Dagur - 26.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 26.03.1981, Blaðsíða 1
MBSMMHHSHHBHKBHHMHHMnMHSBKHSnHSBI 64. árgangur Akureyri, fimmtudaginn 26. mars 1981 ■■MHMIMMMHMMMMMMMM 25. tölublað ■MMMMM MMMMMMMMMMMMMMMHMMMMMMMMM AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207 Fermingar- gjafir f MIKLU ÚRVAU GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & 1 AKUREYRt Væntanlegur í næsta mánuði Harðasti vetur í áratugi Ytra-Hvarfi, Svarfaðardal, 25. mars. f dag er hér blíðskaparveður eftir viku hríðarkafla. Mikinn snjó hefur sett niður og eru vegir ófærir. Nú er verið að ryðja vegi en gengur hægt sökum fann- fergis. Miklar truflanir hafa orðið á mjólkurflutningum og sem dæmi má nefna, að ekki hefur verið tekin mjólk síðan mánudag 16. s.l. í Skíðadal og fremstu bæjum á Austurkjálka. Vonast er til að sú mjólk náist í dag. Enginn póstur eða blöð hafa borist okkur síðast liðna viku. En fátt er svo með öllu illt, því rafmagnið brást okkur ekki í þessu óveðri nema 5-6 klukku- stundir síðast liðinn mánudag, vegna smávægilegrar bilunar. Skólabörnum var ekið heim á snjóbíl og vélsleðum á föstudag, en kennsla hefur ekki hafist á ný, þegar þetta er ritað. Talið er að veturinn hér um slóðir sé einn sá harðasti nú í ára- tugi og hefur fé verið á gjöf síðan í byrjun október og óttast bændur hér um slóðir kal sökum svellalaga sem liggja á túnum. J. Ó. Mjög slæmt atvinnu- ástand á Kópaskeri „Á sínum tíma sömdum við um 20. janúar sem afhendingardag skipsins, en við þann tima gátum við ekki staðið eins og kunnugt er. Nú þurfum við að semja um nýjan afhendingardag og ég vænti þess að það verði gengið frá þeim málum sem fyrst. Tog- arinn er væntanlegur mjög fljót- lega — nánar tiltekið í næsta mánuði. Að vísu eru ekki allir endar fastir í þessu máli. Mönn- um greinir á um bókun Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, og vissulega er margt eftir að gera áður en skipið kemur. En fjár- málin eru a.m.k. svo vel frá- gengin að við náum skipinu heim,“ sagði Ólafur Rafn Jóns- son, sveitarstjóri á Þórshöfn um norska togarann, sem svo mikill styrr hefur staðið um undan- farnar vikur. Gert er ráð fyrir að togaranum verði siglt til Akureyrar, þar sem honum verður breytt úr rækjutog- ara í venjulegan skuttogara. Ólafur sagði að skipt yrði um spilbúnað og breytingar verður að gera á mót- töku á millidekki svo eitthvað sé néfnt. í nauðsynlegar breytingar fara 12 til 13 vikursvo togarinn ætti að geta hafið veiðar seinnipartinn í sumar, ef þessi áætlun stenst. Lokið var við smíði togarans í upphafi ársins 1979, en Ólafur ságði að togarinn hefði verið lítið notaður. Togarinn er 496 brúttó- lestir. Skipstjóri á nýja togaranum, Starfsmenn bæjarins hafa átt annrikt viö snjómokstur að undanförnu. Þetta tæki var að moka i miðbænum i gær. Mvnd: á.þ. lausir Akureyringar að skipta tug- um — ef ekki hundruðum — svo þeir væru hlutfallslega jafnmargir og atvinnuleysingjarnir á Kópa- skeri. sem mun landa bæði á Þórshöfn og Raufarhöfn, verður Ólafur Aðal- björnsson. „Togarinn hefur verið á veiðum að undanförnu, en ég veit ekki betur en að hann sé kominn í land. Hann mun vera svo gott sem tilbú- inn til afhendingar," sagði Ólafur Rafn Jónsson að lokum. Slippstöðin: Samning- ur gerður tvö skip Tveir skipstjórar í Vest- inannaeyjum hafa undirritað smíðasamning við forráða- menn Slippstöðvarinnar á Akureyri um smíði á tveimur 170 tonna alhliða fiskiskip- um. Eins og DAGUR greindi frá fyrir skömmu er líklegt að þriðja skipið verði smíðað, en enn hefur ekkert verið ákveðið þar að lútandi. Þetta eru fyrstu raðsmíðuðu skipin sem smíðuð hafa verið í Slippstöðinni í langan tíma, en þegar þannig er að málum staðið næst mun meiri hag- kvæmni og skipin verða ódýr- ari. Slippstöðin mun afgreiða fyrsta skipið í apríl 1982 og síð- an á 2ja mánaða fresti. Helgar-Dagur kemur út á morgun. Blaðið er mjög fjöl- breytt og nú eru greinahöf- undarnir orðnir tiu talsins. Opnuefni blaðsins er helgað Mývatnssveit að þessu sinni. Rætt er um veiðar í gegn um ís og Mývatn sem ferðamanna- stað að vetrarlagi. Margrét Kristinsdóttir skólastjóri Hús- stjórnarskólans bætist nú í hóp greinahöfunda og skrifar um matargerð. Aðrir greinahöf- undar eru Guðmundur Gunn- arsson, Hákur, Helgi Hall- grímsson, Helgi Vilberg, Hjálmar Jónsson, Sigbjöm Gunnarsson, Snorri Guðvarð- arson, Þorvaldur Þorsteinsson og Jón Gauti Jónsson, sem jafnframt er umsjónarmaður blaðsins. Aroffl, íiaiéto papp'1 rn mi MinaiB AKURCYRI Pórshafnartogarinn: Atvinnuástand á Kópaskeri hef- ur verið óvenju slæmt að undan- fömu. Að jafnaði eru 15 til 20 manns á atvinnuleysisskrá, enda eru nú aðeins tveir bátar gerðir út frá Kópaskeri, en vom fjórir fyrir nokkrum misserum. Einn bátur fórst og annar var seldur. Ógæftir hafa verið miklar síð- ustu vikurnar. Heimamenn unnu á sínum tíma tillögur um úrbætur í atvinnumálum sem Elsta nautinu slátrað Fyrir stuttu síðan var elsta nautinu slátrað í Hrísey. Það var 3ja ára og 7 mánaða þegar því var slátrað. Það vigtaði á fæti 826 kg en kjötþungi var 448 kg. Faðirinn var af hreinu Golloway kyni en móðirin blend- ingur frá Gunnarsholti. Nú er ekki langt í það að annar ættliður af Galloway blendingum sem fæðst hafa á eyjunni komist í gagnið. VEÐURTEPPTUR I RÚMA VIKU Máunudaginn 16. þ. m. var maður sendur frá Þórshöfn til Raufar- hafnar í erindagerðum fyrir hrepp- inn. Sama dag skall á norðanbylur og leiðin milli þorpanna varð með öllu ófær, en rúmri viku síðar — þ.e. í fyrradag — komst maðurinn til baka. Framkvæmdastofnun ríkisins fékk til umfjöllunar og búist er við greinargerð um úrbætur inn- an tíðar. „Atvinnuleysisskráin segir ekki alla söguna, því þeir eru fleiri sem ekki fá bætur vegna þess að við- komandi hefur t.d. ekki unnið í nógu langan tíma áður en hann varð atvinnulaus, eða að maki hef- ur haft of háar tekjur. Aðallega er hér um að ræða konur, sem unnu hjá Sæbliki í fiskvinnu," sagði Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri í samtali við DAG. Ólafur sagði að tillögur heima- manna hefðu verið ítarlegar, en ljóst væri, eftir að tveir bátar hefðu horfið úr flota heimamanna, væru ýmsar forsendur brostnar. En vafalaust mun stjórn fram- kvæmdastofnunar taka það til at- hugunar, þegar hún fjallar um úr- bæturnar sem starfsmenn stofnun- arinnar munu leggja til að gerðar verði í atvinnumálum Kópaskers. „Ég er sannfærður um það að í framtíðinni verðum við að treysta á útgerð og úrvinnslu á sjávarafla," sagði Ólafur. „Við leggjum á það áherslu að því unga fólki, sem er að alast upp á Kópaskeri og í ná- grenninu, verði gefinn kostur á að fá atvinnu hér við sitt hæfi. Það eru ekki nema sjálfsögð mannréttindi að fá að vera heima hjá sér.“ Ef gert er ráð fyrir að „vinnu- færir“ Kópaskersbúar sú um 80 að tölu og að 15 til 20 manns séu á atvinnuleysisskrá, þyrftu atvinnu-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.