Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 2

Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 2
VÍSNAÞÁTTUR Meifá að segja eggjaát engan veginn dugar“ Hjálmar Jónsson Það er nokkurt hættuspil að lofast til að sjá um vísnaþátt i blaði. Þetta hef ég þó dregist á að gera, eftir að hafa farið lengi undan í flæmingi. Nokkurhætta er jafnan á því að fara rangt með vísu. Það veldur höfundum sárindum, sem vonlegt er. Því mun ég reyna að fá staðfest hjá þeim að rétt sé með farið. Það er náttúrlega ekki hægt hjá þeim öllum af skiljanlegum ástæðum, en ég reyni að vera vandur að heimildum. Veturinn er farinn að minna nokkuð á veldi sitt. Mörgum hef- ur þá fundist gott að ylja sér við kveðskap. Ásgrímur Kristinsson frá Ásbrekku kvað eitt sinn í kuldatíð: Oft er klaka orpin jörð ekkert kvak í runni. Yfir hrakin holt og börð hrýtur staka af munni. Þetta eru skynsamleg viðbrögð við fyrrgreindar aðstæður. Valdi- • **■-* - ■ f&kSSrZ Bændur Eigum til á lager nokkra 15 og 20 ha. Erika GEC 3ja fasa rafmótora fyrir 220/380 volta spennu. Hentugir til að knýja súgþurrkunarblásara þar sem 3ja fasa rafmagn er fyrir hendi. Hagstætt verö — Góö greiðslukjör til áramóta. HOFÐABAKKA 9 REYKJAVIK SIMh 85656 SÖLUDEILD SÍMI:85518 LANDj’ ’-ROVBR \ eigendur Höfum á lager varahluti í Land rover. Sendum hvert á land sem er. • VELAVAL Varmahlíð, sími 95-6118. mar K. Benónýsson kveður svo um gildi kveðskaparins: Eftir þjóðar þrautadag því er reynsla fengin, aldrei gleymist laglegt lag lagt á hörpustrenginn. Benjamin Jóhannesson frá Hallkelsstöðum í Hvítársíðu, huggar sig við kveðskapinn á efri árum: Ég má þreyja orðinn mát ekki fegins hugar. Meira að segja eggjaát engan veginn dugar. Friðrik Hansen taldi rétt að gleyma áhyggjunum og kvað: Létt skal stíga lífsins vals leika sér við blæinn, þó að vanti allt til alls eins og fyrri daginn. þá eru hér að lokum tvær ný- legar vísur. Halldór Benediktsson bóndi og oddviti á Fjalli, seldi þá jörð en keypti samhliða því helminginn af húsi Ragnars Arn- alds, fjármálaráðherra. Hús þetta stendur í Varmahlíð og heitir Mánaþúfa. í fljótu bragði sýndist mönnum þarna ein sönnun þess enn, að fjármálavit væri ekki öll- um gefið. Ekki mun þó hafa verið um bein skipti að ræða. Um þetta varkveðið: Gamla kempan leggst nú lágt og líkast til á grúfu. Selur fjallið, frítt og hátt og festir kaup á þúfu. Hrafnkell Thorlacíus fór réttar með því að þúfan var ekki öll keypt. Hann lýsti skiptunum svo: Fínansmaður furðu snjall, fóstri sauða og kálfa, lét af hendi foldgnátt fjall fyrir þúfu hálfa. Að þessu rituðu bið ég lesendur vel að lifa, og óska þeim allra heilla. Hjálmar Jónsson, Sauðárkróki. BRÉF AÐ SUNNAN- „Það gera guðimir í líki gagmýn- enda“ Hermann minn, Það hefur dregist heldur betur að ég sendi þér línur fáar af því sem er að gerast við tjörnina hér í höfuðstaðnum, Andaveröld í umhverfisvandræðum; ísinn er kominn og þær endur komnar á minnstu tjörnina, þar sem næst- um er ómögulegt að komast að þeim nema gangandi og það fell- ur fólki illa sýnist mér. Raunar er hvergi hægt að geyma bíla sína svo nokkru nemi fjölda þarna við tjömina þar sem endur synda, elska og aukast og fara svo á brott til að deyja einhversstaðar við sjó kannski, alls staðar annarsstaðar en við hjarta borgar. í gömlu Iðnó er líf, í borginni er líf, það er mikið sýnt, bæði á veggjum og á sviði og fólk er að sýna sig og sjá aðra og er gott mál. Á ská við allt þetta er svo myrkrið að hrella viðkvæmar sálir sem kenna vetri um líðan, en menn telja þó að vetrarmyrkrið hafi ekkert að gera með sálarlífið, það sé jafn galið á sumrum, ef það er galið á annað borð. Gotf er að hafa hugfast Hermann minn, að betra er að kveikja á litlu kerti en bölva helvítis myrkrinu. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur er Jón Hjartarson formaður og Tómas Zoega er framkvæmda- stjóri og sendir mér alltaf miða á frumsýningar til þess að ég geti nú látið norðlendinga vita að það er ekki svo galið að spá í leikhús- ferð um leið og skroppið er suður til að gera eitthvað annað. Þjóð- leikhúsið vill hinsvegar ekki senda Degi frímiða, það hljóp sparnaðarandi í einhverja sem ráða og ykkar miðar sparaðir. Jæja, nema hvað: Litla leiksvið LR er margnotað. Þar gengur Ofvitinn enn og er bráðgaman. Þar er spilað Rommí og gera vel þau Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson. Jón Sigurbjörnsson Jónas Jónasson setti á svið. Þið munduð hafa gaman af þessum leikritum. Þá sýnir LR finnskt barnaleikrit eftir Christina Andersson i Grunn- skólum Reykjavíkur. Þráður þess er sóttur í finnska þjóðsögu og er með ævintýrablæ. Leikendur eru Kristján Viggósson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ás- mundsdóttir, Valgerður Dan og Jón Hjartarson. Leikstjóri er Eyvindur Erlendsson sem þið þekkið dável, Akureyringar. (Hvemig finnst þér að láta mig kalla þig Akureyring?) Og svo frumsýndi LR söng- leikinn Gretti í Áusturbæjarbíói, því húsi sem leikfélagsfólk fórnar hvað mestum tíma og óguðleg- ustum. Allt fyrir félagið og von þess: Nýja Borgarleikhúsið. Nú finnst mér tími til að söngelskt fólk eins og þið eruð upp til hópa, fjölmennið suður að sjá Gretti og í leiðinni jólasveinana, sem eru komnir í Hafnarstræti okkar. Höfundar Grettis eru frumlegir og greindir strákar. Egill Ólafs- son, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn, sem vann hjá okkur í útvarpinu um tíma og „naut“ þess að vera undir mínum verndarvæng, ef það er orðið sem þarf? Tónlist er skrifuð á Egil og Þursaflokkinn, lýsing á Daníel Williamsson, dansararnir á Þór- hildi Þorleifsdóttur, búningar á Guðrúnu Sigríði Haraldsdóttur, leikmynd á Steinþór Sigurðsson og leikstjórnin á Stefán Baldurs- son. Ég skemmti mér konunglega. Að vísu finnst mér stundum músíkin hans Egils of Egilsleg, þung og þjáningarfull, en sum lögin eru aldeilis bráðvel gerð. Ég ætla lítið sem ekkert að tíunda þér söguþráðinn, það gera guð- imir í líki gagnrýnenda, en ég gat ekki annað en dáðst að þeim sveigjanleik sem leikarar LR eru búnir. Þarna eru sumir þeirra látnir dansa og ballettast á nútíð- arvísu og lifa það af. Hitt er svo annað mál, að gjarnan hefði maður viljað sjá sérhannaðar dansmeyjar og eftir þörfum þá Erni sem hæst fljúga á danssviði, vera í hlutverkum sumum, en hvað með það: Við gerum þetta allt saman sjálfir, er gamalt við- kvæði úr útvarpinu, og á við að þegar allt þrýtur og allir eru farnir í fýlu af þeim sem geta eitthvað, gerum við það. Kjartan Ragnarsson er aldeilis bráðgóður í hlutverki Grettis, vinur minn Jón Sigurbjörnsson, sem leikur apa í lokin, eða öllu heldur mann sem verður api af því að vera um stund í Sædýra- safninu, var ekki bara apalegur í útliti, heldur og í hreyfingum og gangi og sýnir okkur kannski að það er stutt þangað til við öll tök- um á rás á fjórum að finna okkur tré að klifra uppí. Það er kannski eftir öllu, þegar þar að kemur, að trén verða horfin úr heiminum rétt eins og síldin og þorskurinn úr sjónum, ef áfram er haldið að kaupa togara til landsins. Auðvitað er ýmislegt að í Gretti. Ég kannast hvergi við sumt af því sem sýnt er, svo sem fangelsið og sjoppuplanið og ungmennin sem þar blakta í svörtu. Það er úr amrísku, stolið og stælt og mjög óíslenskt og kemur ekki heim og saman við efnið. Leikarar margir í „toppformi", Sigurveig ykkar Jónsdóttir nú orðin okkar og leikur hér sitt fyrsta LR-hlutverk, Harald G. Haraldsson leikur af ágætum miklum og syngur eftir því, Hanna María Karlsdóttir sem ég fann í eina tíð í Keflavík, er með efnilegri ungu leikurum i dag, fjölhæf í bezta lagi, dansari góður ogsyngur vel. Aðalsteinn Bergdal er kominn suður og er ágætur. Fleiri mætti svo sem nefna til, en ég hætti hér. Ég vona að það snjói ekki hér að ráði. Það fer allt í köku ef snjóar. Bílstjórar okkar sunnan- manna alls óviðbúnir og kunna ekki að haga akstri eftir færð- inni. Komið þið nú suður að fara í leikhús L.R. og ef ykkur leiðist þama fyrir norðan, efnið þá til kennslu í snjóakstri og hálku. Við hefðum gott af því að koma norður að læra. Svo vona ég að LA lifni við og verði augasteinn ykkar á ný. Bestu kveðjur til vina og vandamanna. Jónas Jónasson. 2.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.