- tækjum þeirra. Upphaflega var þessi saga ekki skrifuð með útgáfu í huga, heldur voru þetta nokkrir sjálfstæðir þættir, sem höfundurinn samdi — oft með litlum fyrirvara — til að skemmta börnum og unglingum í KFÚM og K á Akureyri. Óhætt er að segja, að undirtektir hafi verið góðar, enda endurspegla sögurnar leiftrandi kímni höfundar og hafa þær hvað eftir annað kallað fram bros og hlátur hjá börnum og fullorðnum. Nafnið fjörulalli er sprottið af krytum, sem áttu sér stað milli barnanna í hinum ýmsu bæjar- hlutum á Akureyri, hér fyrr á árum. Þá voru íbúar innbæjarins eða Fjörunnar uppnefndir „fjörulall- ar,“ Brekkubúar kölluðust „brekkusniglar", íbúar Oddeyrar „eyrarpúkar“ og íbúar Glerárþorps „jx>rparar.“ Söguhetjan I bókinni er Fjöru- lalli, hálfgerður kramaraumingi, en hann finnur upp á ýmsu til að bjarga sér, og oft verður útkoman hin spaugilegasta. Ef það er rétt, að hláturinn lengi lífið, á bókin Fjörulalli eflaust eftir að lengja líf margra, bæði yngri og eldri, og víst er, að Fjörulalii er bók, sem öll fjölskyldan getur skemmt sér yfir. ,. __ DAGUR.3 Aukinn afsláttur til félagsmanna Ákveðið hefur verið að gefa fé- lagsmönnum KEA kost á að fá afslátt af staðgreiddri vöruúttekt sinni í öllum deildum Vöruhúss KEA, í Raflagnadeild og í Vöruhúsinu Hrísalundi 5, neðri hæð, dagana 24.-28. nóvember n.k., gegn afhendingu afsláttar- korta. Veittur verður 10% afsláttur af öllum vörum deildanna nema húsgögnum, stærri rafmagns- tækjum til heimilisnota og gólf- teppum. Á þeim vörum verður afslátturinn 5%. Þessi kjör gilda einnig á sömu vöruflokkum í öll- um verslunum KEA utan Akur- eyrar. Afhending afsiáttarkortanna hefst föstudaginn 21. nóvember á aðalskrifstofu KEA, Hafnar- stræti 91, Akureyri, og verður hverjum félagsmanni afhent þrjú kort. Félagsmenn í deildum á Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Svarfaðardal, Árskógshreppi, Hrísey, Höfðahverfi og Grímsey, fá afsláttarkortin afhent í versl- unum félagsins á þessum stöð- um. Gerist félagsmenn Afsláttarkortin gilda einnig fyrir nýja félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir sem ekki eru félagsmenn eru hvattir til að ganga í félagið. Eyðublöð fyrir inngöngu- beiðnir í félagið liggja frammi á aðalskrifstofunni Hafnarstræti 91, Akureyri, og í öllum verslun- um KEA utan Akureyrar. Félagsmenn Kaupfélags Ey- firðinga, nýtið ykkur þetta ein- staka tækifæri til hagstæðra inn- kaupa á góðum og fjölbreyttum vörum. / f^lHfaupfélag Eyfirðinga ★★

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.