Dagur - 27.11.1980, Side 1

Dagur - 27.11.1980, Side 1
 itoui, papp« FIMYIUuÝtl* LXIII. árgangur. Akurevri. fimmtudagur 27. nóvember 1980 ■■■■■■■■■ n— 86. tölublað ■■■■■■■■■' Skemmtun í Arskógi Á laugardagskvöldið kemur, þann 29. þ.m. heldur U.M.S.E. fjáröflunardansleik í Árskógi. Það er íþróttanefnd sambandsins sem stendur fyrir þessu, til styrktar íþróttamönnum sem munu keppa fyrir sambandið á næsta landsmóti U.M.F.Í. sem haldið verður hér á Akureyri. Gamlir keppendur sambandsins munu sjá um skemmtiatriði á hátíðinni og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Sérstakt jólakort Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti (Æ.S.K.) hefur gefið út jólakort, sem nú er að koma á markaðinn. Myndin á kortinu er vatnslitamynd af höfninni á Raufarhöfn, máluð af listamann- inum Ragnari Kjartanssyni, — stílhrein mynd og falleg. Allur ágóði af sölu kortsins rennur til styrktar æskulýðsstarfi kirkjunn- ar á Norðurlandi, og er fólk beðið að taka vel á móti þessu sérstæða korti. Framtíðin gefur út jólamerki Að venju gefur kvenfélagið Framtíðin á Akureyri út jóla- merki, sem komið er á markað. Jólamerkið tciknaði Einar Helgason, kennari. Merkin eru til sölu í Frímerkjamiðstöðinni og Frímerkjahúsinu í Reykjavík og í pósthúsinu á Akureyri. Allur ágóði rennur í Elliheimilissjóð félagsins. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT; 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 232071 Kostnaður við við- gerð og endur- bætur 47 milljónir Viðgerð og endurbótum á miðlunargeymi Vatnsveitu Ak- ureyrar er nú að mestu lokið. Hann hefur verið fylltur af vatni tii hreinsunar og verður fylltur Fyrstu tón- leikarnir á islandi Píanóleikarinn Paula Parker heldur sína fyrstu tónleika á ís- landi næstkomandi laugardag 29. nóvember í Borgarbíói á Ak- ureyri, og hefjast tónleikarnir kl. 17. Á efnisskránni er rondo í a moll eftir Mozart, fantasía í f moll eftir Chopin, 32 tilbrigði eftir Beethoven og sónatína í Fís dúr eftir Ravel. Paula Parker lagði stund á tónlistarnám við Royal Academy of Music í London í 5 ár, og var Philip Jenkins píanókennari hennar þar. Árið 1977 lauk hún á sama tíma ein- leikaranámi á píanó og fiðlu, en hafði áður lokið kennaraprófi á bæði hljóðfærin. I framhaldsnámi í píanóleik hlaut hún Mirian Duncan styrkinn, og árið 1979 vann hún Harold Samuel keppnina fyrir túlkun sina á tónlist eftir Bach. Hún hlaut þetta sama ár styrk frá frönsku stjórninni til náms hjá hinum fræga kennara og píanóleikara Vlado Perlemuter í París. Paula starfar nú, sem píanókennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Aðgöngumiðasala fer fram við innganginn. aftur í sama skyni og væntan- lega tekinn í notkun um næstu helgi. Kostnaðurinn við að steypa undirstööur og þétta leka með því að klæða tankinn innan með trefjaplasti nemur um 47 milljónum króna. Þar af var kostnaður við plastklæðninguna um 36 milljónir króna. Að sögn Freys Ófeigssonar, for- manns vatnsveitustjórnar, er erfitt að sannreyna hvér var hin upphaf- lega orsök þess að geymirinn tók að Ieka og síga. Þó er Ijóst að sprungur mynduðust í botninn og vatn rann út og veikti þannig undirstöður tanksins. Við það hefur tankurinn trúlega sigið enn frekar. Freyr sagði að það hefði verið rætt innan stjórnar vatnsveitunnar hvort um hugsanlega bótaábyrgð gæti verið að ræða vegna þessa tjóns. Athugun á slíku myndi þá beinast að því hvort hönnuðir hefi gert einhverja skyssu og ekki staðið að málinu eins og gengur og gerist miðað við þá þekkingu sem fyrir hendi er. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort slík athugun yrði gerð, enda væru öll kurl ekki komin til grafar enn. Freyr gat þess ennfremur, að segja mætti að kostnaðurinn við raunverulega viðgerð tanksins næmi mismuninum á heildar- kostnaðinum og kostnaðinum við plastklæðninguna, þ.e. ellefu milljónum. Klæðningin væri í raun endurbót, sem ráðist var í úr því að gera þurfti við lekann. Síðdegis í gær var trimmbrautin í Kjarnaskógi formlega tckin í notkun. Hallgrímur Indriðason lýsti framkvæmdum og Tómas Ingi Olrich fjallaði um útivist og skíðagöngu. Það var svo Helgi Bergs, bæjarstjóri, sem opnaði brautina formlega með því að klippa á borða. Fjöldi manns var viðstaddur athöfnina, þrátt fyrir kalsaveður. Gengu við- staddir einn hring en þáðu síðan veitingar hjá Skógrækt- arfélaginu. Mynd: H. Sv. RAUFARHÖFN: Ekki útilokað að finna heitt vatn Fyrr í þessuni mánuði yfirgáfu starfsmenn Orkustofnunar Raufarhöfn, en þá höfðu þeir borað niður á 330 metra dýpi með bornum Ými og var ljóst að holan gæfi ekkert heitt vatn. Hins vegar hafa jarðfræðingar áhuga á að bora áfram síðar til að kynnast betur jarðlögum á þessu svæði. Sveinn Eiðsson, sveitarstjóri var í þessari viku á fundi með Kristjáni Sæmundssyni hjá Orkustofnun og sagði Sveinn eftir Kristjáni að enn væri ekki útilokað að finna heitt vatn sem nota mætti til upphitunar á Raufarhöfn. Nauðsynlegt getur reynst að bora nokkrar grunnar holur vestur af þeirri sem síðast var boruð, en jarðfræðingar telja ólík- legt að finna nokkuð bitastætt austan við holuna. Holan sem boruð var telst til- raunahola og því verður kostnaður greiddur af ríkinu. Ef sveitar- stjórnin hefur í hyggju að láta halda áfram leit að heitu vatni verður hún fyrir verulegum fjárútlátum, en talið er að ein rannsóknarhola kosti á núverði 2 til 3 milljónir. Ný verslun opnuð á Hvammstanga Á miðvikudag í næstu viku verð- ur opnaður markaður í nýju húsi. Þarna verður allt milli himins og jarðar á boðstólum svo vel má kalla þetta stór- markað. Verslun þessi er í eigu Versl- unar Sigurðar Pálmasonar og er á neðsu hæð í þrílyftu húsi sem byrjað var á s.l. vor og er full uppsteypt. Hver hæð er 600 fermetrar. Verslun Sigurðar Pálmasonar hefur til þessa verið í fremur óhentugu húsnæði svo breytingin verður mikil fyrir starfsfólk og viðskiptavini fyrir- tækisins. VARABfLL SLÓKKVILIÐSINS ER ONOTHÆFUR Enn einu sinni er varabill slökkviliðsins ónothæfur vegna þess að ekki er hægt að hýsa hann. í fyrrahaust var hið sama uppi á teningnum, en þá tókst að fá húsnæði. Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri sagði að ef nota ætti bílinn yrði að þýða hann upp áður — m.ö.o. yrðu slökkviliðsmennirnir að vita um eldinn með góðum fyr- irvara. Varabíllinn er kominn á fertugs- aldur, en stendur þó fyrir sínu af því er að skipta. Aðrir bílar í flota slökkviliðsins eru ekki nein ung- börn sem sést best á því að meðal- aldurinn er 26.8 ár. Tómas sagði að erfitt væri að fá varahluti í suma bílana — raunar væri það oft á tíð- um ómögulegt að fá varahluti frá umboðunum. Það hefur því oft komið sér vel að Gísli í Árnesi er nýtinn maður og héndir ekki gömlum bílum og varahlutum að óathuguðu máli. Vel á minnst — ef einhver getur hýst varabíl slökkvi- liðsins er sá hinn sami beðinn um að láta Tómas Búa vita af því. Best væri að húsnæðið væri sem næst slökkviliðsstöðinni. TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Miðlunargeymir Vatnsveitunnar:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.