Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 8
„DAGDVELJA“ Nýr þáttur hefur nú göngu sína í Helgardegi. Eins og nafnið ber með sér er þættinum ætlað að innihalda ýmis afþreyingarefni. Markmiðið er að hafa þátt þenn- an sem margbreytilegastan, og verður því sitt lítið af hverju. Því hefur verið haldið fram, að það geti verið hættulegt að glíma við gátur og þrautir, og hvers vegna, spyr maður. Vegna þess að þú þarft að „brjóta" heilann, til að finna lausn. Við hlustum að sjálfsögðu ekki á slíka fullyrð- ingu, enda eflaust sett fram meira í gamni en alvöru. En það er von okkar að sem flestir finni eitthvað viðsitthæfi. Að lokum von- um við að þáttur þessi komi til með að létta ýmsum lund og stytta stundir, nú þegar dagur er svo skammur hér á Norðurlandi. Umsjón: Jón Gauti Jónsson og Bragi V. Bergmann Bóka- ormur- ínn Lítill bókaormur var eitt sinn staddur í hillu, hvar á stóðu fimm bækur. Samanlögð þykkt blað- síðna hverrar bókar var 4 cm og hvor kápusíða var 1 cm. Hver bók var því 6 cm. Nú skreið bóka- ormurinn frá fremri kápusíðu fyrstu bókar að aftari kápusíðu fimmtu bókar. Og nú er spurt: Hvað skreið bókaormurinn marga cm? Byrjið í miðju og komist út úr völundarhúsinu. ¥ Ferðalagið Snigill nokkur leggur af stað í það mikla ferðalag að klífa pappakassa, sem er 21 cm á hæð. Fyrsta daginn klífur hann heila 5 cm, en um nóttina meðan hann hvílir sig sígur hann 4 cm, til baka. Og þannig gengur það fyrir sig, á hverjum degi takst honum að klífa 5 cm, en sígur á hverri nóttu 4 cm til baka. Hve marga daga er snigillinn að ná takmarkinu, þ.e. að komast upp á kassann? * 3f Hvað er það sem gengur á höfðinu um allt land? Jf * Hálft er nú nafn á hæðum uppi, en hefur á jörðu verið, og hálft má maður- inn ekki missa. Hvað heitir maðurinn? Af höfuöfati hlýt ég nafn og hœttulegri veiki, þegar ég hitti sveina safn sumir fara af kreiki. * * Eftir hvern er vísan? Yrkja stöku þarf um það, svo þjóðin skilji: — bara sinni köku eldi að allir vilja skara. Þessir tólf punktar hér að ofan eru tengdir saman með fimm beinum línum, sem eru dregnar án þess að penna sé lyft. En þú getur gert betur. Tengdu þessa sömu punkta saman þannig að: • Þú lyftir ekki pennanum frá blaðinu. • Um fimm beinar línur verði að ræða. • Þú endir á þeim stað er þú byrjaðir á. % Ekki sé farið í gégnum neinn punkt oftar en einu sinni. (línurnar mega skerast). Hvernig ferðu að? • • • • • • • • • • • • Eldspýtuþraut Taktu 12 eldspýtur burt svo eftir verði 11 AFgefnu tilefni erverðiðá nýjum volvobílum sem hérsegir 8.DAGUR VOlVO244: Gengi29/9 10.960.000 kr. Við lækkum ekki verðin VOLVO varanleg fjárfesting Nú fer senn að koma sá tími, er fólk fer að hugsa til jólabakst- ursins, og ef að líkum lætur eiga fjölmargar tegundir af kökum og tertum eftir að prýða kaffiborðin um hátíð- arnar. Ein er sú tegund, sem líklegt er að sjáist á flestum heimilum a.m.k. hér á Norður- landi en það er laufabrauðið. I elstu matreiðslubók, sem út var gefin hér á landi árið 1800 og heitir, Einfalt Matreidslu Vasa- Qver fyrir heldri manna Húss- freyjur, er fjallað um laufabrauð. Þar segir: „Laufabrauð eður kökur af hveitideigi, vættu í syk- urblandinni góðri mjólk eður rjóma, útskornar ýmislega, og soðnar í bræddu smjöri, eru svo algengin, að frá þeim þarf ekki meira að segja“. Eftir miðja 19. öld virðist laufabrauðið hinsvegar vera mjög bundið við Norður- og Norð- austurland, og hefur svo verið lengst af síðan, þó nokkuð hafi það breiðst út á síðustu áratugum, einkum fyrir áhrif hússtjórnar- skólanna og aukinna búferla- flutninga milli landshluta. Hér á eftir fylgir uppskrift að laufabrauði eftir Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, ráðskonu í Kristnesi. Uppskriftin á að nægja í 50 meðalstórar kökur: 1 kg hveiti 70 g smjör 1 tsk. lyftiduft 30 g sykur Vi tsk. hjartasalt 1 tsk. salt Vi 1 mjólk 1 stk. egg Sigtið hveitið og blandið lyfti- dufti og hjartasalti saman við. Mjólk, smjör, sykur og salt er sett í pott og hitað upp í ca. 70° C. Mjólkurblandan er tekin af plöt- unni og eggið þeytt út í með þeytara (ekki sleif). Hellið mjólk- urblöndunni út í hveitið og hnoðið þar til deigið loðir ekki lengur við borðið eða skálina, sem hnoðað er í. Skiptið deiginu í 3 hluta og hnoðið eða rúllið því í sprungulausar lengjur. Hvert deig fyrir sig er vafið í sellófanpappír og látið bíða á köldum stað til næsta dags. Skerið þunnar sneið- ar af deiginu, veltið því upp úr hveiti og lagið með höndunum hringlaga kökur, sem síðan eru breiddar þunnt út með kökukefli. Kökurnar teknar undan diski með kleinuhjóli og skorið i þær með margskonar laufaskurði. (1 verslunum er nú hægt að kaupa sérstök útskurðarjárn, sem flýtir fyrir útskurðinum). Eftir að hon- um er lokið, eru kökurnar pikk- aðar, en síðan steiktar úr góðri tólg við meðalhita. Þegar kök- urnar eru settar í pottinn þarf að gæta þess, að laufaskurðurinn snúi niður. Gott er að bregða sléttum hlemmi á kökurnar um leið og þær eru teknar upp úr pottinum. Verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.