Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 10.02.1981, Blaðsíða 8
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLfUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Óvenju' um mink í Ólafsfirði Síðasta suniar sá Sveinbjörn Árnason, Kálfsá, um minkaleit og cyðingu ásamt öðrum í Ólafsfirði. Leitað var svæðið framan frá Lágheiði og til sjávar beggja megin vatnasvæða. Einnig var farið á Kleifar og seinna í Garðsdal. Ekki fannst minkur á þessu svæði í þetta sinn, enda óvenju lítið vart við dýr á þessu ári og vart sást slóð. Þá fundu menn læðu með hvolpa í skurði við Skeggjastaða- brekku og unnu þar eina tvo hvolpa. Seint um kvöldið var Sveinbjörn beðinn um aðstoð, en þá var búið að umturna og brenna bakka þann sem minkafjölskyldan hélt sig í og var hjörðin tvístruð. Hundur Sveinbjörns fann og náði einum hvolp í urð við Garðsá, en I skýrslu sem Sveinbjörn sendi til bæjarstjórnar Ólafsfjarðar taldi hann líklegt að læðan hefði drepist í Garðsánni, en hún fannst ekki. Sveinbjörn sagði einnig að það væri slæmt þegar menn spilltu bælum og tvístruðu dýrum úr þeim af vangá áður en leitað er til eftir- litsmanna. Að lokum getur Sveinbjörn þess að vanur veiðimaður að sunnan hafi komið til Ólafsfjarðar sl. sumar með veiðihunda og fór víða um og var Sveinbjörn með honum annað veifið. Ekki varð sá sunnlenski neins var. ■J0 Rauða húsið við Skipagötu. Mynd: á.þ. Nýr sýningarsalur í gær var kynntur sýningarsalur í „Rauða húsinu“ Skipagötu 16 sýningarsalur, sem hópur fólks hefur tekið á leigu, í því skyni að halda þar uppi fjöibreytilegru menningarstarfsemi. Það kom fram á blaðamanna- fundi, sem hópurinn hélt í gær, að myndlistasýningar munu líkast til verða drýgsti þátturinn í starfsem- inni, en annað sem ætlunin er að bjóða upp á er t.d. fyrirlestrar, upplestrar, kvikmyndasýningar og sala á bókum, grafík, textil og fleira. Sýningar verða að jafnaði opnar I 10 daga frá klukkan 16 til 22 frá mánudegi til föstudags, en frá 15 til 22 um helgar. Fyrsta sýningin í „Rauða húsinu" verður sýning Magnúsar Pálssonar, sem opnar n.k. laugardag kl. 15. Fyrirtækið, það er „Rauða hús- ið“ er rekið af all stórum hóp ein- staklinga sem sjá í öllu og einu um fjármögnunina. Það er alls ekki meiningin að sækja í eina né neina sjóði, né heldur að fara fram á hina aðskiljanlegustu styrki frá því opinbera. „Húsið sjálft er í eigu Akureyr- arbæjar og eiga forráðamenn bæjarfélagsins þakkir skyldar fyrir skilninginn og áræðið að leigja húsið aðstandendum fyrirtækis- ins,“ segir í fréttatilkynningu frá hópnum. Fundur um landbún- aðarmál Framsóknarflokkurinn efnir til ráðstefnu um landbúnaðarmál að Rauðarárstíg 18 í Reykjavík á föstudag og laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 14 á föstu- dag og lýkur um kl. 17 á laugardag. Að sögn Stefáns Valgeirssonar, al- þingismanns, sem ásamt Jónasi Jónssyni, búnaðarmálastjóra, og Hákoni Sigurgrímssyni, er I undir- búningsnefnd, verður m.a. fjallað um ný atvinnutækifæri í sveitum. Refabú í Svarf- aðardal? Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal 2. fcbrúar. Að undanförnu hafa átt sér stað umræður manna á mcðal hvort grundvöllur væri fyrir stofnun hlutafélags um refabú. Málið er kontið svo langt að búið er að sækja um leyfi til landbúnaðar- ráðuneytisins og einnig er búið að sækja um lóð undir slíka byggingu á Hamri. Áður en nokkuð getur frekar gerst í málinu verður leyfisveitingin að koma frá ráðuneytinu, en þá er allt eins líklegt að verði af stofnun hlutafélagsins. 1 þessu sambandi hefur verið rætt um bú með 100 til 200 læðum. Það eru bændur í Svarfaðardal og Dalvíkingur sem eru að bræða þessa hugmynd með sér. J.Ó. Ódýrar helgarferðir innanlands: Hægt að fá hótelgistingu fyrir 9 krónur yfir nótt Frá og mcð 31. janúar hófust ódýrar helgarferðir innanlands sem gilda frá öllum viðkomu- stöðum Flugleiða til Reykjavík- ur og frá Reykjavík til Akureyr- ar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Sauðárkróks og Húsavíkur. í þessunt „helgarpakka“ eru flugferðir báðar leiðir og gist- ing. I helgarferðum ti) Reykjavíkur er gist á Hótel Borg, Hótel Loft- leiðum, Hótel Esju, Hótel Heklu, Hótel Holti og Hótel Sögu. Hægt er að velja ferðir með tveggja eða þriggja nátta gistingu á ofan- greindum hótelum. I þessum „helgarpökkum" er verulegur af- sláttur af bæði fargjöldum og gist- ingum. Bílaleiga Loftleiða býðurog sérstök kjör sé bíll leigður með „helgarpakka“. Helgarferðirnar verða farnar til 18. maí, að undan- teknu tímabilinu frá 6.-24. apríl. Einnig eru boðnar helgarferðir frá Reykjavík og til staða úti á landi, eins og fram kemur hér í upphafi. Sem dæmi um kostnað má nefna, að fyrir Akureyringa kosta 2 nætur fyrir tvo í herbergi 594 krónur á manninn, en til saman- burðar má geta þess, að flugfarið eitt fram og til baka kostar 576 krónur. Því má segja að gisting eina nótt kos ti 9 krónur fyrir manninn séu tveir saman i herbergi og dval- ist í tvær nætur. Fyrir tvo í þrjár nætur kostar 693 krónur. Þessi verð gilda ef dvalist er á Hótel Loftleiðum, Esju, Heklu eða Holti, aðeins dýrara er að vera á Sögu og nokkru ódýrara á Borg- inni. Hægt er að fara í ferðirnar frá fimmtudegi til laugardags, eftir því hvort valin er tveggja eða þriggja nátta gisting. Séu bílaleigubílar teknir með helgarpakka hjá Bílaleigu Loft- leiða kostar tveggja daga leiga með 100 km akstri inniföldum 350 krónur og þriggja daga leiga með 150 km inniföldum 525 krónur. Blönduvirkjun: Misskildi Páll Blönduósinga? „Það kemur fram hjá Páli að Blönduósingar séu reiðubúnir til að afsala sér sínum eignarrétti á Auðkúluhciði. Það er niisskiln- ingur hjá þingmanninum að við séum reiðubúnir til að gera þetta. Hins vegar hefur mögu- leikinn verið ræddur manna á meðal, en ég legg á það áhcrslu að engar ákvarðanir hafa verið Röng dagsetning Dagsetningin á síðasta tölublaði var röng eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir. í blaðinu stóð 12. febrúar, en átti að vera 5. febrúar. teknar,“ sagði Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blöndu- ósi. í síðasta tölublaði DAGS sagði Páll Pétursson alþingismaður að Blönduóshreppur ætti 8% af um- ræddri heiði og að þessum eignar- rétti væri hreppurinn tilbúinn til að afsala sér. Páll og fleiri hafa lagt fram málamiðlunartillögu, sem Páll seg- ir að sé líkleg til að ná fram að ganga. Þar er m.a. gert ráð fyrir að virkjunin verði 177 megavött. Á næstu dögum verður fundur full- trúa viðkomandi hreppa og virkjunaraðila. Þar ætti m.a. að koma I ljós hvort málamiðlunartil- lagan á almennu fylgi að fagna. I D [m m 0 Ráðherrar og jafnrétti Tvær nýlegar embættaveit- ingar hafa valdið miklum deilum að undanförnu. Er hér annars vegar um að ræða veitingu prófessorsembættis við læknadeild Haskóla ís- lands og hins vegar veitingu iyfsöluleyfis á Dalvík. í báð- um tilfellum höfðu umsagn- araðilar mælt með konum til starfans, en þeim var hafnað og karlmönnum veittar stöð- urnar. Freyja F. Kristensen heiur kært málið til jafnrétt- isráðs, en hin konan, Helga Ögmundsdóttir, hefur enn a.m.k. ekki kært til ráðsins. Nú er það hins vegar spurn- ingin hvert þeir karlmenn, sem fá ekki stöðu þrátt fyrir að þeir telji sig eiga rétt á henni, geti kært og af hverju þeir sem hafa orðið undir í stöðuveitingum á undanförn- um árum, hafi ekki kært til einhvers yfirvaids eða ráðs? 0 Áfengis- neyslan að minnka? ( frétt frá Áfengisvarnarráði segir að neysla áfengis sem selt er úr verslunum ÁTVR, hafi minnkað árið 1980 um 2,42% miðað við árið 1979. I fyrra nam salan 3,16 lítrum af hreinum vínanda á hvert mannsbarn í landinu á móti 3,24 lítrum árið áður. Talið er að sala á efnum til bjór- og víngerðar hafi minnkað til muna í fyrra miðað við árið á undan. Rétt er að taka það fram að sala ÁTVR árið 1979 (þ.e. 3,24 Itr. af hreinum vín- anda) hafði ekki verið jafn- mikil um áratugi. 0 Kvikmynda- hátíð í Regnboganum Um síðustu heigi hófst heilmikil kvikmyndahátíð í Regnboganum á vegum Listahátíðar. Þar verða sýnd- ar 20 kvikmyndir frá 15 lönd- um, og auk þess verður sér- stök kynning á myndum bandaríska gamanleikarans Buster Keaton. Hátíðin stendur til 15. þessa mánað- ar. I lok hátíðarinnar verða sýndar íslenskar kvikmyndir sem gerðar voru árið 1980. Þar sem landsmenn standa allir straum af þeim kostnaði sem hlýst af athafnasemi og framkvæmdum Listahátíðar, er ekki úr vegi að spyrja hvort, og þá hvenær, þeir sem búa utan Reykjavíkur geti átt von á að fá að sjá, þó ekki væri nema brot af um- ræddum kvikmyndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.