Dagur - 05.02.1981, Síða 6

Dagur - 05.02.1981, Síða 6
msm Akureyrarkirkja. Fjölskyldu- messa verður n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sungið verður úr ungu kirkjunni nr. 23, 54, 64, 50, 6. Vænst er þátttöku fermingarbarna og fjöl- skyldna þeirra. Sóknar- prestar. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Sóknarprestur. Ffladclfía Lundargötu 12, Fimmtudag 5. Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur 7. safnaðarsamkoma kl. 20.30. Sunnudagur 8. sunnudaga- skóli kl. 11.00 f. h. Vakning- arsamkoma kl. 20.30. Indriði Kristjánsson frá ísafirði tal- ar. Allir velkomnir. I.O.O.F. 2— 162268 !ó Styrktarfélag vangefinna, kvennadeild. Þorrablót fyrir börnin á Sólborg föstudag- inn 6. febrúar kl. 6. Mætum sem flestar. Stjórnin. Nýja bíó. Sýningum fer senn að ljúka á myndinni Meistarinn og fer því hver að verða síð- astur til að sjá þessa mynd. Sýningartími er kl. 9. Miða- verð kr. 22. Úrdráttur um myndina birtist s.l. fimmtu- dag. Næsta mynd verður Piranha. Maggie McKeown starfar hjá fyrirtæki, sem tekur að sér rannsókn ým- issa einkamála, svo sem að leita uppi fólk, sem hefur horfið að heiman af ein- hverjum ástæðum og þykir mjög fær í starfi. Þess vegna trúir yfirmaður hennar henni fyrir því að leita uppi ungmenni, pilt og stúlku, sem höfðu farið í útilegu en ekki komið aftur á tilsettum tíma. Maggie heldur upp í fjöll og hittir þar Paul Grogan, sem er einsetu- maður. Hann slæst í för með henni. Á leið þeirra verður vísindamaður dr. Hoak sem ræktar drápfiska af piranha-tegund. Borgarbíó. Sýningum er að ljúka á ævintýramyndinni Buck Rogers. Næsta mynd kl. 9 er jólamynd Regnbog- ans er heitir Jass söngvarinn með Neil Diamond og Laurence Oliver í aðalhlut- verkum. Yussel Robinovitch lifir í samkomuhúsi Gyð- inga og ósk föður hans er að hann verði forsöngvari. Kl. 11 sýnir bióið Óður ástar- innar (Erotísk mynd) Myndin er ekki með ís- lenskum texta. Frá kjörbúðum KEA Grunnverð er bættur hagur .t Eiginmaður minn BJÖRGVIN JÚLfUSSON Helgamagrastræti 29, Akureyri sem andaöist mánudaginn 2. febrúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Fjóróungssjúkrahúsið á Akureyri. Gréta Júlíusdóttir. Gólfteppi í miklu úrvali Nýkominn ódýr veggjakorkur Sníðum gardínubrautir og kappa eftir máli skapfi FURUVÖLLUM 13, SÍMI 23830. Fjórðu áskriftartónleikar T.A.: Berkofsky leikur Fjórðu áskriftartónleikar Tónlist- arfélags Akureyrar verða í Borg- arbiói laugardaginn 7. febrúar kl. 17.00. Píanóieikarinn Martin Berk- ofsky leikur fimm sónötur eftir Be- ethoven, þar á meðal Tungiskins- sónötuna svonefndu. Þetta eru fjórðu tónleikar listamannsins á Akureyri, en auk þess leikur hann á Sauðárkróki sunnudaginn 8. febrúar kl. 16.00. Berkofsky er nú búsettur í París og hefur haldið marga tónleika undanfarið, bæði í Vínarborg, Búdapest, í Englandi og víðar. Margir sjónvarpsáhorfendur muna sjálfsagt eftir þætti um Berkofsky, sem íslenska sjónvarpið lét gera og var sýndur í desember- byrjun s.l. Martin Berkofsky kemur hingað á vegum Tónlistarskóla Akureyrar og heldur námskeið fyrir píanónemendur og kennara skól- ans dagana 9. 14. febrúar. Á Akur- eyri verður sala aðgöngumiða í Bókabúðinni Huld og við inngang- inn. Einn fremsti vísna- söngvari Norðurlanda heimsækir Akureyri Hinn víðkunni sænski vísna- söngvari, Thorstein Bergman kem- ur til Akureyrar og heldur tónleika í Amtsbókasafninu mánudaginn 9. febrúar, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Thorstein Bergman hefur um árabil notið mikilla vinsælda, jafnt sem flytjandi eigin ljóða og laga, og einnig ljóða eftir skáldin Dan And- erson, Nils Ferlin, svo einhverjir séu nefndir. Thoerstein Bergman fæddist í Harnösund, smábæ norðarlega í Svíþjóð, árið 1942. Hann lærði ungur að handleika gítar, og fékk snemma áhuga á kvæðasöng. Árið 1965 kom hann fram í sjónvarpsþætti hjá hinum vinsæla sjónvarpsmanni Lennart Hylland, og tókst svo vel upp að fljótlega var gefin út hljómplata með honum, sem hafnaði strax ofarlega á sænska vinsældalistanum. Frá þeim tíma starfar Thorstein sem vísnasöngvari, og hafa hljómplötur hans selst í tugum þúsunda eintaka í heimalandi hans og víðar. Til landsins kemurThorstein Bergman á vegum Norræna hússins og Menningar- og fræðslusambands alþýðu, en tónleikarnir á Akureyri eru haldnir í samvinnu milli Tón- listarfélagsins á Akureyri og Menningar- og fræðslusambands- ins. Aðgöngumiðasala fer fram við innganginn í Amtsbókasafninu, og hefst salan 1 klst. fyrir tónleika. Kristján Jóhanns- son syngur í La Bohéme Fjöldi kunnra söngvara mun syngja í LA Bohéme nú í vetur. Kristján Jóhannsson mun syngja Rudolf og verður það frumraun hans á íslensku leiksviði. Garðar Cortes mun syngja hlutverk Rudolfs á móti Kristjáni. Óperan La Bohéme verður flutt á frummálinu og frumsýning er fyrirhuguð 3. apríl. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.