Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 2

Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 2
VÍSNAÞÁTTUR Guð og trúin gefa mér geislabrú, sem heldur“ Hjálmar Jónsson Góðir lesendur. Það er stundum erfitt að byrja mál, hvort heldur er augliti til auglitis eða með skrifleg- um hætti. Oft er þá byrjað á því að segja álit sitt á veðrinu og útlitinu með tilliti til þess. Þetta er almennt efni, nokkuð sem öllum kemur við og flestir eru tilbúnir að segja til um. Oft hefur líka verið minni ástæða til þess en einmitt nú í vetur, enda er veðrið mikið rætt og reyndar sýnist sitt hverjum. Enda þótt um staðreyndir sé að ræða þá hefur tíðarfarið mismunandi áhrif á mannfólkið. Það eru þessi áhrif, sem hér skulu gerð að umtalsefni, — ekki veðurfræðilegar staðreynd- ir. í visunum hér koma fram mis- munandi sjónarmið. Dálítið getum við skyggnst inn I hugarheim höf- undanna. Við sjáum viðhorf þeirra til umhverfis og aðstæðna. Ekki þarf þó að vera um að ræða lífs- skoðun þeirra heldur tilfinningar um það leyti er vísurnar urðu til. Þennan formála hef ég ekki lengri og byrja með vísu eftir Björn Blöndal frá Grímstungu: Norðanáttin nöidrar flest nú er smátt til þrifa. Þegar fátt er þægilegt jiá er bágt að lifa. Þessi er kveðin um vetur. Við líkar aðstæður kveður annar Vatnsdælingur, Kristinn Bjarnason frá Ási, þessa stöku: Lftt fæst huggun, leiðist öld langur skuggavetur, þegar mugga, myrk og köld, mjöll á glugga setur. Þannig ortu þeir félagarnir fyrir 60 árum. Margt hefur breyst síðan. Við eigum varla líf og heilsu lengur undir veðurfarinu. Þó hefur það talsverð áhrif á sálarlífið. Við vilj- um veturinn frá og tilkomu vorsins. Þó er rétt að hafa það hugfast, að um helmingi ævinnar er lifað um vetur. Þess vegna er rétt og gott að minnast þess að veturinn á sína töfra, sem við ekki viljum vera án. Og víst er fjúkið stundum fallegt. Vilhjálmur Benediktsson kvað einu sinni á vori: Þó með Mænum hlómin vakni og birti nýju vori á, samt cr eins og að ég sakni yndis hverjum vetri frá. Af þessu má læra, að líta ekki aðeins með söknuði til þess sem var, og svo með tilhlökkun til þess sem kemur, heldur gæta þess sem er, lifa nútíðina, andrána. Tryggvi Emilsson rithöfundur horfir hvorki með söknuði til fortíðar né áhyggju til framtíðar I þessari vísu: Árar legg ég inn i bát, ekki er hætt við strandi. Mjakar aldan mild og kát mér að réttu landi. Aftur kveður Tryggvi og nemur líkinguna af hinu sama og fyrr: Höndin þrekuð orðin er, ára hrekur dýrið. Ef mig rekur upp á sker andinn tekur stýrið. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum svarar lífsspurningunum eftir reynslu sinni þennan hátt: Margur lúinn labbar hér lífs um fúakcldur. En Guð og trúin gefa mér geilsabrú, sem heldur. Margt er það, sem getur svipt menn lífsgleðinni, ef þeir eru veikir fyrir og greina engan geisla. Sé neikvæð einstefna látin ráða er hætt við að mjöll setjist á sálar- gluggann og valdi andlegu skammdegi. Það skulum við forðast en leita hins, sem gefur fögnuð og auðgar lífið. Það er í trausti til forsjónar Guðs, sem Valdimar Benediktsson frá Brandaskarði kveður svo á sumri, þegar áhyggjur vetrar eru að baki og sýnt að 8ær gerðu hvorki til né frá: Hægur blær um hauðrið fer húmið færist yfir. Friði kærum faðmað er flest sem grær og lifir. Ég óska þess svo að lokum, að þetta síðasta eigi við um ykkur, lesendur góðir, og kveð ykkur að Þorvaldur Þorsteinsson Églít ekkí við þér Það er undarlegt þetta fólk sem ég umgengst. Það er svo veikgeðja og viðkvæmt. Ekkert má koma fyrir umfram venjuleg hvers- dagsáföll, þá ýmist leggst það í rúmið eða hleypur til sálfræðings, nema hvort tveggja sé. Það er eins og enginn hafi bein í nefinu lengur. Enginn virðist almenni- lega fær um að standa á eigin fótum. Menn eru sífellt að leita á náðir annarra, — væla utan I náunganum, líkt og lausn allra „andlegra" vandamála felist í fangi hans. Mikill er roluháttur- inn. Alltaf leysi ég mín vandamál sjálfur. Áldrei finn ég þörf fyrir „styrk“ annarra. Ja, — auðvitað fæ ég stöku sinnum lánaðan púð- ursykur og því um líkt hjá nágrönnunum og ég tek mín bankalán eins og aðrir. En að vera vælandi og kvartandi utan í vinum og kunningjum þó eitt- hvað hrjái sálina finnst mér bæði tilgangslaust og niðurlægjandi. Maður verður að gæta sóma síns. Ég er ekki veikgeðja. Ég þreyti ekkert af mínu fólki með kvört- unum og kvabbi. Ég er harðari af mér en svo. Gallinn er bara sá að þrátt fyrir að fólkið í kring um mig fái frið fyrir mér, fæ ég engan frið fyrir því. Það ætlast til að ég nenni að sitja og hlusta tímunum saman á eitthvert vonleysishjal sem mér er ómögulegt að skilja. Eins og það komi mér eitthvað við þó einhver sé einmana, búi við erfiðar heimilisaðstæður eða eigi við drykkjuvandamál að stríða! Ef menn eru ekki færir um að leysa sín eigin vandamál, hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur af þeim? Ég er engin stofnun! Það er eins og enginn átti sig á því að tíminn er dýrmætur og það er annað en gaman að þurfa að sitja og hlusta á sömu tugguna aftur og aftur án endurgjalds. Ekki svo að skilja að mér dytti í hug að þiggja kaup af vini mínum þó ég eyddi kvöldstund í að hlusta á hann rekja raunir sínar. Ég er ekki vondur maður. Flestir virðast þó líta á það sem sjálfsagðan hlut að maður sé boðinn og búinn til að hlusta hvenær og hvar sem er. En mér kemur ekkert við hvernig öðrum líður og ég hef engan tíma til að velta mér upp úr vandamálum Péturs og Páls. Er þetta ekki mitt líf? Hvað kom það t.d. mér við þegar frændi minn lenti í fjár- svikamálinu og varð mest umtal- aði glæpamaður bæjarins? Ekki var það mitt mál. Enda sagði ég hverjum sem heyra vildi að hann kæmi ekki inn á mitt heimili framar. En einmitt þegar sögurn- ar um hann gengu sem hæst, leyfði hann sér að banka upp á hjá mér eins og ekkert væri og biðja mig að hjálpa sér! Það leyndi sér svo sem ekki að mann- inum leið illa en hvernig átti ég að hjálpa honum? Jú, með þvf að tala við hann eins og maður við mann, eins og hann orðaði það, Hann sagði flesta hafa snúið við sér baki og að hann treysti á skilning minn. Þvílíkt forðu- snakk! Ég var nú fljótur að loka á smettið á honum, bannsettum. Honum tókst ekki að sleikja mig upp. Ég læt ekki mín börn horfa upp á sakamann vaða inn á heimili mitt. Ég er heiðarlegur maður og vemda fjölskyldu mína. Það vildí mér til happs að hann kom á þeim tíma sem fáir voru á ferli. Það hefði auðveldlega getað valdið misskilningi ef einhver hefði séð bílinn hans, veðsettan, utan við húsið hjá mér. Vinur minn einn sagði við mig um daginn eitthvað á þá leið að mig vantaði alla hlýju. Að ég þyrfti oftar að klappa á kinnina á náunganum. Sá var nú skáldleg- ur. Ég hélt hann ætlaði aldrei að hætta að röfla um þetta. Auðvitað var hann slompaður, — annars hefði hann aldrei leyft sér að tala svona við mig. Ég svaraði nú bara í sömu mynt. Ég sagði honum sem svo að ef ég ætlaði mér að láta vandamál samborgaranna koma mér við þá gæti ég allt eins hætt að vinna og opnað eina alls- herjar hjálparstofnun: „Hjálpar- stofnun fyrir taugaveiklaða vini og kunningja." Ég stakk alveg upp í hann. Hann tautaði eitt- hvað um að það hefndi sín að rétta ekki öðrum hjálparhönd. Að e.t.v. kæmi sá dagur að ég stæði einn og þyrfti á hughreystingu að halda. „Æ sér gjöf til gjalda,“- sagði hann. Mér fannst ágætt það sem ég kallaði á eftir honum þegar hann kvaddi og sneri frá mér: „Ég hef margt þarfara með tíma minn að gera en reisa fólk upp úr einhverskonar ræfildómi." Mér kemur hreint ekkert við hvemig náunganum líður. Eða hvað? Rakarinn minn var einu sinni bak- ari. Ert það þú sem leikur þér svo oft við hana Elsu okkar? En pabbi minn, ég er hún Elsa. Nú, þá skil ég hvers vegna þú ert svona lík henni. Auðvitað er þetta ekki raunveruleg byssa, en þú mátt trúa því, að fólk sýnir okkur tillitsscmi í umferðinni. 2•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.