Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 6
MAÐUR OG UMHVERFI Helgi Hallgrímsson Grasflatarstefoan Svo er margt sinnið sem skinnið, (eða ,,Grasflatarstefnan“) segir forn málsháttur. Heimurinn sem við lifum í virðist í fljótu bragði næstum óendanlega fjölbreyttur. Tegundir dýra og jurta skipta milljónum, hver með sín sérkenni í útliti og háttum, og jafnvel innan hverrar tegundar er breytileiki ein- staklinga og hópa næsta mikill. Það sannast ekki sízt á mannkindinni sem skiptist í ótal mismunandi kynkvíslir, (þjóðflokka) sem aftur. síciptast í þjóðir og þjóðabrot og loks eru svo einstaklingarnir með sínum alkunna persónulega mis- mun, sem gerir okkur fært að þekkja einn frá öðrum, þótt við sjáum aðeins andlitið eða heyrum málróminn. Líffræðilega er þessi mismunur einstaklinganna tryggð- ur með sífellt nýrri blöndum erfðaeiginleika við getnað hvers einstaklings. Það er hinn „hagnýti" tilgangur kynæzlunar ef svo má segja. (Þetta er eiginlega það sama og gerist við stokkun og útdeilingu (gjöf) á spilum). Sé litið til hinnar lífvana náttúru er breytileikinn sízt minni. Fjölbreytni landslags er víða svo mikil að erfitt er eða óger- legt að lýsa henni nema helzt með mynd eða málverki, og nær þó hvorugt þeim fínu dráttum sem augað skynjar, og andinn í samein- ingu. Gróðurinn er víðast hvar mikill og ómissandi þáttur í lands- laginu, en fjölbreytnin í samsetn- ingu hans er með ódæmum mikil. (Steindór hefur reynsluna af því að flokka hann). Ekki gefur himininn jörðinni neitt eftir í fjölbreytileika sínum, hvort sem litið er til hans á skýjuðum regndegi eða um nótt al- stirnda. Sjórinn virðist í fljótu bragði ekki hafa mikla möguleika til fjölbreyttni, því hann er aðeins „saltvatn", en flestir sjómenn munu þó hafa aðra sögu að segja. Hið eilífa samspil vatns og veðurs er kannske fullkomnasta hljóð- kviða sem til er í veröldinni, og höfðar betur til sálarfars mannsins en flest annað. Af þessum dæmum má vera ljóst, að fjölbreytnin er einn af grundvallareiginieikum náttúrunn- ar og Iffsins, (þetta lögmál má orða svo: Engin náttúra án fjölbreytni) og öll framþróun jarðar og jarðlífs virðist stefna að aukinni fjölbreytni. Frá þessari almennu reglu er þó ein veigamikil undantekning (eins og frá öllum reglum), en það eru ýmsar tiltektir og handarverk okkar mannanna, sem þvert á móti virð- ast stefna að aukinni einhæfingu og fábreytileik. Flest okkar kafa sjálf- sagt einhvemtíman á æfinni gengið um götu í úthverfi einhverrar stór- borgar og framkallað í huganum þá nöturlegu mynd sem við vegfar- andanum blasir: Endalaus röð af húsum, báðum megin götunnar, sem öll eru úr sama byggingarefni (steini, múr- steini), öll eins í lögun, jafnbreið og jafnhá, með sams konar þökum, setning dyra og glugga nákvæm- lega eins, jafnvtl útihurðirnar eru svo líkar að þær þekkjast ekki sundur. Framan við húsin er slétt grasflöt eða grasbelti, það eina sem minnir á líf í þessari eyðimörk, og stundum er þó aðeins hellulögð gangstéttin og malbikuð gatan þar fyrir framan. Allir drættir þessarar myndar eru eins einfaldir og mest má verða. Stundum furðar maður sig reyndar á því að það skuli vera hafðir gluggar á þessum húsum, því strangt fram tekið er það ekki nauðsynlegt, síðan raflýsing kom til sögunnar. (Þar eimir eftir af mannlegum veikleika). Hugsum okkur svo að við göng- um úr þessu nýlega en drungalega úthverfi inn í gamla miðbæinn. Þar er ólíku saman að jafna. Hvert hús hefur þar sín einkenni, sína sér- kennilegu fegurð eða ljótleika og þó er eitthvert heildarsamræmi yfir öllu þessu fjölbreyta húsasafni, sem virðist vera stráð þarna niður eins ogaf tilviljun. Þegar betur er að gáð gilda líka vissar reglur um form allra húsanna, a.m.k. þau sem eru af svipuðum aldri. Það er það sem menn kalla stfl í byggingarlist. Húsin eru í senn bæði lík og ólík. Þau eru á sinn hátt eins og náttúr- an, fjölbreytni þeirra er sýnilega af sama toga. Við getum einnig farið og kynnt okkur iðnaðinn í borginni og þar verður enn það sama uppi á ten- ingnum. Gamli smáiðnaðurinn og heimilisiðnaðurinn hefur þróast upp í einhæfan stóriðnað. Hver verksmiðja framleiðir helzt ekki nema einn hlut, eða part úr hlut. Þannig gengur það best segja menn, og við fáum ekki lán út á annað. Niðurstaðan af mannfélags- rannsókn okkar verður því þessi: Andstætt náttúrunni er mannfélag- ið fábreytt og stefnir stöðugt til meiri einhæfingar. ÍSLENSKIHESTURENN á sigurgongu Við íslendingar viljum eignast vini sem víðast og halda sessi okkar í samfélagi þjóðanna. Bera höfuð- ið hátt. Nú á dögum ber íslenski hesturinn hróður okkar til sífellt fleiri landa. Enginn aflar okkur fleiri vina. Fyrir um það bil aldarfjórðungi hóf Búvörudeild Sambandsins kynningu á ís- lenska hestinum á megin- landi Evróþu og áfram er unnið að því verkefni, beggja vegna Atlantshafsins. Ætlað er að um 50 þúsund útlendingar umgangist nú íslenska hestinn. Sigurganga hestsins okkar erlendis á sinn þátt í því að varpa Ijóma á aðrar íslenskar útflutningsafurðir og skapa þeim betri markaðsstöðu á erlendum vett- vangi. (slenskur ferða- iðnaður hefur meðal annars notið þess ríkulega á undan- förnum árum. /SLAND PFERDE ÍSLANDS HESTEN ICELAND HORSE Samband ísl. samvinnufélaga Búvörudeild Sími 28200 -Pósthólf 180 6•DAGUR Að fenginni þessari niðurstöðu er etv. ástæða til að spyrja: Hvaða hlutverki gegnir fjölbreytnin í náttúrunni og umhverfinu yfirleitt? Sé litið á málið frá mannlegu sjón- armiði eingöngu, myndi svarið etv. hljóða eitthvað á þessa leið: Fá- breytt umhverfi er leiðinlegt og þreytandi, því að það samsvarar ekki hugarheimi vorum, þótt það geti samsvarað hinum líkamlegu þörfum. Við reynum að vísu að bæta okkur þetta upp á ýmsan hátt, t.d. með iðkun svonefndrar listar og fjölbreytni í húsbúnaði og klæðum, með því að ferðast til framandi landa o.s.frv. en ekki er víst að það dugi til, og ekki eiga allir jafnauðvelt með að koma slíku til framkvæmda. Fábreytnin getur því orsakað andlegar veilur og jafnvel sjúkdóma. í hinni upprunalegu náttúru gegnir fjölbreytnin auk þess öðru og mikilvægara hlutverki. Þar er hún einn stærsti þátturinn í hinni eilífu baráttu lífveranna fyrir til- veru sinni. Það liggur í augum uppi að tegund sem er einhæf, þannig að allir einstaklingar hennar eru nokkurn vegin eins, og gera nákvæmlega sömu kröfur til um- hverfisins, er í mun meiri útrým- ingarhættu ef umhverfið breytist (áf einhverjum orsökum) en teg- und sem er fjölbreytt að samsetn- ingu, og gerir mismunandi kröfur. Fjölbreytni tegunda og ein- staklinga er að dómi Darvíns og annara þróunarfræðinga það hrá- efni sem úrval náttúrunnar vinnur úr til að skapa nýjar tegundir. Þannig er fjölbreytnin hvorki meiru né minna en driffjöður sjálfrar framþróunarinnar lífsins á jörðinni. eða með öðrum orðum undirstaða og grundvöllur þess. Grasflötin, sem um var getið. er annars merkilegt fyrirbæri og lýsir kannske viðhorfi borgarbúans lil náttúrunnar betur en flest annað, enda er hana að finna svo að segja á hverri lóð um allan hinn „sið- menntaða" heim. Hin fullkomna grasflöt á að vera rennislétt, og iðjagræn sumarsem vetur. Grasið á henni á að vera jafnt og þétt og hún á jafnan að vera snöggslegin, þannig að yfirborðið líkist loðnu teppi. Þar má helzt ekki vaxa nema ein grastegund, mosi er afar illa séður og sóleyjar eða fíflar (að ekki sé nú talað um heimulu) eru slitnar upp með rótum, ef þær birtast. Halda þarf grasinu í stöðugum vexti með reglulegri áburðargjöf, til að hægt sé að slá grasflötina helzt vikulega yfir sumarið, því aðeins með því móti helzt hún nógu slétt og græn. (Er nokkur furða þótt farið sé að nota gervigrasflatir úr grænu plasti í Ameríku?). Svo ríkjandi þáttur er grasflötin í nútíma þjóðfélagi Vesturlanda að kenna mætti menningu okkar við hana og kalta grasflatarmenningu (sbr. leirkeramenningu grísku). Þetta er því táknrænna sem það er hverjum mánni Ijóst að svipað við- horf er ríkjandi hér á mörgum sviðum þjóðlífsins. Þar skal flest vera „klippt og skorið" og allt jafnhátt og jafnbreitt. Skólakerfið byrjar strax um 7 ára aldur að stýfa ofan af þeim fáu grasstráum sem vaxið hafa hærra en meðaltalið jafnframt því sem reynt er að knýja stuttgresið upp í sömu hæð með ríkulegri „áburðargjöf" og „sól- eyjar“ eiga þar ekki upp á pall- borðið, nema þær hafi eiginleika tölvunnar að geta safnað í sig minnisatriðum. Fjölmiðlar og skemmtiiðnaður taka við þar sem skólanum sleppir og eiga drjúgan þátt í að steypa alla í sama mótið. Allar persónur sem víkja á ein- hvern hátt frá því normala eru settar á þar til gerðar stofnanir eða hæli. Þann meðalmann sem gengur • laus og fær að rækta sína grasflöt á svo helzt að binda niður í framsæt- inu á sínum eigin bíl, til að hann fari sér ekki að voða. H.Hg.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.