Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 5
IMGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JOHANN KARL SIGUROSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Fjárlagagerð Eitt af vandasamari og erfiðari verk- um, sem Alþingi fæst við á hausti hverju er að setja saman og ganga frá fjárlögum ríkissjóðs fyrir komandi ár. Frumvarpsgerðin fer fram í fjármála- ráðuneytinu, undir umsjá Fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar, seinnihluta sumars og er frumvarpið síðan lagt fyrir Alþingi strax er það kemur sam- an. Eftir umræður í þingi er frumvarp- ið sent fjárveitinganefnd til umfjöll- unar. í meðferð nefndarinnar er reynt að kanna fjárhagsáætlanir ráðuneyta, ríkisstofnana og fyrirtækja, ef ein- hversstaðar mætti finna leiðir til sparnaðar. En reynslan sýnir að ávalt er niðurstaðan sú að frumvarpið hækkar í meðförum nefndar og þings. Eitt af hlutverkum fjárveitinga- nefndar er að gera tillögur um skipt- ingu þess fjármagns sem varið er til opinberra framkvæmda niður á ein- staka staði um land allt. Þetta er vandasamt verk, ef vel á til að takast og að sjálfsögðu aldrei hægt að gera svo öllum líki. í gílmunni við verð- bólguna verður að gæta þess að ekki sé ofþensla í opinberum fram- kvæmdum og spenna á vinnumarkaði og hefur því á undanförnum árum verið reynt að halda niðri ýmsum fjár- festingarliðum, en það er erfitt verk því hversu mikið sem framkvæmt er virðist þörfin fyrir meiri uppbyggingu alltaf vera brýn og aðkallandi. Þá vaknar spurningin: er fjármagn- inu réttlátlega og skynsamlega skipt? Norðurlandskjördæmi eystra er bæði stórt og fjölmennt kjördæmi og þar af leiðandi hlýtur því að bera verulegur hluti af þeirri köku er skipt hverju sinni — ef réttlæti skal fullnægt. Því er ekki að leyna að þrátt fyrir góðan vilja þingmanna kjördæmisins þá virðist oft á tíðum svo sem þarna sér ekki gætt fulls réttlætis og ekki takist að fá aðra þingmenn til að viðurkenna stærð kjördæmisins og fjölmenni. En þá ríður líka á að nýta vel það fjár- magn, sem fæst. Tökum til dæmis uppbyggingu sjúkrahússins á Akur- eyri. Að vísu má segja að af þessum fjárlagalið fái kjördæmið fyllilega sitt hlutfall, en þess ber að gæta að sjúkrahúsinu er ætlað hlutverk langt út fyrir kjördæmið svo og að vera varasjúkrahús fyrir aðra landshiuta. En hver er nýting fjármagnsins? Hefði ekki verið skynsamlegra að reyna að taka færri skref og taka fyrr í notkun þau mannvirki sem hafa staðið auð og ónotuð og sætta sig þess í stað við að framkvæmdir annarsstaðar biðu eitt- hvað? Tökum annað dæmi. í kjör- dæminu eru margir kaupstaðir og sjávarpláss. Hafnir eru dyr að forða- búri, eða lífæðar þessara byggðar- laga, og því mjög brýnt að hraða framkvæmdum við þær, hverja og eina. Reynt er að verða við óskum og kröfum sem flestra, en þá er hætt við að nýting fjármagnsins verði ekki sem best og að jafnvel þurfi að hætta við hálfunnið verk, því fjármagn til fram- kvæmda sé þrotið. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að fjármagninu sé skipt eins réttlátlega og framast er kostur, en jafnframt sé haft í huga að það komi að sem bestum notum þar sem framkvæmt er hverju sinni. fsland hcfur nokkurt forskot hvað varðar verð raforkunnar, og talið er að þar sem unnt er að nýta orku jarðhitans sé forskotið enn mcira. Myndin er frá Kröflu. Mynd: áþ. Ráðstefna um orkubúskap og orkufrekan iðnað var haldin 16. og 17. janúar s.l. á vegum iðn- þróunar- og orkumálanefndar Fjórðungssambands Norðlend- inga. Tildrög hennar var ályktun síðasta Fjórðungsþings Norð- lendinga, þar sem bent er á, að virkjun vatnsfalla og jarðvarma treysti hagsæld í landinu. Til að fá fram og ræða helstu valkosti á sviði orkuöflunar og iðnaðar á Norðurlandi og landinu í heild var nefndinni falið að gangast fyrir ráðstefnu um þessi mál. Á ráðstefnunni voru flutt átta framsöguerindi og urðu miklar umræður um þau öll. Ráðstefnu- gestir voru á annað hundrað. Um orkubúskapinn fjölluðu Jakob Björnsson, orkumálastjóri, Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri, og Knútur Otterstedt, raf- veitustjóri. Framsögu um orkunýt- ingu og stærri iðnþróun höfðu Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rík- isins, og Finnbogi Jónsson deildar- stjóri í Iðnaðarráðuneytinu. Þor- steinn Vilhjálmsson, formaður Staðarvalsnefndar um iðnþróun ræddi staðarval iðnreksturs, Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri Byggðadeildar, gildi orkufreks iðnaðar fyrir þjóðarhag og byggðaþróun og Jón Sigurðsson, forstjóri Jámblendiverksmiðjunn- ar, samskipti við erlenda fjár- magnaðila. Hér verða rakin nokkur atriði, sem fram komu á ráðstefnunni. 5-10% orkulinda nýttar Árið 1979 var 44% af þeirri örku, sem íslendingar notuðu, fengin úr olíu, 38% úr jarðhita og 18% var vatnsorka. Stærsti hluti orkunnar fór til húshitunar eða 45%, 29% fór til iðnaðar og ll% til samgangna. Þrátt fyrir að 44% orkunnar sé inn- flutt hefur aðeins 5-10% nýtanlegra orkulinda landsins verið nýttar. I því sambandi þarf þó að hafa í huga að 55% af olíunni er notuð við fiskveiðar og í samgöngum, og þar verður vart öðrum tegundum orku við komið. Olíuinnflutningur gæti þó minnkað um 25% og hlutdeild olíu í orkunotkun landsmanna lækkað ofan í 34% af upphitun húsa nieð olíu yrði úr sögunni og ef jafnframt kæmi til sá sparnaður, sem tiltölu- lega auðvelt er að ná. Óvirkjað en virkjanlegt vatnsafl á íslandi er áætlað um 28 TWh/ár og virkjanlegur jarðvarmi um það bil 80 TWh/ár. Nú hefur um 10% vatnsaflsins verið virkjað, en nokk- uð minna af jarðvarmanum. Hinu virkjanlega vatnsafli hefur verið skipt í fjóra hagkvæmnisflokka. I Framleiðslukostnaður raforku i nýjum virkjunum hér á landi er nú um 11 aurar á hverja kílówattstund. Mynd: G.Ö.B. fyrsta flokki eru 18,5 TWh/ár, í öðrum flokki 6,5 TWh/ár, í þriðja flokki 2 TWh /ár og í fjórða flokki 1 TWh/ár. Til fyrsta hagkvæmnis- flokks telst virkjun á Austurlandi, sem nemi tæplega 10 TWh/ár að orkuvinnslugetu, einnig 2,5 TWh/ ár virkjun á vatnasviði Þjórsár, 1,8 TWh/ár virkjun á vatnasviði Hvít- ár og Blönduvirkjun með 0,8 TWh/ár að vinnslugetu. Orku- vinnslugeta norðlenskra virkjana er nú 183 GWh/ár (0,183 TWh/ár), en óvirkjuð vatnsorka á Norður- landi að frátalinni Jökulsá á Fjöll- um er talin um 2900 GWh/ár. Orkuverð til ál- versins langt und- ir kostnaðarverði Varðandi Blönduvirkjun kom fram að bráðlega hefjast fundahöld fulltrúa sveitastjórna beggja vegna Blöndu og Rafmagnsveitna ríkis- ins, sem er virkjunaraðili fyrir hönd stjómvalda. Framleiðslukostnaður raforku í nýjum virkjunum hér á landi er nú um 11 aurar (11 gkr.) á hverja kílówattstund. Til samanburðar má nefna, að í Bandaríkjunum ersama orkueining seld á 15 aura til orku- freks iðnaðar. Þetta sýnir að ísland hefur nokkurt forskot hvað varðar verð raforkunnar og talið er að þar sem unnt er að nýta orku jarðhitans sé forskotið enn meira. Verð raforkunnar til álversins i Straumsvík er um 4 aurar á kílówattstund samkvæmt samningi þar um, sem gildir að óbreyttu til ársins 2014. Með núverandi verð- lagsþróun mun þó verðið hækka í tæplega 5 aura árið 1994. Orku- verðið til Járnblendiverksmiðjunn- ar mun vera svipað, en það er end- urskoðað á 5 ára fresti. Ljóst er, að orkuverðið til álvers- ins er langt undir kostnaðarverði og mikilsvert að fá það hækkað. Þannig mundi hækkun á verðinu um 1 eyri á kílówattstund skila Landsvirkjun um 450 milljónum króna í auknar tekjur. En hækki verðið um 7 aura, og næði þannig kostnaðarverði, mundu tekjur Landsvirkjunar aukast um 3 millj- arða króna á þeim 34 árum, sem eftir er af gildistíma samningsins. Nýjar framleiðslu- greinar í orkufrek- um iðnaði Samkvæmt athugunum, sem gerðar hafa verið á mögulegum nýjum framleiðslugreinum orku- freks iðnaðar er framleiðsla kísil- málms mjög álitleg. Framleiðsla þessi er á margan hátt mjög hlið- stæð kísiljámsframleiðslu, sem fer fram á Grundartanga. Eftirspurn eftir kísilmálmi fer nú mjög vax- andi en 75% hans er notaður í ál- blöndur. Aðalhráefnið er kvartz, sem flutt er út frá Portugal og virð- ist vænleg að leita eftir kaupum á því þaðan, með viðskiptahagsmuni vegna saltfisksútflutnings í huga. Aðrir möguleikar á nýjum orku- frekum iðnaði, sem athugaðir hafa verið, eru eldsneytisframleiðsla, magnesíumframleiðsla, vinnsla á natríumklórati, pappírsvinnsla og framleiðsla á þungu vatni. Staðarvalsnefnd um iðnþróun hefur gert frumathugun á helstú valkostum á staðsetningu meðal- stórrar stóriðju, þ.e. iðjuver sem hefði 100-300 starfsmenn. Sam- kvæmt þeirri athugun virðast væn- legustu staðir fyrir slíkan iðnrekst- ur vera Reykjavík, Hvalfjörður, Eyjafjörður, Reyðarfjörður og Suð- umes. Árið 1983 er talið að vanta muni atvinnu fyrir tæplega 15000 manns á landinu, umfram þá vinnu sem nú er völ á. Þar af er talið að ný þjónustustörf muni þá verða orðin tæplega 11000, þannig að þá mun vanta vinnu fyrir um 4000 manns. Fimm árum síðar, árið 1988, mun á sama hátt vanta atvinnu fyrir um 3800 manns tii viðbótar. Áætlað er, að á Norðurlandi muni vanta at- vinnu fyrir 760 manns árið 1983 og 680 manns til viðbótar árið 1988. Vorið 1979 skilaði samstarfs- nefnd um iðnþróun skýrslu til Iðn- aðarráðuneytis og komst að þeirri niðurstöðu um stóriðju að gera eigi á raunsæjan hátt ráð fyrir þætti stóriðju í uppbyggingu atvinnulífs í landinu. Hvatti nefndin til, að leit- að verði leiða til að nýta auðlindir landsins með þeim kostum, sem stórrekstri fylgja og sem samræmst geta þjóðfélagslegum markmiðum og víðtæk samstaða getur tekist um. Gjaldþrot og togarakaup al- gjör heilaspuni „Bátamiðin og togararnir" heitir grein sem birtist í Degi á Akureyri 13/1 1981. Grein þessi er hluti úr bókarkafla, sem mun birtast í 10. bindi Aldnir hafa orðið undir rit- stjóm E.D. 1 þessu greinarkorni er staðhæft að minnsta kosti tvisvar að Sauðaneshreppur hafi „sagt sig til hrepps" og í síðara skiptið er þetta áréttað í undirfyrirsögn: „Sauða- neshreppur á ríkissjóði?" Orðrétt segir þar svo: „Nú þegar ég er að hripa þetta niður glymur útvarpið að „trippin" (túristahóparnir) séu að koma heim frá Spáni og Sauða- neshreppur sé kominn á sinn eigin hrepp og hreppurinn allur á ríkis- sjóð fyrir togarakaup.“ Vegna þessara fullyrðinga um gjaldþrot Sauðaneshrepps vil ég leyfa mér að taka fram og biðja Dag að birta á áberandi stað, að fyrir þessu er enginn fótur. Togarakaup Sauðaneshrepps er líka alger heila- spuni, eins og raunar fleira í þessari grein. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurður Jónsson, oddviti Sauðaneshrepps. m—mmmm^^mmmmmmmmmmmrnmml Blönduvirkjun meðal hag- kvæmustu virkjana landsins 4.DAGUR Framkvæmd manntalsins Samkvæmt lögum nr. 76 19. des- ember 1980 skal fara fram manntal um land allt þann 31. janúar 1981. Framkvæmd mann- talsins annast sveitarstjórnir hver á sínum stað. Hér á Akureyri verður fram- kvæmd manntalsins háttað sem hér segir: Bænum hefur verið skipt í 3 manntalshverfi. í hverju hverfi verða 2 hverfisstjórar og undir þá heyra um eða yfir 60 teljarar í hverju hverfi eða alls um 190 manns. Hlutverk hverfis- stjóra er að hafa umsjón með dreifingu eyðublaða og endur- heimtu þeirra og bera þeir ábyrgð á framkvæmd manntalsins hver á sínu hverfi. Hverfisstjórar munu upplýsa teljara um hlutverk þeirra og vera þeim til aðstoðar ef upp koma einhver vandamál. Teljarar munu dreifa eyðu- blöðum í allar íbúðir í bænum milli kl. 19 og 22 miðvikudaginn 28. janúar og er fólk hvatt til að vera heima og taka við eyðu- blöðunum, sem eru tvö: a) Einstaklingsskýrsla sem hver einstaklingur fæddur 1968 eða fyrr skal fá. b) Hússkýrsla sem hver eigandi eða forráðamaður húss skal fá. Nauðsynlegt er að fólk hafi samband við bæjar- skrifstofuna hafi því ekki borist þessi eyðublöð fyrir föstudaginn 30. janúar. Þá um kvöldið verður þáttur í sjónvarpi þar sem skýrt verður hvernig á að fylla út eyðublöðin. Þessi þáttur verður endurtekinn á laugardaginn, manntalsdaginn, og er fólki bent á, að tilvalið er að fylla þá út éin- staklingsskýrsluna. Ennfremur er mjög æskilegt að hússkýrslan verði fyllt út eigi síðar en á laug- ardag þannig að teljarar taka aft- ur til starfa sunnudaginn 1. febrúar kl. 10 árdegis. Munu þeir þá ganga í hús og safna einstak- lingsskýrslunum, sem fólk á að hafa útfyllt daginn áður, svo og þeim hússkýrslum, sem frá- gengnar eru. Teljarar munu ganga úr skugga um að eyðu- blöðin séu rétt útfyllt eftir því sem þeir geta. Einnig munu teljarar aðstoða þá, sem vegna elli eða lasleika hafa ekki getað fyllt úr umræddar skýrslur. Aðalstarf teljaranna þennan dag verður þó að fylla út þriðju skýrsluna, íbúðarskýrslu (eina fyrir hverja íbúð), sem þeir hafa meðferðis og mega einir útfylla. Bæjarbúar eru beðnir að taka teljurum vel og aðstoða þá eftir mætti og þar eð tími þeirra er naumur skal á það lögð áhersla, að allir þeir, sem mögulega geta, hafi lokið útfyll- ingu einstaklingsskýrslunnar á laugardag. Teljarar skila síðan gögnum sínum til hverfisstjóra á sunnu- dagskvöld, sem ganga frá þeim og skila til manntalsstjóra. Úrvinnsla manntalsgagnanna er að öllu leyti í höndum Hag- stofu íslands og þangað verði gögnin send. Starfsmenn Hag- stofunnar og starfsmenn við manntalið um land allt eru bundnir þagnarskyldu. Nokkur atriði úr lögunum um manntal 31. janúar 1981.: 1. Hver maður er skyldur til að sjá svo um að hann sé skráður á manntal og til að láta í té allar þær upplýsingar sem skýrslu- eyðublöð segja til um. 2. Hver einstaklingur, fæddur 1964 eða fyrr (16 ára og eldri), er skyldur til að gera um sig ein- staklingsskýrslu. 3. Hver forráðamaður hús- næðis skal sjá svo um, að ein- staklingsskýrsla sé gerð fyrir hvem einstakling fæddan á ára- bilinu 1965-1968, (12-15 ára) sem í íbúð hans er, svo og fyrir alla fjarverandi einstaklinga, þar á meðal þá sem dvelja erlendis um lengri eða skemmri tíma, ef talið er að þeir muni setjast að aftur á íslandi. 4. Brot gegn lögunum um manntal 31. janúar 1981,senieru nr. 76 19. desember 1980, varða sekt um allt að 500 Nýkr. Að sjálfsögðu er það til þæg- inda við framkvæmd manntals- ins, að einhver, og þá helst for- ráðamaður, sé heima í hverri íbúð þegar teljarar safna skýrslunum sunnudaginn 1. febrúar. Hinn eiginlegi manntalsdagur er hins vegar 31. janúar og skulu allar skýrslur við það miðaðar. Manntalsskipu- lagið Hverfi 1. Innbær, Oddeyri og Brekkur austan Þórunnarstrætis. Hverfis- stjórar: Rafn Hjaltalín og Margrét Ásgrímsdóttir. Hverfis- miðstöð: Bæjarskrifstofur, Geislagötu 9, sími 21000 og 21002 Hverfi 2. Brekkur vestan Þórunnarstræt- is. Hverfisstjórar: Hörður Ólafs- son og Sólveig Gunnarsdóttir. Hverfismiðstöð: Lundarskóli sími 24802 og 21602. Hverfi 3. Glerárhverfi. Hverfisstjórar: Páll Bergsson og Sigfríður Ang- antýsdóttir. Hverfismiðstöð: Glerárskóli sími 21395. Hverfismiðstöðvarnar verða opnar sunnudaginn 1. febrúar kl. 10-22. Yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd manntalsins á Akureyri hafa Valgarður Bald- vinsson, Ebba Ebenharðsdóttir og Úlfar Hauksson. Aðsetur þeirra er á Bæjarskrifstofunum, Geislagötu 9, símar 21000 og 21002. aNSWWUNaSSKVRSU MatifXö! 33. jöm'iö; iú3í SWW MW!M5Hic)..: m ■"•<■' x x .’.v—i jx'. * iyvn't'ííiTWr >/.:i *"> Xx-S: j>j: : S «:* 'XvK' fWWjfSTT" " fxsfS.- t*'! >. «*V 3 x* ---— ■■mRPRI .<•* g*»4*>x^ <: > í'. xc< fx'; «> • «■ < •».,. «.«>•'«*» <,»> ''■'.••< <s f * G*»s> x •>: s>j hr! kíí’i fx'. :«. '•» ■Wf*6 ■:«**» i* 'ím hxkui; ____ ■)«>.** s»»rV <«v -VÍ 'tf* <■ < <;»:•>•<;O, N*<*»X*<>1 ... • •.•■X. C3 ** u s<t» «x<-x*e'«*».,f. : JHw T______(------- >í«*•«£ 7 Vá<*«» 5A~:»i>'Í«:Ó«' JafWwsf.fxj.sss: xX'V.< x-«i: ....... „ „ í •><•><' v •< }} .*■'»<•>; ■ ’ »'<» R<*'>-> »k4(«>»MO:U .<■> :í >.>:>:*:f:<:>: >xf xmfO&X'tt; »*x<& N- •'•Cf: rtfSfi; j.Ý1 '•<»« ,;*.-*»->-tS.<->l<' »MS>:« y»o» , . «'pi'f*»:<■>:< <*<■>rt «*|xf>»'f;«S»>>7 .. >N><> «*«.•'», )«>:,'• f»4l» •n* - «.<: * > ... <j '<•«-,. , n * ><>'»yO P«M <*» (»»■'« »■»•<______ « 'V>*4.< >>Wv •><■><•>■ ,4>uf» j _____ : - *•’■'< :ÍA» : >.».<->j '»<s'»j: í iWx.M'a.t I V*>« fx< > ...... ,_J............................................b: • k* < x' >,<< y vV'<is'> <■>■<< ,■*«.< (>• x» ^,<wi I :*x->:4.*«íy> 0<«4m ** —K )*c4í«- f»*> ! j « : <«e:.xí L<y< x »*4rt .♦ ««» »>;* T«A □ <»- " •<<<«<* i*i towfow* p*>»x»w, ____y ?<> *««:%>♦« .............................. ííj'*íwl< 'ýOi iai-CST é(.r.« »9*y>:<«:<»U»S ««■>•» tMrj (•fs<«iv< •• . , ■ ..... 7......‘CTíiSi....... ” ns!):“jsii*f U'-0>.:'4 O '•»■■•»$ : ri »-m úk h-iá ”r------ <': \«sf M'* f«l$« »v> {"• \í\,LtíJO <■' vvtt . >♦<»'•*} «■>■:■> «M «■«.'.. <'% v«-f< OltiV' ( r-t-a -X*. (Jluatfswttlw.fi sJ&SwlKVL.MSf______. rr«' "•» s"Tr * ú W~ «< <«<« 1'<-V»»:*v {«:<■':«•> i i«o»r «4<f jO-A' Qfw : írvxet' 0 H «1vj<«QM«ivle»> ' ■ O i *SSSjSi£Íi vSimiÍ&»...... < nJtWfv- U m *a í'" <*.-»»»«««■ L'U.«.ísæES »rmnhaMt c^eUMinðtckfraiu «>V undlf*krW » bakhVð Þór enn í fallhættu Drengir 11-12 ára 1. Hilmir Valsson Þór 57,04 2. Gunnar Reynisson Þór 60,05 3. Jón H. Harðarson KA 61,27 Drengir 13-14 ára 1. Guðmundur Sigurjónsson KA 76,26 2. Helgi Bergs KA 76,41 3. Þorvaldur Örlygsson KA 77,63 Stúlkur 13-15 ára 1. Guðrún Jóns Magnúsdóttir Þór 92,49 2. Guðrún Kristjánsdóttir KA 86,48 3. Signe Viðarsdóttir KA 97,98 Drengir 15-16 ára 1. Bjarni Th. Bjarnason Þór 86,33 2. Gunnar Svanbergsson KA 88,84 3. Ingi Valsson KA 90,83 Konur. 1. Hrefna Magnúsdóttir KA 86.88 2. Margrét Baldvinsdóttir KA 93,77 3. Anna Eðvaldsdóttir Þór 98,83 Kariar. 1. Björn Víkingsson Þór 79,05 2. Haukur Jóhannsson 79,45 3. Elías Bjarnason Þór 90,29 feíTiniEWT'ir md Á laugardaginn fór fram einn leikur í fyrstu deild í körfubolta hér á Akureyri, og áttust þar við Þór og Grindvíkingar. Þórsarar voru ákveðnari í upphafi og voru yfir til að byrja með. Á 15. mín. hefur Þór þriggja stiga forskot, en á Grindavík: 71 Þór: 69 næstu tveimur mín skoruðu Þórsarar ekkert en Grind- víkingar gerðu 7 stig, og náðu um leið forustunni. í hálfleik var staðan 35 stig gegn 30 Grindvíkingum í vil. Grindvíkingar héldu síðan forustunni þar til að á 13. mín að Þór kemst í 59 gegn 58, eftir góð tilþrif hjá Al- freð, en hann óð þá í gegnum vöm Grindvíkinga og skor- aði með tilþrifum. Grind- víkingar komust síðan fljót- lega aftur yfir og héldu smá forskoti það sem eftir var að leiknum, og sigruðu verð- skuldað með 71 stigi gegn 69. Til að byrja með virtist lið Þórs mun sterkara, en þeir voru mjög óheppnir með skot sín og einnig ekki nógu ákveðnir í fráköstunum, og þegar þessir hlutir eru ekki í lagi getur leikurinn ekki unnist. Garry var að venju stiga- hæstur Þórsara með 26 stig, og næstur honum kom Al- freð með 13, Jón Héðinsson og Eiríkur voru með 8 hvor, Ólafur 6 og Júlíus og Sigur- geir 4 hvor. Lið Grindvíkinga er skip- að nokkuð jöfnum leik- mönnum, og liðsheildin þar af leiðandi nokkuð góð. Þeir hafa einn Bandaríkjamann sem stjórnar nokkuð vel, án þess að vera eigingjarn. Eftir þetta tap er Þór í fallhættu í fyrstu deild, en þeir hljóta að vinna nokkra af þeim leikjum sem eftir eru og bjarga sér úr neðstu sæt- unum. Töpuðu fyrir KR Á laugardaginn léku í íþróttaskemmunni í fyrstu deild kvenna í handknatt- leik, Þór og KR. KRstúlk- umar voru ákveðnari í þessum leik og sigruðu með 16 mörkum gegn 13, eftir að hafa haft eitt mark yfir í hálfleik. Flest mörk Þórs gerðu þær Þórunn og Valdís, 4 hvor, Soffía og Dýrfinna gerðu 2 hvor og Anna G. 1. Eftir þetta tap eru Þórs- stúlkurnar í bullandi fall- hættu í deildinni. Drengir 10 ára. 1. Jón Ingi Árnason KA Stúlkur 11-12 ára 1. Gréta Björnsdóttir Þór 2. Arna ívarsdóttir KA 3. Kristín Hilmarsdóttir Þór 123,29 59,27 60,31 62,62 Grindvíkingar áttu betri leik Fyrsta skíða- mótið í vetur Stúlkur 7 ára og yngri. 1. Harpa Hauksdóttir KA 70,5 2. Helga M. Malmquist Þór 102,1 Stúlkur 8 ára. 1. María Magnúsdóttir KA 2. Mundína Kristinsdóttir KA Drengir 8 ára. 1. Sævar Guðmundsson Þór 2. Magnús Karlsson KA 3. Birgir Már Þórarinsson KA Stúlkur 9 ára. 1. ÁsaS. Þrastardóttir Þór 2. Rakel Reynisdóttir KA 3. Sigríður Harðardóttir KA Drengir 9 ára. 1. Sverrir Ragnarsson Þór 2. Vilhelm Þorsteinsson KA 3. Viðar Einarsson KA Stúlkur 10 ára. 1. Sólveig Gísladóttir Þór 2. Jórunn Jóhannesdóttir Þór Um helgina var fyrsta skíðamót vetrarins haldið í Hlíðarfjalli. Var það svigmót Þórs og var keppt í öllum flokkum karla og kvenna frá sjö ára aldri og uppúr. Mikið frost var báða keppnisdagana, en keppendur og starfsmenn létu það ekki á sig fá, en mikill fjöldi keppenda var á þessu fyrsta skíðamóti vetrarins. Helstu úrslit urðu þessi. Drengir 7 ára og yngri. 1. Gunnlaugur Magnússon KA 2. Stefán Þór Jónsson Þór 3. Ellert Jóns Sigurjónss. KA 77,8 118,3 73,4 75,3 80,2 74,5 87.3 90.4 m yJHi Sverrir Ragnarsson sigurvegari í 9 ára flokki drcngja. 75,6 77.9 80.9 65,10 75,05 DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.