Dagur - 26.02.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1981, Blaðsíða 4
BM3UE Útgelandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aðstoð til sjálfs- hjálpar Stefán Valgeirsson, alþingismað- ur, gerði umræðuna og æsiskrifin vegna kaupa Þórshafnartogarans svonefnda að umtalsefni í viðtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu. Stefán sagði meðal annars: „Hvernig er komið fyrir þjóðinni og ríkisstjórninni, ef gula pressan á að hafa úrslitaáhrif á stjórnarat- hafnir, á framgang mála, sem að öllu leyti er staðið að samkvæmt landslögum. Það ætti að vera á allra vitorði, að þessir aðilar hafa barist leynt og Ijóst á móti land- búnaði, samvinnufélögum og byggðastefnunni. Þessi átök eru því um allt annað en umræddan togara.“ Stefán bendir á það í viðtalinu, að fyrir um 20 árum hafi menn haft miklar áhyggjur af þróun byggða á Vestfjörðum og óttast að þær færu jafnvel í eyði, ef ekkert yrði að gert. Þá hafi verið gerð áætlun um eflingu byggðar og mikið fjár- magn verið útvegað, auk þess sem stórt átak hafi verið gert í samgöngumálum. Þetta allt hafi gjörbreytt öllum aðstæðum til búsetu þar. Nú dytti engum í hug að segja að illa hafi verið farið með almannafé, þegar þjóðfélag- ið hjálpaði Vestfirðingum til sjálfshjálpar. Fyrir 20 árum hafi það verið Vestfirðir, en nú sé það Norðausturland. Þá bendir Stefán einnig á það, að ofveiði annarra og friðunarað- gerðir í þágu alþjóðar hafi bitnað á íbúum N.-Þingeyjarsýslu og sér- staklega á Þórshafnarbúum. Samkvæmt hraðfrystihúsaáætlun hafi verið byggt frystihús á Þórs- höfn og til að bregðast við at- vinnuleysi og rekstrarerfiðleikum hins nýja frystihúss, hafi Þórs- hafnarbúar leitað margra leiða, sem mistekist hafi af ýmsum ástæðum, m.a. vegna svika á löndunarsamningum. I' framhald af þessu hafi svo komið upp hug- myndir um það að sameina aðila á Raufarhöfn og Þórshöfn um út- gerð togara og koma upp fisk- miðlun, þannig að rekstur beggja frystihúsanna yrði mun hag- kvæmari en nú er. Umræða um þetta mál hefur verið á þann veg, að engu er líkara en Þórshafnartogarinn sé sá eini sem komi til með að hafa erfiðan rekstrargrundvöll og sá eini sem muni taka afla frá öðrum togurum landsmanna. Staðreyndin er hins vegar sú, að hafi einhverjir fbúar þessa lands átt kröfu til þess að fá skuttogara og úrbætur í atvinnu- máium, þá voru það Norður-Þing- eyingar. Um árekstra í Kjarnaskógi Að gefnu tilefni (Smátt og stórt, Dagur 17/2) vil ég koma á fram- færi nokkrum upplýsingum varðandi umferð og notkun úti- vistarsvæðisins í Kjarnaskógi. Ef þær upplýsingar gætu orðið til farsælli útivistar í Kjarna er til- gangi mínum náð. Útivist Frá því að Skógræktarfélag Eyfirðinga hóf rekstur útivistar- svæðisins í samvinnu við Akur- eyrarbæ hefur eitt megin mark- mið með rekstrinum verið að skapa fjölbreytta aðstöðu til úti- vistar allt árið. Með þetta sjónar- mið í huga höfum við ekki talið ástæðu til að hindra vetrarumferð hestamanna um aðalakveg svæð- isins. Flestir hestamenn hafa líka skilið og virt þau takmork, sem þeim voru sett. Hitt er svo aug- ljóst að hestamönnum hefur aldrei verið ætlað að nota skíða- göngubrautina til útreiðar. Ég vona að hestamenn skilji sín takmörk og sameinist um að nota aðeins akvegi innan svæðisins til vetrarferða á gæðingum sínum. Aðstaðan Nú hefur trimmbrautin verið op- in og upplýst síðan í nóvember og fer notkun hennar vaxandi. Komið hefur í ljós að fótgang- endur hafa oft gert skíðamönnum erfitt fyrir, og spillt skíðafærinu. Upphaflega var hugmyndin að bæði gönguslóðir og skíðaslóðir gætu verið hlið við hlið á trimm- brautinni. Hús fyrir snyrtingar, sem hefur verið í byggingu síðan 1974 er því miður enn ónothæft, en vonir standa nú til að úr því rætist. í þessu húsi gæti einnig skapast aðstaðá til þess að smyrja göngu- skíði og hafa fataskipti. Framtíðin Útivistarsvæðið í Kjarna verður seint fullmótað. En það er von okkar, sem að rekstrinum stönd- um að svæðið fái að aðlagast þörfum bæjarbúa til hollrar úti- vistar. Áfram verður unnið að skógrækt og reynt verður að fá landið stækkað til norðurs og vesturs. Áform eru um betri göngustíga, sem opna til umferð- ar áður ónotaða hluta svæðisins. Vonandi verður á þessu ári hafist handa við gerð leikvallar. Fram- kvæmd þessara hugmynda ræðst þó af þeim fjárveitingum, sem fást hverju sinni til rekstrarins. Hallgrímur Indriðason. ** * Hesta- og skiðamenn geta hæglcga komiö sér saman um not af Kjarna. frá fyrri tímum og örlög hennar, þar sem eru síldarverksmiðjurnar í Hjalteyri og Dagverðareyri, sem nú eru reyndar rústir einar, og þorpið sem byggðist utan um þá fyrr- nefndu. Já, síldin er vissulega ótrygg (a.m.k. þegar hún er ofveidd ár eftir ár), en hvað má þá ekki segja um þá markaði sem ráða gengi stóriðju- fyrirtækja á borð við þær málm- bræðslur sem hér hafa verið reystar í seinni tíð. Með síhækkandi orku- verði og þverrandi olíulindum mun fljótlega koma að því að það svarar ekki kostnaði að flytja málmgrýti heimshoma á milli, til vinnslu. Einnig munu þær þjóðir sem nú leggja til slíkt hráefni, leggja allt kapp á að vinna það heima fyrir. Framleiðsla iðnríkjanna á margs konar tækjum (t. d. bílum) er þegar stöðnuð, og mun fyrirsjáanlega fara minnkandi, nema til komi meiri háttar styrjöld. Þannig mun margt leggjast á eitt við að gera orkufreka stóriðju á tslandi harla óöruggan atvinnuveg, og breytir þá litlu hvort hún er í höndum út- lendinga eða okkar sjálfra, nema hvað tap okkar verður sýnu meira í síðara tilfellinu. Erum við ein- hverju bættari þótt við eignumst fleiri verksmiðjurústir og „drauga- þorp“? Skáldið Einar Benediktsson varð á sínum tíma þekkt fyrir að selja útlendum auðmönnum íslenzka fossa, en sem betur fer varð honum lítið ágengt í því efni og flest kaup- in gengu aftur til eigendanna eða til íslenzka ríkisins. Fáir held ég að verði nú til að hrósa Einari. fyrir þetta framtak. Sumir telja það blett á minningu hans en öðrum finnst það hlægilegL Þeir „fossasölu- menn“ sem nú eiga þá ósk heitasta að bjóða erlendum auðhringum orku fallvatnanna á sem lægstu verði og ánetja okkur þannig hinu alþjóðlega auðmagni, með sínum blindu markaðslögmálum, sem einskis svífst, munu að líkindum hljóta harðari dóma í framtíðinni. Ak. á Þorraþræl 1981. Helgi Hallgrímsson. Þjóðarvakningu þarff til Helgi Hallgrímsson: Stóriðjumenn höfðu ekki erindi sem erfiði Helgi Hallgrfmsson. varð í reyndinni eins konar um- hverfisverndarþing. Aðstandendur ráðstefnunnar hafa lagt áherslu á það að henni væri ætlað að upplýsa menn og móta stefnuna í iðnvæðingu Norð- lendinga. Sú ályktun sem hægt er að draga af þeim upplýsingum sem þama komu fram í máli framsögu- manna og annara er fundinn sátu, hlýtur hins vegar að vera fremur neikvæð fyrir hinn svonefnda orkufreka iðnað og stóriðjustefn- una í heild, a.m.k. hvað Norður- land varðar. Líklega er það þessvegna sem frásagnir fjölmiðla af fundinum hafa verið svo vandræðalegar og jafnvel villandi, sem raun ber vitni, mestan part upptugga á einstökum atriðum í ræðum framsögumanna, sem þó eru vanalega slitin úr sam- hengi, ásamt tilvitnunum í hinar og þessar bráðabirgðaskýrslur, um staðsetningu orkufreks iðnaðar o. fl. í þeim dúr. Af fréttum blaðanna má skilja, að það sé nú ekkert áhorfsmál lengur að ráðast í orku- freka stóriðju á Norðurlandi, hins vegar geti orkað tvímælis hvort setja eigi verksmiðjuna niður norðan eða sunnan Hörgárósa. Svo einkennilega vill til, að bæði norðan og sunnan Hörgárósa höf- um við augljós dæmi um „stóriðju" I. Sífellt fer því fólki fjölgandi sem gerir sér grein fyrir því að málefni aldraðra verða ekki leyst eftir hefbundnum leiðum. Þó að unnið sé að þessu verki á mismunandi hátt á hinum ýmsu stöðum landsins og sumsstaðar vel, er hér um að ræða eitt sameiginlegt verkefni allrar þjóðarinnar. Þetta stafar meðal annars af því að þjóð- in er þannig samsett, að fjöl- skyldutengsl skerast um hana þvera og endilanga. Þróun undanfarinna áratuga og margvísleg byggðarösk- un hafa hrært þjóðinni saman og vegna þess og ættartengsla ýmis- konar eru íslendingar nú ein stór fjölskylda flestum öðrum þjóðum fremur. Vegna þessa meðal annars verð- um við að leysa sameiginlega það verkefni að sjá öldruðum fyrir að- búnaði á æfikvöldi og það er sam- eiginleg siðferðisskylda okkar að vinna þetta verk á sómasamlegan hátt. II. Vanrækslusyndir okkar í þessum efnum eru með miklum ólíkindum. Þór Halldórsson yfirlæknir á öldrunardeild Landsspítalans telur íslendinga vera 15 til 20 árum á eftir Norðurlöndunum og Bret- landi í sambandi við öldrunar- lækningar og öldrunarhjúkrun. Á námsskrá heilbrigðisstéttanna, hvort sem er í Háskólanum eða annars staðar, eru öldrunarlækn- ingar varla á dagskrá. Megnið af þetta varðar. Þetta er ekki einka- mál Reykvíkinga. Á stærstu þétt- býliskjarnana safnast aldrað fólk víðsvegar að af landinu. Hvað skyldu það til að mynda vera margir sem úti á landinu búa sem eiga aldraða ættingja í Reykjavík? Málefni aldraðra er sameiginlegt verkefni okkar allra og það verður að meðhöndla þetta verkefni eins og um venjulegt neyðarástand sé að ræða hjá allri þjóðinni. IV. Og hvernig förum við að þegar um neyðarástand er að ræða? Við útvegum fjármagn eftir þörfum til að greiða skaðann. Þetta fjármagn sækjum við í sameigin- legan sjóð eða að við tökum lán. Það er nákvæmlega þetta sem þarf að gera í sambandi við þann vanda sem óleysanlegur er eftir hefð- bundnum leiðu . Við verðum að líta á þetta risa- vaxna verkefni sem eina heild. Það verður í upphafi að byggja þær stofnanir og aðrar byggingar sem eru nauðsynlegur ytri rammi verk- efnisins. Síðan verður að fara niður í saumana í hjúkrunarmálunum og öldrunarlækningunum og tengja þau mál öll við hina félagslegu starfsemi í landinu. Reynslan sýnir að hinar venju- legu leiðir duga ekki. Ekkert minna en þjóðarvakning þarf að koma til. Þrýstingur frá sem flestum, sköpun ný almenningsálits sem ráðamenn ganga ekki á móti. Þessi grein er eitt sandkorn til stuðnings slíkrar vakningar. Hrafn Sœmundsson. Á vissu árabili upphefst jafnan furðulegur söngur hjá vissri tegund manna, sem kalla má stóriðjumenn, til aðgreiningar frá öðrum mönn- um, enda er söngur þeirra að jafn- aði mikil lofgerð um stóriðju og orkufrekan iðnað, sem þeir telja bót allra meina í þjóðfélaginu. Þeir líta ekki við iðjuverum sem fram- leiða minna en nokkur hundruð þúsund tonn á ári hverju, og gleypa a.m.k. nokkrar teravattstundir ár- lega. Fyrir þeim virðist magnið vera aðalatriðið og því stærra því betra. Stóriðjulofgerð þessi virðist nú vera orðin nokkuð reglulegt fyrir- bæri sem reikna með með að komi upp á svo sem 3-5 ára fresti en há- marki nær hún þó oftast á áratuga- skiptunum. Virðist hún því fylgja eitthvað svipuðum lögmálum og hafísinn, landsins forni fjandi. (Er ekki ólíklegt að sólblettir hafi hér einhver áhrif, en þeir eru í hámarki á ca. 11 ára fresti). Hér í Eyjafirði gætti þessa far- aldurs síðast árið 1977 en þá var hann svo rækilega kveðinn niður að hann lét alls ekkert á sér kræla næstu árin, eða þar til um áramótin síðustu. Segja má að núverandi herferð stjóriðjumanna hafi byrjað með því að tveir mikils metnir for- ystumenn stjórnmálaflokka, sem nú eru í stjórnarandstöðu, gengu fram fyrir skjöldu og blésu í lúðra til stuðnings orkufrekum iðnaði í landinu. Eftir að þessir víðfrægu (og víg- reifu) foringjar höfðu þannig gefið tóninn (annar þeirra féll að vísu úr foringjasætinu litlu seinna), fóru hinir smærri spámenn að hugsa sér til hreyfings. Á Fjórðungsþingi Norðlendinga s.l. haust komu m.a. fram raddir um að efla þyrfti stóriðju á Norð- urlandi og var „iðnþróunar- og orkumálanefnd" Fjórðungssam- bandsins falið að gangast fyrir ráð- stefnu um „orkubúskap og orku- iðjuna lönd og leið í bili, en snúa sér í þess stað að stórvirkjunum og gera þær að eins konar atvinnuvegi og útflutningsvöru (sbr. Kröflu- virkjun). Þar með taldi hann að at- vinnumálunum væri borgið, í bili a.m.k. Var mikið klappað fyrir þessu. Annars einkenndust ræður framsögumanna yfirleitt af miklu talnaflóði og alls konar „spám“ um breytingar þessara talna. (Voru tölurnar sýndar á tjaldi og voru í ýmsum litum, en því miður sáust þær aðeins úr fremstu sætunum). Þegar til umræðna kom reyndist stóriðjustefnan eiga sér „formæl- endur fá“, eins og segir í Hávamál- um, en hins vegar urðu ýmsir til að gagnrýna hana, og jafnvel nokkuð óvægið. Svo virðist sem aðstand- endur ráðstefnunnar hafi grunað þetta fyrirfram (hafa sennilega ekki verið öruggir með málstaðinn), því að í dagskrá voru auglýstar „um- ræður með pallborðssniði". þ.e. framsögumenn sátu fyrir svörum, og skyldu frundarmenn beina til þeirra fyrirspurnum, en í almenn- um umræðum á eftir mátti þó koma fram með „ábendingar og hugmyndir“. Hér fór hins vegar sem oftar, þegar mönnum er mikið niðri fyrir á fundum, að lítið var farið eftir þessum reglum og sá fundarstjór- inn þann kost vænztan að láta það afskiptalaust. Þannig atvikaðist það að ráðstefnan sem átti að vera „hallelújasamkoma“ stóriðju- manna, snerist í andhverfu sína og elliheimilum og öðru dvalarrými fyrir aldraða í landinu hefur verið í afar lauslegum tengslum við hið almenna heilbrigðiskerfi. Vegna þessa og margs annars hefur margt setið á hakanum í sambandi við hjúkrun aldraðra og annan að- búnað. Meðal annars hefur ekki verið hægt sem skyldi að sjá öldr- uðu fólki fyrir nægilegri andlegri umönnun. Allt þetta og margt fleira verðúr nú að taka til endurskoðunar í grundvallaratriðum. III. Þó að einstaka sveitarfélag hafi getað haldið eitthvað í horfinu hvað ytri aðbúnað snertir, er sá hluti vandans alveg geigvænlegur almennt séð. Á Reykjavíkursvæð- inu er algert neyðarástand hvað frekan iðnað“. Ráðstefna þessi var haldin dagana 16-17. janúars.l. Þar voru hvorki meira né minna en átta framsögumenn fengnir til að „vitna“ um nauðsyn stórra virkjana og orkufrekan iðnað með sérstöku tilliti til aðstæðna á Norðurlandi. Af þessum átta framsögumönnum voru sjö „að sunnan", en aðeins einn heimamaður. Greinilega var Þrátt fyrir þá tilraun sem hér var gerð til að útiloka andstæðinga stjóriðjustefnunnar, reyndist þó langt frá því að allir fundarmenn væru jábræður. Meira að segja meðal sumra framsögumanna, virtist stundum gæta nokkurra efa- semda um ágæti stefnunnar, og slóu þeir ýmsa vamagla í því efni. Meiri hluti þeirra var þó greinilega ekkert sparað til að „messan“ yrði sem fullkomnust, og ekki sá Fjórðungssambandið neina ástæðu til að bjóða þeim aðilum framsögu, sem ætla mátti að væru á öndverð- um meiði við stóriðjustefnuna. (Þeir fengu ekki einu sinni fundar- boð sent). Fram að þessu hafði ég haldið í einfeldni minni, að Fjórðungssam- bandið væri fyrir alla þegna Norð- urlands. Með þinghaldi þessu hefur sambandið hins vegar tekið ótví- ræða afstöðu með stóriðjustefn- unni, og á móti þeim mikla fjölda Norðlendinga sem eru fráhverfir henni. (Ef það væri einhvers ráð- andi mætti spyrja sig hvort það nyti nú meirhlutafylgis). heillaður af þeim gullroða sem þeim finnst leggja af stóriðjunni. Það var því ekki íaust við að sumir yrðu fyrir vonbrigðum þegar sjálf- ur stóriðjuforstjórinn, Jón Sigurðs- son, lýsti því mikla tapi sem Járn- blendiverksmiðjan hefur mátt þola síðan hún var gangsett fyrir tveim- ur árum (og allir vita um hinn eilífa taprekstur Álversins). Þegar svo forstjórinn bætti því við, að það væri ekkert tiltökumál að þola tap- rekstur í nokkur ár, það yrðu menn að leggja á sig fyrir hugsjónina, mátti sjá grettu á andlitum ýmissa „stóriðjuhugsjónamanna." Bjarni, fyrrverandi bæjarstjóri, (sem hafði orðið seinn fyrir á fundinn) kom þá með þá snjöllu tillögu, að láta stór- FEBRUARMOT Eins og getið var um í síóustu viku átti að fara fram Febrúar mót í skíðagöngu á laugardag- inn var. Mót þetta fór vel fram þótt keppendur hefðu mátt vera fleiri. Gönguíþróttin hefur átt erfitt uppdráttar hér á Akureyri, þar er flestir skíðamenn hafa frekar viljað stunda Alpagrein- arnar svokölluðu. Þrátt fyrir það virðist skíðagangan vera í sókn, og fleiri og fleiri sjást nú á gönguskíðum, en flestir nota þau til að ganga sér til hressing- ar, en nokkrir eru þó að æfa sig með það fyrir augum að taka þátt í kcppni. Úrslit í Febrúarmótinu urðu þessi: 15-16 ára (5 km.): 1. Hilmar Aðalsteinsson 22,58 2. Ágúst Birgisson 24,16 3. Elvar Aðalsteinsson 26,04 4. Kjartan Friðjónsson 28,18 5. Þór Einarsson 30,09 20 ára (10 km.): 1. Ingþór Eiríksson 39,44 2. Haukur Eiríkss. lóára 41,42 Næsta göngumót verður Marsmótið og fer það fram við Skíðahótelið 7. mars og verður þá keppt í sömu flokkum. 10 ára flokkur: I. Muggur Matthíasson II. ára flokkur: 1. Ásgeir Guðmundsson 2. Jón Stefán Jónsson 33,29 33,50 36,10 13-14 ára (5 km.): 1. Jón Stefánsson 22,16 2. Gunnar Kristinsson 24,13 3. Jón Þ. Aðalsteinsson 28,14 Punktamót unglinga Um síðustu helgi var haldið á Húsavík punktamót unglinga á skíðum, og var mótið á vegum Skíðaráðs Húsavíkur. Keppendur voru allsstaðar af að landinu. Norðlendingar stóðu sig mjög vel á þessu móti og í fyrstu sætum voru margir frá Akureyri, Húsavík og Dalvík. Þór- KA á föstudagskvöld Á föstudagskvöldið leika Akureyrarfélögin Þór og KA í annarri deild í handbolta. Vegna stöðunnar í deildinni skiptir lcikurinn ekki máli fyrir Þór en KA verður að vinna ef liðið ætlar að eiga möguleika á sæti í fyrstu deild. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna í skemmuna og skapa góða stemmingu á áhorfenda- pöllunum. Þjálfar lyftingamenn Jón Páll Sigmarsson, Norðurlanda- meistari í kraftlyftingum og niarg- faldur Islandsmeistari mun þjálfa lyftingarmenn frá Akurcyri nú um vikutíma. Mörg mót eru framundan hjá lyftingarmönnunum, en febrúar er þeirra aðal keppnismánuður og stefna allar æfingar að því að ná toppformi og árangri á þessum mótum. Það er lyftingarmönnum mikill fengur að því að fá til sín góðan þjálfara, en eins og áður hef- ur verið sagt standa lyftingarmenn á Akureyri mjög framarlega í sinni iþrótt, og hafa náð undraverðum árangri. Mjög margir eru nú farnir að iðka þessa iþrótt, og er húsnæði lyftingarmanna yfirfullt á hverjum degi, — þar rennur svitinn um leið og lóðunum er sveiflað. „Bangsinn fór til „tröllsins“ Nú hefur „Heimskauta- bangsinn“ Víkingur Trausta- son farið á vit „Norður- hjaratröllsins“ Arthurs Bogasonar, og er hann nú kominn til Dayton í Ohio ríki í Bandaríkjunum og æfir þar á fullum krafti hjá sama þjálfara og Arthur. Heyrst hefur þaðan að vestan að þeim lítist vel á „bangsann“ og úr þessum piltum hyggjast þeir gera afreksmenn á heims- mælikvarða í iþróttum. Arthur hefur tekið miklum framförum í íþrótt sinni og m.a. náð sjötta besta afreki í heimin- um í réttstöðulyftu. Hann hefur ekkert keppt ennþá, en á æf- ingum búinn að lyfta þyngri lóðum en áður. Þeir Arthur og Víkingur munu vera þarna a.m.k. frani í maí og verða þá búnir að taka þátt í móturn þar vestra. „Hcimskautabungsinn“ Víkingur Traustason scst hér gæða sér á nýrri tegund af jógúrt frá Mjólkursamiagt KEA. Mynd Ó. A. LU IN Þeir voru að bíða eftir rútunni, sem átti að flytja þá upp i Hliðarfjall. Mynd: á.þ. RUS 4•DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.