Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 7
Orsakir fyrir vangefni eru margar
og eru sumar þekktar og aðrar
óþekktar. Oft er hægt að benda á
atriði í sögu barnsins eða móður-
innar sem skýra ástandið og vitað
er um 150-200 sjúkdóma, sem or-
sakað geta vangefni á háu stigi.
„Allir menn eru frábrugðnir öðr-
um, hafa sín sérkenni til sálar og
líkama. I flestum tilfellum eru þau
ekki meiri en svo, að menn falli
árekstralaust inn í umhverfi sitt,
og geti fundið starf, er hæfi kröft-
um þeirra og hæfileikum. En öðru
hvoru koma fram einstaklingar,
sem allt frá fæðingu er varnað
þess þroska, sem til þessa þarf.
Þeir eru vangefnir."
Þóroddur Jónasson.
„Vangefni er ákaflega marg-
slungin fötlun. Oftast nær fylgja
henni ýmiskonar líkamlegir ágall-
ar, sem hver um sig væri ærið
fótakefli, þó ekki væri annað. En
greindarskerðing vangefinna gerir
þeim ókleift að bæta sér upp
þessa fötlun með svipuðum hætti
og aðrir iíkamlega fatlaðir gera.“
Agneta Schou.
„Enginn heilvita maður mælir nú
gegn því, að sérstaða þroska-
heftra og vangefinna manna um
gáfnafar, útlit, Ifkamsþroska og
heilsufar eru aðeins séreinkenni,
öllum ósjálfráð en engum til
minnkunar. Þessi viðurkenning er
staðreynd og í Ijósi hennar mun
framtíðin halda á þessum mál-
um.“
Jóhannes Óli Sæmundsson.
Vorið 1959, nánar tiltekið föstu-
daginn 10. apríl, sátu fimm menn
saman yfir kaffibollum á Hótel
KEA og ræddu um nauðsyn þess
að hefja norðanlands starfsemi til
styrktar vangefnu fólki. Tveir
þeirra, Halldór Halldórsson arki-
tekt og Guðmundur Gíslason
múrarameistari, höfðu áður tekið
þátt f stofnun Styrktarfélags van-
gefinna í Reykjavík, en hinir voru
Jóhann Þorkelsson héraðslæknir,
Jóhannes Óli Sæmundsson
námsstjóri og Erlingur Davfðsson
ritstjóri. Nokkrir fleiri höfðu þá
þegar lofað að taka þátt í tilraun til
félagsstofnunar og þessir menn
ákváðu að stofna Styrktarfélag
vangefinna á Akureyri, en nafninu
var síðar breytt í Styrktarfélag
vangefinna á Norðurlandi. Stofn-
fundur var 22. maí og þá höfðu
ríflega 100 manns ákveðið að
ganga í félagið. Akureyringar tóku
hugmyndinni mjög vel og síðar
sýndu þeir, bæði einstaklingar og
félög, málefnum vangefinna mikla
velvild og gáfu stórgjafir til Vist-
heimilisins Sólborgar, sem var
vígt 10. júlí 1971, en dagvistun og
skóli hófu starfsemi haustið 1969.
Heimsókn á Sólborg:
„Við lærum sífellt af því að umgangast annað fólk og ekki
hvað síst getur verið þroskandi að umgangast einstaklinga
sem eru annarar gerðar en við sjálf. Heilbrigðir en van-
gefnir einstaklingar eru oft opnari en þeir sem hafa fullar
gáfur. Þeir gefa meira af sjálfum sér og eru oft hömlu-
lausari en við. Þeir gleðjast yfir litlu og eru þakklátir fyrir
það sem gert er fyrir þá. Við eigum hins vegar ekki að
ætlast til þakklætis fyrir að veita þessum einstaklingum
sjálfsagða þjónustu. Við eigum ekki að ætlast til þakklætis
þó að við umgöngumst þessa samborgara okkar á eðlilegan
hátt — af tillitssemi og nærgætni.“
Hermann Sveinbjörnsson
Við eigum ekki
að ætlast til þakklætis
— þó að við umgöngumst þessa samborgara okkar á eðlilegan
hátt — af tillitssemi og nærgætni, segir Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sólborgar
Það er Bjami Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Sólborgar, vist-
heimilis fyrir vangefna á Akureyri,
sem þannig svarar spurningu
Helgar-Dags um það, hvort svo-
kallaðir fullgreindir einstaklingar
geti eitthvað lært af því að um-
gangast þá sem hafa skerta greind,
eru vangefnir eða þroskaheftir.
Spurningin er til komin vegna þess,
að á Sólborg má finna þá hlýju og
það feimnisleysi, sem oft skortir í
samskiptum almennt í þessu landi,
þ.e. í samfélagi hinna „heilbrigðu“
sem svo eru oft ranglega nefndir til
aðgreiningar frá þeim sem van-
gefnir eru, samanber orð Bjarna
hér að ofan um heilbrigða en van-
gefna einstaklinga.
Breytt viðhorf
„Hvað hefur áunnist í málcfnum
vangefinna á síðustu árum,
Bjarni?“
„Ég held að meginmálið sé það,
að viðhorf almennings og sérfræð-
inga hefur breyst verulega. Nú er
ekki litið á vangefni sem einangrað
vandamál, heldur viðfangsefni er
krefst aðgerða á breiðum faglegum
og samfélagslegum grundvelli. Til
skamms tíma hefur megináherslan
verið lögð á vistheimili og stofnanir
eins og Sólborg og þá hefur gjarnan
verið litið á þessar stofnanir sem
endastöð. Nú er lögð áhersla á að
draga úr vexti þessara stóru aðal-
stofnana, en byggja jafnframt upp
ýmiss konar þjónustu við hinn
vangefna í sem nánustum tengslum
við heimili hans og næsta um-
hverfi.
Bjarni Kristjánsson.
Af þessu leiðir, að hlutverk vist-
og meðferðarheimila fyrir van-
gefna mun breytast frá því sem nú
er, en ábyrgð ýmissa annarra þjón-
ustustofnana samfélagsins aukast á
þessum vettvangi. Skólar og dag-
vistarstofnanir munu að nokkru
leyti taka við hlutverki vistheim-
ilanna ásamt öðrum stofnunum,
sem annast framkvæmd þeirrar
þjónustu og samhjálpar, sem sam-
félagið veitir á hverjum tíma.
Rcynt er að færa þjónustuna út í
samfélagið og einangrunarstefn-
unni er varpað fyrir róða. En vist-
heimilin þurfa eftir sem áður að
vera fyrir hendi sem nauðsynlegur
hlekkur í þjónustunni.“
„Getur þú útskýrt þetta nánar og
nefnt dæmi um það, hvernig þetta er
í framkvæmd?"
„Viðieitni í þessa átt er t.d.
foreldrum sem hafa börn sín
heima.
Þá sakar ekki að geta þess, að
kostnaður við rekstur fjölskyldu-
heimilis er mun minni en við
rekstur vistheimilis, trúlega nær
helmingi minni, en nú eru vistgjöld
um 700 þúsund krónur á mánuði
fyrir hvern vistmann.“
Fordómar —
jafnrétti
„Þú nefndir áðan að viðhorf al-
mennings og sérfræðinga til
þroskaheftra hefði breyst á síðustu
árum. Ertu með þessu að segja að
fordómar í garð þessa fólks séu ekki
lengur fyrir hendi?“
„Það er rétt, viðhorfin hafa
breyst, en því miður held ég að ef
við köfum dýpra þá komumst við
að raun um að grunnt er á for-
dómana. Hér á Akureyri mæta
vangefnir yfirleitt jákvæðu við-
horfi. Þeir fara talsvert út á meðal
fólks, s.s. í bíó og á samkomustaði
og þeim er yfirleitt tekið vel. Þá má
og geta þess að ýmis félög og sam-
tök hafa sýnt þessum málum áhuga
og styrkt starfsemina á margvísleg-
an hátt. Flestir virðast tilbúnir til að
leggja eitthvað fé af mörkum til
vangefinna og telja að þeir eigi að
njóta góðrar umönnunar. Ég þori
hins vegar ekki að fullyrða um það
hvort allir séu tilbúnir að búa við
hlið þeirra og vinna við hlið þeirra
og taka þannig á sig þau óþægindi
Verndaður
vinnustaður
Þá má nefna, að við Hrísalund á
Akureyri er nú í byggingu vernd-
aður vinnustaður fyrir þroskahefta,
hinn fyrsti á þeim vettvangi hér-
lendis, og standa vonir til að þar
geti hafist starfsemi næsta sumar.
Slíkur vinnustaður er nauðsynlegur
bakstuðningur við fjölskylduheim-
ili til að þeir sem þar búa fái tæki-
færi til að stunda vinnu við sitt
hæfi, en þurfi ekki að eyða degin-
um í aðgerðarleysi.
Þau atriði sem hér hafa verið
nefnd auka möguleika vangefinna
og annarra þroskaheftra og opna
þeim leiðir til eðlilegri þátttöku í
samfélaginu. Tilkoma fjölskyldu-
heimila og vinnustaða hefur leyst
og mun leysa mörg þau vandamál
sem við er að glíma í daglegum
rekstri Sólborgar. Það er Ijóst að
margir einstaklingar sem þar
dveljast nú, una ekki því lífsformi
sem þeim er ætlað. Þeir eru sér
meðvitandi um það, að aðrir
möguleikar eru fyrir hendi og
sumir láta ákveðið í ljós óskir um
Þessi bua á fjölskylduheimilinu i Glerárhverfi, þar sem cru þrjár fbúðir. Þau hcita Aðalhciður, Aðalbjörg og
Guðríður (standandi) og sitjandi cru Pctur, Ólafur, Skarphéðinn, Anna, Hólmfríður og Askell.
að breyta til. Okkur er skylt að
reyna að koma til móts við þessar
óskir og koma þannig í veg fyrir
neikvæða þróun í skapgerð og per-
sónuleika þeirra sem hér um ræðir.
Sé það ekki gert lendum við fyrr
eða síðar í vítahring, sem kallar á
aukið starfslið og aukna og dýra
sérfræðiaðstoð, sem þó mun ekki
leysa þann vanda sem við er að etja,
einfaldlega vegna þess að gengið er
út frá röngum forsendum.
Nýtt f jölskyldu-
heimili
Stjórn Sólborgar hefur því fyrir
sitt leyti samþykkt að hefja undir-
búning að rekstri nýs fjölskyldu-
heimilis fyrir 6-8 einstaklinga og er
nú leitað eftir hentugu húsnæði í
þvl skyni. Með því vinnst það m.a.,
að þeim er gefinn kostur á aðstöðu
sem betur hentar óskum þeirra og
þeir sem eftir verða ættu einnig að
njóta betri þjónustu, auk þess sem
möguleikar skapast á inntöku ein-
staklinga sem hafa meiri meðferð-
ar- og vistunarþörf. Nú eru níu
einstaklingar á fjölskylduheimilum
en við teljum að um 20 af vist-
mönnum á Sólborg séu færir um að
búa í sambýli utan stofnunarinnar.
Einnig opnast leið til aukinnar
dagvistunarþjónustu og skamm-
tímavistunar, til að létta álagi af
sem geta verið samfara því að eiga
samskipti við afbrigðilega einstakl-
inga. Ég vil þó i þessu sambandi
geta þess, að aðrir íbúar þeirra húsa
þar sem fjölskylduheimilin eru og
hafa verið í hafa tekið íbúum
heimilanna mjög vel.
En eins og ég sagði áðan getur
verið grunnt á fordómana. Fólk
getur t.d. spurt sjálft sig þeirrar
spurningar, hvort það myndi dansa
við vangefinn einstakling, ef hann
byði því upp á dansleik.“
„I nýjum lögum um aðstoð við
þroskahefta segir að markmið
þeirra sé að tryggja þroskahcftum
jafnrétti við aðra þjóðfélagsþegna
og skapa þeim skilyrði til að lifa
Samverustund — lesnar eru sögur og sungiö og oft eru sögurnar og kvæðin einnig túlkuð með handahreyfingum.
rekstur fjölskylduheimilis, en Sól-
borg hóf slíkan rekstur I975 að
Oddeyrargötu 32 hér á Akureyri.
Starfsemin var síðan flutt í þrjár
fjölbýlishúsaíbúðir í Glerárhverfi.
Rekstur fjölskylduheimila fyrir
vangefna var þá nýmæli hérlendis,
en víða erlendis, sérstaklega á
Norðurlöndum, hafði þegar fengist
góð reynsla af starfrækslu slíkra
heimila.
Það er nú almennt viðurkennt,
að þessi lausn á vistunarvanda
vangefinna sé mun eðlilegri og
æskilegri en vistun á stórri stofnun,
fyrst og fremst fyrir þann hóp
þeirra sem telst sæmilega sjálf-
bjarga í daglegum athöfnum.
Kemur þar margt til. í fyrsta lagi er
einstaklingnum búin skilyrði til
uppeldis og mótunar, sem líkjast
þeim kjörum sem hinn almenni
þegn í samfélaginu nýtur. Tengsl
einstaklinganna verða nánari og
þeim veitist sú öryggiskennd sem
því fylgir, að tilheyra smærri heild,
en hún er síðan eitt af grundvallar-
s'kilyrðum eðlilegs þroska og per-
sónuleikaþróunar. í öðru lagi ætti
nærvera þessa fólks að stuðla að
jákvæðri afstöðu almennings til
þeirra sem afbrigðilegir teljast.
Björg og Dóra hafa komið sér vel fyrir í hcrbergi sinu á Sólborg og skreytt það með
blómum.
sem eðlilegustu lífi í samfélaginu.
Er langt í land að jafnréttismark-
miðið náist?“
„Já, ég held að það sé langt í
land. Það er erfitt að tryggja
minnihlutahópum jafnrétti og
þroskaheftir eru ekki nema að litlu
leyti færir um að ganga á eftir
þessum rétti sínum. Þeir eiga það
að verulegu leyti undir öðrum
komið.“
Verkefni
við hæfi
„Nú fer fram ýmiss konar starf-
semi á og í tengslum við Sólborg,
s.s. sólarhringsvist, dagvist og dag-
hcimili, kennslustarf, vinnuþjálfun,
sambýii eða fjölskylduheimili, þar
er sjúkradeild og fyrsti verndaði
vinnustaðurinn tekur brátt til
starfa. Að hverju er stefnt núna?“
„Við leggjum á það mikla
áherslu að nýta vinnukraft þessa
fólks og skapa því þar með verkefni
við hæfi. Mjög margir möguleikar
eru opnir á því sviði, því nú er flutt
inn í landið mikið af vörum sem
þroskaheftir gætu unnið við fram-
leiðslu á. Það er ýmislegt á döfinni
til að auka þessa starfsemi, en nú
þegar er ýmislegt gert, sem auk þess
að þjálfa fólkið gefur pening í aðra
hönd. Ég nefni sem dæmi fram-
leiðslu klúta ýmiss konar, samsetn-
ingu og pökkun á þvottaklemmum
sem við fáum frá Tékkóslóvakíu,
við flytjum inn múrtappa og önn-
umst pökkun þeirra, vefum gólf-
mottur, steypum kerti af ýmsum
gerðum og pökkum glös fyrir
mjólkursýni, en þau eru frámleidd í
Plasteinangrun. Ýmislegt fleira
mætti gera á þessu sviði, en auk
þess má geta þess, að einstaklingar
frá Sólborg önnuðust garðslátt við
fjöldamörg hús á Akureyri í sumar
og tókst það mjög vel, nema hvað
við önnuðum ekki eftirspurninni á
tímabili, en með betra skipulagi
stendur það til bóta. Garðsláttur-
inn varð svo til þess að vistmenn
gátu farið í ferð til Noregs, sem var
mjög ánægjuleg og tókst vel.“
„Hvernig vinnustaður er Sól-
borg?“
„Þegar á heildina er litið finnst
mér góður starfsandi innan heimil-
isins. Hér starfa um 70 manns og
stöðugildi eru um 50. Vissulega
hljóta alltaf að koma upp einhver
samskiptavandamál í svo stórum
hópi, annað væri næsta óeðlilegt.
En það sem áunnist hefur ber fyrst
og fremst að þakka því starfsfólki,
sem vinnur hin daglegu störf. Alltaf
má þó betur gera og engin ástæða
er til að setja einhvern geislabaug
um þessa starfsemi, sem .stundum
virðist nokkur tilhneiging til. Vinna
ber að því að afla vangefnum jafn-
réttis á við aðra þjóðfélagsþegna og
allir vilja að þeim líði vel. En það á
líka að gera til þeirra ákveðnar
kröfur og sem betur fer fylgist þetta
tvennt oftast að.“
Þess má geta að lokum, að Bjarni
Kristjánsson er Eyfirðingur, frá
Sigtúnum í Öngulsstaðahreppi,
sonur hjónanna Kristjáns Bjarna-
sonar, sem nýlega lét af búskap, og
Mekkínar Guðnadóttur konu hans.
6.DAGUR
DAGUR.7