Dagur - 26.02.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 26.02.1981, Blaðsíða 8
 Pakkningaefni sími 96-22700 Íp! j Akureyri, fimmtudagur 26. febrúar korkur og skinn | Sigurður Arnórsson hjá Heklu með svnishorn af framleiðslunni. 11 milljarðar! Heildarútflutningur Sam- bandsins á framleiðsluvörum frá verksmiðjum Iðnaðar- deildar á síðasta ári nam um 11 milljörðum gamalla króna. Árið 1979 voru fluttar út iðnaðarvörur fyrir um 5,5 milljarða, svo að verðmætið hefur hartnær tvöfaldast á milli áranna, í krónum talið. Hjörtur Eiríksson frkvstj. gaf okkur þær upplýsingar að af útflutningi ársins 1980 hefði verið selt til Sovétríkjanna fyrir um 3,5 milljarða króna, og til Bandaríkjanna og Kanada hefðu farið vörur fyrir um hálf- an milljarð króna. Til annarra landa voru síðan seldar vörur fyrir rúma 7 milljarða króna, og var þar nær eingöngu um að ræða sölur til ýmissa landa Vestur-Evrópu. Sýning í Rauðu húsi Laugardaginn 28. febrúar opnar Ólafur Lárusson sýningu á Ijós- myndum og málverkum í Rauða húsinu hér á Akureyri. Sýning Ólafs mun standa til sunnudagsins 8. mars. Ólafur hefur lengi fengist við myndverkasmíð og jöfnum höndum kvikmyndir, gjörninga og málun. Hann hefur kennt við Myndlista- og Handíðaskóla ís- lands í Reykjavík. Þessi sýning Ólafs er önnur sýn- ingin í nýjum sýningarsal í bænum. Fyrstur hélt þar sýningu, Magnús Pálsson og var hún vel sótt. Ekki verða send út boðskort en allir eru velkomnir boðnir að koma á opnunartíma, sem er frá kl. 16-22 alla daga. Ættu að geta lækkað útgjöld heimilanna Verðlækkunin nemur 11-18% frá venjulegu útsöluverði Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að komið er til framkvæmda nýtt fyrirkomulag á afsláttartilboðum á vörum frá Birgðastöð Sambandsins. Eru þetta hinar svo nefndu grunn- vörur á grunnverði, sem leysa af hólmi hin svo nefndu tilboð kaupfélaganna, en ákvörðun um þetta efni ver tekin í Markaðs- ráði samvinnufélaganna á síð- asta ári. í grunnvörukerfinu eru I8 vöru- tegundir, allt algengar neysluvörur, og með sérstökum samningum við m.a. framleiðendur, flytjendur, vá- tryggjendur og söluaðila hefur tek- ist að lækka verð þeirra verulega. Samkvæmt upplýsingum frá Innflutningsdeild nemur þessi verðlækkun ll-l8% frá venjulegu útsöluverði. Byggist þetta fyrst og fremst á því að vörurnar eru seldar í sérhönnuðum og allstórum eining- um, séhri búið verður um á þar til gerðum vörupöllum eða í gámum. Hefur það í för með sér að yfirleitt verður ekki snert við vörunum frá því að framleiðendur búa um þær til sendingar og þar til þær eru teknar upp í búðinni. Grunnvör- umar verða síðan á sínu lága grunnverði allt árið, án annarra verðbreytinga en þeirra sem kunna að verða af utanaðkomandi áhrif- um, t.d. gengisbreytingum. Hinn 3. febrúar var byrjað að auglýsa grunnvörurnar og selja þær í kaupfélagabúðum um land allt. Þar er einnig dreift kynningar- bæklingi sem hefur að geyma skrá um vörutegundirnar í þessu tilboði. Hjá Innflutningsdeild fengum við þær upplýsingar að viðtökur fyrstu vikuna virtust í stórum dráttum vera mjög góðar, og salan á grunn- vörunum hefði jafnvel orðið meiri en menn hefðu átt von á. Ýmis SKÍÐATOGBRAUT Á VOPNAFIRÐI minni kaupfélög hafa kvartað undan því að einingarnar væru nokkuð stórar fyrir sig, en unnið er að því að koma til móts við þau á því sviði. Ef vel tekst til með grunnvör- umar má þannig búast við því að fleiri vörutegundir til viðbótar eigi eftir að bætast við þær sem byrjað var með. Vonast er til að þetta framtak Innflutningsdeildar og kaupfélaganna geti komið neyt- endum að góðu gagni og lækkað heimilisútgjöld þeirra jafnvel um talsverðar upphæðir. Fyrir skömmu var ný skíðatog- braut tekin í notkun í Vopna- firði. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kjartan Björnsson, formann Lionsklúbbs Vopnafjarðar, af- henda Kristjáni Magnússyni, sveitarstjóra, togbrautina, en Lionsklúbburinn gaf hreppnum togbrautina. Fjöldi bæjarbúa var mættur þegar afhendingin átti sér stað og skíðamenn fengu strax að reyna brautina en Magnús Jón- asson, formaður skíðanefndar Lionsklúbbsins, fór fyrstu ferð- ina. 0 Enn um áfengismál Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, segir máltækið, en þannig vill oft fara að fólk leggur ekki við hlustir þegar mest ríður á. Eflaust kvartar einhver þegar t.d. bindindis- menn gera grein fyrir skað- semi áfengisneyslu að „aldrei er friður fyrir þessum bindindismönnum“ og snúa sér undan. Dagur ræddi í síðustu viku við þrjá Akur- eyringa og einn Reykvíking um áfengismál, en betur má ef duga skal, því áfengis- neysla landsmanna eykst stöðugt með tilheyrandi afleiðingum. 0 Tæpur helmingur þjóðarinnar Ætla má að allt að 100.000 fslendingar neyti áfengis að einhverju leyti. Flestir drekka þó aðeins til hátíðabrigða, afslöppunar eða stundar- gleði. Þeim er áfengisneysl- an valkostur, en því miður eru þeir of margir sem hafa litla sem enga stjórn á drykkju sinni — þó þeir haldi því fram sjálfir og bæti gjarnan við að engum komi það við þó þeir drekki. 0 Aðglata frjálsræðinu Alkóhólisti er einn þeirra 20.000 íslendlnga, sem misst hafa stjórn á áfengisneyslu sinni þannig að hún raskar daglegu lífi hans. Á þessu sviði er hann sjúklingur. Heilsa hans er bundin því að hann taki tilllt til áfengis- neyslu sinnar. Svo einfalt er það. Þegar alkóhóllstinn nær því að vera allsgáður, ætlar hann oftast að hætta að drekka, minnka drykkjuna eða ná stjórn á henni, en allt er þetta honum um megn. Þegar fyrsti sopinn er drukk- inn, virðist framhaldið lög- málsbundið og enginn — og síst hann sjálfur — veit hvenær seilst verður í síðasta sopann á því fylliríi. 0 Og hver verður alkóhólisti? Þessari spurningu er erfitt — ómögulegt — að svara. Sáralítill hluti alkóhólista telst til „róna“ — þvert á móti. Meira en 95% þeirra lifa eðlilegu lífi þ.e.a.s. á yfir- borðinu. Þeir eiga sér heimili og fjölskyidu og stunda venjulega vinnu. Alkóhólismi ræðst ekki að neinni ákveð- inni stétt í þjóðfélaginu, en alls staðar veldur alkóhól- isminn þvílíku böii að því verður ekki með orðum lýst og það hlálegasta við marga alkóhólista er sú staðreynd að þeir neita þeirri staðreynd að þeir þjást af sjúkdómnum. Gunnar Örn á Akureyri N.k. laugardag kl. 15.00 opn- ar Gunnar Örn málverkasýn- ingu að Klettagerði 6. Þetta er 10. einkasýning hans en áður hefur hann sýnt í Reykjavík, Húsavík og tví- vegis í Kaupmannahöfn. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Verk Gunnars eru í eigu flestra listasafna hérlendis auk ýmissa bæjarfélaga. Á sýning- unni eru 25 ný málverk gerð með olíu og vatnslitum og eru öll verkin til sölu. Sýningin er opin frá kl. 16.00 til 22.00 virka daga og um helgar frá kl. 15.00 til 22.00. Sýningartími er 28. febrúar til 8. mars. Rétt er að taka fram að engin boðskort eru send vegna þessarar sýningar svo sem venja er. 14. mars mun Örn Ingi opna sýningu á nýjum pastelmálverkum í hlutstæðu og óhlutstæðu formi. Ungir skíða- menn suður Um næstu helgi fer foreldraráð SRA með stóran hóp ungra skíðamanna til Reykjavíkur til að keppa við jafnaldra sína. Á laugardag á að taka þátt í svo- kölluðu Stefánsmóti, en á sunnudag í móti hjá Ármanni. Vegna þessa fellur niður fyrir- hugað Akureyrarmót í stórsvigi, en því verður frestað um eina viku. Grunnvörur K. A. East (t.v.) og Aðalsteinn Jónsson. Mynd: á. þ. Breski sendiherrann kom til Akureyrar Breski sendiherrann á fslandi, Mr. K.A. East, sem mun láta af störfum í næsta mánuði, eftir að hafa dvalist á íslandi í sex ár, kom í heimsókn til Akureyrar í síðustu viku. Sendi- herrann ávarpaði fundarmenn nokkurra félaga í bænum og á Dal- vík, en einnig heimsótti hann vinnustaði á Akureyri. I stuttu spjalli við DAG sagði sendiherrann að hann myndi eink- um minnast íslands fyrir einstæða náttúrðufegurð, en þess má geta að sendiherrann hefur mikinn áhuga á útilífi. Breski konsúllinn á Akur- eyri, Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, sagði að sendiherrann hefði eflaust klifið fleiri fjöll hér á landi en obbinn af Islendingum gæti státað sig af. Sendiherrann sagði að sex ára dvöl setti óneitanlega mark sitt á sig og sagði í því sambandi að hann notaði „ð“ í Kenneð, sem er hans fyrsta nafn. Hann lagði áherslu á að síðasta þorskastríð bæri vissulega hátt en þegar litið væri til baka væru atburðir, sem hefðu fært löndin tvö nær hvort öðru, miklu minnisverðari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.