Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 4
GLÆÐUR Brenni- steinsnám í síðustu grein var fjallað um brennisteinsnám og brennisteins- vinnslu í Þingeyjarsýslu, og rakin saga þess í stuttu máli allt fram að síðustu aldamótum. Fyrri hluta þessarar aldar varð nokkurt hlé á brennisteinsvinnslu, en á fjórða áratug aldarinnar var enn einu sinni farið að huga að þessum málum og verður þeim þætti gerð nokkur skil i þessari grein. Heimildir eru sem fyrr ritverk Ólafs Jónssonar, Ódáðahraun, en einnig er stuðst við Útvarpstíð- indi, 16. tbl. 1. árg. og munnlegar heimildir frá Jóni Sigurgeirssyni frá Helluvaði, en hann var meira og minna riðinn við það tímabil er nú gekk í hönd. Þá var einnig leitað til Snæbjörns Péturssonar í Reynihlíð í sambandi við vinnslu brennisteins á sjötta áratugnum. Árið 1934 var Skipulagsnefnd atvinnumála sett á laggirnar af ríkisstjórninni. Lét þessi nefnd margt til sín taka þ.ám. að athuga skilyrði til brennisteinsvinnslu. Námurnar við Námafjall voru rannsakaðar í þessu skyni, og komst nefndin að þeirri niður- stöðu, að námavinnsla þar ætti að borga sig. Þetta leiddi til þess, að ríkisstjórnin leigði þeim Þorvaldi Thoroddsen, Ragnari Jónssyni og dr. Jóni E. Vestdal námurnar í Þingeyjarsýslu 14. október 1938. Áætlanir þeirra félaga voru í tveimur meginatriðum frá- brugðnar því er þekktist við hreinsun á brennisteini. 1 fyrsta lagi átti að hreinsa hann við námurnar, og í öðru lagi var það hreinsunin sjálf. Átti að hreinsa brennisteininn með eimingu beint úr námunum. Byggðist þetta á því, að hita brennisteins- jarðveginn upp fyrir suðumark brennisteinsins (445°C), en við það breytist hann í lofttegund, er síðan átti að kæla á öðrum stað. Við það féll út hreinn brenni- steinn (100%). Hljóðaði áætlun þeirra félaga upp á að framleiða þannig 5-600 tonn árlega af hreinum brennisteini, er flytja átti til Húsavíkur og síðan til Eng- lands. Eftir nokkra athugun á heppi- legum stað fyrir verksmiðjuna var henni valinn staður í Bjarnarflagi getur skapað margskonar erfiðleika, auk þess að kosta peninga. Með áratuga reynslu í vöruflutningum, tryggir Skipadeild Sambandsins öruggt samband viðskiptaaðila landa í milli. Fastar áætlunarferðir til helstu viðskiptahafna, beggja vegna Atlantshafsins. Alhliða flutningaþjónusta á stykkjavöru, gámum og þungavöru. Hafðu samband og við veitum fúslega nánari upplýsingar. SKIPADEILD Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Sími 28200 Teli Unnið við smfði verksmiðjuhússins. (Ljósm.: Jón Sigurgeirsson, 1939). vestan Námafjalls. Tveir Mý- vetningar, Jón Sigurgeírsson frá Helluvaði og Kolbeinn Ás- mundsson frá Stöng, tóku að sér að reisa verksmiðjuna. Luku þeir smíðinni í júní 1939. Alls var verksmiðjan um 300 m2 og skipt- ist í meginatriðum í tvennt. Ann- arsvegar hráefnisgeymsla, er rúmaði um 170-180 m3, og hins- vegar sjálft verksmiðjuhúsið. Þar voru aðalherbergin, bræðslusalur og kæliklefar, um 40 m2 hvort um sig, svo og allstór geymsla fyrir hreinsaðan brennistein og tvö íbúðarherbergi. Bræðslusalurinn var á tveimur hæðum. I neðri hlutanum var sjálfur bræðsluofn- inn og kolageymsla, því kynda átti með kolum. Bræðsluofninn, sem var þýskur að gerð, rúmaði um 2 m3 af hráefni. Hann var af- langur; um sex tonn að þyngd og gerður úr 7 cm þykku stáli. Neðst í öðrum enda hans var op til að tæma hann og ofan í hann var annað op, er hráefnið var sett í. Fyrir báðum þessum götum voru jámhurðir. Ofan í ofninn var einnig þverhandarvíður stútur og frá honum lá pípa til kæliklefans. Streymdi brennisteinsgufan eftir henni, kólnaði og hreinn brenni- steinn féll út. Á efri hæð bræðslusalarins var hráefnið þurrkað. Var því mokað á svo- kallaða þurrkhellu, en undir hana var leitt heitt loft frá kynding- unni. Þaðan var efninu síðan mokað i ofninn. Undir bræðslu- ofninum var eldstæði, hlaðið úr eldföstum múrsteini. Sjálfur grunnur verksmiðjuhússins var steyptur, en að öðru leyti var það byggt úr timbri. Bræðsla í verksmiðjunni hófst seint í ágúst 1939, en fljótlega þar á eftir komst eldur í veggi kæli- klefans. Var reynt að slökkva, en árangurslaust og brann húsið til kaldra kola. Strax eftir brunann var hafist handa við að endur- reisá verksmiðjuna, og var hún nú að mestu byggð úr steini, en kæliklefarnir voru steyptir í hólf og gólf. Síðast í október var verk- inu lokið og tekið til við bræðsl- una á ný. Hafði nú verið ráðinn verkstjóri að vinnslunni, Axel Ólafsson frá Kjalarnesi. Gekk reksturinn nú sæmilega um hríð, þó aldrei væri fullkomið lag á honum. Fékkst m.a. minna af hreinum brennisteini úr hráefn- inu, en búist hafði verið við, eða um 50% í stað 80-85%. Eftir að starfsemin hafði gengið þannig fyrir sig um hríð, varð mikil sprenging í kæliklefanum þannig að veggir hans skemmdust eða eyðilögðust. Aftur var hafist handa við uppbyggingu, en ekki hafði reksturinn gengið nema stutt, er botninn í bræðsluofnin- um bilaði seinni hluta vetrar 1940. Úr þessu varð ekki bætt, því stríðið var nú skollið á, og ekki unnt að fá nýjan ofn frá Þýska- landi. Þá hafði og allur verð- grundvöllur brostið, sem vinnslan byggðist á. Lagðist þar með verk- smiðjureksturinn niður með öllu. Þann tíma, er verksmiðjan starf- aði framleiddi hún nokkur tonn af hreinum brennisteini. Var hann fluttur til Húsavíkur, en komst aldrei lengra vegna stríðs- ins. Þótt þessi starfsemi legðist nið- ur eftir mjög skamman og áfalla- saman rekstur, trúðu ýmsir enn á að hægt væri að reka ábatasama brennisteinsvinnslu og haustið 1952 hóf „íslenska brennisteins- vinnslan h/f“ bræðslu á brenni- steini í gamla verksmiðjuhúsinu. Var brennisteinninn bræddur (bræðslumark 115°C) í heitu vatni, sem hitað var með olíu. Með þessari aðferð fékkst ekki eins hreinn brennisteinn og með eimingunni, og ekki nærri því eins verðmætur. Mikil tæring kom strax fram í öllum útbúnaði og hafði félagið ekki bolmagn til að fjárfesta í þeim tækjum er nauðsynleg voru. Lagðist starf- semin því niður eftir aðeins um 2ja mánaða rekstur. Þótt tímabil- ið væri stutt tókst að bræða um 50 tonn. Þar með lauk síðustu tilraun hér á landi til að vinna og hreinsa brennistein. Jón Gauti Jónsson. • Frystigámar • Tankgámar • Tilboð • Fleimsendingar - eða aðrar sérþarfir Bræösluofninn kominn á staðinn. Lengst til vinstri er dr. Jón E. Vestdal. (Ljósm.: Jón Sig., 1939). 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.