Dagur - 10.02.1981, Page 7

Dagur - 10.02.1981, Page 7
Leikfélag Akureyrar Skáld- Rósa Höfundur: Birgir Sigurðsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Frumsýning fimmtu- dag 12. febrúar kl. 20,30. Önnursýning laugardag 14. febr. kl. 20,30. Þriðja sýning sunnudag 15. febr. kl. 20,30. Aðgöngumiðasala frá 17,00-20,30. Málverkasýning: Kristinn G. Jóhannsson. Leikfélag Akureyrar. Til sölu íbúðarhús og útihús að Knarrarbergi í Öngulsstaðahreppi ásamt 2 hekturum lands eru til sölu. íbúðarhúsið er stórt og gefur möguleika á tveimur íbúðum. Raðhús við Dalsgerði til sölu. Nánari upplýsingar gefur Stefán Gunnlaugsson, Fasteignasölunni Strandgötu 11, símar 21821 og 24647. Heimasími er 21717. Þessi bíll Chevrolet C-10 árg. 1972 er til sölu. Bíllinn er með sex strokka vél og beinskiptur. Sæti fyrir 10 menn. Gott ástand. Uppl. eftir kl. 18,00 í síma 96-25837. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR: Eitthvað fyrir alla 1. maí 1980 sameinuðust á Ak- ureyri, Ferðaskrifstofa Akur- eyrar og Söluskrifstofa Flug- leiða á Akureyri, í Ferðaskrif- stofu Akureyrar h.f. Á skrifstofu FA við Ráðhústorg er boðin öll almenn ferðaskrifstofuþjónusta þ.e. farseðlar í bæði einstaklings og hópferðir innanlands og ut- an. Á þessum árstíma er hvað mest um einstaklingsferðir til Reykja- víkur einkum svokallaðar „pakka- ferðir" og hefur FA átt frumkvæði að ýmsum nýjungum á þessum ferðamáta og er nú að kynna svo- nefnda „Gistiferð“ sem er ætluð þeim sem þurfa í snögga ferð til höfuðstaðarins, og er þá í einum pakka fargjaldið fram og til baka, flugvallarskattur, matur og gisting að Hótel Loftleiðum, á mjög hag- stæðu verði. Þeim sem lengra ætla er ekki í kot vísað á FA. Þeim stendur til boða hvort heldur þeir vilja fara á eigin spýtur lengri eða skemmri ferðir og útvegar þá FA auk hag- stæðasta fargjalds sem kostur er. hótel bílalegubíla o.s.frv. í samvinnu við Ferðaskrifstof- una Úrval í Reykjavík, býður FA ferðir af margvíslegu tagi svo sem vikuferðir til London. sólarlanda- ferðir, að ógleymdum hinum vin- sælu Smyrilsferðum sem verða um Seyðisfjörð alla þriðjudaga í sum- ar. Ekki má gleyma þeim sem vilja hreinan og kláran „Lúxus", en þeir geta farið í siglingu á einhverju skipa Fred Olsen Línunnarsem FA útvegar fyrir ótrúlega hagstætt verð. En það er alveg sérstök ástæða að kynna tækifærið fyrir þá sem ekki vilja einungis ferðast heldur jafnframt menntast. FA hefur lengi boðið enskunám í Englandi, en nú hefur FA ákveðið í samvinnu við HUMBOLDT Institut að bjóða þýzkunám í Þýzkalandi. Þar er hægt að velja mismunandi stig og lengd námstíma, allt frá einni viku fyrir þá sem vilja bursta rykið af þýzkukunnáttu sinni til heils árs náms, hvort heldur menn vilja í einka eða hóptímum. Sérstaklega vinsæl eru „Sumarleyfisnámskeið" 3-4 vikur á tímabilinu júní til sept- ember, enda bókast mjög snemma á þau. Móttaka ferðamanna er sérstak- ur kapituli í starfsemi FA. Þeim ferðamönnum sem leggja leið sina um Norðurland með bílum skipum og flugvélum, hefur stöðugt fjölgað á undanförnum árum og þurfa þeir að sjálfsögðu margvíslegrar þjón- ustu við, og kappkostar FA að veita hana sem bezta og býður fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa í fjölþættri samvinnu við marga aðila innanlands og utan. (Fréttatilkynning). teiknQstofan STILLP AUGLÝSINGAR-SKILTAGERÐ TEIKNINGAR-SILKIPRENT SÍMi: 2 57 57 Einingarfélagar: „Opiö hús“ í Þingvallastræti 14, fimmtudaginn 12. febrúar n.k. kl. 20.30. Leiðbeiningar um skattframtöl. STJÓRNIN. Dráttarspil 4tn Ásamt festingum fyrir alla jeppa. (Esso) nesti Tryggvabraut 14 Skrifstofuhúsnæði Akureyrarbær óskar aö taka á leigu skrifstofuhús- næði 200-500 ferm. að stærö. Æskilegt væri að hluta af húsnæðinu mætti taka í notkun nú þegar. Frekari upplýsingar veitir húsameistari Akureyrar- bæjar. Tilboð sendist undirrituöum fyrir 20. febrúar næstkomandi. Akureyri, 9. febrúar 1981. Bæjarstjóri. Augiýsing um aukaleigugjald og gjald fyrir afnot stöðumæla á Akureyri. Samkvæmt heimild í 3. mgr. 65. gr. umferðarlaga nr. 40 frá 23. apríl 1968 hefur veriö ákveðiö, að aukaleigugjald vegna brota á reglum um stöðu- mæla á Akureyri frá 8. júní 1971, verói 20,00 krón- ur. Gjald fyrir afnot stöðumælareita veröur 1 króna fyrir hverjar byrjaðar 30 mínútur, nema í Hafnar- stræti milli Kaupvangsstrætis og Ráöhústorgs en þar er sama gjald fyrir hverjar byrjaöar 15 mínútur. Ákvörðun um ofangreint tekur gildi þegar í stað. Akureyri, 9. febrúar 1981, Bæjarstjórinn á Akureyri Helgi M. Bergs. Arshátíð ALÞYDUBANDALAGSINS Á AKUREYRI verður haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19. Borðhald hefst kl. 20.00. Miðasala við innganginn. Gestur kvöldsins er Auður Haralds, rithöfundur. Gunnar Jóns- son leikur á gítar. Auk þess munu félagar í ABA fremja ýmiskonar uppákomur. Hljómsveitin Jamaica leikur fyrir dansi. MIÐAPANTANIR TEKNAR í SÍMA: 23871 (Kartrín), 21740 (Hildi- gunnur) og 25363 (Ingibjörg). DAGUR,7

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.