Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 8
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Vinna að hefjast við heildarskipu- lag hafnar- mannvirkja Nú er að hefjast vinna við heildarskipuiag hafnarmann- virkja við Akureyri, þ. e. allt frá Höephnersbryggju að Krossanesi. Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen hefur verið falið að annast fyrsta áfanga þessa verks, þ.e. gagnasöfnun, en sú vinna gæti tekið um hálft ár. Að sögn Guðmundar Sigur- bjömssonar, hafnarstjóra á Ak- ureyri, eru skiptar skoðanir um það, hvort nokkurt heildar- skipulag hafi yfirleitt verið til fyrir hafnarsvæði Akureyrar og allavega væri ekkert samþykkt skipulag til. Guðmundur sagði að heild- arskipulagið væri unnið í sam- vinnu við skipulagsnefnd og Vita- og hafnamálastofnun. Að lokinni gagnasöfnun yrðu gerð- ar yfirlitsmyndir og ákveðin framkvæmdaröð og síðan yrðu hannaðir einstakir þættir skipulagsins. Miðað við fjárveitingar eins og þær eru núna má gera ráð fyrir að hér sé á ferðinni margra ára og jafnvel áratuga fram- kvæmdir. Það eina sem ákveðið hefur verið í hafnarmálum á Akureyri er framlenging lönd- unarkants í suður við Ú. A. Kanturinn verður lengdur með stálþili, samkvæmt niðurstöð- um módelprófana, og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við kantinn nemi um 400 milljón- um gkr. á verðlagi í dag. Fjár- veiting til verksins er hins vegar ekki nema 100 milljónir. Hafist verður handa við verkið í sum- ar. Heildarskipulagið mun taka til vöruhafnar, fiskihafnar og smábátahafnar. Guðmundur sagði, að eitthvað yrði dregið að fylla alveg upp í Höephner, en fljótlega yrði að hefjast handa við smábátahöfn. Þá væri annar áfangi vöruhafnar ofarlega á lista, en fyrsti áfangi er sunnan á Oddeyri, eins og kunnugt er. Þá sagði Guðmundur að færi að koma að því að eitthvað þyrfti að gera í Krossanesi, þar sem færi fram fisklöndun, auk olíu- og sementsflutninga. HEITT VATN í GLERÁRDAL Jarðborinn Ýmir hefur nú verið við boranir fyrir Hitaveitu Ak- ureyrar við Glerá skammt ofan við malbikunarstöðina og í síð- ustu viku kom borinn niður á vatn á um 100 metra dýpi. Er það í fyrsta sinn sem vatn finnst með borunum í Glerárdal, en þar hefur verið borað fjórum sinnum áður, fyrst 1930 og síðast 1964. Ekki er það nú mikið vatn sem úr holunni kemur, eða um 5 sekúndulítrar af 56° heitu sjálf- rennandi vatni. Hver dropi heita vatnsins er hins vegar dýrmætur og má sem dæmi nefna það, að væri þetta vatn hitað í nýju kyndistöð- inni upp í 80 gráður, væri hægt að kynda meðþví lOOstóreinbýlishús. Jarðfræðingar hafa talið, að á þessum slóðum mætti fá allt að 40 sekúndulítrum af 70° heitu vatni. Borað verður dýpra með Ými, eða á 250-300 metra dýpi, og reiknað er með að borinn skeri misgengi og þá væntanlega vatns- æð á um 180 m dýpi. Er líklegt að það komi betur í ljós í þessari viku, hversu vænleg þessi hola og svæðið eru. Þetta er ekki vinnsluhola, heldur tilraunahola, en hugsanlegt er að bora vinnsluholu á sama stað. Vilhelm G. Steindórsson að athuga vatnshitann. Á innfelldu myndinni er borinn Ýmir. Mynd: H.Sv. Ágreiningur um eina hæð tafði verkið í þrjú ár! Loks er búið að leysa ágrein- ing sem uppi var um byggingu heilsugæslustöðvar á Blönduósi. Heilsugæslustöð- in verður hjá Héraðshælinu. Ágreiningurinn snerist um það hvort heilsugæslustöðin skyldi verða 2 eða 3 hæðir. Hið opinbera hélt fram kost- um 2ja hæða húss með bráðabirgðaþaki, en heima- menn kröfðust þess að húsið yrði 3 hæðir. Deilurnar höfðu tafið byggingu hússins um ein 3 ár að sögn heimildar- manns Dags. Ef að líkum lætur verður hægt að hefjast handa við byggingu heilsugæslustöðvar- innar á þessu ári. Á sínum tíma var áformað að þessi bygging yrði gerð um leið og viðbót við sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Eins og fyrr sagði hefur ágreiningur- inn tafið bygginguna um 3 ár og þótti mörgum að mál væri að hefjast handa. Kviknar í 15 bílum „Að jafnaði erum við kallaðir út til að slökkva í 10 til 15 bílum á ári. Eldsupptökin eru venjulega útleiðsla í rafmagni.“ sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, en í s.l. viku kviknaði í nýlegum fólksbll í Lækjargötu. Bíllinn er ónýtur. Eldurinn kviknaði í mælaborði þegar eigandinn var að ræsa bíl- inn. Eldsupptök eru talin vera af völdum rafmagns. Tómas hvatti bifreiðaeigendur til að nota ekki stærri öryggi en gert er ráð fyrir og fylgjast náið með rafkerfinu. Brunatrygging er inni- falin í kaskótryggingu, en einnig er hægt að fá hana sérstaklega. Þar að 10 til árlega! auki er rétt að hafa lítið slökkvitæki í bílnum. Tómas sagði að slíkt tæki hefði að vísu verið í bílnum sem brann í s.l. viku, en það dugði ekki til að slökkva eldinn. Hins vegar nægðu slík tæki í flestum tilfellum. Bændaklúbbs- fundur um ull og gærur Bændaklúbbsfundur verður að Hótel KEA mánudaginn 2. febrúar n.k. og hefst kl. 21.00 Framsögu- maður verður Hjörtur Eiríksson, forstjóri Iðnaðardeildar SÍS, og ræðir hann um ull og gærur með tilliti til þarfa iðnaðarins. Engar uppsagnir hjá Sana „Mannskapurinn er hér alveg í lágmarki og það hefur ekki komið til tals að segja neinum upp. Salan er heldur minni í öli á Reykjavíkurmarkaðinum, en sala á okkar drykkjum hér fyrir norðan er nokkuð jöfn,“ sagði Gunnar Kr. Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Sana h/f. Gunnar sagði ennfremur að þar sem verð á Pepsi Cola og Miranda hefði verið lækkað, en Sana hefur urnboð fyrir þessar tegundir fyr- ir norðan, hefði fólk fremur snúið sér að þeim en t.d. Coka Cola. „Við erum með lægra verð en margir drykkir eru seldir á, sem koma að sunnan. Fólk er farið að athuga verðið og verðlækkun segir strax til sín,“ sagði Gunnar. „En það er reynsla mín að salan fer al- veg eftir veðrinu. I kuldaköstum eins og um helgina dettur salan niður.“ Eins og fyrr sagði hefur sala á öli frá Sana á Reykjavíkurmarkaði heldur dregist saman eins og hjá reykvískum ölframleiðendum. Hins vegar fór sala á nýja pilsnern- um frá Sana fram úr áætlun til að byrja með. UPPSAGNIR I REYKJAVÍK Búið er að segja upp mörgum starfsmönnum Verksmiðjunnar Vífilfells h.f. og yfirvofandi eru uppsagnir hjá öðrum öl- og gos- drykkjaframleiðendum í Reykja- vík. Að sögn forráðamanna verk- smiðjanna hefur orðið umtals- verður samdráttur í sölu á fram- leiðslunni og gildir það bæði fyrir öl og gos. Ríkisstjórnin hefur lof- að að fara i saumana á þessu máli og ætlunin er að kanna m.a. hvort samdrátturinn er jafn mikill og framleiðendurnir vilja vera láta. Það hefur komið fram hjá verk- smiðjueigendunum að þeir telja vörugjaldið, sem sett var á um áramótin, vera meginástæðuna fyrir samdrættinum. EME ! • Þjóðlíf um þjóðsögur Þjóðlíf Sigrúnar Stefánsdótt- ur hefur nú hafið göngu sína á nýjan leik. Þau bregðast ekki sjónvarpsáhorfendum frekar en fyrri daginn Sigrún, Valdimar Leifsson og þeirra samstarfsfólk. Fyrsti þáttur- inn fjallaði um þjóðsögur, fiðlur og Gunnar Thor, eða nægir e.t.v. að segja að hann hafi fjallað um þjóðsögur og fiðlur? Sumir segja nefnilega að Gunnar sé að verða þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. 0 Koparhlunk- arnír Sífellt fleiri kvarta undan 5 eyringnum nýja og sömu- leiðis yfir 10 eyringnum. Jafnvel þurfa menn að velta fyrir sér 50 eyringnum. Eldra fólk á erfitt með að greina þessa peninga í sundur, en menn hugga sig við það að ekki getur liðið á löngu áður en 5 eyringurinn verður tek- inn úr umferð. Og sfðar. # Birtið happdrættis- númerin Lesandi hafði samband við blaðið og bað aðstandendur hinna ýmsu happdrætta, þ. e. annarra en Happdrættis Háskólans, SÍBS og DAS, að birta vinningsnúmerin. Les- andinn minntlst í þessu sam- bandi á happdrætti Blindra- vinafélagsins, en gat þess jafnframt að þau væru fleiri sem birtu ekki númerin nægjanlega áberandi svo þau færu ekkf fram hjá fólki. 0 Notuðu skófluna Það er kunnara en frá þurfí að segja að snjór hefur verið mikill á götum bæjarins að undanförnu. Bíistjórar hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram og oft hefur mátt sjá langar raðir bíla og marga bullsveftta bíistjóra sem hafa verið að reyna að koma biikkbeljunum áfram með einhverju mótl. Mætur Akureyringur sagði að hann ætti ágæta skóflu, sem hann geymdi gjarnan á tröppum húss síns. Hann sagðist hafa gaman af því að sjá bílstjór- ana koma hvern á fætur öðr- um og grípa skófluna, en það kom oft fyrir að bílar festust einmitt fyrir framan hús um- rædds bæjarbúa. „Það kom mér spánskt fyrir sjónir að enginn þeirra, sem tók skófluna og notaði hana, sá ástæðu til að banka upp á og biðja um hvort hann mætti fá hana að láni. Þetta hefði ekki komið fyrir hér áður fyrr,“ sagði Akureyringurinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.