Dagur - 19.02.1981, Side 8

Dagur - 19.02.1981, Side 8
Pakkningaefni korkur og skinn sími 96-22700 mmm Fyrsta könnunin á högum fatlaðra Sjötti bekkur, félagsfræðideild- ar M.A., vinnur nú að því í sam- ráði við Sjálfsbjörg á Akureyri, að gera könnun á högum fatl- aðra í bænum. Á næstunni geta margir félagar í Sjálfsbjörg átt von á því að nemendur í um- rædduni bekk heinvsæki þá, með spurningar varðandi þessa könnun. Heiðrún Steingríms- dóttir, formaður Sjálfsbjargar Stofnfundur félags áhuga- manna um heimspeki á Akureyri Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar félags áhuga- manna um heimspcki á Akur- eyri. Fundurinn verður haldinn í Rauða húsinu, Skipagötu 17, kl. 20.30, þriðjudaginn 24. febrúar. Fyrirhugað er að félagið standi að fyrirlestrahaldi uin heimspekileg efni. Á fundinum á þriðjudaginn mun Eyjólfur Kjalur Emilsson flytja er- indi. sem nefnist Um efnishvggju, þar sem fjallað verður um rök með og móti efnishyggju. og fáeinar nýjar kenningar um það efni. Eyjólfur hefur m.a. íslenskað samræðuna Gorgías eftir Platón. Allir áhugamenn um heimspeki eru hvattir til að mæta og hlýða á fyrirlesturinn og gerast um leið stofnfélagar í þessu nýja félagi. sagði í viðtali við DAG að hún vænti sér mikils af könnuninni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar sem gerð er meðal fatlaðra á Akureyri. Lesendur DAGS minnast þess eflaust að blaðið birti mynd af nemendum félagsfræðideildar, þar sem þeir voru að reyna að koma hjólastól upp tröppurnar og í lyft- una í skrifstofuhúsnæði Akureyr- arbæjar. Hvorugt dæmið gekk upp, enda er ekki gert ráð fyrir að fatlaðir í hjólastól eigi neitt erindi á bæjarskrifstofurnar eða í aðrar skrifstofur í sama húsi. Þessi at- hugun nemendanna var hluti af könnuninni, sem sagt var frá í upphafi. „Áður hafa þrír nemendur 6. bekkjar gert ritgerðir í íslensku, þar sem þeir hafa fjallað um málefni fatlaðra en svona könnun hefur aldrei verið gerð áður,“ sagði Heiðrún. „Nemendurnir eru búnir að vinna alla undirbúningsvinnu og setja saman spurningar sem koma inn á ýmis svið. T.d. eru spurningar sem fjalla um atvinnu, hvernig fötluninni er háttað, möguleikana að lifa með fötluninni og viðhorf til atvinnu og félagslegra þátta af ýmsu tagi.“ Nemendurnir munu taka úrtak úr félagaskrá Sjálfsbjargar og fara eitl eða tvö til hvers og eins. Þetta verkefni er hluti af námi í félags- fræðideild. „Nemendurnir ætla að afhenda okkur niðurstöðurnar svo verkið sé ekki unnið til einskis. Við munum því geta notfært okkur þetta þegar það liggur fyrir. Ég held að allt svona sé jákvætt fyrir okkar mál- stað,“ sagði Heiðrún að lokum. m köldum vetrarmörgrii Landsmót skáta í Kjarna í sumar Ákveðið hefur verið að Lands- inót skáta 1981 verði haldið í Kjarnaskógi dagana 26. júlí-2. ágústs. Undirbúningur mótsins er þegar hafinn og dagskrá þess verður mjög f jölbreytt. Búast má við að fjölmenni verði á mótinu og að í Kjarnaskógi geti risið eitt þúsund manna tjaldbúðir, eða þorp, þar sem ýmis þjónusta verður veitt, eins og venja er á landsmótum sem þessum. T.d. verður gefið út mótsblað, þar sem birtar verða fréttir af mótinu, við- töl, myndir og annað efni. banka- útibú verður starfrækt á svæðinu, þar verður almenn póst- og síma- þjónusta og verslun, svo eitthvað sé nefnt. Ferðaskrifstofa Landsmóts- ins mun skipuleggja ferðir uni Eyjafjörð og Norðurland. Mótsstjórar verða Gunnar Jóns- son og Þorbjörg lngvadóttir, fjár- málastjóri verður Valtýr Hreiðars- son, dagskrárstjóri Garðar Lárus- son, tjaldbúðarstjóri Tryggvi Marinósson, útbreiðslustjóri Björn Sverrisson og ritari mótsstjórnar verður Edda Hermannsdóttir. Þátttökutilkynningar skulu berast félags- og fararstjórnum fyrir 15. apríl. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. Fárviðrið sl. mánudagskvöld: MIKID EIGNATJON Nú er ljóst að gífurlegt tjón hefur orðið á landinu í óveðrinu er geisaði s.l. mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudagsins. Mest er tjónið á Suður- og Vestur- landi. Veðrið er sagt minna á fárviðrið sem var hér 1973, en þá var um að ræða leifar feilibylsins Ellenar. Viðlagatrygging greiðir ekki tjón af völdum fárviðris, en t.d. greiðir kaskótrygging bifreiða það tjón sem verður á bifreið ef hún fýkur. Þær tryggingar sem greiða tjón vegna veðurs eins og varð á mánudagskvöldið eru húseigenda-. óveðurs- og foktryggingar og einn- ig glertryggingar. Heimilistrygging greiðir tjón sem verður á innbúi ef rúður brotna og vatn og veður skemma innanstokksmuni. Á Norðurlandi varð tjón lítið ef miðað er við skemmdir á Suður- og Vesturlandi. Á Hvammstanga rak rækjubát á grunn og þök fuku af nokkrum húsum. Bílarfukuútafvegum í Skagafirði og skemmdir urðu á nokkrum byggingum. Á Siglufirði var rnjög hvasst, en ekki urðu umtalsverðar skemmdir. Þriggja tonna trilla sökk í höfninni í Grímsey og eru aðrir bátar töluvert skemmdir. Frá Kópaskeri bárust þær fréttir að tvær kindur hefðu drepist í fjárhúsum á Presthólum, FJÓRIR HÆTTU í liaust hættu mjólkurfram- leiðslu í Svarfdæladeild þeir Hallur Steingrímsson, Skálda- læk, og Snorri Árnason, Völlum. Og eftir áramótin bættust við þeir Haraldur Hjartarson á Grund og Baldvin Magnússon, Hralnsstaðakoti. Tveir þeirra fóru alfarið í sauðfjárbúskap, en hinir tveir í nauta- og sauöfjár- búskap. En maður kemur í manns stað. Guðmundur Gunnlaugsson Göngustöðum, sem hóf búskap haustið 1979, byrjaði kúabúskap um mánaðamótin, en hann keypti nokkrar mjólkurkýr af Haraldi Hjartarsyni. en skepnurnar ærðust þegar hluti af fjárhúsþakinu fauk. Einnig fauk hluti af fjárhúsþaki í Leirhöfn og skemmdir urðu í Klifshaga. Dagur greindi frá því í síðasta blaði að skemmdir hefðu orðið á skíðalyft- unni í Hlíðarfjalli. Aðrar alvarlegar skemmdir munu ekki hafa orðið á Akureyri eða í nágrenni bæjarins. Námskeið fyrír trún- aðarmenn Mánudaginn 9. febrúar hófst námskeið fyrir trúnaðar- menn á vinnustöðum á Akur- eyri á vegum Alþýðusant- bands Norðurlands og MFA. Námskeiðinu lauk föstudag- inn 13. febrúar og voru þátt- takendur 25 talsins. Þátttakendurnir voru frá Einingu, lðju, Félagi málmiðn- aðarmanna, ásamt einum iðn- nema. Námskcið þetta var haldið í framhaldi af ákvæðum kjarasamninga frá 1977 varð- andi stöðu trúnaðarmanna á vinnustöðum. Leiðbeinandi og stjómandi námskeiðsins var Lárus Guðjónsson, starfsmaður MFA, og fieiri. iTfl yju 0 Kvikmynda- hátíðinni lokið Um 18000 manns sóttu sýn- ingar á kvikmyndahátíðinni, sem lauk í Regnboganum um s.l. helgi. I fyrra sóttu öllu fleiri hátíðina, eða rúmlega 22 þúsund manns, en þá var hátíðin framlengd um nokkra daga. 0 Menn reynslunni ríkari Um 300 manns unnu við björgunarstörf í Reykjavík aðfararnótt s.l. þriðjudags. Það hefur verið haft eftir borgarstjóranum í Reykjavík að eftir þessa nótt væru menn reynslunni ríkari og mun betur til þess fallnir að takast á aftur við svipaðan vanda. Eins og oft fyrr, sagði Egill Skúli, var álag á síma- kerfinu einn helsti Þrándur í götu þeirra sem skipulögðu björgunarstörfin. 0 Forvitni En það er ekki bara á óveð- ursnóttum sem ýmsir tefja björgunarstörf með óþarfa símtölum. Talsmenn lög- reglu og slökkviliðs hafa oft bent fólki á að safnast ekki saman þar sem hafa orðið slys eða brunar, en það hefur æði oft komið fyrir að sjúkra- bílar eða farartæki slökkvi- liðsins komast ekki leiðar sinnar vegna forvitinna áhorfenda. Það er alveg makalaust hve margir telja sig eiga erindi á brunastað eða á slysstað og næsta ör- uggt að flestir væru betur geymdir heima hjá sér. 0 Jafnréttisráð í byrjun vikunnar héit jafn- réttisráð annan fund vegna stöðuveitingar í læknadeild og lyfsöluleyfi á Dalvík. Málin eru sögð vera í athugun og ekki búið að ákveða hver eða hvenær næsti fundir ráðsins verður haldinn. Fregnir herma að meðlimir ráðsins séu ekki sammála um hver eigi að vera opinber afstaða ráðsins og því megi gera ráð fyrir að fátt fréttist úr herbúð- um þess á næstunni. 0 Frábær sigur Á sunnudagskvöldið sigraði íslenska landsliðið Olympíu- meistara Austur-Þjóðverja. Þjálfari Þjóðverjanna sagði að þetta væri „Besta íslenska liðið sem við höfum leikið gegn“, en niðurstöðutölurnar voru 18-14.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.