Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 12

Dagur - 05.12.1980, Blaðsíða 12
íi; Símar Dags eru: 24166 24167 23207 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hermann Sveinbjörnsson Blaðamaður: Áskell Þórisson. Augl. og afgreiðsla: Jóhann Karl Sigurðsson. Útgefandi: Útgáfufélag Dags. Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri. Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. DAG jfa þing brezkra samvinnumanna skoraði á kaupfélags- menn að sfyðja Verkamannafiokkinn i kosningununt Or gömlum Degi í fyrsta tölublaði Dags árið 1945 segir að símgjaldahækkunin komi harðast niður á þeim, sem úti á landi búa og í sama blaði kemur fram að L.A. hafi farið með „Brúðuheimilið" til Reykjavíkur í boði L.R.....Á þessum tíma framleiddu íslendingar skíðaáburð en snemma árs auglýsti Sápuverksmiðjan Sjöfn í Degi og sagði skíðamönnum að muna að smyrja skíðin vei með Sjafnar-skíða- áburði...„Nýju vegagerðinni yfir Öxnadalsheiði og um Norð- urárdal væntanlega lokið á næstu 4-5 árum. Líklegt að sú leið verði þá jafnaðarlega bílfær allt árið,“ segir í fyrirsögn þann 11. janú- ar... . Bílstjórafélag Akureyrar skoraði á bæjarstjórn Akureyrar að „gera nú þegar ráðstafanir til þess að kaupa nýjan veghefil til notkunar í bænum.... Það varfjör í pólitíkinni á þessum árum eins og sjá má á þessari fyrirsögn: „Byltingarbrölt kommúnista í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar. Verkamenn velja nú á milli pólitísks einræðis og hófsamlegs tillits til allra flokka innan félagsins.“ .... Á bæjarstjórnarfundi í febrúar var samþykkt að kaupa veghefil og jarðýtu.... Og KEA auglýsti: „Rúsínuskömmt- unin stendur yfir til næstu mánaðamóta. Eftir þann tíma gefum við söluna frjálsa" .... í sama blaði auglýsti Ásbyrgi: „MEÐ SÚÐ- INNI: Kjólaefni í fjölbreyttu úrvali." .... í mars sagði Dagur frá því að E.s. Dettifossi hafi verið sökkt við Bretlandsstrendur. 15 menn fórust með skipinu.... Á þessum árum voru erlendar fréttir í Degi. í þeim kemur fram að amerískar flugvélar hafi gert árás á Tokyo. Rússar brutust inn í Breslau og barist var 25 kílómetra frá Köln....Þessi klausa var í Degi í mars: „Ég komst nýlega yfir bækling, sem svonefnt Mannræktarfélag Kaliforníu gaf út. Bæklingur þessi fjallarnæreingöngu um ísland. ... höfundurtelur íslendinga eina af fyrirmyndarþjóðum veraldar, sérstaklega vegna þess, að þeir eru göfugra ætta og höf. telur að þeir hafi sýnt það með þúsund ára sögu sinni, að góður stofn framleiði meira af úrvalsmönnum en hinn meiðurinn, sem sé blandinn og úrættaður. Hann telur Islendinga sanna allra þjóða best kenningu mannræktarsinna, þvi að stofn þeirra sé enn 99% hreinn og óblandaður utanaðkomandi blóði.“ .... Lúðrasveit Akureyrar fékk ný hljóðfæri frá Ameríku. . . . Ætli einhver eigi enn Ever- sharp sjálfblekung? I apríl auglýsti Bókaverslun Þorst. Thor- lacius eftirfarandi: „Það er enginn vandi að velja fermingargjöfina þegar ekki þarf annað en reyna Eversharp sjálfblekung við búðar- borðið og fá nafn fermingarbarnsins grafið á hann meðan þér bíðið. Öryggið fyrir þessari best þegnu gjöf er svo mikið vegna þess að Eversharp er tryggður ævarandi, Eversharp er bættur hér ef skemmist.“ Og ef einhver á bilaðan penna af þessari gerð veit sá hinn sami hvert á að fara með hann.... Þann 9. maí var stór fyrirsögn í blaðinu þar sem greint var frá því að Þjóðverjar hefðu gefist upp skilyrðislaust.... Á þessum tíma kostuðu sólgleraugu 1.30 til 2.95.... Tímakaup verkamanna í dagvinnu var 6.85 og kaup drengja 14 til 16 ára var 4.52 í dagvinnu. .. . Kommúnistar beita nazistiskum ofbeldisaðferðum í Kaupfélagi Siglfirðinga, segir í fyrirsögn í júní.... Tryggvi Emilsson vildi selja tún við Þórunn- arstræti.... Örlygur Sigurðsson kom heim til íslands eftir margra ára dvöl í Ameríku.... Veitingahús tók til starfa í Vaglaskógi.... Bankarnir í Reykjavík ákváðu að lækka útlánsvexti sína um 'h% af almennum víxlum, en l'/2% af svonefndum framleiðsluvíxlum.... Þorsteinn H. Hannesson, tenórsöngvari hélt söngskemmtun í Nýja Bíó um miðjan ágúst.... Hlaupagarpurinn Kjartan Jóhannsson frá Dalvík setti hvert metið af öðru í Rvik og Valur tapaði fyrir úrvalsliði úr K.A. og Þór.... Síldveiðin brást þetta sumar. Sjómenn töldu að straumar í hafinu norðan íslands liggi öðru vísi en áður.... KEA auglýsti hnattlíkön (GLOBES).... og orðið gítar fyrirfannst ekki því Sport og hljóð auglýsti að „Guitarar“ hefðu komið með Esju.... Flugvél fórst úti fyrir Norðurlandi. Áhöfnin, þrír menn, komst í sænskt skip.... Forráðamenn góðtemplara- reglunnar ákváðu að starfrækja kvikmyndahús í Skjaldborg. : : vetrartískan 1980/1981 HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 Opnunartími verslana á Akureyri Verslanir á Akureyri verða opnar í desember fyrir utan venjulegan afgreiðslutíma sem hér segir: Laugardaginn 6. desember til kl. 16. Laugardaginn 13. desember tilkl. 18. Laugardaginn 20. desember til kl. 22. Þriðjudaginn 23. desember til kl. 23.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.