Dagur - 11.12.1980, Síða 12

Dagur - 11.12.1980, Síða 12
BM3ÖE Akureyri, fimmtudagur 11. desember SmMts VÉLAHITARAR Gestur bíður heima með byssu um öxl Hrísey 5. desember Um þessar mundir er fremur dauft yfir atvinnulífi hér í Hrísey — það er unnin rétt dagvinnan. Annars vorum við að frysta 30 tonn af sfld sem Súlan kom með, og það lyfti okkur dálítið upp. Einn bátur rær með net frá eynni og hann fær ekki neitt. Aðrir neta- bátar eru hættir. Annar bátur fer einstaka sinnum með færi og sá tími er liðinn sem bátarnir mega veiða með snurvoð. Það er því ekki nema Snæfellið sem kemur með fisk og eigum við raunar von á því inn á mánudaginn og þá lifnar yfir mannskapnum. Svartfugl sést ekki — það segja mér sjómenn sem hafa verið að svipast um eftir honum. Að sjálf- sögðu hafa menn áhuga fyrir því að fara og ná sér í fugl ef hann kemur. Einn maður hefur skotið og selt fugl, en það er Gestur Vilhjálms- son, aðrir hafa aðeins skotið sér til matar. Trilla Gests bíður ferðbúin og sjálfur stendur Gestur heima með byssuna reidda um öxl — en það vantar bara að fuglinn láti sjá sig. DAGUR Næsta tölublað af Degi kemur út n.k. þriðjudag. Síðasta blað fyrir jól kemur út n.k. fimmtudag, 18. dcs- einber. Auglýsingar í þriðjudags- blaðið þurfa að hafa borist fyrir kl. 19 á mánudag, cn auglýsingar í fimmtudagsblaðið vcrða að vera koinnar til afgrciðslunnar fyrir klukkan 19 á miðvikudag. KVÖLD í BLOKK 170% aukning fyrstu 9 mán. Samvinnuferðir-Landsýn, ferða- skrifstofa ASf, BSRB, Samvinnu- hreyfingarinnar, Bændasamtak- anna og fjölda annarra samtaka, hcfur lagt vaxandi áherslu á þjón- ustu og viðskipti við sína eigin að- ildarfélaga.'Þessi ferðaskrifstofa cr eign fjölda fólks sem mælist í mörgum tugum þúsunda og á þeim félagslega grunni hefur hún byggt starfsemi sína í vaxandi mæli. Aðildarfélagarnir hafa að sama skapi sýnt vaxandi áhuga og æ fleiri leiða hefur verið leitað til að mæta séróskum og þörfum einstakra hópa. En viðskipti aðildarfélag- anna hafa falist í fleiru en hóp- ferðum eingöngu. Samvinnuferð- ir-Landsýn selur farseðla í áætlun- arflugi með Flugleiðum og erlend- um flugfélögum án milliliða- kostnaðar og hefur sá þáttur starf- seminnar tekið gífurlegt stökk á síðastliðnu ári. Æ fleiri hafa gert sér grein fyrir því að ferðaskrifstofan selur áætl- unarfarseðla á lægsta fáanlega verði og beint viðskiptum sínum til hennar, hvort sem um er að ræða viðskiptaferð, ráðstefnuferð eða skemmtiferð í áætlunarflugi. Aukning í sölu áætlunarfarseðla á fyrstu 9 mánuðum þessa árs mið- að við sama tíma í fyrra er hvorki meira né minna en 170% og eru það bæði félög og einstaklingar sem þar hafa komið við sögu. Má nærri geta hve þýðingarmikið atriði þetta er i rekstri ferðaskrifstofunnar, og er sterkari staða hennar á þessu sviði táknræn fyrir þá miklu sókn sem Samvinnuferðir-Landsýn hefur verið í. Tæp 4 þúsund á mánuði „Enda þótt allir hafi nú vafa- laust heyrt getið þeirra mynt- breytingar, sem verður um næstu áramót, og flestir vænt- anlega kynnt sér hana til hlítar, er rétt að benda á, þar sem nýir kauptaxtar verða að líkindum ekki gefnir út fyrr en í mars, að þann 1. janúar breytast allir kauptaxtar og launaliðir í sam- ræmi við þá breytingu, sem verður á gjaldmiðli okkar,“ segir í nýútkomnu Einingarblaði. Ef við tökum dæmi af 8. flokki A, eftir eins árs starf, en það er nú sennilega algengasti launaflokkur- inn (fiskvinna, hafnarvinna og margt fleira) þá er mánaðarkaupið nú í desember kr. 376.018,- én Tímakaup í dagvinnu í 8. 11. A, eftir cins árs starf verður 21,69 krónur. Mynd: á.þ. verður í janúar kr. 3.760,18, tíma- kaup í dagvinnu er nú kr. 2.169,- en verður kr. 21,69, tímakaup i eftir- vinnu verður kr. 30,67 og í nætur- vinnu eða helgidagavinnu kr. 39.04, vikukaupið kr. 867.60. Á sama hátt breytast allar tölur í kauptöxtunum. Þar sem þær eru yfirleitt tilgreindar í heilum krón- um, er þetta mjög einfalt, aðeins þarf að setja kommu framan við tvo öftustu stafina, þar með eru þeir orðnir að aurum, en framan við eru krónur. Það eru aðeins premíulaun og ákvæðisvinna við losun og lestun skipa, sem eftir breytinguna koma út með brot úr eyri, en um þann útreikning verður trúlega gert sérstakt samkomulag milli samningsaðila og það kynnt þeim, sem hlut eiga að. Magnús Ólafsson: Verður virkjun stöðvuð vegna einnar hryssu? „Mér finnst rétt að vekja athygli á því, að í niðurlagi þessa undir- skriftarskjals er skorað á iðnað- arráðherra að hlutast til um að virkjað verði við Villinganes, sem liggur svo að segja við bæjardyrn- ar hjá þessum 112 sem skrifuðu undir í Akrahreppi, hvort sem sú staðreynd hefur haft einhver áhrif á afstöðu þeirra til Blönduvirkj- unar,“ sagði Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í A.-Húnavatns- sýslu í viðtali við Dag. „Þá er rétt að benda á það, eins og raunar kom fram á fundinum í Húnaveri, að talið er að 550 beit- arærgildi myndu tapast í tvo og hálfan mánuð á ári hverju á Ey- vindarstaðaheiði, vegná þess svæðis sem færi undir vatn við virkjun Blöndu. Þar eiga 107 bæir upprekstrarrétt, að því talið er, þannig að beit tapaðist fyrir 5 ær á hverjum bæ, vegna þeirra 3,1% af grónu landi eða 1,7% af heild- arflatarmáli heiðarinnar sem færi undir vatn og bæta mætti með áburðargjöf. Aðeins einn bær i Akrahreppi á meintan upprekstr- arrétt á heiðinni og því er ekki nema von þó að menn spyrji, hvort þriðjungur þeirra sem skrifuðu undir vilji að Blöndu- virkjun verði stöðvuð vegna beit- ar fyrir 5 ær, sem samsvarar tæp- lega beit fyrir eina hryssu,“ sagði Magnús ennfremur. Þá nefndi Magnús, að tæplega 9% af gróðurlendi Auðkúlu- heiðar færi undir vatn miðað við virkjunaráform. Upprekstur þar eiga Torfalækjarhreppur og Svínavatnshreppur og forsvars- menn þeirra sveitarfélaga hafa lagt áherslu á að kannað verði til þrautar hvort ekki megi ná sam- komulagi um virkjun Blöndu og bætur fyrir landsspjöll. Magnús sagði að lokum, að mikill meiri- hluti fundarmanna á sunnudag hafi verið meðmæltir virkjun við Blöndu og að náð yrði sam- komulagi um það mál. 0 Áhrif flufnings- kostnaðar- ins Á kaupfélagsstjórafundinum fyrir skömmu var m.a. rætt um þau áhrif sem flutnings- kostnaður frá Reykjavík hefur á vöruverð víða úti um land. Til þess að sýna þetta var þar tekið dæmi af verði á eins lítra flösku af Coca Cola. Búðarverð í Reykjavík er 640 kr., en þegar komið er norður á Sauðárkrók er þessi sama flaska komin á 866 kr. út úr verslun. Enn dýrari verður hún þó komin vestur á Isa- fjörð, því að þar kostar hún hvorki meira né minna en 1010 kr. unarþjónustu f strjálbýli verði bætt. í tillögunni er m.a. bent á fjórar leiðir, þ.e. að Skipa- útgerð ríkisins verði efld á grundvelli áætlana útgerðar- innar, heimilað verði að selja eldri vörubirgðir versiana á endurkaupsverði, unnið verði að jöfnun orku-, síma- og flutningskostnaðar, og Byggðasjóði verði heimiit að lána til verslunarbygginga í dreifbýli með sama hætti og til annárra atvinnuvega. 0 Hvarerallt jólaskrautið sem á að prýða mið- bæinn? 0 Þingsálykt- unartillaga um str jál- býlisverslun Vandamál strjálbýlisverslun- ar hafa verið mikið til um- ræðu innan samvinnuhreyf- ingarinnar á undanförnum árum. Guðmundur Gíslason kfstj. á Stöðvarfirði sat um tíma á Alþingi sem varamað- ur nú fyrr í vetur, og flutti hann þá tillögu til þingsálykt- unar um að skilyrði til versl- Fjölmargir hafa hringt á ritstjórn Dags og lýst yfir óánægju sinni með það að ekkert jólaskraut hefur sést í miðbæ Akureyrar. Ekki er búið að reisa neitt jólatré og engar skrautlýsingar hanga yfir Hafnarstræti eða Kaup- vangsstræti, því síður skfna litaðar perur í kirkjustöllun- um. Venjulega er jólaskrautið komið á sinn stað um þetta leyti, en hvað veldur þessari töf vitum við ekki. Samkvæmt þeim heimildum sem Dagur hefur aflað sér á að setja upp jólaskraut í Skipagötu i dag og er það vel.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.