Dagur - 02.12.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1980, Blaðsíða 8
Akureyri, þriðjudagur 2. desember 1980 /í VÉLAHITARAR % SfMI 9622700 Þinga um menningar- samskipti á Norðurlandi Fjórðungssamband Norðlend- inga efnir til ráðstefnu um menningarsamskipti á Norður- landi 6. desember n.k. Verður hún haldin á Hótel Varðborg á Akureyri og hefst kl. 13.30. A undanförnum árum hefur Fjórðungssambandið staðið fyrir röð ráðstefna og funda um menn- ingarmál. Meðal viðfangsefna þeirra má nefna æskulýðsmál, starfsemi félagsheimila og samstarf minjasafna á Norðurlandi. Fjórðungsþing Norðlendinga 1979 fól félags- og menningar- málanefnd sambandsins „að stuðla að auknum samskiptum í fjórð- Tveir fórust Tveir menn frá Kópaskeri fórust þegar vélbáturinn Trausti ÞH 8 fórst á Öxar- firði á miðvikudagskvöld í síðustu viku, er veður versn- aði skyndilega. Víðtæk leit stóð á fimmtudag og föstudag, gengið var fjörur og 13 bátar frá Kópaskeri og Húsavík leituðu á sjó, auk þess sem flugvél Landhelgisgæsl- unnar leitaði úr lofti. Þeir sem fórust hétu Kristinn Kristjánsson, skipstjóri, 29 ára, er lætur eftir sig konu og fjögur böm, og Barði Þórhallsson, vél- stjóri, 37 ára, er lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Trausti ÞH var 20 lesta eik- arbátur smíðaður 1972. Framleiðslugalli Á fimmtudag í síðustu viku féll ungur maður niður á gólf á nýja íþróttahúsinu, en maðurinn var að vinna við loftbita. Hann meiddist í baki og handar- og handleggs- brotnaði. Samstarfsmanni hans tókst að krækja í bita og var síðan hjálpað upp. Að sögn Sigmundar Magnússonar, öryggiseftirlits- manns á Akureyri, brast plata er mennirnir stóðu á með fyrr- greindum afleiðingum. í ljós hefur komið að framleiðslugalli var á plötunni og verða ekki byggingameistararnir sakaðir um að hafa vanrækt að gæta fyllsta öryggis. Sigmundursagði að öryggisneti hefði verið kom- ið fyrir í húsinu, en fleiri plötur kunna að vera gallaðar og erfitt að skipta um þær allar. ungnum milli áhugamanna um listir í þeim tilgangi t.d. að auð- velda gagnkvæmar heimsóknir og kynna frekar stöðu þessara mála í fjórðungnum." Framsöguerindi á ráðstefnunni verða fimm: Kristinn G. Jóhanns- son, ritstjóri, mun í upphafi reifa viðfangsefni ráðstefnunnar, Einar Njálsson, stjórnarmaður Menning- arsjóðs félagsheimila, fjallar um stuðning sjóðsins við menningar- samskipti á landsbyggðinni, Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Bandalags ísl. leikfélaga, ræðir leikferðir og samskipti leikfélaga. Örn Ingi, listmálari, skýrir sjónar- mið myndlistarmanna í þessum efnum og Jón Hlöðver Áskelsson, skólastjóri, ræðir um tónleikahald á Norðurlandi. Til ráðstefnunnar eru boðaðir fulltrúar kóra, leik- félaga, félagsheimila og ung- mennasambanda í fjórðungnum svo og einstakir listamenn á sviði myndlista, tónlistar og bókmennta, samtals um 130 manns. I síðustu viku könnuðu nemendur í Menntaskólanum hvernig væri að komast ferða sinna á Akureyri í hjólastól. H.Sv. tók þessa mynd af nemendunum þegar þeir voru að berjast við að koma hjólastói upp tröppurnar í skrifstofu- húsnæði Akureyrarbæjar. Víða reyndist erfitt að komast leiðar sinnar í hjólastól og má í Því sambandi nefna flug- stöðvarbygginguna, Landsbankann og Læknamiðstöðina. Gjafatími getur orðið langur Ytra-Fjalli, Aðaldal 28. nóvember. Mikið snjóaði í gær og nótt og á vegum er þæfingsfærð. Það gerði mikið vetraráhlaup viku af október og var vetrartíð fram- undir mánaðamót. Á þessum tíma snjóaði á nánast þíða jörð og græn grös og fór mikil beit til spillis. Um mánaðamót brá til hins betra og var ágætis tíð í tæpan hálfan mánuð, en um miðjan nóvember brá aftur til snjóa. Þetta var uppskerugott sumar — bæði var, spretta góð og nýting sömuleiðis. Ég hygg að menn hafi verið vel heyjaðir, en þeir urðu að byrja að gefa snemma í haust svo gjafatími getur orðið langur. Þess má geta að söngskemmtun var í Hafralækjarskóla fyrir tæpum hálfum mánuði. Þá kom Karlakór Akureyrar og söng fyrir okkur. Þetta var ágæt skemmtun en ekki eins vel sótt og efni stóðu til, en það hittist illa á með veður. Ég heyrði að meðlimir kórsins hefðu lent í erfiðleikum á heimleiðinni — vegna ófærðar komust þeir ekki heim fyrr en eftir hádegi daginn eftir. Ekki var unnið við neinar ný- byggingar í vegum hér um slóðir í sumar, en viðhaldi var nokkuð sinnt. Af þessum vettvangi má til tíðinda teljast að það var malbikað við Laxárvirkjun í haust — á yfir- ráðasvæði Laxárvirkjunar. Nú er orðinn góður frágangur hjá virkj- uninni — lóðir hafa verið snyrtar og nú kom malbikið. I haust var borað eftir heitu vatni í landi Klambra í námunda við Langavatn. Enn er ekki fullljóst hver árangur verður af boruninni, en á 1400 metra dýpi er hitinn 120°. Þessi framkvæmd var á vegum samtaka ábúenda og nefnist félagið Hitaeining. Formaður þess er Gísli Kristjánsson í Lækjardal. I.K. FUNDU ÞRJÁ HRÚTA í síðustu viku tókst mönnum að handsama þrjá hrúta sem hafa gengið til þessa í svonefndum Skriðuselsskógi, sem er nyrst í vesturhlíðum Fljótsheiðar. Tveir hrútanna voru fullorðnir, og sá þriðji var lambhrútur. Hrútarnir höfðu haldið sig í skóginum í allt haust og þrifist sæmilega. Oft hefur gengið treglega að ná skepnum úr skóginum á haustin, en hann er erfiður umferðar og illt að leita í honum. Bæjarstjórn Akureyrar markar iðnaðarstefnu Á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku urðu miklar umræður um atvinnu- og iðnaðarmál. Um- ræðurnar spunnust meðal ann- ars út af tiliögu frá Ingólfi Ámasyni um stóriðjumál, þar sem meðal annars kom fram að bæjarstjórn lýsti yfir vilja sinum um staðsetningu orkufreks iðn- aðar í nágrenni bæjarins. Sumum bæjarfulltrúum þótti til- laga Ingólfs of einhliða og vildu að þessi mál yrðu tekin fyrir á breiðari grundvelli. Á fundinum var rætt mikið um stofnun iðnþróunar- félags á Eyjafjarðarsvæðinu. Tillaga Ingólfs var samþykkt með sex atkvæðum, en þrír greiddu atkvæði á móti henni. Við þessar umræður lagði Sigurður Óli Brynjólfsson fram tillögu, sem var samþykkt með átta samhljóða at- kvæðum. Soffía Guðmundsdóttir og Hilmir Helgason lögðu einnig fram tillögu um málið, en hún var felld vegna ónógrar þátttöku í at- kvæðagreiðslu, fékk fimm atkvæði Framsóknarmanna og Alþýðu- bandalagsmanna. Tillaga Sigurðar Óla Brynjólfs- sonar er birt í heild í leiðara blaðs- ins í dag. Happdrætti Þórsara Dregið hefur verið i skyndi- happdrætti handknattleiksdeild- ar Þórs. Upp komu eftirtalin númer: Fyrsti vinningur nr. 413, vöruúttekt í Cesar. Annar vinn- ingur nr. 273, vöruúttekt í Hag- kaup. Þriðji vinningur nr. 1945, vöruúttekt í Sporthúsinu. 'X "FTr m ra ra r \T 1 ÖJI “P l[ii ffl s ) LbS Jjj § Lélegur fiskur boð- inn til sölu Fyrir skömmu seldi íslenskt fiskiskip afla sinn í Grimsby. Skipið seldi rúm 30 tonn og fór fiskurinn í 3. gæðaftokk. Þrátt fyrir lélegan fisk fengust 1.016 krónur fyrir hvert kíló að meðaltali. Hvernig stendur annars á því að skip sigla með fisk sem fer allur í 3. flokk? Spyr sá sem ekki veit. 0 Mikill sparnaður af tvöföldu gleri f greinargerð sem Orkustofn- un og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sendu frá sér kemur fram að kostnaður við að setja tvöfalt gler í stað einfalds í húsum sem nú eru hituð með olíu er 1,7 til 2,4 milljarðar króna. Olíusparnaður á árí vegna aðgerðanna er áætlaður 2,0 milljónir lítra eða um 0,4 milljarðar króna. Heildar- kostnaður vlð að auka ein- angrun í þökum, ísetningu tvöfalds glers í stað einfalds og skipti á hraðgengum brennurum í stað hæggengra er 6,4 til 7,3 milljarðar króna. Aðgerðirnar spara um 10 milljónír lítra af olíu á ári eða um 15% af olíunotkun við húshitun og mundu spara húseigendum um 2,0 millj- arða á ári. £ Margfalda útflutninginn Eins og fram kom í Degi fyrir skömmu hefur Oddi á Akur- eyri selt um 200 bobbinga til útlanda á þessu ári. Einnig hefur fyrirtækið selt um 150 millibobbinga, en í ár fram- leiðir Oddi tæplega 3 þúsund bobbinga. Á næsta ári gera forráða- menn fyrirtækisins ráð fyrir að seija 1500 til 2000 bobb- inga til útlanda. Gera má ráð fyrir að ef tekst að selja 2000 bobbinga verði söluverð þeirra hvorki meira né minna en 200 milljónir. Á því leikur enginn vafi að hjá Odda starfar samhentur hópur sem hefur unnið markvisst að því að ná fótfestu á erlendum markaði. Því má bæta við að sala á innlendum markaði jókst verulega eftir að Oddi fór að sýna á erlendum vöru- sýningum. Af hverju? Jú, is- lenskir skipstjórar og út- gerðarmenn hafa sótt þessar sýningar og þá fyrst upp- götvað að hér á landi var til fyrirtæki er framleíddi það sem þá vantaði. Eitt sinn hefðu menn kallað þetta að fara yfir lækinn til að sækja vatnið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.