Dagur - 26.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 26.03.1981, Blaðsíða 8
Mývetningar kröfuharðir en jafn- framt hreinskilnir og formlegir segir sveitarstjórinn í Mývatnssveit Arnaldur Bjarnason Vélsleðakeppni á sunnudaginn Á sunnudaginn verður vélsleða- keppni haldin skammt ofan við Akureyri, nánar tiltekið í landi Glerár. Að sögn félaga i F.B.S.A. sem stendur fyrir þess- ari keppni, munu 15 til 20 sleðar taka þátt í keppninni, sem er sú fyrsta sem sveitin heldur. Keppt verður um farandbikar, sem POLARIS umboðið hefur gefið. Ætlunin er að keppa í braut, sem í verða allskyns þrautir, sem áhorf- endur ættu að hafa gaman af. Keppnin hefst klukkan 14 á sunnudaginn. Þetta er ein af mörgum fjáröfl- unarleiðum, sem farin verður svo F.B.S.A. geti fjármagnað kaup á nýjum björgunarbíl. Bíllinn er kominn til landsins og er væntan- legur til Akureyrar innan tíðar. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Undir lok síðasta árs tók nýr sveitarstjóri, Arnaldur Bjarna- son við störfum í Mývatnssveit. Á dögunum átti Dagur leið um Mývatnssveit og tók þá m.a. hinn nýja sveitarstjóra tali og lagði fyrir hann nokkrar spurn- ingar. „Mývetningar eru kröfuharðir en jafn- framt hreinskilnir“ Nú ert þú nýfluttur í Mývatns- sveit. Hvernig hafa Mývetningar tekið þér? „Hér hefur ekkert mætt mér annað en elskulegt viðmót og hlý- hugur. Vissulega eru Mývetningar kröfuharðir, en jafnframt hreinskilnir og talsvert formlegir, en það er mikill kostur við fólk að vera hreinskilið. Þessi tími, sem ég hefi verið hér fram að þessu hefur einkum farið í að kynnast fólkinu og starfinu.“ Hafðir þú haft einhver kynni af sveitarstjórnarmálum áður en þú komst hingað? ..Ég get nú ekki sagt það, en fjölskylda mín hefur mikið starfað að þessum málum og óneitanlega kynntist ég því talsvert gegnum það. Auk þess hef ég innt af hendi ýmiss störf innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og það tel ég að hafi verið mjög góður skóli og skemmtilegur. Félagsleg afskipti er alltaf lík á hvaða sviði sem þau eru.“ „Sveitarstjórastarfið er oft á tíðum sátta- semjarastarf“ Nú hefur maður heyrt að menn séu ekki alltaf sammála hér í sveit- arstjórninni. Hvernig hefur þér gengið að starfa með henni? „Fram til þessa hefur samstarfið gengið mjög vel, og ég geri ekki svo mikið úr þessum umtalaða skoð- anaágreiningi. Sveitarstjórastarfið er vissulega oft á tíðum sátta- semjarastarf, en ágreiningur innan sveitarstjórnarinnar hefur ekki orðið mér hindrun í starfi." Nú býr Mývatnssveit við tals- verða sérstöðu miðað við önnur sveitarfélög, því hér eru í gildi lög um verndun Mývatns og Laxár og ná þau til alls Skútustaðahrepps. Hver hafa kynni þín verið að þeim aðila, sem framfylgir þessum lög- um þ.e. Náttúruverndarráði? „Ég kom hér með mjög ákveðnar skoðanir varðandi þetta. Ég hélt því fram, að Mývetningar hefðu selt sig aðila, sem stjórnaðist af of miklum verndarsjónarmiðum, en eftir því sem ég kynnist betur náttúru Mývatnssveitar og fegurð sé ég þörfina á vissri verndun. Ég óttast þvi ekki samstarf við Nátt- úruverndarráð og vona að það gangi þannig fyrir sig að hvor aðili virði sjónarmið og þarfir hins. Mitt starf er að sjá um rekstur á þessu sveitarfélagi og það kallar á fram- kvæmdir, sem e.t.v. stangast á við sjónarmið Náttúruverndarráðs, en þá verður að finna á því skynsam- lega lausn.“ ÍXJÓTIÐ „Þetta er lítið sveit- arfélag, en er komið með mikla félagslega þjónustu“ I hverju eru störf sveitarstjóra einkum fólgin yfir veturinn? „Ég býst við að störf sveitarstjóra séu svipuð árið um kring, Árið byrjar á miklu annríki við undir- búning innheimtu, álagningu skatta gerðar fjárhagsáætlunar og margvísleg framkvæmdamál þurfa að fara að síga af stað með funda- höldum. Daglegt starf byggist á því, að hafa samband við ótal aðila í þjóðfélaginu, greiða úr erindum fólks og almenn afgreiðslustörf. Þetta er lítið sveitarfélag, en er komið með mikla félagslega þjón- ustu og koma því mjög margvísleg störf í hlut sveitarstjóra." Hvað er helst á döfinni hjá ykkur í ár? „Það liggur enn ekki ljóst fyrir hvað sveitarstjórn vill láta fram- kvæma í ár og fjárhagsáætlun ligg- ur því ekki fyrir. Sennilegt verður þó að telja að reynt verði að ljúka byggingu sundlaugar, því mjög ó- fullnægjandi böðunaraðstaða hefur verið hér síðan Grjótagjá varð of heit. Þá er nauðsynlegt að endur- nýja hitaveitulagnir vegna úr- fellingarvandamála. Neysluvatnið er annað vandamál hér, sem finna þarf lausn á, en það er nú um 20°C. Til lausnar því hafa komið fram hugmyndir um að leiða vatn úr lind, sem er nokkuð austan við Námafjall. Þetta er mikil og dýr framkvæmd en mundi leysa mik- inn vanda bæði hjá vatnsveitu og hitaveitu, því gufa mundi verða notuð til að hita það upp. Þá er verið að skoða hugmundir að nýj- um barnaskóla, sem reisa á í þorp- inu, en núverandi skólahús er lítið og var aldrei ætlað til slíks.“ „Síðustu tvö ár hefur orðið hér veruleg fólksfækkun“ Og eitthvað að lokum? „Mývatnssveit hefur í mörg ár miðlað fólki úr nágrannabyggðar- lögunum atvinnu, en nú hefur orð- ið sú breyting á, að varla er lengur vinnu að hafa fyrir heimafólk og tvö síðustu ár hefur orðið hér veru- leg fólksfækkun. Þessum stað- reyndum þarf að mæta með aukn- Arnaldur Bjarnason. um atvinnutækifærum og ættu jarðhiti og orka að geta skapað aukna atvinnumöguleika. Einnig þarf að efla og auka ferðamanna- þjónustuna, m.a. með því að lengja ferðamannatímabilið þannig að í komandi framtíð geti þeir Mývetn- ingar sem vilja átt þess kost að hafa næg atvinnutækifæri í sinni heimasveit.“ Flugbjörgunarsveitin á Akureyri: KOTASÆLA er einstaklega magur fersk- ostur, en afar ríkur af próteini og vítamínum. ®Borðið hana beint úr dósinni. #Setjið hana ofan á brauðsneið eða kex með tómat-, papriku-, eða gúrkusneið og kryddið með saman við hana ásamt brytjuðum ávöxtum og borðið sem ábætisrétt. Notið hana í baksturinn, t.d. í tertur, lummur eða pönnu- kökur svo eitthvað sé nefnt.1 Einnig getið þið bætt út í hana ferskum kryddjurtum s.s. gras- lauk, steinselju eða blaðlauk og notað hana nýmöluðum pipar. c Blandið þeyttum rjóma sem ídýfu. KOTASCIA fitulítil og freistandi q 1 r»A Áttu í erfiðleikum með að komast á milli húsa Kópaskeri 24. mars. Nú er komið gott veður og verið er að moka veginn rnilli Kópa- skers og Húsavíkur. Einnig er verið að ryðja veginn til Rauf- arhafnar. Við ættum að fá mjólkina frá Húsavík síðar í dag og Raufarhafnarbúar sömuleiðis, en báðir þessir stað- ir hafa verið mjólkurlausir um tíma. fbúar hér um slóðir fengu að kenna á norðanáhlaupinu ekki síð- ur en aðrir landsmenn. Á Kópa- skeri átti fólk oft í erfiðleikum með að komast á milli húsa og víða, þar sem snjóinn hefur skafið, er hann kominn upp undir þakbrún á ein- býlishúsum. Ég veit þess t.d. dæmi að fólk hefur varla komist út um aðal- eða bakdyr. Skólahald hér og að Lundi hefur fallið niður öðru hvoru. Snjósleðar hafa komið í góðar þarfir í ófærðinni og á Kópaskeri er til snjóbíll sem grípa má til ef í nauðir rekur. Enginn læknir er á Kópaskeri, en við höfum góða heilsu og góða hjúkrunarkonu svo okkur er ekkert að vanbúnaði í þeim efnum þegar óveður skellur á. Ó.F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.