Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR. M Æjgtl HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS 1 11 f 11 ]| I \j3 pappw GULLSMIÐIR Lm SIGTRYGGUR & PÉTUR ^J' AKUREYRI j vsVj j \\jf 64. árgangur Akureyri: Ný þurrkunar- og mengunar- tæki í Krossa- nes frá Noregi Nú hafa verið ákveðin kaup á nýjum þurrkunartækjum fyrir Krossanesverksmiðjuna, og jafnframt mengunartækjum sem eiga að draga úr orkunotkun. Fyrir valinu urðu norsk tæki, en horfið var frá því að kaupa bandarísku tækin, sem mjög miklar vonir voru bundnar við, einkum vegna þess að ekki hefur enn fengist staðfest að þau henti til fiskimjölsframleiðslu. Þessi nýju tæki byggja á þurrkun með heitu lofti, en ekki eldþurrkun eins og hér hefur tíðkast og ekki gufuþurrkun, eins og algengast er í Noregi. Reykurinn verður allur nýttur til frekari vinnslu í verk- smiðjunni og koma þá til þessi orkusparandi mengunartæki. Það sem út úr því kemur er síðan brennt aftur í þurrkaranum, þannig að þetta er eins konar hringrás á lofti. Reykur og lyktarmengun ættu því að hverfa, að sögn Péturs Antons- sonar, framkvæmdastjóra Krossa- nesverksmiðjunnar. Pétur sagði að nú væri væntanlegt vottorð, þar sem segði að þessi tæki uppfylltu norskar mengunarvarnarkröfur, en þær eru mjög strangar, að sögn Péturs. Hann sagði að búið væri að festa kaup á þurrkunartækjunum og væri gert ráð fyrir að þau kostuðu 2,5-3 milljónir nýkr. Gert er ráð fyrir að orkusparandi mengunar- tækin kosti annað eins. Pétur sagði að þurrkunartækin og breytingar á verksmiðjunni, m. a. á raflögnum, gætu kostað 6-7 milljónir nýkr. samtals. Gert er ráð fyrir að meng- unartækin kosti annað eins og þurrkunartækin og aðspurður um það, hvort þau yrðu ekki keypt og sett upp um leið og þurrkunartæk- in, sagði hann að það væri a.m.k. stefnt að því að gera þetta allt í einu. Þá er einnig stefnt að því að koma þessu upp fyrir loðnuvertíð- ina næsta haust, sem kann þó að vera of mikil bjartsýni, að sögn Péturs. Þegar búið verður að koma þessum nýju tækjum fyrir í verk- smiðjunni verður ríflega helmingur tækja hennar orðinn nýr. Mjölið sem framleitt er með þessari aðferð er ekki talið lakara en það sem fæst með gufuþurrkun og betra en það sem fæst með eldþurrkun. Akureyri, þriðjudaginn 27. janúar 1981 7. tölublað Krummi krunkar „Sigalda“ sígur enn — Hefur sigið 30 cm á 4 árum! Eins og menn minnast var mikið rætt um það fyrir nokkrum árum hve nýja uppfyllingin í fyrsta á- fanga væntanlegrar vöruhafnar sunnan á Oddeyrartanga sigi mikið. Meðal manna hlaut uppfyllingin nafngiftina „Sig- alda“ og hún ber það nafn með rentum enn þann dag í dag, því enn heldur kanturinn áfram að síga. Að sögn Guðmundar Sigurbjörns- sonar, hafnarstjóra á Akureyri, er uppfyllingin alltaf mæld með tilliti til sigs á þriggja mánaða fresti og virðist lítið lát vera á siginu. Þannig hefur vesturkanturinn sigið um 30 sentimetra á tæplega fjórum árum, en á sama tíma hefur austurkant- urinn sigið um 7-8 sentimetra. Guðmundur sagði að kanturinn hefði haldið áfram að síga mun legur en menn hefðu átt von á. Nú væri kominn óþægilegur halli á uppfyllinguna og þyrfti að fara að rétta hann af. Eins og kunnugt er varð þetta hafnarmannvirki mun dýrara en áætlað hafði verið, ,auk þess sem framkvæmdir frestuðust vegna gallans. Guðmundur sagði að „Sigalda“ hefði raunar staðið öll- (Framhald á bls. 7). 200 manns vinna við manntalið á Akureyri Eins og landsmönnum öllum er nú orðið kunnugt fer fram manntal á landinu n.k. laugar- dag, 31. janúar. Framkvæmd manntalsins annast sveitar- stjórnir hver á sínum stað. Yfir- umsjón með undirbúningi og framkvæmd manntalsins á Ak- ureyri hafa Valgarður Baldvins- son, Ebba Ebenharðsdóttir Úlfar Hauksson. og „Þörfin fyrir heitt vatn á Akureyri ræður úrslitum íí — segir Stefán Valgeirsson um byggingu nýrrar brúar yfir Eyjafjarðará „Brúargerð yfir Eyjafjarðará hefur verið baráttumál hrepp- anna hér framan við um árabil, en nú er komin upp sú staða að heitt vatn fannst á landamerkj- um Hrafnagils og Botns í Hrafnagilshreppi. Akureyringar þurfa að nýta þetta vatn sem fyrst og ég held að það verði ekki komist hjá því að kanna allar mögulegar leiðir til þess að byggja þessa brú næsta sumar,“ sagði Stefán Valgeirsson, al- þingismaður er DAGUR innti hann eftir skoðun hans á brúar- gerð i framanverðum Eyjafirði. Stefán gat þess að með tilkomu brúar yrði e.t.v. hægt að nota gamla kvennaskólann á Laugalandi í sambandi við Hrafnagilsskólann, en að auki mætti nefna fjölmörg atriði sem mæltu með því að brú yrði gerð yfir ána. „Ég tel að þörfin fyrir heitt vatn á Akureyri ráði úrslitum um það aö þessari framkvæmd má ekki fresta," sagði Stefán, en bætti því jafnframt við að raddir hefðu heyrst að þarna væri búið að leysa vandann í sambandi við brúargerð neðar í firðinum. „Þetta er útaf fyrir sig mikill misskilningur. Þessi framkvæmd má alls ekki tefja brú- argerð nær Akureyri," sagði Stefán Valgeirsson, alþingismaður. Akureyri hefur verið skipt í þrjú manntalshverfi og í hverju hverfi verða tveir hverfisstjórar og undir þá heyra um eða yfir 60 teljarar í hverju hverfi, eða samtals um 190 manns, Teljarar munu dreifa eyðublöðum í allar íbúðir í bænum milli kl. 19-22 n.k. miðvikudag og er fólk hvatt til að vera heima til að taka við þeim. Þeir sem ekki fá eyðublöð einhverra orsaka vegna eru beðnir að láta vita á bæjar- skrifstofurnar. Fyila skal út einstaklingsskýrslu og hússkýrslu, auk þess sem teljarar fylla út íbúðaskýrslu um leið og þeir innheimta hinar skýrslurnar næsta sunnudag, 1. febrúar. Nauð- synlegt er að fylla út skýrslurnar ekki síðar en á laugardag, en leið- beiningaþáttur verður í sjónvarpi á föstudagskvöld, sem endurtekinn verður síðdegis á laugardag. Sjá nánar um framkvæmd manntulsins á Akureyri í opnu. Kyndistöð Hitaveitunnar tekin í notkun Hér er horft í vestur í áttina tíl Hrafnagils. Rætt hefur verið um að ný brú gæti komið á þessum slóðum. Mynd: á.þ. Á laugardag var tekin í notkun kyndistöð Hitaveitu Akureyrar við Þórunnarstræti. Kemur sér vel að fá hana í notkun því ekk- ert umframvatn hefur verið til í vetur og gengið hefur á vatns- birgðir virkjunarsvæðanna og þörf á að hvíla þau. Má raunar segja að gangsetning kyndi- stöðvarinnar hafi verið orðin nauðsynleg, að sögn Vilhelms Steindórssonar, hitaveitustjóra. Nýja kyndistöðin afkastar því að hita um 55 sekúndulítra af vatni um 50°C og afl hennar samsvarar um 12 megawöttum. Með öðrum orð- um á að vera hægt að hita 80 sek- úndulítra af 45° heitu affallsvatni hitaveitunnar í 80°. Ofangreindar tölur eru miðaðar við að kyndi- stöðin sé keyrð á fullum afköstum, en þá eyðir hún um einu tonni af svartolíu á klukkustund, eða fyrir tæplega 4 milljónir nýkr. á sólar- hring. Því má segja að það sé eins gott að þessi nýja kyndistöð verði sem minnst notuð, enda er henni aðeins ætlað að framleiða varaafl. í kyndistöðinni er einn ketill, en hægt er að koma fyrir öðrum svartolíukatli auk tveggja raf- skautskatla, sem hita vatnið með rafmagni. Þannig er hægt að fá 50 Kyndistööin gangsett. Mynd: H.Sv. megawatta aflstöð, en Vilhelm sagðist vona að til þess þyrfti ekki að koma. Ætlað er að Hitaveita Akureyrar muni þurfa fullbyggð um 60 megawött.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.