Dagur - 12.02.1981, Síða 8

Dagur - 12.02.1981, Síða 8
Akureyri, fimmtudagur 12. febrúar 1980 ÞJÓNUSTA FYRIR HÁbRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Leikfélag Húsavíkur: Frumflytja íslenskt verk í fyrsta sinn Leikfélag Húsavíkur hóf leikárið í hausl, nieð sýning- um á „Vals“, eftir Jón Hjartarson, undir stjórn Ingimundar Jónssonar, og „Því rneir sem við kaupum“, eftir Jan Jansen. Var sá leik- þáttur þýddur og sviðsettur af nokkrum félögum L.H. án sérstaks leikstjóra. Nú eru hafnar æfingar á gamanleik eftir hinn kunna gaman- leikjahöfund Jónas Árnason. Jónas lauk við þetta verk nú um áramótin og afhenti það L.H. til frumflutnings. Leikur- inn fjallar um forsetakosningar á bráðskemmtilegan hátt og er ekki ;tð efa að leikhúsgestir eiga eftir að skemmta sér vel. Leik- stjóri er María Kristjánsdóttir, sem er í hópi snjöllustu leikstjóra okkar í dag. Gert er ráð fyrir að frumsýning geti orðið seinnipartinn í mars. Þetta er í fyrstaskipti sem L.H. frurri- flytur íslenskt verk, og kann félagið höfundi: bestu þakkir fyrir að g'efa því slíkt tækifæri. Starf L.H. hefur verið þrótt- mikið um árabil og er skemmst að minnast sýninga á Fiðlaran- um á þakinu 1979, en sýningar urðu 38 og sýningargestir um 4800. Verður nýr flugvöllur byggður á Kópaskeri? Undanfarin misseri hafa verið til athugunar hjá flugmálastjórn hug- myndir um endurbætur í flugvallar- málum Kópaskers. Þar er nú norð- ur-suður flugbraut, sem gerð var 1963. Auk hennar hefur verið notast við þverbraut eldri flugvallar, sem er þar skammt frá. Þverbrautin er að- eins valtaður melur og ónothæf vetur og vor. Starfsmenn flugmála- stjórnar og flugmenn eru sammála um að mikilla aðgerða sé þörf, ef flugvöllurinn á að gegna vaxandi hlutverki sínu. Þarna vantar t.d. góða þverbraut, blindaðflug að vellinum sjálfum, flugbrautarljós, farþegaskýli og fleira mætti telja upp. Nú hefur sú hugmynd skotið upp kollinum, að ekki skuli ráðist í neinar framkvæmdir við núverandi flugvöll, heldur hafin gerð vallar á öðrum stað, nær ströndinni skammt norðan Kópaskers. Það virðist e.t.v. einkennilegt að ráðast í slíka nýsmíði nú, þegar ætla mætti, að fénu væri betur varið til endur- bóta þess, sem þegar er fyrir hendi, en að sögn Sigurðar Aðalsteins- sonar, framkvæmdastjóra Flug- félags Norðurlands h.f. yrðu end- urbæturnar svo kostnaðarsamar, og kostir nýs flugvallar svo miklir að flest mælir með gerð nýs vallar. Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri á Kópaskeri og Sigurður Að- alsteinsson, sögðu í viðtaii við DAG að flest benti til þess að framkvæmdir gætu hafist við gerð vallar í sumar, ef yfirvöld gæfu grænt ljós, en í sjóði eru til nokkur hundruð þúsund sem myndu nægja í fyrstu lotu. Blindaðflug verður ekki gert að núverandi flugvelli og góðri þver- braut verður ekki við komið hjá honum. Að vísu má segja að 800 m. þverbraut rúmist á svæðinu. Er það skammt sunnan flugbrautarinnar milli þjóðvegarins og hæðanna „MANNSÆMANDI LlF - Mánudagsmynd Borgarbíós íí Borgarbíó sýnir á mánudag sænsku myndina „Mannsæm- andi líf“ eftir Stefan Jarl. Myndin fjallar um eiturlyfja- vandamálið í Svíþjóð, þar sem sakleysisleg hassneysla, að því er virðist, þróast í friðlausa eit- urlyfjanautii. Árið 196^ gerði Stefan Jarl mynd um eiturleyfjanotkun ungs fólks, þar sem hann fylgdist með unglingum í Stokkhólmi, einkum STÆRSTA SENDINGIN „Ég er búinn að flytja þessa gerð af sleðum til landsins í ein 15 ár, en þetta er stærsta scndingin sem ég hef fengið til þessa,“ sagði Tómas Eyþórsson, þegar hann sýndi Ijós- myndaranum laglegan hóp snjó- sleða fyrir framan verkstæði sitt fyrir helgi. „Þessir eru allir seldir. Á leiðinni er önnur sending sem ætti að koma til bæjarins fljótlega.“ Tómas flytur sjálfur þessa sleða inn til landsins og er því umboðs- maður fyrir þá. Sleðarnir eru af gerðinni POLARIS og framleiddir í Ameríku. Tómas sagði að þessi tegund sleða hefði staðið sig ákaf- lega vel í snjósleðakappökstrum í útlandinu, enda er hún hraðskreið. Verðið er mismunandi eftir gerð- um — frá kr. 27 þúsund tii kr. 44 þúsund. Tómas sagði að menn á sínum vegum önnuðust viðgerðir á sleðunum og hann bætti því við að hann kappkostaði að hafa góðan varahlutalager. „Ég hef ekkert auglýst þessa sleða síðan ég fór að flytja þá inn — vildi fyrst sjá hvernig þeir reynd- ust,“ sagði Tómas. „Nú hefur komið á daginn að þeir duga vel hér á landi, en til þessa hef ég einkum selt þá til manna á Akur- eyri og í nágrenni. Frá mínum bæjardyrum séð er það mikið atriði að flytja sleðana beint til Akureyr- ar, en vera ekki að sækja þá suður, enda verða þeir dýrari með því móti.“ austan við völlinn. Austurendi slíkrar þverbrautar næði þá að brekkurótum. Yrði það háskaleg tilhögun. Á nýja staðnum er rými fyrir um 800m. þverbraut án nokk- urra hindrana. Heimamenn hafa bent á að snjóléttara sé á nýja staðnum, nær ströndinni, en á núverandi flug- velli. Á vorin verður oft mikill vatnagangur í kring um flugvöllinn og ef þverbraut yrði byggð hjá gamla vellinum yrði nauðsynlegt að leggja ræsi undir brautirnar til að forða þeim frá árlegum skemmdum. Með gerð þverbraut- ar, ræsi og tilfærslu núverandi flugbrautar er í raun verið að byggja nýjan flugvöll. Ekkert vatn er á gamla flugvell- inum, og engin aðstaða fyrir far- þega, og völlurinn er svo langt frá vatnsveitu að geymslutankur er skársti kosturinn. Flugstöðvar- bygging á hinum nýja stað gæti tengst vatnsveitu Kópaskers. Þegar liggur vegur norður frá Kópa- skeri með ströndinni og þyrfti ekki að endurbæta hann mikið eða lengja til þess að hann kæmi að fullum notum fyrir hinn nýja flug- völl og ökuleiðin styttist um helming. tveimur piltum. Stefan leitaði þessa unglinga uppi og kannaði hvernig þeim hefði vegnað í lífinu að 10 árum liðnum og sést það í þessari mynd. Þar sést hrikalegt líf, þar sem áfengi og eiturlyf eru sem dagleg fæða og allt er gert til að komast yfir lyfin. Þessi mynd fékk geysilega góðar viðtökur í Svíþjóð, ef svo má að orði komast, því hún vakti menn til meðvitundar um hversu gífurlegt eiturlyfjavandamálið þar var orðið. Þeir sem áður voru eirðarlausir og mótþróafullir unglingar eru nú orðnir eiturlyfjaþrælar. Myndin er sýnd kl. 9 og er fólk hvatt til að sjá hana. Búnaðarþing Mánudaginn 16. febrúar kl. 10.00 verður Búnaðarþing sett í Bænda- höllinni. Venja hefur verið að landbúnaðarráðherra ávarpi Búnaðarþing á fyrsta fundi þess. Búnaðarþingsfulltrúar eru 25, auk þeirra sitja fundi þess stjórn og ráðunautar Búnaðarfélags íslands, sem hafa þar málfrelsi og tillögu- rétt. Fundir Búnaðarþings eru opnir öllum sem áhuga hafa á að fylgjast með störfum þess. Skoskur prófessor predikar í Akur- eyrarkirkju n.k. sunnudag Næstkomandi sunnudag 15. febr. mun Dr. Duncan B. Forrester, prófessor við Edinborgarháskóla heimsækja Akureyri. Prófessor Forrester veitir forstöðu þeirri deild guðfræðideildar Edinborg- arháskóla sem fjallar um kristna siðfræði og kennimannlega guð- fræði. (Department of Christian Athics and Practical Theology.) Það er Háskóli íslands sem á frumkvæðið að því að próf. Forrester er hingað kominn. Hefur honum verið boðið að flytja þar tvo fyrirlestra í næstu viku. En fyrst mun hann leggja leið sína til Norðurlands eins og fyrrsegir. Á laugardag mun hann skoða sig um í Þingeyjarsýslu en á sunnudag mun hann prédika í Akureyrarkirkju. Prédikunin mun verða þýdd og dreift fjölrit- aðri til þeirra kirkjugesta sem þess þurfa með. Kl. 5 sama dag mun verða efnt til fundar með prófessornum á Hótel Varðborg. Mun hann segja frá háskólastarf- inu, kirkjulífi í Skotlandi og svara fyrirspurnum. Er þess vænst að áhugamenn um guðfræði og kirkjulegt starf notfæri sér þetta einstæða tækifæri. J.A.B. fy rri ÍRT" 3rp rr Ö ii /ÍIU J v Jlfl ö Jju. 0 Atvinnu- leikhús Eins og fram hefur komið í fréttum var staða Leikfélags Akureyrar sú á síðast liðnu vori að óvíst var um framhald atvlnnuleikhúss á Akureyri. Leikurum og öðru starfsfólki var sagt upp störfum og öll starfsemi félagsins dróst saman. Leikhúsráð hóf þá viðræður við ráðamenn Ak- ureyrarbæjar og stjórnvöld um þann vanda sem steðjaði að félaginu. Stóðu þessar viðræður fram á haust og var fyrirsjáanlegt að starfsemin gæti ekki hafist á venjulegum tíma, og alls ekki í þeirri mynd sem áður hafði verið. Var þá tekin ákvörðun um að starfsemin hæfist um áramót og fastráðnir 3 leikarar og tveir starfsmenn í hlutastörf. 0 Kabarettinn flýtti fyrir [ október tóku nokkrir af fyrr- verandi starfsmönnum félagsins og hópur áhuga- fólks sig saman, og æfði upp skemmtiprógram sem hlaut nafnið KABARETT, sem sýnt var við miklar vinsældir í Sjálfstæðishúsinu, og rann allur ágóði af því óskiptur til félagsins. Vegna þessa fram- taks var hægt að byrja starf- semina mánuði fyrr eða í byrjun desember, hófust þá æfingar á áðurnefndu leikriti sem nú eru að hefjast sýn- ingar á þ.e.a.s. Skáid-Rósu. Með breyttum æfingartíma leikhússins var hægt að fá margt af því fólki til starfa sem áður hafði starfað með félaginu. 0 Ennaflanda Á dögunum sagði DAGUR frá Þingeyingi, sem fékk sér snjósleða og borgaði hann með 52 flöskum af landa. Við vorum einnig að velta fyrir okkur hvort Þingeyingar hefðu þarna fundið gjaldmið- il framtíðarinnar og svo virð- ist vera sem við höfum hitt naglann á höfuðið. f gær kom kunningi DAGS á ritstjórnina og sagði okkur að fyrir skömmu hefði bóndi nokkur fyrir austan keypt hey og borgað fyrir það með landa! Bílstjórinn sem með heyið heim til bónda fékk einnig greitt með sama gjaldmiðli. Heimiidarmaður blaðsins vissi ekki um hve mikið magn af heyi og landa var að ræða, en það skiptir í sjálfu sér ekki máli, aðalatriðið er að Þing- eyingar virðast hafa fundið gjaldmiðil sem þeir þekkja og treysta. Tómas og sleðarnir, sem eru 17 talsins. Mynd: á.þ.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.