Dagur - 24.03.1981, Side 8

Dagur - 24.03.1981, Side 8
Akureyrarbær: Boginn spenntur til hins ýtrasta — segir Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi um fjárhagsáætlunina Tilraunaframleiðsla er nú hafin á fiskikössum hjá Plastein- I kassa á klukkustund með fullum afköstum. Gunnar Þórðarson angrun h.f. á Óseyri. Hér er einn starfsmanna að taka nýmót- framkv.stj. og Sigurður Jóhannsson skrifstofustjóri fylgjast aðan kassa úr vélinni sem það gerir og á að geta mótað 36 | með. Mynd H. Sv. SVELLALÖG OG JARÐ- BÖNN IUPPSVEITUM Svcinsstöóum, A.-Húnavatnssýslu 23. mars. „Fjárhagsáætlunin endurspegl- ar miklu fremur vilja bæjar- fulltrúanna til að gera það sem þeir telja að þurfi að gera, held- ur en gjaldþol bæjarsjóðs. Með öðrum orðum má segja, að bog- inn sé spenntur til hins ýtrasta, sem m.a. lýsir sér í því, að nýjar lántökur eru meiri en æskilegt verður að telja, við núverandi aðstæður á lánamörkuðum. Á hinn bóginn er óæskilegt að bærinn dragi verulega úr verk- legum framkvæmdum, meðan atvinnuástandið er ekki betra en nú er,“ sagði Sigurður Óli Kirkjukór Lögmanns- hlíðar- kirkju með tónleika Kirkjukór Lögmannshlíðar- kirkju heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju sunnudagskvöldið 29. mars kl. 20.30. Stjórnandi er Áskell Jónsson, sem hefir stýrt kórnum í 35 ár og verið organisti Lögmannshlíðarkirkju jafn- lengi. Einsöngvarar verða Eiríkur Stefánsson, bassi, Helga Alfreðs- dóttir, sópran, og Þórarinn Halldórsson, tenór. Með krónum kemurfram 15 manna strengjasveit úr Tónlistarskóla Akureyrar, að mestu skipuð ungum hljóðfæra- leikurum. Hjónin Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, sem nú eru að ljúka tónlistarnámi í Diisseldorf í Þýskalandi, munu koma fram á tónleikunum og leika samleik á selló og orgel. Verkin, sem þau flytja, eru Sónata nr. 6 eftir Ant- onio Vivaldi og Sjö lög fyrir selló og orgel eftir César Franck. Á efnisskrá kórsins er ýmisleg erlend og innlend kirkjutónlist, þar á meðal lag eftir söngstjórann, Ás- kel Jónsson. Aðalviðfangsefnið verður Messa nr. 2 í G-dúr eftir Franz Schubert. í því verki leikur Hörður Áskelsson á orgel með kórnum ásamt strengjasveitinni. Tónleikarnir verða ekki endur- teknir á Akureyri. Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, í viðtali við Dag. „Reksturskostnaður bæjarins vegna ýmissa þátta virðist vaxa hraðar en tekjustofnarnir, en nýt- ing þeirra er ráðgerð með svipuð- um hætti og verið hefur undanfarin ár. Verkefnaskipting ríkis- og sveitarfélaga er óhagstæð sveitar- félögunum. Það er áberandi að ýmis menningar- og félagsmál koma þyngra og þyngra á bæjar- sjóð með hverju árinu sem líður, eins og 80% hækkun á rekstrar- kostnaði skólanna sýnir gleggst. Dreifing byggðar í bænum hefur í för með sér aukinn rekstur á margvíslegan hátt. Sem dæmi um það má nefna stóraukna þjónustu og kostnað vegna strætisvagna- aksturs og aukna hirðingu á opnum svæðum og í bænum yfirleitt. Svo sem við er að búast eru skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um það á hvað beri að leggja áh- erslu, en við gerð áætlunarinnar er reynt að gæta jafnvægis milli margvíslegra þátta, sem hver um sig er mikilvægur og eru verkefni bæjarfélagsins að gömlu og nýju mati. Ég tel að eftir atvikum hafi sæmilega til tekist og að með þess- ari áætlun sé enn fram haldið þeirri stefnu, að gera Akureyri að eftir- sóttum stað til að búa á. En til að fullkomna það verður atvinnulífið að blómgast og það er annar þáttur, sem ekki með réttu tengist fjár- hagsáætluninni beint,“ sagði Sig- urður Óli Brynjólfsson. Þrír teknir Um helgina voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akst- ur. Fjórir menn sátu inni í fanga- geymsiu lögreglunnar, en mörgum ölvuðum Akureyringum var ekið heim. Það má segja að frá því í októ- ber hefur tíð verið mjög risjótt, að undanteknum hálfum mán- uði í október. Af þessum sökum hefur t.d. sjósókn gengið stirð- lega. Síðan í febrúar hefur snjó- að mikið, en snjó hafði ekki sett niður fyrr í neinum mæli. Síð- asta vika hefur veríð óvenju Hér um slóðir tala menn um lít- ið annað en Blöndu þessa dag- ana þó ýmislegt annað sé hins vegar að gerast í héraði. Menn hafa nokkrar áhyggjur af svellalögum á túnum. Miklir umhleypingar hafa verið í vetur og veturinn hefur verið leiðin- legur, þó snjór hafi ekki verið til trafala. Hins vegar hefur verið stöðugur veðuræsingur og hláka þess á milli. Því eru svellalög mikil og jarðbönn í uppsveitum. Hross eru því mjög víða á gjöf, flestir hygla þeim rneira og minna og margir með þau á fullri gjöf. Sumir eru farnir að tala um að það verði litlar fyrn- ingar í vor ef svo heldur sem horfir. Er að því leyti til mikill munur á þessum vetri og vetrin- um í fyrra. Félagslífið hér hefur verið þó nokkuð eins og oft hefur verið. Leikfélagið á Blönduósi er að æfa slæm, mikið hefur snjóað og nú er með öllu ófært í þorpinu. Á föstudaginn var mokað til Ak- ureyrar og þá komst flutningabíll út eftir, en þetta var í fyrsta skipti í vikunni sem við fengum flutninga- bílinn til okkar. Ófærðin hefur einnig gert það að verkum að kennsla hefur fallið niður Eins og fyrr sagði, hefur sjósókn gengið stirðlega. Bátarnir reru þó á föstudaginn, en það segja mér sjómenn að þó þeir fari út í blíð- skaparveðri geti þeir reiknað með vonskuveðri einhvern tíma í róðr- inum. Um helgina fóru einir 10 vél- sleðamenn héðan út i Fjörður. Á heimleiðinni fengu þeir á sig leið- indaveður, og þá komu að góðum notum stikur með endurskins- merkjum, sem þeir gátu fylgt. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem hefur reynt verulega á þessar stik- ur, sem Lionskiúbburinn Þengill hafði forgöngu um á sínum tíma að yrðu settar niður. P. A. leikrit af fullum krafti, sem það hyggst sýna á Húnavöku, sem hefst í vikunni eftir páska. Þar verður mikið um dýrðir eins og jafnan áð- ur, en dagskráin er að mótast þessa dagana og því ekki búið að ganga endanlega frá þessu. Héraðsþing Ungmennasam- bandsins var haldið um fyrri helgi. Þar var lögð fram ársskýrsla fyrir s.l. ár og mörkuð stefna til komandi tíma. Magnús Ólafsson lét af for- mennsku eftir 6 ára samfellda for- mennsku í sambandinu og hafði áður verið þrjú ár. Við formennsku tók Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri á Blönduósi. Að öðru leyti var stjón sambandsins óbreytt. M. Ó. Kirkjukórinn. O % Veðurguð- irnir voru ósamvinnu- þýðir Alþýðuleikhúsið er nú í leik- ferð um Norðurland. Ætlunin var að Ijúka ferðinni með sýningu að Reykjum í Hrúta- firði í dag, en veðurguðirnir hafa tekið ieikhúsfólkinu fremur illa og ekkert annað en ófærð og veðrahamur hefur mætt því síðan það kom í landshlutann. Leikararnir eru því enn á Akureyri og þeir sýndu verkið „Pæld’í ðí“ í kjallara Möðruvaila í gær og einnig klukkan 17 í dag og aftur klukkan 20.30 í kvöld. % Öfugmæla- nafngift á eldspýtum Nú eru hér á markaði kín- verskar eldspýtur, sem þykja í meira tagi varasamar, þótt þær heiti þvi fína nafni „Tvö- föld hamingja" eða „Double happiness” og séu kallaðar öryggiseldspýtur, öðru nafni safety matches. Eldspýtur þessar eiga það nefnilega til að blossa upp að nýju, eftir að slökkt hefur verið í þeim O og steinarnir eiga það líka til að þeytast óviðráðanlega eitthvað útí loftið og lenda svo jafnvel á einhverjum við- kvæmum hlut. Fólk er hér með varað við þessum eld- spýtum, sem gætu vissulega fært mikla óhamingju, þrátt fyrir nafngiftina. £ Tregirað loka skólun- um sökum ótíðar Vegna ótíðarinnar að undan- förnu hefur það verið nær daglegur viðburður að skólar hafi verið tokaðir hér norðan- lands. Grunnskólum var lok- að einu sinni í síðustu vfku og þá vildi nú ekki betur til en það, að tilkynningin hafði ekki fyrr verið lesin upp í út- varpinu, en allt féll í dúnalogn og ekki bærðist hár á höfði. Þetta hefur svo væntanlega orðið til þess, að skólayfir- völd á Akureyri hafa verið treg til að loka, jafnvel þótt ástæða hafi verfð til, eins og t.d. í gærdag. Þá var algengt að fólk léti börn sín ekki mæta í skóla og 3-5 nemend- ur í bekkjadelld mun hafa verið nokkuð almennt. Erfið tíð á Grenivík Grcnivík 23. mars.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.