Dagur - 17.03.1981, Page 5

Dagur - 17.03.1981, Page 5
IMOM Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG OAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Stefnuskrá fyrir Samvinnu- hreyfinguna Samvinnumenn um ailt land taka nú þátt í gerð stefnuskrár fyr- ir samvinnuhreyfinguna. Slík stefnuskrá hefur aldrei verið gerð áður og því virkari sem félags- menn og starfsmenn hreyfingar- innar verða í stefnuskrárgerðinni, þeim mun betur mun þessi nýjung takast. Markmið Sambandsins eru skil- greind í samþykktum þess og sama er að segja um markmið, starf og skipulag kaupfélaganna. Svipaða sögu er einnig að segja um markmið og skipulag sam- starfsfyrirtækjanna, en um það má lesa í lögum þeirra. Sameiginleg stefnuskrá hefur hins vegar ekki verið til. Haukur Ingibergsson, skólastjóri Samvinnuskólans, rit- aði nýlega grein í Samvinnuna þar sem hann greindi frá uppbygg- ingu samvinnuhreyfingarinnar og stefnuskrármálinu. Haukur segir m.a. í greininni: „Samvinnuhreyfingin er því við- skipta- og félagsmálahreyfing með fjölþætta starfsemi. Hún er afl sem hefur áhrif á þróun og gerð íslenska samfélagsins. Hún er tæki félagsmanna til þess að fá ákveðin verk framkvæmd og hún er jafnframt form utan um ákveðna þjóðfélagsstefnu. Hún er gildur þáttur í efnahagslífi þjóðarinnar. Svo stórri hreyfingu sem sam- vinnuhreyfingin er þarf því að setja skýr og ákveðin markmið og velja síðan þær leiðir sem duga til þess að ná markmiðunum. Það er félagsmanna samvinnu- hreyfingarinnar að ákveða hver séu markmið hennar. Því þurfa félagsmennirnir að setjast niður nú í vetur í umræðuhópum hver á sínu félagssvæði og ræða á opin- skáan hátt um samvinnustarfið.“ Síðar í greininni segir Haukur Ingibergsson, skólastjóri: „Sam- ning stefnuskrár er vissulega vandasamt verk, sem krefst tíma og umhugsunar af hendi þeirra sem leggja þar hönd á plóginn. Það er hins vegar nánast skylda hvers félagsmanns samvinnu- félaga að hann sjái af tíma til að taka þátt í þeim umræðum um stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar, sem fram munu fara nú á næstu mánuðum. Tökum höndum saman um að gera hina nýju stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar allrar vel úr garði svo hún einkennist af þeirri djörfung, víð- sýni of framfarahug sem löngum hefur einkennt starf samvinnu- manna.“ I í eldgosum kemur til kasta Almannavarna. Ef t.d. gysi austur f Þingcyjarsýslu og fólk yrði heimilislaust, gæti svo farið að það | dveldi á Akureyri. Þá mun Almannavarnarnefnd Akureyrar I ALMANNAVARNIR: draga fram f dagsljósið áætlanir sem segja til um hvar fólkið á að búa. Mynd: GVA. fræðingur, héraðslæknir, slökkvi- liðsstjóri. Einnig situr yfirlögreglu- þjónninn á Akureyri fundi með nefndinni. Nefndina á Dalvík skiþa bæjarstjóri, bæjarfógeti, bæjar- verkfræðingur, héraðslæknir, for- maður björgunarsveitarinnar, odd- viti Svarfaðardalshrepps, oddviti Hríseyjarhrepps og oddviti Ár- skógsstrandarhrepps. Mikið skipulag Gísli Ólafsson, fyrrverandi yfir- lögregluþjónn, hefur að öðrum ólöstuðum, borið hitann og þung- ann af skipulagi almannavarna á Akureyri og víðar við Eyjafjörð. Að frumkvæði Gísla var kjallari lög- reglustöðvarinnar við Þórunnar- stræti útbúinn fyrir stjórn al- mannavarna á Akureyri, en stjórn- stöðin á Dalvík er í ráðhúsinu. Varastjórnstöð er í ráðhúsi Akur- eyrar og kaupfélagshúsi á Dalvík. Að sögn kunnugra er aðstaða al- mannavernarnefndar Akureyrar með því besta sem gerist. „Það er mikið verk, en nauðsyn- legt að halda skipulaginu í góðu lagi“ sagði Gísli er hann sýndi tíð- indamanni Dags kjallara lögreglu- stöðvarinnar í síðustu viku, en þar mátti t.d. finna uppdrætti af fjöldahjálparstöðvum og skrá yfir ýmiss félög sem til yrði leitað. Á suðurvegg í stjórnherberginu í lögreglustöðinni mátti sjá nokkra svarta síma og sagði Gísli að þar væru beinar símalínur til stjórn- stöðvar Almannavarna ríkisins, landsímastöðvarinnar, Akureyrar- flugvallar og sjúkrahússins. Auk þessa eru fimm venjulegir símar í stjórnherberginu og nokkrar tal- stöðvar með ýmsum tíðnissviðum. Það kom fram hjá Gísla að í skipulagi Almannavarna fyrir Ak- ureyri er búið að ákveða í megin- dráttum hvernig brugðist verður við hættuástandi af ýmsu tagi og eru til áætlanir sem hægt er að grípa til og starfa eftir ef þörf kref- ur. Fjöldahjálpar- stöðvar Hvernig verður brugðist við ef gýs t.d. austur í Þingeyjarsýslu og fjöldi fólks verður heimilislaus? Koma Almannavarnir á Akureyri inn í þá mynd? Þeirri spurningu Hvað verður gert? og öryggi sem mögulegt er á hverj- um tíma, svo sem gegn náttúru- hamförum, hernaðarátökum svo eitthvað sé nefnt. Eftirtaldir hreppar falla beint undir neyðar- skipulag Akureyrar ef ástæða þykir til: Arnameshreppur, Skriðu- hreppur, Öxnadalshreppur, Glæsi- bæjarhreppur, Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur og Önguls- staðahreppur. Almannavarnir Ak- ureyrar og Dalvíkur starfa á grundvelli gagnkvæmrar aðstoðar, og undir Almannavarnir Dalvíkur falla: Dalvíkurhreppur, Svarfaðar- dalshreppur, Hríseyjarhreppur og Árskógsstrandarhreppur. Ef ein- hver sá atburður verður í Grýtu- bakkahreppi og/eða Svalbarðs- strandarhreppi, að ástæða þyki til að taka almannavarnarskipulag í notkun, munu forsvarsmenn þeirra hreppa hafa samband við Al- mannavarnir Akureyrar sam- kvæmt skipulagi þeirra og leita samstarfs við þær um fyrstu við- brögð til neyðarvarna. Almannavarnarnefnd Akureyrar skipa: bæjarstjóri, sem jafnframt er formaður, bæjarfógeti, bæjarverk- svaraði Gísli játandi og benti á að á Akureyri væri búið að gera ráð fyrir sex „fjöldahjálparstöðvum“ þar sem líklegt væri að fólkið dveldist um stundarsakir. Ef dæmið er sett upp þannig að til Akureyrar komi tvær — þrjár rútur með goshrjáða Þingeyinga, sagði Gísli að þær færu líklega með farþegana í Iðnskólann. Þar tækju fulltrúar Rauða krossins á móti þeim, ásamt fulltrúum nefndarinn- ar og skólans. Samkvæmt skipu- laginu munu konur úr Slysavarn- arfélaginu sjá um matargerð og I ■ I I I I I I I I ■ | Hvert er starfs- ■ svæðið? Almannavarnir Akureyrar ná I yfir lögsagnarumdæmi Akureyrar f og miða að því að veita íbúum svæðisins mestu hugsanlegu vernd í stjórnstöðinni í lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. F.v. Helgi M. Bergs, Elfas I. Eliasson og Gfsii Ólafsson. Mynd: á.þ. Er Alntannavarnarnefnd Akur- eyrar tilbúin til að mæta hættu- ástandi? Er búið að skipuleggja hjálparstarf? Hefur verið gerð könnun á því hve margir eiga taistöðvar í Eyjafirði? Verður hægt að koma tilkynningum til fólks á Eyjafjarðarsvæðinu ef Ríkisútvarpið í Reykjavík getur ekki sent út af einhverjum ástæðum? Þessar og fleiri spurningar hafa leitað á huga ýmissa að undanförnu og er vel að almenningur sýni starfi Al- mannavarna ríkisins og hinna ýmsu almannavarnarnefnda áhuga. Hér á eftir verður reynt eftir föngum að leita svara við áleitnum spurningum er varða starf almannavarna, en rúmsins vegna verður DAGUR að tak- marka sig við Akureyri, Dalvfk og næsta nágrenni. teppi er hægt að fá á Gefjun, en samkvæmt samkomulagi sem nefndin hefur gert við ráðamenn SÍS verksmiðjanna, er alltaf til ákveðið magn af teppum á lager. Einnig hafa ráðamenn Sjafnar séð svo fyrir að alltaf er til á lager tölu- vert magn af svampi, sem hægt er að skera niður í dýnur. Þegar skráningu er lokið og fólkið búið að jafna sig er það næsta stig að útvega því varanlegan samastað eða því sem næst. Aftur eru það starfsmenn Rauða krossins sem sjá um það verk. Það ætti ekki að væsa um fólkið meðan það býr í Iðnskólanum, því í fórum Almannavarnamefndarinn- ar er til nýtt skipulag af skólanum. Þar er búið að gera kennslustofur að sérstökum barnaherbergjum, sumar stofurnar eru eingöngu fyrir konur og aðrar eru ætlaðar undir eldhús. Fjöldahjálparstöðvar á Akureyri eru: Barnaskóli Akureyrar. Bama- skóli Oddeyrar, Barnaskóli Glerár- hverfis, Hótel Varðborg, Lundar- skólinn og eins og fyrr sagði — Iðnskólinn. Sjálfboðaliðastarf Helgi Bergs, bæjarstjóri og Elias Elíasson, bæjarfógeti voru sam- mála um það þegar DAGUR ræddi við þá að ekki væri með nokkru móti hægt að ætlast til þess af al- mannávörnum að til væri umtals- vert magn af birgðum, sem grípa mætti til í neyð. Helgi benti á að þeir sem sæti eiga í Almannavarn- arnefnd Akureyrar vissu mæta vel að hverju mætti ganga hjá akur- eyrskum fyrirtækjum og nefndi í því sambandi Verksmiðjur SlS, og ýmsar verslanir í bænum sem hefðu á boðstólum vörur sem mætti fá ef á þyrfti að halda. Gísli Ólafsson bætti við að til væru 14 sjúkrabörur í lögreglustöðinni. Enginn launaður starfsmaður er hér á Akureyri á vegum Almanna- varna og raunar byggist öll starf- semi þeirra á sjálfboðaliðum. Áður hefur verið minnst á Rauða kross- inn og Slysavarnafélagið, en ótalin eru félög eins og t.d. Flugbjörgun- arsveitin á Akureyri, Hjálparsveit skáta og félagar í hestamanna- félögum, sem eru reiðubúnir að leggja fram hesta og vagna til að flytja í ef þörf krefur. Fallhlífa- klúbbur Akureyrar er einnig á skrá yfir félög sem eru tilbúin til að starfa fyrir Almannavarnir á neyð- artímum. Allir þræðir koma saman í lögreglustöðinni við Þórunnar- stræti og þar er yfirmaður Elías I. Elíasson, bæjarfógeti. Hvað verður gert? Þá vaknar sú spurning hvað yrði gert ef t.d. sjálfvirka stöðin hjá Landssímanum væri ekki nothæf. Hvernig er hægt að koma boðum til almennings ef ríkisútvarpið yrði óstarfhæft. I skipulagi almanna- varna segir að þá muni upplýs- ingamiðstöð svæðisstjórnar sjá um að koma upplýsingum til Pósts og síma á Akureyri, sem sér um að koma boðum til almennings um útvarpssendinn í Skjaldarvík. Þar er nú verið að koma fyrir varaafls- m stöð, svo Skjaldarvík mun ekki I „detta út“ eins og undanfarin ár. I En fari svo að ekki verði hægt að J útvarpa tilkynningum er gert ráð I fyrir að gripið verði til flugturnsins og þaðan útvarpað tilkynningum til almennings um radiovitann á Ak- ureyri. Ef flugturninn bregst líka og J ef símnet Akureyrar verður óvirkt I vegna skemmda á símstöð eða línukerfi mun svæðisstjórn Al- man.navarna dreifa talstöðvarbif- reiðum frá B.S.O. á ýmis gatnamót í bænum. Og einhverjir verða að sjá um upplýsingar til almennings — þ.e. hvað það í rauninni er sem frétt- næmt getur talist og hvað fólk þurfi að fá að vita. Til þessa starfs á að fá fréttamenn hljóð- og sjónvarps en á Dalvík verður það háð ákvörðun almannavarnarnefndar hverju sinni. Eins og fyrr sagði er stjórnun Almannavarna Akureyrar í lög- reglustöðinni við Þórunnarstræti og vara stjórnstöð er í ráðhúsinu við Geislagötu. Verði slíkt stóráfall, að stjórnunaraðstaða Almanna- varna sé óvirk, munu Almanna- varnir ríkisins koma upp neyðar- stjórnstöð í umdæminu, með því að senda varðskip á staðinn, og mun það þjóna sem stjórn og fjarskipta- stöð fyrir almannavarnarnefnd. Hverjar aðgerðir verða er að sjálfsögðu háð aðstæðum. I ■ I I I I I I I I ■ I I I Af byrgjum Meðan kjarnorkuvopn eru til í heiminum vofir sífellt yfir sú hætta að þau verði sprengd. Hve margar 1 sprengjur springa, hvenær og hvar ® er að sjálfsögðu spurningar sem ómögulegt er að svara. Hins vegar er það sjónarmið ekki út í hött að kanna t.d. hve margir kjallarar á I Akureyri og víðar geti þjónað sem 5 nothæf byrgi í geislavirku úrfelli. Helgi Bergs, bæjarstjóri sagði að það væri ekki til skrá yfir slíka kjallara, en gat þess að á síðasta fundi Almannavarnarnefndar Ak- ureyrar hefði verið rætt um að nauðsynlegt væri að gera slíka út- tekt. Hann bætti því við að fjöl- margir kjallarar væru þannig að þeir gætu vel þjónað sem byrgi. Könnun á byrgjum er dýr og gat bæjarstjóri sér til um að slík fram- kvæmd á Akureyri kostaði einar 50 milljónir króna. En er þörf á að setja upp viðvör- unarkerfi á Akureyri eins og gert hefur verið í Reykjavík? Helgi sagði að fram til þessa hefði ekki verið talin samskonar þörf á slíku I kerfi — í Reykjavík væri nauðsyn- “ legt að fólk yrði aðvarað strax ef kjarnorkusprengja spryngi á Keflavíkurflugvelli. „Þessi hætta hefur ekki verið fyrir hendi hér á Akureyri og viðvörunartíminn mikið lengri og því koma önnur úrræði én svona flautur til greina. Það er verið að athuga hvort þörf sé á viðvörunarkerfi og þá hvernig kerfi í framhaldi af því,“ sagði bæjarstjóri. í skipulagi Almannavarna ríkis- ins er kafli þar sem fjallað er um aðgerðir ef styrjöld skellur á. Hernaðarkafli skipulags Aimanna- varna fjallar eingöngu um aðgerðir gegn geislavirku úrfelli, en aðrar aðgerðir koma fram í öðrum köfl- um skipulagsins. Þar kemur fram að ef eru líkur á styrjöld mun fara ■ fram víðtækt fræðslustarf og æf- m ingar, en ef tilkynningin væri á þá | leið að styrjöld sé hafin er ljóst að I ekki verður ýkja mikið framkvæmt J á stuttum tíma. Fólki verður fyrir- ■ skipað að leita skjóls í skýlum fari ■ geislun yfir ákveðið mark, en þá I væri e.t.v. betra að vera búin að S gera á því könnun hvar heppileg- | ustu skýlin er að finna. I Reykjavík ■ eru til tæki sem mæla geislun og J munu þau verða send út á land — 0 þegar búið er að kenna mönnum á ■ þau. I I ■ I I I I ■■ I I I I I I I I Lyftingamenn: Góður árangur Haraldur Ólafsson. Um helgina var haldið í Reykjavík unglingameist- aramót íslands í lyftingum. Þrír keppendur voru frá Ak- ureyri og komust þeir allir léttilega á verðlaunapall. Haraldur Ólafsson varð ís- landsmeistari í 75 kg flokki en hann snaraði 115 kg og jafnhattaði 150. í 90 kg flokki varð Gylfi Gíslason annar, en hann lyfti sömu þyngdum og Haraldur. Tví- burabróðir Gylfa, Garðar Gíslason varð annar í 100 kg. flokki, en hann snaraði 125 kg og jafnhattaði 155 kg. K.A.: 20-H.K.: 18 Kemst K.A. í i.deild? Eftir sigur KA yfir HK í annarri deild í handbolta á laugardaginn aukast líkur til muna að KA hreppi annað af tveimur lausum sætum í fyrstu deild á næsta keppnis- timabili. Það verða tvö efstu lið annarrar deildar sem komast upp, en ef KA nær að sigra i þeim þremur leikjum sem eftir eru verða þeir sig- urvegarar í dcildinni, en jafnvel þótt þeir tapi tveimur til þremur stigum í viðbót eiga þeir góða möguleika á að komast upp. KA sigraði HK nokkuð auð- veldlega, en þeir höfðu yfir all- an leikinn nema í tveimur til- fellum að HK tókst að jafna. Lokatölur leiksins urðu 20 mörk gegn 18. Á sunnudag léku síðan Þór og HK og sigraði HK í þeim leik með 25 mörkum gegn 23. KA fékk óskabyrjun í sínum leik en þeir komust í fjögur mörk gegn engu, og tók það HK HK nældi í 2 stig Þór lék síðan við HK á sunnudaginn, en það er nán- ast formsatriði fyrir Þór að leika þessa leiki sem eftir eru þar er þeir eru þegar fallnir í þriðju deild. HK komst í fimm gegn engu, en Þórsarar gerðu sitt fyrsta mark á 10. mín. I hálfleik var staðan 15 gegn ll HK í vil. I síðari hálfleik munaði tveimur til þremur mörkum í leiknum, og þegar hann var flautaður af var staðan 25 gegn 23, og HK hafði nælt í tvö stig. Árni Stefánsson var bestur Þórsara, en hann ásamt Benedikt og Sigurði gerðu 4 mörk hver. Rúnar og Sigurður Pálsson gerðu 3 hvor, Sigtryggur og Árni Gunnarsson 2 hvor, og Oddur l. Dómarar í leikjunum voru þeir Gunnar Kjartansson og Gunnar Jóhannsson. níu mínútur að finna leiðina í KA markið. KA hafði síðan þriggja til fimm marka forustu í fyrri hálfleik, en í hálleik var staðan 10 mörk gegn 6 KA í vil. Þessi tíu rnörk KA gerðu þeir á fyrstu tuttugu mín. leiksins, en síðustu tíu mín. hálfleiksins gerðu þeir ekki mark. Fyrsta mark þeirra í síðari hálfleik var ekki fyrr en á áttundu mín. Þannig að þeir léku í átján mín. án þess að skora! Fyrir slíkan leka þarf að girða, ef liðið ætlar sér að leika í fyrstu deild. HK saxaði smám saman á forskotið og á átjándu mín náðu þeir að jafna 14-14. Þá gerði Gunnar Gíslason næst mark fyrir KA en HK jafnaði aftur. Þá komu tvö mörk hjá KA, síðan eitt hjá HK, og þá þrjú í röð hjá KA og staðan orðin 20 gegn 16 og tvær mín. eftir af leiknum. HK gerði örvænting- arfulla tilraun til að jafna með því að leika maður á mann, en þeim tókst að gera tvö síðustu mörkin, en þá var leiknum lokið með sigri KA eins og áður sagði. HK hefur nú tapað það mörg- um stigum að möguleikar þeirra til að hljóta fyrstu deildar sætið sitt aftur eru að verða litlir. Flest mörk KA í þessum leik gerði Gunnar Gíslason 6 (þrjú úr víti), Magnús Guðmundsson gerði 4, Þorleifur og Jóhann 3 hver, Erlingur 2, og Friðjón og Guðmundur í hvor. Hilmar Sigurgíslason var langmark- hæstur hjá HK með 9 mörk. K.A. - Víkingur: IA sigraði Á laugardaginn léku í fyrstu deild kvenna í handbolta Þór og ÍA. Skagastúlkurnar sigruðu með 14 mörkum gegn 11 eftir að hafa haft yfir í hálfleik 6-4. STÓRLEIKUR I KVÓLD I kvöld þriðjudag kl. 20.30 leika í bikarkeppni HSI, KA og Vík- ingar og fer leikurinn fram í íþróttaskemmunni. Víkingar eru tvímælalaust lang besta félagslið á fslandi í dag, og verður gaman að sjá þá í fjölutn Skemmunnar. Áhorfendur eru hvattir til að koma snemma því búast má við að uppselt verði á leikinn. Von- andi tekst KA að veita þeim verðuga keppni, en óneitanlega eru Víkingar mun sigurstranglegri. 4•DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.