Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 27.02.1981, Blaðsíða 5
ORsm 5 DRAKE Haglél við tniðbaug 1 mynni Teleki dalsins skall á haglél og eftir skamma stund varð jörð nær alhvít. Komumst við inn í lítinn kofa í dalnum og innan um „allra þjóða kvikindi“ biðum við af okkur élið. Vinalegir skoskir skátar hituðu te ofan í liðið og var það vel þegið. Loksins kl. 4 komum við í kofann okkar við rœtur tindanna. A. m. k. 15 skriðjöklar prýða tröllslega tindana og þessi œgifagra ásýnd þeirra minnti mig svo sannarlega á ísland. Á frosnum safariskóm upp á tínd Eftir vinnu 4. daginn héldum við með fátœklegan viðleguútbúnað okkar upp brattar jökulskriður uns við komum í Top-kofann sem er í álika hœð og MT. Blanc (4790 m). Kuldinn þar var mikill og átti maður bágt með að trúa því að vera rétt 11 km frá miðbaugnum. Stundu fýrir sólarupprás morg- uninn eftir þann 9. sept. klifum við svo skjálfandi úr kulda á frosnum safari-skóm, tind Pt. Lenana, þriðja hœsta tind MT.Kenya, 4985 metra háan. Frostrósir á glugganum Morguninn eftir er frostrósirnar á glugganum voru farnarað bráðna og sólin skein yfir tindaklasanum örkuðum við niður í mynni Teleki dals. Þar hófumst við handa við að leggja nýjan stíg 100 metrum ofar i hlíðinni en gróðurinn í botni dalsins er farinn að láta á sjá vegna mikij ágangs manna. Sólaruppkoma við mið- baug séð af tindi PT. Len- ana 4985 m Það var áhrifamikil sýn að sjá þaðan sólaruppkomuna. Þarna stóðum við fjögur á tindinum og lit- um með lotningu á sköpunarverkið Jfyrir fótum okkar er sólin varpaði rauðum geislum sínum á. Langt fyrir neðan voru hvít skýin tilsýndar eins og mjúkt leppi. í vesturátt grúfði tröllslegur skuggi Kenyafjalls yfir Aberdare- þjóðgarðinum þarsem félagar okkar voru að byggja útsýnisbrúna við Örkina. Þverhníptur hamraveggur Neilionstinds var eldrauður ásýnd- um, ekki ósvipaður frostbitnum andlitum okkar. Eftir hálftíma dvöl héldum við aftur niður sömu leið og náðum í bakpokana í kofann. Síðan héldum við aftur upp jökulinn og klettana og ekki var útsýnið síðra þá en i fyrra skiptið. Héldum við nú í aðra átt niður af tindinum og œtl- uðum að nota daginn til að komast hringinn í kringum tindaklasann. Villtumst á leiðinni heim í Telekikofann Greinarhöfundur, Bjargey Ingólfsdóttir á Pt. Lenana, þriója hæsta tindi MT. Kenya, 4985 m háum. í litilii jökultjörn er varð á leið okkar fórum við í bað og eftir sœmilegt „rennsli“ i lausum skrið- um komum við kl. 12 í Kami kofann í norðurhlíðum fjallsins. Þar ákváð- um við að hvíla okkur en við vorum komin með höfuðverk vegna hins m — iinirirriiii iiiii iiimni~ iimin ni im 11— w ii iiiÉi-inimirm~Tfl~TT~T þunna háfjallalofts. Kl. 4 lögðum við aftur af stað og œtluðum að komast niður í Teleki dal fyrir myrkur. En þrátt fyrir nákvœmt kort og við vœrum öll „vopnuð“ áttavita villt- umst við ofan í djúpan dal. Máttum við með erfiðismunum klöngrast upp úr honum aftur. Áður en við kom- umst upp á brún var komið myrkur. A leiðinni sé ég Ijósin kvikna í menningunni niðri á sléttunni en háttyfir höfði mér kveikti skaparinn á sínum Ijósum. Sem betur fer fundum við annan fjallakofa þarna uppi og sváfum þar um nóttina. Svo stórkostleg var fjaUasýnin þaðan um morguninn að við vorum í rauninni dauðfeginn að hafa villst. Ameríkanar og burðar- menn 300 metrum neðar var kofinn okkar í Telekidal. Heldur hafði gestunum fjölgað í dalnum. Þangað var kominn hópur Ameríkana undir stjórn frœgs fjallakappa. Héldu þeir burtu af fjallinu sama dag og við en heldur féllu þeir í áliti okkar er við sáum innfœdda menn bera farangur þeirra. „Slíkl léti fslendingur aldrei bjóða sér“. Elgonfjall 350 km norðvestur frá Nairobi við landamœri Uganda er MT. Elgon og samnefndur þjóðgarður. Einungis 1/5 hluti fjallsins tilheyrir Kenya, meginhlutinn er i Uganda. MT.Elgon er gamalt eldfjall og ennþá krauma hverir í gígbotninum. 40-50 stórir hellar eru á Kenya svæðinu og hafa þeir myndast í eldsumbrotum. Hér áður fyrr bjuggu menn í mörgum þessara hella ogfundum við leifarfrá þeim tímum. Einu íbúarnir nú eru milljónir af leðurblöðkum en fílar auk ýmissa antilóputegunda koma oft inn í hellana eftir sólsetur til að ná sér í salt úr hellisveggjun- rannsaka dýrakomur, sérstaklega komur fíla í hellinn. Slík rannsókn hefur aldrei verið gerð, en þetta er sennilega eini eða einn af fáum stöðum á jörðinni þar sem fílar leita inn i hella eftir salti. Vorum við þvi ekki lítið upp með okkur að verða fyrst til að kanna þetta. Vakti við Kitum helli Kitum hellir er ca. 160 m langur, 40 m breiður og 4 m hár. Viða í hellisveggjunum fundum við rispur eftir hvassar vígtennur filanna og sérkennilegar steingerðar plöntu- leifar. Þúsundir leðurblaðka gerðu okkur lífið leitt er við komum inn og saggalyktin var ekkert notaleg í nösum þótt ég léti það ekki aftra mér frá þvi að sofa þar seinustu nóttina. Hlutverk mitt var að skrá niður og staðsetja öll þau dýrahljóð er ég heyrði í grenndinni. Varnarlaus með öskrandi fflahjörð í næsta nágrenni Klst. áður en myrkrið skall á fór ég að heyra i fílum. Þeir gefa frá sér tvennskonar hljóð; trompethljóð með munninum og „velliðun- ar-púst“ með afturendanum. Er fíl- arnir voru komnir ískyggilega nœrri vaktstað okkar munu þeir sennilega hafa orðið okkar varir og fóru að gefa frá sér trompethljóð. Þá leist verðinum ekkert á blikuna. Hann hafði stóran riffil og skömmu áður en þetta gerðist sagði hann mér drjúgur að einungis eitt skot þyrfti til að drepa 9 fíla. En riffillinn kom að litlum notum nú því við vorum Ijós- laus og því vonlaust að ætla að skjóta í mark. Ekki treystum við okkur að fylgja stígnum í þessu niðamyrkri og sáum þvi fram á að þurfa að dvelja þarna til morguns. Þá tóku fílarnir allt í einu á rás niður dalinn niðurundan hellinum og um leið sáum við 3 Ijós koma upp stig- inn. Veiðiþjófar eða vinir Náði mynd af 7 fílum Ég var orðin spennt í öllum þess- um œsing og ákvað að vera nœstu 4 klst. á vakt með nœsta manni í þeirri von að fílarnir kœmu inn í hellinn en svo varð þó ekki. Daginn eftir flutt- um við vaktstaðinn inn í hellinn upp á stóran stein og gafst sá staður mun betur. Eftir það komu fílarnir 4 sinnum í hellinn. Ekki var vogandi að hafa vasaljós þarna inni en eitt sinn freistaðist „frumskógarmaður- inn“ til að taka myndaffílunum. Er sú mynd stórmerk og má sjá 7 fíla á henni, en svo skelfdir urðu þeir við Ijósið að þeir þustu út i dauðans of- boði. I gróðurparadís Elgonfjalls Seinasta daginn fórum við öll upp á Elgon fjall. Róstur hafa verið með Uganda- og Kenyamönnun undan- farin ár og er við vorum i þjóðgarð- inum komu Uganda menn yfir landamærin og gerðu einhvern usla. Eru verðirnir aíltaf í viðbragðsstöðu vegna þessa. í september 1979 kveiktu Uganda menn elda á þessum slóðum og tókst að brenna fjalls- hlíðina Kenya megin. Nú ári seinna hafði gróðurinn náð sér stórkostlega á strik og aldrei hef ég augum litið þvílíka paradís af blómskrúði. Enda ekki að ástœðulausu því Elgon fjall er mun auðugra af hitabeltisgróðri en MT. Kenya og Kilimanjaro. I t- sýnið var fagurt ofan af fjallinu og í norðaustri blöstu við fjöllin i grennd við Ceporenia þar sem Akureyring- urinn og krisniboðinn, Skúli Svavarsson dvelur ásamt fjölskyldu sinni meðal Pokot manna. Kwaheri Kenya Svo kom að þvi að dvöl okkar i Kenya var á enda. Og þó að við öll vissum að gott yrði að koma heim, kvöddum við Afrikuna okkar með söknuði. Þar höfðum við 61 að tölu notið lífsins í 10 vikur, við ýmiss- konar hagnýt og fræðileg störf og eignast nnirga góða vini viðsvegar að úr heimijium. Fflar koma inn í hella eftir salti Við vorum valin 5 til þátttöku i MT. Elgonleiðangurinn auk Ijós- myndara, fréttamanns og dýrafrœð- ings sem við með sanni nefndum „frumskógarmanninn". Verkefni okkar var í fyrsta lagi að leggja var- anlegan 500 m langan skógarstig upp að Kitum-helli og i öðru lagi að Vörðurinn breytti þá skyndilega miði riffilsins í átt að Ijósunum. Bjóst hann fastlega við að þar væru hinir illræmdu veiðiþjófar á ferð er leggja líf sitt i hœttu til að komast yfir nashyrningshorn og fílabein. Okkur til mikils léttis voru þar bara félagar okkar á ferð er áttu nœstu vakt. Höfðu þeir óvopnaðir gengið eftir stígnum en er filarnir þustu öskrandi niður dalinn mölvandi tré og greinar hörfuðu þeir í „skjól“ bak við stóran trjábol. Karl Bretaprins verndari leiðangursins í desember 1980 lauk svo þessari tveggja ára Drake-hnattsiglingu með viku hátíðahöldum i London. Fór ég þangað og sá hið stórglæsi- lega skip „AUGA VINDSINS“ sigla upp Thames fljót og undir Towerbrúna. Karl Bretaprins var mikill áhugamaður um þennan leið- angur og var verndari hans. Þann 19. desember kom hann i lokahófið og talaði við þátttakendur. í stuttri rœðu á eftir hvatti hann okkur til að miðla öðrum af okkar reynslu og hvetja fleira ungt fólk til ævintýra- ferða af þessu tagi. I 1 „A sante sana“ A ð lokum vil ég þakka öllum þeim aðilum; félögum, fyrirtœkjum, stofnunum, einstaklingum og vinum að ógleymdri Drake-nefndinni á Js- landi, alla þeirra ómetanlegu aðstoð er varð þess valdandi að ég fékk notið þessa stórkostlega œvintýsis, — Drake-leiðangursins í Kenya. A swahili segja menn: „A SANTE SANA “. Eftirtaldir aðilar styrktu Drake- leiðangurinn: Akureyrarbær Almcnna Tollvörugeymslan Bílaleiga Akureyrar Bókabúð Jónasar Bókval Brauðgerð Kr. Jónssonar Coca Cola umboðið Reykjavík Dagur Fcrðaskrifstofan Úrval Kaffibrcnnsla Akureyrar Kaupfólag Kyfirðinga Akureyri Lionsklúbbur Akureyrar Mennfaskólinn á Akurcyri Möl og Sandur Norðlensk Trygging Norðursegl Sjómannafélag Akureyrar Sjóvá Skapti h.f. Skipaþjónustan Slippstöðin á Akureyri Sporthúsið Sport og Hljóð St. Georgsgildið Útgcrðarfélag Akureyringa Vör h.f. „Auga vindsins", skipið sem sigldi í sama kjölfar og „Gullna hindin“ er Sir Francis Drake stýrði umhverfis jörðina fyrir rúmum 400 áruni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.